Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1964, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR, 16. marz. NTB-Heidelberg. Sovétríkin hafa tilkynnt, að einn af flug- mönnunum þrem, sem skotnir voru niður yfir A.-Þýzkalandi fyrir 6 dögum, sé á sjúkrahúsi í Magdeburg. Ekkert var sagt um hina 2. NTB-Stokkh'óLmi. — Gromy- ko, utanríkisráðherra Sovétríkj anna, kemur í fjögurra dagá op- inbera heimsókn til Svíþjóðar á morgun- NTBMexicoborg. — Charles de Gaulle, forseti Frakklands, kom í kvöld í opinbera heim- sókn til Mexico ásamt konn sinni. NTB-Lima. — Jarðfræðileið- angur í frumskógum Peru bað um hjálp í dag, en leiðangurs- menn hafa lent í ægilegum bardögum við Indíána. Auk þess er hitinn steikjandi. NTB-Dublin. — Læknarnir á sjúkrahúsinu í Dublin telj.i 50% líkur á því, að leikrita- skáldið Brendan Behan lifi, en hann þjáist bæði af sykursýki og gulusótt. NTB-Höfðaborg. — Fjármála ráðherra Suður-Afríku sagði i þinginu í dag, að fjárhagur landsins hafi verulega batnað síðastliðið ár. NTB-Bogota. — Stjórnar- flokkamir tveir í Colombiu, — sem setið hafa við völd í sex ár, héldu meiri hlutanum í þjóðþinginu við kosningarnar um helgina, en töpuðu 19 þing- sætum. NTB-Stokkhólmi. — Fjórir af átta föngum, sem flúðu úr LSngholmen-fangelsinu í Stokk hólmi, því sem Wennerström er geymdur í, á sunnudags- kvöldið, eru ennþá ófundnir. NTB-New York. — Hubert Humphrey öldungadeildarþing- maður hefur tilkynnt, að hann gefi ekki kost á sér sem vara- forsetaefni demókrata, en hann var álitinn einn þeirra, sem helzt kæmu til greina. NTB-Brussel. — Paul Hemv Spaak, utanríkisráðherra Belg- íu, fór í dag til Leopoldville til þess að ræða við kongóska ráða menn- NTB-Casablanca. — Þúsund- ir manna flúðu heimili sín í Casablanca í Marokko í gær- kvöldi vegna kröftugra jarð- skjálftakippa víðs vegar um landið. NTB-Vientiane. — Fulltrúar deiluaðilanna þriggja í Laos hafa ákveðið að mætast til við ræðna á Krukkusléttu í Mið- Laos. NTB-Phnompenh. — Prins Norodom Sihanouk, æðsti mað ur i Kambodsíu, sagði í dag, að landið myndi halda áfram hlul- leysisstefnu sinni þótt það tæki upp stjórnmálasamband við N Vietnam. Víkingaskip, sem átti að sigla til Ameríku er TÝNT ÚTIÁ HAFI NTB-Belgrad, 16. marz Eftirlíking af norsku vík- ingaskipi, sem notað hefur verið viS töku víkingakvik- myndar í Júgóslavíu nýlega hefur tínzt úti á Adriahafi, en þaS lagSi á staS fyrir nokkr um dögum í siglingu yfir til Ameríku. Fréttastofan Tanjug tilkynnti í dag, að skipið, sem er í eigu banda ríska fornleifafræðingsins Robert Marks, hafi ekki sézt síðan það VORSÝNING HF, Reykjavík, 14. marz. Sunnudaginn 22. marz heldur Þjóðdansafélag Reykjavíkur vor- sýningu í Háskólabíói. Þar mun sýningarflokkur Þjóðdansafélags- ins ásamt nemendum sýna þjóð- dansa frá ýmsum löndum. Þjóðdansafélagið er sívaxandi félag og síðasta sumar tók það í fyrsta skipti þátt í norrænu þjóðdansamóti í Noregi. Þar voru mættir fulltrúar fyrir allar hinar norrænu þjóðir og vöktu íslendingar mikla athygli. Joan Krogsæter, einn helzti framámaður norska þjóðdansafé- lagsins, hefur nýlega skrifað grein þar sem hann fer lofsamlegum orðum um frammistöðu íslend- inga á þjóðdansamótinu, síðasta sumar. Hann segir að gaman hafi verið að komast að raun um það, að íslendingar ættu líka merki- legan arf á þessu sviði sem öðrum, og væri hann meiri en margir hefðu haldið. Jafnframt segir Krogsæter, að þáttur íslands í mótinu hafi verið albezta atriðið. lagði frá landi 10. marz s.l. í því skyni að sanna enn einu sinni, að hægt væri að sigla yfir Atlants- hafið á slíku skipi. Samkvæmt á- ætluninni átti skipið, sem hefur vél, en engin nútíma siglingar- tæki um borð, að koma við á eyjunni Visi í Adriahafi á leið sinni til Gibraltar. Þegar það hvarf var þegar í stað farið að leita að skipinu. Herflugvél með blaðamönnum um borð hefur í tvo sólarhringa leitað að bátnum, en árangurslaust. Mikill vindur og háar öldur hafa verið á Adria- hafinu síðustu dagana. Samkvæmt Belgrad-blaðinu Poli tika Express voru sex menn um borð í skipinu, þegar það lagði frá landi, en fjórir aðrir áttu að koma um borð í Lisabon. Af þessum sex voru tveir frá Noregi, einn Breti, tveir Júgóslavar og Banda- ríkjamaðurinn Robert Marks, eig- andi skipsins. Þeir eru allir á aldrinum 20—30 ára. Víkingaskipið, sem er 24 metrar að lengd, átti fyrst að fara til Lisabon, en þaðan yfir Atlants- hafið til New York. Síðan var ætl- unin að sigla til baka með við- komu á Grænlandi, íslandi og Noregi. Áhöfnin átti að lifa að mestu leyti á sama hátt og vík- ingarnir gerðu forðum daga. Varð alelda á augabragði KJ-Reykjavík, 16. marz. UM hádegisbilið í gær kom upp eldur í húsinu að Laufásvegi 2A, en þar bjó Jón Heiðberg heild- sali ásamt fjölskyldu sinni. Hús þetta er tvílyft steinhús með tré- gólfuin, og breiddist cld'urinn því út með miklum hraða um allt hús- iíl Slökkviliðið kom á vettvang með VERKFRÆDINCAR SENDA ALÞINCISMÖNNUM BRÉF JK-Reykjavík, 16. marz | í dag sendu Verkfræðingafélag \ íslands og Stéttarfélag verkfræð- inga þingmönnum Efri deiidar Al-1 þingis bréf, þar sem skorað er á þá að samþykkja ekki frumvarpið um lausn kjaradeilu verkfræðinga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Bréf Verkf>-æðingafélagsins fjall ar almennt um þau atriði í frumv., sem verkfræðingar hafa út á að setja, en bréf Stéttarfélagsins fjallar um þau atriði í frumvarp- inu, sem snúa að verkfræðingum í launuðum, föstum stöðum . Félögin gagnrýna, að frumvarp- ið rugli saman, eins og gert var í bráðabirgðalögunum á sínum tíma gjaldskrá verkfræðinga, sem reka sjálfstæðar verkfræði- og teikni- stofur, og launakjörum verkfræð- inga í föstum störfum. Gjaldskrá ákveður þóknun fyrir selda þjón- ustu atvinnurekenda í faginu, en launaskrá ákveður laun verk- fræðinga, sem eru launþegar. Félögin segja einnig, að tilefnis- laust sé, að Alþingi setji lög um gjaldskrá verkfræðinga. í fyrsta lagi hafi gerðardómur, sem skip- aður var samkvæmt bráðabirgða- lögunum í ágúst í haust, lögfest hina nýju gjaldskrá Verkfræðinga félags íslands að mestu leyti ó- breytta. í öðru lagi sé einsdæmi, ef Alþingi lögbjóði gjaldskrár, og mundi það svipta verkfræðinga- stéttina, eina allra stétta, rétt til setningar gjaldskrár og það um ó- tiltekinn tíma. Hvað snertir launakjör verk- fræðinga, segja félögin, að frum- varpið, sem er samhljóða bráða- birgðalögunum frá í ágúst, séu áníðslulög, þar sem verið sé að svipta verkfræðinga, eina allra stétta, samningsrétti um launa- kjör sín, og það um óákveðinn tíma. Einnig segja þeir, að fjar- stæða sé, að gera láunakerfi rík- isins að fordæmi fyrir kjörum fé- lagsmanna Stéttarfélags verkfræð- inga, og gera þar með kjör þeirra, einna allra landsmanna, að afleið- ingu af kjörum opinberra starfs- manna. Ýmislegt fleira hafa félögin út á frumvarpið að setja og enda þau bréf sín til þingmannanna með á- skorun um, að það verði ekki sam- þykkt. mikinn útbúnað og liðsafla, og var ráðizt til atlögu við eldinn á mörg um stöðum. Mikinn reyk lagði frá húsinu og urðu slökkviliðsmenn að nota reykgrímur við slökkvi- starfið. Þakið var rofið á tveim- ui stöðum til þess að komast að eldinum, en alls tók slökkvistarf- ið um þrjá tíma. Eigandi hússins, Jón Heiðberg, var í kirkju, er elds- ins varð vart, en í húsinu voru Eyþór, Eyþór yngri, Þórey, Sigríð- ur, Jósep, og Valborg Heiðberg á- samt þrem bömum Jóseps og Val- borgar. Fyrstar urðu eldsins varar þær Sigríður og Þórey. Voru þær í eldhúsinu, og opnuðu dyr inn í stofuna. Var stofan þá alelda, en þær freistuðu þess að komast fram í forstofuna og í herbergi, sem haldið var að börn væru í. Síðar kom í ljós að svo var ekki. Orsakir eldsvoðans eru ókunn- ar, en húsið er mjög mikið skemmt eftir brunann, ef ekki ó- nýtt. Húsið var tryggt, svo sem lög mæla fyrir, og einnig mun innbúið hafa verið vátryggt. Metaðsókn GB-Reykjavík, 16- marz- HÁLFT þriðja þúsund gesta sótti leiksýningar Þjóðleikhússins s 1. laugardag og sunnudag, og mun það vera metaðsókn að sýn- ingum leikhússins um eina helgi. Þrjú leikrit eru sýnd þar um þessar mundir, Gísl, Hamlet og Mjallhvít. Síðdegissýning á Mjall hvít var á laugardag og sunnudag og seldust aðgöngumiðar á þær sýningar á tæpum klukkutíma. — Gísl var sýnt í 40. sinn á laugar- dagskvöld fyrir fullu húsi, en að- sókn hefur verið ágæt síðan þetta leikrit var frumsýnt í haust. Fer sýningum á því senn að ljúka. Og á 26. sýningu hússins á Hamlet var hvert sæti skipað. Æfingar standa sem hæst á Táningaást, og verður sá leikur frumsýndur um næstu mánaðamót. Á meðfylgjandi mynd sést hluti ai biðröðinni utan við miðasöluna s 1. laugardag. 2 T I M I N N, þrlðjudaginn 17. marz 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.