Tíminn - 28.04.1964, Side 2
Vilja Kínverjar klofning?
MÁNUDAGUR, 27. apríl.
NTB-Nicosiu. — KýpurGrikk
ir hófu í kvöld enn á ný hörku-
árásir á Hilarion-kastalann, sem
er á váldi tyrkneskra manna. —
Barizt var einnig umhverfis
þorpið Ayitos Theodoros á suð
vesturströndinni og í Kyrenía-
fjöllum.
NTB-Djakarta. — Subandrio,
utanríkisráðherra Indónesíu,
sagði í dag, að landið verði að
borga yfirráðin yfir Nýju-Gui-
neu (Vestur-Irian) með mikilii
verðbólgu.
NTB-Vientiane. — Sendiráð
Breta, Frakka og Bandaríkja-
manna undirbúa nú flutning
brezkra, franskra og banda-
rískra kvenna og barna frá La-
os vegna ástandsins í landinu.
NTB-Moskvu. — Nikita Krúst
joff forsætisráðherra var í
ljómandi skapi í dag, þegar
hann kom í veizlu í alsírska
sendiráðinu í Moskvu í sarnp.
við heimsókn Ben Bella, for-
seta Alsírs.
NTB-Stokkhólmi. — Gui-
seppe Saragat, utanríkisráð-
herra ítah'u, hefur verið boðið
f heimsókn til Svíþjóðar.
NTB-Róm. — Irene Hollands
prinsessa og Hugo prins af Bur-
bon og Parma munu setjast að
í Madrid eftir hjónavígsluna
sem fer fram í Róm á miðviku-
daginn.
NTB-Basel. — Lögreglan
Sviss — sem leitað hefur ákaft
að þýzka stríðsglæpamanninum
Hans Zech-Nenntwich — telur,
að hann sé kominn til Suður-
Ameríku.
NTB-Stuttgart. — Kristilegi
demókrataflokkurinn vann imik
inn sigur í þingkosningunum í
þriðja stærsta ríki Vestur-
Þýzkalands, Baden-Wurttem-
berg, og jók atkvæðamagn sit.t
um 8%. Flokkur sósíaldemó-
krata jók fylgi sitt um 2%.
NTB-Kuala Lumpur. — Flokk
ur Abdul Rahman, forsætisráð-.
herra Malaysíu, vann greinileg
an sigur í þingkosningunum í
gær.
NTB-París. — Lucién Payc-,
fyrrum kennslumálaráðherra
Frakka, hefur verið skipaður
sendiherra Frakklands í Kín-
verska Alþýðulýðveldinu.
NTB-Peking og Moskvu, 27. apr.
STJÓRNMÁLA-fréttaritarar í
Peking telja, að síðustu árááir kín-
verskra kommúnista á Nikita Krú-
SURTSEY
Framhald al 16. síðu.
eyjuna. Það er margt, sem þarf að
flytja.- Fyrir utan matarbirgðirnar,
sem eiga að duga í viku, ef ske
kynni að gerði vont veður, þá erum
við með hjálma, myndavélar og
sjúkrakassa, tvö tjöld og fleira.
— Hvernig ætlið þið svo að eyða
tímanum á eynni?
— Við erum með transistor-út-
vörp með okkur, svo munum við
fara í gönguferðir, tína steina til
að sýna heima sem minjagripi, og
reýna að komast eins nálægt gígn-
um og hægt er, ef hann gýs þá
ekki alltaf.
— Hvers lenzkir eru svo leið-
angursmennirnir?
— Ég er bandarískur, bý á
Keflavíkurflugvelli. Þar að auki
fara þrír Englendingar, einn Mar-
okkóbúi, einn frá fsrael, Skot-
landi, írlandi og tveir frá Austur-
ríki. Flestir erum við í kringum 25
ára gamlir.
— Jæja, mr. Bird, ég vona að
þetta gangi vel hjá ykkur, og ykk-
ur hlekkist ekki á.
— Nei, það er engin hætta á
því, þetta er vel skipulagt, og þar
að auki munu tveir af okkur allt-
af standa vörð á meðan hinir sofa.
KJ-Reykjavík, 27. apríl
Aðfaranótt sunnudagsins var
framin líkamsárás á mann hér í
Reykjavík. Kom maður þar að í
bifreið sem tveir menn stóðu yfir
honum, en hurfu svo út í nátt-
myrkrið, er þeir höfðu aðstoðað
við að koma honum í bílinn.
GÆSARANNSÓKNIR
Framhald af 16. stðu.
Dr. Kear ferðaðist um mestan
hluta landsins í fyrrasumar, og
ræddi við bændur um tjónið, sem
gæsirnar hafa valdið. Nú ætlar
hún sér að fara um Suðurlands-
undirlendið og austur að Kirkju-
bæjarklaustri og síðan norður og
austur um land alla leið til Egils-
staða. í bakaleiðinnni mun hún
koma við á Húsavík og Blönduósi
og ef til vill Stykkishólmi líka,
en alls staðar sem.hún kemur hef
ur hún í hyggju að kynna bænd-
um notkun rafmagnsgirðinga, en
þær tíðkast mikið í Skotlandi til
varnar gegn ágangi gæsanna.
Þegar skozka gæsafólkið hefur
lokið athugunum sínum í sumar,
mun það gera skýrslu um málið,
en það er ekki hægt fyrr, þar eð
nauðsynlegt er að fá yfirlit yfir
ágang gæsanna og hegðan bæði
vor og haust, en í fyrra kom fólk
ið ekki fyrr en upp úr miðju
sumri.
stjoff, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, bendi til þess, að kínversku
leiðtogarnir bíði eftir tækifæri til
pess að rjúfa algjörlega samband
ið við Moskvu, og að þeir telji, að
þeir muni sigra í hugsjónabaráttu
kommúnista.
Síðustu árásir Kínverja birtust í
málgagni flokksins, „Dagblaði þjóð
arinnar" í Peking í dag. Réðust
Kínverjar þar harkalega á Krústj-
off forsætisráðherra og aðra lerð-
toga Sovétríkjanna og sögðu, að
þeir færu með hreinar lygar. —
„Leiðtogar Sovétríkjanna hafa ít-
kveðið að kasta frá sér öllum bylt-
ingarkenningum Marxs og Lenins
og í stað þess hefja saimstarf við
endurskoðunarsinnana og þá, sem
berjast gegn byltingunni. Þeir
ætla nú að standa við hlið banda-
rísku heimsvaldasinnana, sameig-
inlega óvini allra þjóða heimsins",
segir í tilkynningu kínverskra
kommúnista.
„Dagblað þjóðarinnar“ birtir
einnig skýrslu Mihail Suslovs, rit-
ara sovézka kommúnistaflokksins,
til miðstjórnarinnar 14. febrúar,
yfirlýsingu miðstjórnarinnar dag-
MEÐ 1146 LESTIR
Framhald af 16. síðu.
Pálsson, en þetta er aflahæsta
skipið í Eyjum. í gær var hann
búinn að fá um 1150 lestir og um
miðjan dag í .dag hafði hann feng-
ið a. m. k. 30\lestir til viðbótar.
Bílstjórinn flutti þann sem fyr-
ir árásinni hafði orðið á Slysavarð
stofuna, en hann var með sár á
höfði, glóðarauga og meiddur á
hendi. Er maðurinn rankaði við
sér í gærmorgun, taldi hann sig
hafa tapað 1500—2000 krónum, og
er sennilegt að árásarmennirnir
tveir er hurfr. út í myrkrið á Flug-
vallarveginum hafi hirt pening-
ana úr veski mannsiris, eftir að
hafa barið hann niður. Lögreglan
vann að rannsókn árásarmáls
þessa í' dag.
ýnoga
HLÍF MUN SEGJA UPP
EJ-Reykjavík, 27. apríl
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn
arfirði hélt fund í gær og var þar
einróma samþykkt að segja upp
samningum við atvinnurekendur,
en þeir renna út 21. júní n.k.
Einnig voru kjörnir fulltrúar á
stofnfund Verkamannasambands-
ins, sem halda á í Reykjavík eða
Hafnarfirði 9—10. maí. Sendir
Hlíf í Hafnarfirði þrjá fulltrúa,
þá Hermann Guðmundsson, for-
mann félagsins, Ragnar Sigurðs-
son og Hallgrím Pétursson.
inn eftir og álit blaðsins „Pravda"
á þeirri yfirlýsingu. Um þessar
greinar segir „Dagblað þjóðarinn-
ar“:
„Skýrsla Suslovs inniheldur ein-
vörðungu lygar, orðhengilshátt og
útúrsnúninga. Það verður að telj-
ast meistaraverk, að geta samið
skýrslu, sem fyllir heilar sjö síð-
ur í „Pravda" og sem hefur ekki
annað að geyma en lygar, en þær
tnunu að finna a. m. k. á um 140
—150 stöðum.
Suslov-skýrslan og ræður Krúst-
joffs í Ungverjalandsferðinni og
eftir hana er samtíningur án höf-
uðs og hala. í rauninni er þetta
spegilmynd af endurskoðunar-
stefnu Krústjoffs.
Leiðtogar Sovétríkjanna beina
árásum sínum á félaga Mao Tse
Tung, hinn mikla leiðtoga kín-
versku þjóðarinnar. í árangurs-
lausum tilraunum sínum í þá átt
að sverta félaga Mao og hugsanir
hans, hafa leiðtogar kommúnist.a-
flokks Sovétríkjanna hagað sér
eins og maur, sem reynir að velta
stóru tré, — þeir hafa á hlægileg-
an hátt ofmetið sjálfa sig. Þeir full
yrða að Kínverjar séu ný-trotskí-
istar og með því hafa þeir lyft
steini, sem þeir verða að láta falla
á eigin tær“, — segir „Dagblað
þjóðarinnar" og lætur uim leið
liggja að því að Krústjoff og
stuðningsmenn hans í Sovétríkj-
unum séu hinir svokölluðu ný-
trotskíistar.
?rá /Ufiingi
bólguna. Nema eitthvað sérstakt
hafi komið til, og þá eiga ráð-
herrar eftir að greina frá því.
Þeir segja reyndár stundum, að
kaupgjald í landinu hafi hækkað
of mikið, en sé það athugað,
kemur í ljós, að verðlagið hefur
hækkað meira en kaupið og kaup-
geta tímakaupsins, sem var 115
1956 var 101 stig 1960. Það er al-
ger nýjjung í þróun efnahags-
mála á íslandi, að verðlagið hafi
hækkað meira en kaupið. Þar við
bætist, að þessi stefna hefur kom-
ið mjög hart niður á atvinnu-
vegunum. Þeir, sem fyrst og
fremst þurfa á lánsfé að halda
eru framleiðendumir og unga
kynslóðin, og erfiðleikar þeirra
hafa verið stórlega auknir. Þeir,
sem hafa hagnazt á þessum ráð-
stöfunum, eru hins vegar þeir,
sem meira eigið fé hafa með hönd-
um og geta leikið lausum hala í
fjárfestingunni og grætt á verð-
bólguþróuninni. Með þessari
stefnu er því dregin burst úr
nefi framleiðslunnar og unga
fólkinu gert erfiðar með sína bú-
stofnun. Þá koma háu vextirnir
inn í efnahagslífið með sívaxandi
þunga. Þeir, sem verða að byggja
rýju íbúðirnar með háu vöxtun-
um verða að krefjast hærra kaups
NTB-Kaupm.höfn, 27. apríl
Boðið hefur verið allt að 6.500
danskar krónur fyrir upplýsingar,
sem leitt geti til þess, að skemmt-
arverkamaðurinn, sem tók höfuðið
af hafmeyjunni litlu í Kaupmanna
höfn finnist. Eru það ýmsir borg-
arar, sem safnað hafa saman þess-
ari upphæð, m. a. bandarískur
verzlunarmaður í New York.
Styttan sjálf var þegar á laugar-
daginn flutt til viðgerðar hjá
bronzsteypu Laurits Rasmussen og
telja yfirvöldin, að viðgerðin taki
um mánaðartíma.
til að geta greitt vextina og haldið
húsnæðinu.
Þá er það gjaldeyrisstaða lands-
ins, sem átti að bæta verulega
með þessari nýju stefnu. Það sorg-
lega er, að afkoma landsins út á
við er ekki sérlega glæsileg miðað
við þær aðstæður, sem hér hafa
ríkt á þessu tímabili, óhemju
uppgrip á öllum sviðum og verð-
lag á útflutningi og innflutn-
ingi, batnandi. — Ekki hefur ver-
ið ráðizt í eitt einasta stórvirki,
sem jafna má við raforkuvirkjan-
irnar, áburðarverksmiðjuría, sem-
entverksmiðjuna og fl„ sem reist
var fyrir viðreisn.
Aftur á bak hefur miðað í hús-
næðismálum og meiri húsnæðis-
vandræði nú en þegar stjórnin
tók við völdum. Þetta eru sorg-
legar staðreyndir, en fram hjá
þeim verður ekki komizt. Gjald-
eyriseign bankanna hefur raunar
aukizt, en þar er mest um bók-
haldslega aukningu að ræða, þrátt
fyrir uppgripin, eins og verzlun-
arskuldirnar og stórfelldar er-
lendar lántökur til langs tíma
segja til um.
— Og hvernig halda menn, að
ástandið væri í gjaldeyrismálum
þjóðarinnar, ef móti hefði blás-
ið, afli ekki aukizt svo stórkost-
lega og verðlag á útflutningsvör-
um ekki farið hækkandi?
FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI
Líkamsárás
NTB-London- — Greville
Wynne, brezki verzlunarmaður
inn, sem Sovétríkin létu nýlega
lausan í skiptum fyrir Gordon
Lonsdale, liggur nú á sjúkrn-
húsi og mun dvelja þar í hálfan
mánuð.
NTB-London. — Harold Wi:-
son, formaður brezka Verka-
mannaflokksins, mun liklega
fara í heimsókn til Moskvu
bráðlega.
NTB-Hannover. — Ludwig
Erhard, forsætisráðlierra Vest-
ur-Þýzkalands, opnaði iðnsýn-
inguna í Hannover f dag. ,!9
Iönd taka þátt í sýningunni.
BLAÐAMANNA-
KLÚBBURINN
BLAÐAMANNAklúbburinn
verður opinn í kvöld. Að þessu
sinni verður gestur klúbbsins
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra og mun hann
ræða við blaðamenn um sam-
göngu- og landbúnaðarmál. —
Klúbburinn verður að vanda í
Þjóðleikhúskjallaranum og
hefst kl. 9,30, og að vanda verð-
ur borinn fram blaðamannarétt-
ur. Menn eru hvattir til að fjöl-
enenna á þennan klúbbfund.
Báfur til Suffureyrar
JÞJ-Súgandafirði, 27. apríl
Hingað er kominn nýr bátur,
Ólafur Friðbertsson, 193 lesta stál
skip smíðað : Flekkefjörd í Nor-
egi. Þetta er stærsta skip, sem
hér er og því sannkallaö flaggskip
staðarins. I reynsluferð gekk skip
ið 11 mílur, það er ákaflega
fallegt og vandað að öllu leyti og
búið öllum nýtízku tækjum. Skip-
stjóri verður Filip Höskuldsson,
en efgendur eru hlutafélagið Von-
in, en aðalhluthafar eru Ólafur
Friðbertsson og synir hans Einar
og Bragi.
Sex nýorpin andaregg
SJ-Patreksfirði, 27. apríl
Hér hefur verið einmuna tíð,
eins og annars staðar á landinu,
síðan í byrjun febrúar. Tún eru
tekin að grænka og tré í görðum
að springa út. Um miðjan þenn-
an mánuð fann bóndi á Melanesi
í Rauðasandi andarhreiður með
sex nýorpnum andareggjum, sem
mun vera einsdæmi um þetta leyti
árs .
Ný verzlun á Húsavík
ÞJ-Húsavík, 27. apríl
Föstudaginn 24. apríl var opn-
uð ný verzlun á Húsavík. Hún
hefur hlotið nafnið Verzlunin
Þingey, en eigandi hennar er
Stefán Benediktsson, Húsavík. f
verzluninni eru aðallega á boð-
stólum dömu-, herra- og barna-
fatnaður, svo og snyrti- og sport
vörur.
Kollan og rifan verpa
SA-Borgarfirði Eystra, 27. apríl.
f GÆR fór ég héma út í Hafn-
arhólma og sá þá, að bæði kollan
og ritan eru farnar að verpa. —
Fann ég eitt kolluhreiður með 2
eggjum, en fjölda af rituhreiðr-
um. Má hafa þetta til marks um
veðurblíðuna, sem hér hefur rikt
að undanförnu.
Byrjað er nú að reisa 100 tonna
vatnsveitugeymi á Bakkamel og
lögð verður ný vatnslögn um þorp
ið. Þessar vatnsveituframkvæmdir
eru gerðar á vegum bæjarins.
2
T í M I N N, þriðjudagur 28. apríl 1964.