Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 9
listana heima hjá séra Bjarna
í Bergstaðastræti 9a Qg fanmt
það gott að geta málað sitjandi
öðru hverju, því að ég var orð
inn svo máttfarinn af fjörefna-
skort hafði nærzt á litlu öðru
en einu og einu mjólkurglasi
og snúð eða vínarbrauði vikum
eða mánuðum saman. Önnur
hús, sem ég fékk að mála, var
gólf og stigar heima hjá Gísla
bókbindara og söngvara Guð-
mundssyni að Laufásvegi 15,
og í tveimur húsum. Gunnars
föður kunningja míns Þorleifs
bókbindara Gunnarssonar. Svo
verður það af einhverri óskilj
anlegri ástæðu, að mér er
boðið vestur í Unuhús, þar sem
Una húsfreyja spurði mig m.
a. að því, hvort ég fengist ekki
við að mála hús. Er skemmst
af að segja, að þar er ég ráðinn
til að mála húsið utan og inn-
an og fá greitt kaupið í fæði
hjá húsfreyjunni. Líka málaði
ég þá annað hús þarna við
Garðastrætið, Hákonarbæ, þar
sem bjó frændfólk Unu.
— Eg man ekki betur en þú
gæfir fyrirheit um það í Ofvit-
anum að senda frá þér innan
tíðar talsverða bók um Unu-
hús, fbúa og gesti þar. Átti
hún ekki að verða lengri 01
sú litla, sem kom út hjá Heims
kringlu í hitteðfyrra?
— Mér fannst, að ef ég gæti
ekki skrifað sögu Unuhúss af
fullri hreinskilni, væri jafngott
að gefa bókina ekki út til að
þurfa ekki að móðga stórlega
vini mína bæði lifandi og
dauða. Því hef ég ekki sinnt
þessu nema að gefa út bókar-
kornið um Stefán frá Hvítadal
og dvöl hans í Unuhúsi.
— Skreppur þú oft heim á
fomar slóðir í Suðursveit?
— Eg hef nú ekki farið aust
ur síðan Ósvaldur Knudsen var
að taka kvikmyndina af mer
um árið og fékk mig tneð sér
þangað. Annars hef ég síðusíu
þrjátíu árin farið > heim á
HaJa annað eða þriðja hvart
ár og verið þar part úr sumri.
Tveir bræður mínir eru bænd
ur þar í sveitinni, Steinþór að
Hala og Benedikt á Kálfafei;':
— En kemur oft fyrir að þú
uiglir?
— Nokkuð oft kemur það
fyrir, og ég hef líka gaman af
utanferðum. Síðast fórum við
hjónin út í fyrrasumar ug
heimsóttum einar sex borgir
í jafnmörgum löndum. Fórutn
með Gullfossi til Leith, þaðan
til Vínar, Búdapest, Belgrad,
Sofia og á heimleið vorum við
mánuð í Kaupmannahöfn.
— Áttirðu eitthvert sérstakt
erindi til borganna í austri?
— Já, aðalerindið var að
sækja Alheimsþing esperant-
ista, sem þá var haldið í Sofia,
en það þing er haldið árlega íiJ
Framhald á 15. síðu.
T t M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1264. —
Meistarinn
úr Suðursveit
Menn þurfa margar »vígslur til
að verða góðir meistarar, og fáir
eða engir munu þeir, hérlendir
menn, vera margvígðari en Þór-
bergur Þórðarson, bæði viljandi
og óviljandi. Sjálfsagt hefur eng-
an í Suðursveit grunað þvílíkur
meistari var í heiminn borinn,
er sveinn með glórautt hár
sá fyrst dagsins ljós þar eystra
fyrir sjötíu og fimm árum. Raun-
ar er það engin furða, þvi tölu-
vert gekk á í hinu kristilega þjóð-
lífi, sem beið Þórbergs sem ungs
manns, áður en allur fjöldinn
hafði meðtekið hinn stíihreina,
yfirlætislausa og hrollvekjandi
boðskap meistarans.
Þessi mikli gruflari í alheims-
fræðunum gekk álútur og ár. mik-
illar eftirtektar, inn um fordyri
allt að því lögskipaðs kyrralífs
fyrri hluta tuttugustu aldarinnar
og lagði sprengju sína á borðið
innanum kaffibolla velsæmisfólks-
ins með þeim afleiðingum, að síð-
an hefur ekki verið sæmilegur
bókmenntafriður á íslandi. Þessi
sprengja var Bréf til Laru, og ryk-
ið, sem sú bók þyrlaði upp, hefur
ekki náð að síga til jarðar enn.
Bréf til Láru þykir kannski ekki
mikið brennivín nú á dögum, en
hún var það á sínum tíma, jafnvel
meira brennivín en mjólkurmagar
hinnar hefðbundnu rómantíkur
þoldu. Hún var stríðsyfirlýsing
nýs tíma og brautryðjendaverk,
alíslenzkt og opinskátt, höfundin-
um hættulegt, og svo stórkostlegt,
að það gat enginn nema fæddur
meistari skrifað slíkt. Engin Par-
isardvöl eða Kaupmannahafnar-
vist, klausturrjátl eða trúskipti,
hefðu getað gefið bókinni sannari
tón, upprunalegri vandlætingu
eða meiri yfirsýn. Ég hef ekki
komið í Suðursveit, og veit ekki
hvers konar menningarparís þar
er til staðar. En Þórbergur hafði
lítið gert annað en hafa sig það-
an yfir vötnin vond og mörg og á
þéttbýlli stað hér við Faxaflóann
þegar hann gaf þjóðlífinu nýtt
yfirbragð með Bréfi til Láru, og
það eitt segir meira um Suður-
sveit en mikil lofrolla eða ein-
stöku fallegt strand franskrar
duggu.
Þórbergui hefur síðan Bréf til
Láru kom út, skrifað marga ó-
gleymanlega hluti, fallegri verk
og meiri verk og sjálfsagt af meiri
snilld, þótt ég sé ekki maður til
að meta slíkt. Og Bréfið réð eng-
um úrslitum fyrir Þórberg sem
rithöfund; það gera verk hans í
heild, og þarf náttúrlega ekki að
fara að skjalla manninn fyrir þau,
af því að hann er nefnilega einn
af þeim fáu, sem öllum finnst
sjálfsagt að allt geri vel, og fer
saman tilætlunarsemi samtíðar-
innar og hæfileiki meistarans. En
Bréfið réð úrsíitum um efnis-
meðferð og vinnubrögð höfunda
næstu framtíðar. Rétt er, að Þór-
bergur sprengdi margar kerling-
ar í Loft upp með Láru bréfi og
hann hefur verið iðinn við það
alla tíð. En hann sprengdi einnig
nýja braut þeim, sem á eftir
komu, víðan og breiðan veg þeim,
sem kunnu að nota hann. Still Þór-
bergs er með þeim hætti, að eng-
inn rithöfundur getur villzt undir
ok hans, en þegar hann er skoð-
aður betur, verður hann eins og
kennarastóll, heil þyrping af fyrir-
segjendum um það, hvernig bsri
að skrifa og hvenær hver setning
sé fullskrifuð, svo fari saman heil
hugsun, hrynjandi máls og papp-
írssparnaður. Þetta er mér ljúft og
skylt að votta. Og þannig hefur
þetta verið um allt, sem ég hef
lesið eftir Þórberg. Með Bréfi til
Láru rétti hann hnefann upp úr
þoku hinnar stíllausu inspíra-
sjónar, flóðmælginnar og þrugls-
ins, sem minnir á andafund í
blekbyttu — og náði með hönd
sinni á land snillinganna. Þetta
var ekkert minna en þrekvirki.
Síðan hefur Þórbergur verið af-
kastamikill rithöfundur, en það
er eins og samtíðin sé enn svo-
lítið hrædd við hann. Heildar-
útgáfur annarra höfunda og yngri,
hafa verið gefnar út og eru gefnar
út, en það heyrist ekkert um út-
gáfu á verkum Þórbergs. Þó er
hann orðinn sjötíu og fimm ára.
Þetta stafar ef til vill af því, að
viðhorfið til Þórbergs er fyrst og
fremst viðhorf fárra, sem þurfa
að glíma við sömu hluti og hann
og vita hvað hann glímir vel —
öðrum er sumt af þessu sjálfsagt
undarleg lesning.
Þórbergur er samansettur úr
mörgum þáttum, eins og aðrir
dauðlegir menn. Hann hefur löng-
um verið hliðhollur þeim stjórnar-
háttum, sem nú eru í Rúslandi.
Samtímis hefur hann velt fyrir
sér furðum og fyrirbærum, án
þess nokkuð hafi borið fyrir hann
sjálfan til að efla trú hans á slíku,
og mér skilst hann sé andatrúar.
Heldur kemur þetta illa heim við
efnishyggju þá, sem liggur að
baki áætlunarbúskap eða það
veraldarvafstur, sem ekki býður
heim þenkingum um annað líf.
Samt innbyrðir Þórbergur þetta
tvennt og er jafn harður í sókn á
báðum vígstöðvum. Síðan iðkar
hann líkamsrækt og yoga, og er
ekki gengið að þeirri iðkan af
neinni ónákvæmni.
Mér er nær að halda að hann
taki ekki þessa jarðvist sína svo
ýkja alvarlega þegar á allt er
litið. En alvöruna skortir ekki
þegar að því kemur hvernig
hann á að skrifa um eitt og ann-
að, hvort heldur það er nú gaman-
semi, gagnrýni, ádeila eða skrán-
ing sögu.
Ein þeirra bóka, sem mér þykir
ágætust eftir Þórberg, er Edda
hans. Eitthvað munu vera deild-
ar meiningar um hana, og þar
sem hún birtir ljóð eftir Þórberg,
býst ég við að hún þyki ekki neitt
hástemmt dæmi um skáldfáks-
sprettinn Samt ætti þessi bók að
vera eins konai handbók ljóð-
skálda, ekki vegna ljóðanna, sem
í henni eru ei pluma sig þrátt
fyrir skýringarnar, heldur vegna
þess, að einungis forhertustu
skáid munu geta lesið bókina og
haldið áfram að vera hátíðlegir
yfir sjálfum sér Þórbergs-Edda er
eins og loftræstikerfi í sálinni, og
lýsingar hans á því hvernig Ijóð-
in komu undir og hvernig þau
oókstaflega bólusetja menn við
urðu til og hver tilefnin voru,
allri upphafningu. Þetta er víða
einkennið á verkum Þórbergs.
Þau gera menn lítilláta.
Þórbergur er því mikill uppal-
andi, kennimaður og meistari.
Kannski varðar bókalesendur yfir-
leitt ekkert um þann þáttinn í
verkum hans, en þeir mega vera
honum þakklátir fyrir áhrif hans
á rðr-i, skrifa eða yrkja. Þessi
Framhald á 13. síSu.
i