Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÖRI HALLUR SIMONARSON GLÆSIBRAGUR YfíR 65 ÁRA AFMÆLISHÓFI K.R. KR-ingar minntust 65 ára af- mælis félags síns með veglegu hófi að Hótel Borg s.l. laugardags- kvöld. Mikið f jöJmenni var saman KÖRFUBOLTI í'landsmótið í körfubolta held- ur áfram að Hálogalandi í kvöld og fara þrír leikir fram. í 3. flokki karla mætast ÍR c og Ármann b og Ármann a og KFR. í 3. flokki lcika svo ÍR og KR og verður væntanlega um skemmtilega bar- áttu að ræða. Næstu leikir í íslandsmótinu verða svo lun helgina. Verður leik ið bæði á laugardag og sunnudag. komið og heppnaðist þetta afmælv ishóf mjög vel, enda vel til þcss vandað. Margar ræður fluttar og flestar í léttum dúr. Nokkrir KR- ingar voru heiðraðir fyrir vel unn in störf í þágu félagsins. Veizlustjóri var Björgvin Sch- ram, formaður KSÍ. Einar Sæm- undsson, formaður KR, setti hóf- ið með stuttri ræðu, en því næst flutti Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari minni KR á bráðsnjallan hátt eins og hans var vísa. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, flutti ræðu og kom víða við. Minntist hann knatt spyrnuára sinna með Víking, en með því félagi lék hann sem mark vörður. Kvaðst borgarstjóri ekki einungis hafa mátt þola að fá mörg mörk á sig þegar KR var annars vegar, heldur hafi hann oft sinnis sjálfur fengið að fjúka í markið. Ræðu borgarstjóra var vel tekið. Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ, talaði fyrir hönd sérsam- bandanna innan ÍSÍ. Færði hann KR gjöf frá þeim, vandaðan vasa. Jens Guðbjörnsson, form. Ár- manns talaði fyrir hönd hinna einstöku félaga í Reykjavík og nágrenni. Færði hann KR peninga gjöf frá þeim. Þá flutti forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, ávarp, en einnig töluðu Atli Steinarsson, form. samtaka íþróttafréttamanna, og Jón Hjartar, gamall KR-ingur í blíðu og stríðu. Sem fyrr segir fór- hófið vel fram og var setið langt fram á nótt. Frá afmælishófi KR s. I. laugardag. Nauðungaruppboð verður haldið að Síðumúla 20, hér i borg, (Bif- reiðageymslu Vöku) eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl., föstudaginn 20. marz n. k. kl. 1,30 eftir hádegi. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-91, R-1391, R-1396, R-1498, R-2042, R-2451, R-2889, R-2950, R-3042, R-3363, R-3691, R-4724, R-4970, R-5091, R-5168, R-5370, R-5575,. R-5677, R-5821, R-5901, R-6049, R-6243, R-6256, R-6957, R-7049, R-7098, R-7195, R-7329, R-7366, R-7922, R-8181, R-8553, R-8564, R-8611, R-8614, R-8621, R-8647, R-8649, R-8762, R-8829, R-8964, R-9109, R-9534, R 9598, R-9816, R-9845, R-9889, R-10200, R-10203, R-10249, R-10261, R-10316, R-10521, R-10706, R-10874, R-11505, R-11593, R-12054, R-12293, R-12422, R-12608, R-12868, R-13040, R-13434, R-13438, R-13731, R-13757, R-13763, R-13805, R-13949, R-13981. R-14288, R-14312, R-14680, R-14695, R-14786, R-14906, R-15191, R-15431, R-15445, R-15582, G-2323, L-157, óskrá- sett Moskowitchbifreið árg. 1955 og 2 loftpressur. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. AUGIÝSID I TTMANUM STUTTAR FRÉTTIR London-NTB. — Wolver- hampton keypti Jimmy Melia j frá Liverpool fyrir 50 þúsund pund, og kemur það mjög á í óvart. Melia liefur leikið í • enska landsliðinu við góðan : orðstír. Úlfamir hafa á þessu : keppnistímabili keypt leikmenn fyrir 150 þúsund pund. Lima 11.?. NTB — Banda- ríska stúlkan Donna de Varona : setti í dag nýtt licimsmct í I 400 m. fjórsundi, synti á 5: ; 16.5 mín. ★ London NTB 11.3. Burnley j sigraði Leicestcr með 2:0 í j í ensku deildar kcppninni í dag. j Úrslit í heimsmeistarakeppn ! inni í handknattleik, 8-landn- i keppninni, urðu cins og hér j segir í gærdag: ■ Svíþjóð—Júgóslavía 23—18 (10—11) | Tékkóslóvakia—Sovétríkin 18—15 (9—8) IJngverjaland—V.-Þýzkaland 1 19—15 (7—7) Rúmenía—Danmörk 25—15 (10—7) JfauoiS JZatt&a Krofs frímerkítt Það hefur ekki viðrað vel fyrir Sonny Liston síðustu daga. Hann hefur mátt þola háð og spott eftir að hann lét í minni pokann fyrir gortaran- um Cassíus Clay. Og í fyirri- nótt varð hann fyrir nýju á- falli. Lögregluniaður nokkur handtók hann og flutti hann á lögreglustöð, þar sem honum síðar var þó sleppt gegn 300 dollara tryggingu. Ástæðan fyr- ir handtökunni var sú, að Lis- ton — með vinstri hendi í fatla — Ók með ofsaliraða í gegnum þéttbýli, þar sem liá- markshraði er 50 km. Þetta var þó ekki það einasta, því Liston bar ólöglegt skotvopn á sér, sem fannst í fórum hans. Ekki gekk átaka'laust að koma honum á lögreglustöðina og varð lögreglumaðurinn að fá liðstyrk. Þessi atburður getur feynzt Liston dýrkeyptur. Á mcðan Floyd Patterson var heims- meistari í þungavikt þótti mjög vafasamt, að Sonny Liston fengi nokkurn tíma að mæta honum í hringnum vegna sinn- ar skuggalegu fortíðar. Hinn slungni Cassíus Clay með heims meistaratignina í vasanum hleypir engum afbrotamanni í Inringinn á móti sér og hann vantar örugglega ekki orð til að verja slíkan ásetning. Ann- ars hefur Cassíus lýst því yfir, að liann æt'li að taka lífinu með ró næstu mánuðina og helzt hefur hann liugsað sér að keppa ekki meira á þessu ári. Sendisveinn óskast, eftir hádegi. Bankastræti 7 — Sími 18300 T í M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 60. Tölublað (12.03.1964)
https://timarit.is/issue/66498

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. Tölublað (12.03.1964)

Aðgerðir: