Tíminn - 10.05.1964, Side 3

Tíminn - 10.05.1964, Side 3
í SPEGLITÍMANS Bókin „Ormur rauði“ eftir sænska rithöfundinn Frans G. Bengtsson vakti mikla athygli á sínum tíma. Og nú nýlega hef ur verið gerS kvikmynd eftir skáldsögunni. Var hún tekin í Júgóslavíu og stóðu enskir og júgóslavneskir kvikmyndafram leiðendur að henni. Á ensku hefur hún fengið nafnið „The Long Ships“. Leikstjóri er Englendingur- inn Jack Cardiff og víkinga- bræðurna tvo leika þeir Ric- hard Widmark og Russ Tam- blyn, en föður þeirra, Krók, Ieikur Oscar Homolka. Bræð- urnir Hrólfur og Ormur, fara suður á bóginn í leit að gull- klukku, sem foringi Máranna, EI Mansuh, á. Þeir eru teknir höndum af Márunum, en tekst að sleppa eftir mötg hættuleg ævintýri, vinna sigur á Már- unum og hverfa heim með gull klukkuna eftirsóttu. Höfðingja Máranna, E1 Mans- uh, leikur Sidney Politer, sem nýlega fékk Oschar-verðlaunin, og sjáum við hann hér á mynd inni ásamt ástmey sinni, sem leikin er af Rosanna Schiaff- ino. Giovanni Bastista Montini, frændi Páls páfa VI., hefur sagt í bandarísku blaði, að Hitl- er hafi á stríðsárunum ætlað að ræna Piusi páfa 12. Páfinn faldi marga menn, sem voru á flótta undan nazistunum í kirkjubyggingunum í Róm. — Áætlunin var vel á veg kom- in þegar Montini, sem þá var einkaritari páfans, komst að samsærinu og ljóstraði upp um það. Þ*---------------- Fangelsi í Frakklandi eru flest eldgömul og úr sér geng- in, og nú hefur dómsmálaráð- herrann ákveðið að endurnýja þau. Það mun kosta mikla fjár muni, og hefur ráðlierrann þeg ar gert áætlun um hvað skal gera. f fyrsta lagi eiga fangelsin að flytjast úr miðborgunum og í úthverfin. Rimlarnir í glugg- unum skulu fjarlægðir og skot- helt gler sett í staðinn. Byggja skal sérstaka sali fyrir líkams- æfingar. Hinir gömlu fanga- verðir með lyklakippurnar verða reknir og nýtt starfslið, með góða sálfræðilega þekk- ingu ráðnir í staðinn. Og fang- elsin eiga ekki lengur að vera til refsingar, heldur til þjóð- félagslegs uppeldis. ítalski greifinn Giovanni Marcello de Boniterral frá Napoli hefur síðustu árin verið í miklum fjárkröggum og hefur nú ákveðið að gera sér pen- inga úr titli sínum. Hann þekk ir vel mannlegan breyskleika og setti því auglýsingu í banda- rísk blöð þess efnis, að hann væri reiðubúinn að taka „kjör- son“, sem erfa myndi titilinn, fyrir væna fúlgu af peningum. Og allt bendir til þess að hon- um ætli að ganga vel, því að hann hefur fengið rúmlega 2000 svör við auglýsingunni — flest frá mönnum eldri en þrjá tíu ára. Tvær konur börðust heiftar- lega með hnífum á markaðs- torginu í Giugliano í ftalíu ný- lega. Þau voru að berjast um, hver skildi hljóta stórt kál- höfuð, sem báðar vildu kaupa! ------------------ Ýmsar fasistahreyfingar í Bandaríkjunum reka mikinn á- róður gegn flestum skynsamleg um málum og eyða í þann áróð ur ótrúlegum fjárupphæðum, sem streyma til þeirra frá ríkis mönnum þar í landi. Einn þekktasta fasistahreyf- ingin í Bandaríkjunum, „The John Birch Society“ tiíkynnti fyrir skömmu, að hún hefði yf- ir að ráða svo miklum fjármun- um, að hægt væri að eyða 100 milljónum íslenzkra króna í á- róður. Og önnur slík hreyf- ing, „The Christian Nationalist Crusade“, sem stjómuð er af Gyðingahataranum Gerald Smith, fékk árið 1962 um 15 milljónir króna í styrki. Samkvæmt nýjum lögum í Bulgaríu er nú bannað að segja stjórnmálalegar skrýtlur.að því er sagt er. Brot á þessum lög- um kosta 14 daga fangelsi fyr- ir hverja skrýtlu! En samt heyrum við alltaf nýjar og nýjar skrítlur þaðan, og' hér er sú nýjasta: Pétuir og Ivan sitja á veit- ingahúsi og rabba saman yfir rauðvínsglasi. — Segðu mér, Pétur, myndir þú halda áfram að vera í Búlg- aríu ef landamærin yrðu opn- uð? — Auðvitað ekki, Ivan hvað í ósköpunum ætti ég að gera í Búlgaríu — aleinn? Nú um mánaðamótin hóf ný hljómsveit að leika á Hótel Borg. Það er hin nýstofnaða hljómsveit Guðjóns Pálssonar, sem við sjáum hér á MYND- INNI. Aftast sjáum við Ómar Axelsson, sem leikur á kontra bassa, þá Guðjón Inga Sigurðs- son, sem leikur á trommur, Björn R. Einarsson, sem leikur á trombón og harmóniku og Guðjón Pálsson, sem leikur á píanó. Söngvari með hljómsveit inni er Björn R. Einarsson. Leikstjórinn Michael Croft, sem er brezkur, hefur gert að sérfagi sínu að setja Shakespe- are-leikrit á svið í nútímabún- ingi, — og þetta hefur vakið mikla hrifningu bæði meðal áhorfenda og gagnrýnenda. Michael Croft hefur eigin leikflokk, sem í eru 65 leik- nemar og ferðast hann nú um og sýnir Shakespeare-leikrit sín. Hann byrjaði í East-End í London og vakti þá strax slíka athygli að jarlinn af Snowdon tók leikflokkinn undir sinn verndarvæng og nú kallast það ríkisleikhús og ferðast um með sýningar sínar. MYNDIN er tekin úr einu at riði leikritsins „Julíus Cæsar“, sem leikflokkurinn sýndi í Kaupmannahöfn nýlega. Er maðurinn á miðri myndinni Cæsar, klæddur í nútíma bún ing hershöfðingja. Annars eru notaðir m. a. herbúningar frá Hitlers-Þýzkalandi og fleira af slíku tagi. Hinum merka milljónamær- ingi Nubar Gulbenkian tekst að vekja athygli á sjálfum sér svo að segja dag hvern. Nú fyrir skömmu hélt hann veizlu mikla á þekktasta hóteli Lundúnaborgar, Hotel Ritz og við borð hans sátu m. a. gríski og tyrkneski sendiherrann í Bretlandi, Lord Radcliffe, sem var landsstjóri Breta á Kýpur 1956, Sir James Bowker, sem verið hefur brezkur sendiherra í Ankara, Butler, utanríkisráð herra Breta, Sir Harold Gracc- ia, ráðuneytisstjóri í brezka ut- anríkisráðuneytinu og margir aðrir, sem höfðu það sameig- inlegt, að þeir voru á einn eða annan hátt viðriðnir Kýpurdeil una. En þeir sögðu ekki eitt ein- asta orð um stjórnmál. Menn skemmtu sér konunglega við gamansögurnar sem Gulbenki- an olíukóngur sagði þeim og hlógu síðan saman af hjartans lyst, eins og Kýpur væri alls ekki til. TÍMINN, sunnudaginn 10. ma! 1964 — j I ( , ! 1 ' 1 ( 1 'ii í i i;.i i ' / í ! /•

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.