Tíminn - 10.05.1964, Side 8
Sjónvarpsnefndtn, tal-
ið frá vinstri: Björn
Th. Björnsson, Þor-
varður Garðar Kristl-
ánssom, Þórarinn Þór-
arinsson, Sigurður
Bjarnason, Benedikt
Gröndal, formaður
Vilhjálmur Þ. Gísla-
son útvarpsstjóri, og
Þorsteinn Hannesson.
Máiverkið í baksýin er
eftlr Gunnlaug Schev-
ing.
SJONVARPSMALIÐ
Stofnkostnaður.
Ég gat þess áðan, að stofn-
kostnaður vegna sjónvarpshúss og
dagskrártækja væri talinn um
20 milljón kr. 500 watta sendir
í Reykjavík, þ. e. a. s. helmingi
sterkari sendir en nú er starf-
ræktur i Keflavík, mundi kosta
4 millj. kr. Stofnkostnaður sjón-
varps, sem eingöngu tæki til
Reykjavíkur og næsta nágrennis,
mundi því verða um 24 millj. kr.
Bygging aðalsendis á Skálafellli
5000 watta sendis, mundi hins
vegar kosta 9 millj. kr. og mundi
því stofnkostnaður íslenzks sjón-
varps, sem nær yfir Suðurnes,
mestallt Suðurlandsundirlendi,
Borgarfjörð og sunnanvert Snæ-
fellsnes eða u. þ. b. 60% þjóð-
arinnar verða um 33 millj. kr.
Síðan færi kostnaðurinn auðvit-
að vaxandi eftir því sem sjón-
varpinu væri ætlað að ná til
stærrri landsvæða. Endurvarps-
stöðvakerfi, sem taka myndi til
Norðurlands og Norð-Austurlands
og Vestmannaeyja mundi að
meðtöldum nauðsynlegum kostn-
aði við útbreiðslumælingar kosta
39.5 milljónir kr., til viðbótar
eða alls 72,5 millj. kr. Nauðsyn
legur stofnkostnaður í Reykjavík,
ásamt stofnkostnaði aðalsendi-
stöðvanna fimm, sem ná mundu
í stórum dráttum til alls lanús-
ins, mundu að meðtöldum nauð-
synlegum kostnaði við útbreiðslu
mælingar verða 71,5 millj. kr.. —
Bygging minni endurvarpsstöðva
og lagning strengs til þess að
tryggja öllum landsmönnum
afnot af sjónvarpi mundi kosta
99.5 millj. kr. til viðbótar, þann-
ig að heildarkostnaður íslenzks
sjónvarps, sem næði til allra
landsmanna, mundi verða 171
millj. kr. Þótt ekki sé gert
ráð fyrir því, að íslenzkt sjón-
varp þyrfti að eignast tæki til
þess, að kvikmynda sjónvarpsdag
skrá utanhúss né myndsegulband
þegar í upphafi, myndi það þurfa
að vera mjög fljótlega, en slík
tæki eru talin kosta 9 millj. kr.
Hefur því heildarstofnkostnaður
íslenzks sjónvarps, sem tæki til
alls landsins, verið áætlaður 180
millj. kr.
Nú má að sjálfsögðu hugsa sér
röð framkvæmda við byggingu end
8
urvarpskerfisins með ýmsum
hætti. í skýrslu sjónvarpsnefndar-
innar eru gerðar tvær fram-
kvæmdaáætlanir. Báðar eru við
það miðaðar, að öllum undirbún-
ingi verði lokið 1966 og geti fram
kvæmdir hafizt það ár. Fyrri á-
ætlunin er miðuð við að ljúka
byggingu sjónvarpskerfis fyrir
allt landið á fimm árum eða á ár
unum 1966—1970. Síðari áætlun-
in er við það miðuð að ljúka fram
kvæmdunum á sjö árum eða á
árunum 1966—1972. Ég sé ekki
ástæðu til þess að rekja þessar
framkvæmdaáætlanir í einstökum
atriðum. Þó má geta þess, að í
fimm ára áætluninni er gert ráð
fyrir því að koma uppp á árun
um 1966—1968 nauðsynlegri að-
stöðu í Reykjavík, byggja aðal-
sendistöðvár á Skálafelli, Vaðla-
heiði, Stykkishólmi og Fjarðar-
heiði og endurvarpsstöðvar á
Blönduósi, Vestmannaeyjum og
Patreksfirði, framkvæma nauð-
synlegar útbreiðslumælingar og
kaupa myndsegulband. Mundi
kostnaður við þennan fyrsta á-
fanga verða 74,5 millj. kr. Kostn-
aður á árinu 1969 er í þessari á-
ætlun áætlaður 53,'5 millj. kr.
og er þá gert ráð fyrir að byggja
fimmta aðalsendinn á Hjörleifs-
höfða en auk þess endurvarps-
stöðvar á Narfastaðafelli, Mcl-
graseyri, Arnarnesi, Tunguhálsi,
Siglufirði, Þórshöfn, Eskifirði og
Þingeyri, auk nokfkurra smá-
stöðva og strengjalagningar. Á
árinu 1970 er gert ráð fyrir stöðva
byggingum á Hornafirði, Hrafns-
eyri, Skagaströnd, Kelduhverfi,
Raufarhöfn, Vopnafirði, Arnar-
stapa, Sandi, Austur-Horni og
Papey, auk margra smástöðva og
strengj alagningar, og er þetta á-
ætlað að mundi kosta 52 millj.
kr.
í sjö ára áætluninni er gert ráð
fyrir sömu röð á framkvæmdum,
en þeim dreift á tveggja ára lengri
tíma.
Rekstrarkostnaður.
Varðandi rekstrarkostnað ís-
lenzks sjónvarps er það að segja,
að hann skiptist í þrjá liði: byrj-
unarkostnað, fastakostnað og dag-
skrárkostnað. í skýrslu sjónvarps
nefndarinnar er gert ráð fyrir því,
að samið verði við erlenda aðila
um margvíslega tækniaðstoð í
sambandi við undirbúning íslenzks
sjónvarps. Ef endanleg ákvörðun
er tekin nú á næstunnni um að
koma á fót íslenzku sjónvarpi,
mundi vera hægt að hefja ís-
lenzkar sjónvarpssendingar 1966.
Telur nefndin slíkan byrjunar-
kostnað mundu verða V2 millj.
kr. nú á þessu ári, 2,5' millj. á
næsta ári, 1 millj. árið 1966 og
síðan Vz millj. árlega. Þegar sjón-
varpssendingar hefjast er talið, að
þörf sé á 30 föstum starfsmönnn-
um. Laun þeirra, ásamt rekstri
endurvarpsstöðva, viðhaldi véla
og öðrum rekstrarkostnaði, eru
talin munu verða 9 millj. kr. á
fyrsta starfsári sjónvarpsins eða
1966 og gerir nefndin síðan ráð
fyrir 1,5 millj. kr. aukningu kostn
aðar á ári. Talið er, að meira en
helmingur fastakostnaðarins stafi
beinlínis af undirbúningi dagskrár,
sem krefjist mun meiri þátttöku
fastra starfsmanna í sjónvarpi en
hljóðvarpi. Við þennan fastakostn-
að mun síðan bætast annar nauð-
synlegur kostnaður við öflun og
flutning dagskrárefnis. Gert er
ráð fyrir því að verja 10 millj.
kr. fyrsta starfsárið til öflunar
sjónvarpsefnis og fari sá kostn-
aður vaxandi um 2 millj. á ári
á næstu árum. Gert er ráð fyrir
því að leigja erlent sjónvarpsefni
á kvikmyndutn og kaupa frétta
myndir erlendis frá. Jafnframt er
nauðsynlegt að verja' verulegu fé
til þess að gera og kaupa ís-
lenzkar kvikmyndir. Sjónvarps-
nefndin hefur gert sýnishorn af
fjögurra vikna sjónvarpsdagkrá,-
þar sem gert er ráð fyrir tveggja
stunda daglegrí dagskrá aug síð-
degissendinga á iaugardögum og
sunnudögum. Er áætlunin um 10
millj. kr. dagskrárkostnað fyrsta
árið miðuð við þessar dagskrár-
áætlanir.
Áætlanir um rekstrarkostnað
eru þannig, að í undirbúnings-
kostnað er nauðsynlegt að verja
13,5 millj. kr. í ár og næsta ár.
Síðan er heildarrekstrarkostnaður
inn talinn munu verða 20 millj.
fyrsta starfsárið en u. þ. b. tvö-
faldast á fyrstu sjö árunum.
Tillögur sjónvarpsnefndarinnar
um tekjuöflun til að standa st-aum
af greiðslu stofnkostnaðar og
rekstrarkostnaðar íslenzks sjón-
varps eru í stuttu máli þessar:
Tekjuöflun.
Nú munu vera um 2.500 sjón-
varpstæki í eigu íslendinga. Nefnd
in gerir ráð fyrir því, að kaup
sjónvarpstækja munu vaxa mjög
ört á naestu árum og mun tala
þeirrra 1872 vera komin upp í
27 þúsund. Nefndin gerir ráð fyr-
ir því, að vegna hins mikla stofn
kosnaðar við dreifingarkerfi sjón
varps á íslandi sé eðlilegt að
leggja sérstakt stofngjald á sjón-
varpsnotendur. Yrði það 1000 kr
á hvert viðtæki og innheimt einu
sinni með fyrsta afnotagjaldi. Á
SEINNI HLUTI
sjö ára tímabilinu, 1966—1972,
gerir nefndin ráð fyrir því, að
27,0 millj. kr. fáist með þesssum
hætti. Þá gerir nefndin ráð fyrir
a. m. k. 1500,000 kr. árlegu af-
notagjaldi. Yrðu tekjur af því
fyrsta starfsárið eða 1966 12
millj. kr., en yrðu orðnar 40,5
millj. kr.. á árinu 1972. Þá gerir
nefndin ráð fyrir tekjum af aug-
lýsingum, 4,5 millj. kr. fyrsta ár-
ið eða 1966, en 13,5 millj. kr.
árið 1972. Þá leggur nefndin til,
að a. m. k. fyrsta áratuginn séu
íslenzku sjónvarpi fengnar tekjur
af innflutningi sjónvarpstækja eða
framleiðslu þeirra í landinu, enda
hafi Ríkisútvarpið á sínum tíma
verið byggt upp meðal annars
með þeim hætti. Gerir nefndin
ráð fyrir því, að sjónvarpið fái
á einn eða annan háttt sem svarar
80% aðflutningsgjalda af sjón-
varpstækjum eða um 4.400.000 kr.
á tæki. Gerir hún ráð fyrir frá
8,8—17,6 millj. kr. árlegum tekj-
um af þessu, eða samtals 116,6
millj. kr. tekjum handa sjónvarp-
inu á árunum 1964—1972.
Miðað við þessa tekjuöflun
væri hægt að greiða þann árlega
rekstrarkostnað, sem ég gat um
áðan, fyrstu sjö starfsárin og allan
stofnkostnaðinn samkvæmt sjö
ára framkvæmdaáætluninni án
nokkurrar lánsfjáröflunar. — Ef
framkvæmdirnar yrðu hafðar hrað
ari og þeim hagnað eftir fimm
ára framkvæmdaáætluninni yrði
um nokkra lánsfjárþörf að ræða
á árunum 1969—1971, mest 28,0
millj. kr. árið 1970.
Dagskráin.
Mér þykir rétt að fara nokkr-
um fleiri orðum um það, sem seg-
ir í skýrslunnni um hugsanlega
dagskrá íslenzks sjónvarps. Lögð
er áherzla á, að nauðsynlegt sé
að dagskrá sé þegar í upphafi
nægilega löng og góð til að hvetja
almenning til tækjakaupa. Þess
vegna er ekki talið hægt að
byrja t. d. á 30 mínútna efni á
dag og auka það smám saman. Er
því gert ráð fyrir að byrja á 2
klst. daglegri sjónvarpsdagskrá,
en gera ekki ráð fyrir stöðugci
lengingu, heldur tveggja til
þriggja stunda sjónvarpi fyrstu 5
—10 árin. Að sjálfsögðu yrði ekk
ert því til fyrirstöðu að sjónvarpa
mun lengur einstaka daga þegar
sértakt tilefni gefst- Er gert ráð
fyrir því að byrja dagskrá ávallt.
kl. 20, en senda endurtekið efni
síðdegis á laugardögum og sunnu-
dögum. Gert er ráð fyrir 15 mín-
útum í fréttir og 15 mín. í aug-
lýsingar, kl. 20,30 til 21. í dag-
skrársýnishornum er frumflutt
íslenzkt efni 40—50% af heildar-
tíma dagskrárinnar. Við þetta bæt
ast síðan fréttakvikmyndir og
fræðslukvikmyndir, þar sem ís-
lenzkt tal yrði flutt með mynd-
unum og stærrri kvikmyndir, þar
sem íslenzkir textar yrðu með.
Sem dæmi um sjónvarpsefni má
nefna samtals- og spurningaþætti
ýmiss konar, barnaþætti, ein-
falda tónlistarviðburði, einföld
leikrit, þar sem ekki er krafizt
umfangsmikillar sviðsgerðar, ýmsa
atburði, sem gerast á takmörk-
uðum bletti erindi, sem skýrð eru
með ýmiss konar mndum og ís-
lenzkar kvikmyndir. Erlent efni
yrði fyrst í stað allt á kvikmynd
um, en síðar koma eflaust segul-
bönd til skjalanna. Afla mundi
verða langra kvikmynda, sem upp
haflega eru gerðar fyrir kvik-
myndahús, og textar þá ýmist
verða skriflegir neðanmáls eða
þulur læsi öðru hverju efnisskýr-
ingar. í kvikmyndir eða leikrit,
Framhald á 13. síðu.
TÍMINN, sunnudaginn 10. maí 1964