Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 2
NTB-Ncw York. — f tilefni af þrcm dauðsföllum í hnefa- leikum nýlega birti New York Times grein í dag með yfir- skriftinni: Þessi íþróttagrein er morð, þar sem ráðizt er hart gegn íþróttinni og lagt til að hún verði bönnuð. NTB-Bonn. — Sovétstjórnin sendi í dag harðorða mótmæla orösendingu til vestur-þýzku stjórnarinnar vegna brottvís- unar hins heimsfræga Bolshoi- balletts úr Vestur-Þýzkalandi á þríðjudaginn. Um svipað leyti lagði ballettinn af stað áleiðis til Austur-Berlínar, en þaðan fer hann með lest til Sovét- ríkjanna á morgun. NTB-Nicosia. — Þrír grísku- mælandi og tveir tyrknesku- mælandi Kýpurbúar særðust í átökum, sem áttu sér stað í litlu þorpi í dag. Talsmaður herliðs S.Þ. á eynni sagði, að í dag hefði ríkt mikil spenna á eynni og væri óttazt, að til frekari átaka kynni að koma. NTB-Lundúnum. — Fimm grímuklæddir menn komust í dag undan með skartgripi að verðmæti um 4,6 milljónir ís- lenzkra króna, eftir að hafa kastað reyksprengjum inn í gullvinnustofuna í Lundúnum, þar sem þeir frömdu ránið. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í RVÍK Framhald af 1. sfðu. miklir vinir þeirra, dýrin komu í heimsókn, Jan Morávek kom fram sem tónlistartrúður o. m. fl. Var dagskráin óvenju samfelld og féll í góðan jarðveg hjá börnunum. Eftir barnaskemmtunina dreifð- ist mannfjöldinn niður á Austur- völl og inn í Laugardal, en um kvöldlð var aftur miikill mannsöfn uður á Arnarhóli. Var þar margt til skemmtunar, og vakti einna mesta athygli einleikur og tvíleik- ur píanósnillinganna úr austri og vestri, Askenazy og Frager. — í gærmorgun leit svo út sem Reyk- vikingar mundu missa af þeim við burði vegna veðurs, og hefði það óneitanlega verið mikill missir. Fjórar hljómsveitir léku fyrir dansinum á þremur stöðum. Hafa margir lýst hrifningu sinni yfir smekkvísi Svavars Gests og hljóm sveitar að leika eingöngu íslenzk danslög allt kvöldið. Þátttaka í dansinum var almenn og hefur aldrei verið meiri á götum Rvíkur 17. júní. Var dansað af miklu fjöri á öllum stöðunum, og víða tóku margir höndum saman og dönsuðu hringdansa af mikilli kátínu. Nýstúdentarnir settu skemmti- legan svip á hátíðarhöldin að venju ,og sást ekki vín á þeim. — Aftur á móti var drykkjuskapur á nokkrum piltum, og gistu all- margir í steininum. Engin læti urðu þó í sambandi við drykkju- skap þennan, og ekki vildi lögregl- an gera mikið úr þessu, sagði að meira hefði verið druikkið í fyrra og miðað við allan þann fjölda, sem á götunum var í gær, væri ekki orð á þessu gerandi. Eftir hátíðarslit kl. 2 í nótt var þegar hafizt handa um hreinsun miðbæjarins, og gekk það fljótt og vel. Nokkrum klukkustundum síð- ar var engin merki að sjá um þá fjölmennustu þjóðhátíð, sem hald- in hefur veriö í Reykjavík. Á myndinni sést forsaetisráðherra Dana, Jens Ottó K'aag halda ræðu vlS komu Krústjoffs til Kaupmannahafnar. Lengst til vir.strl er Adsubel, tengdasonur Krústjoffs og aSalritstjórl Isvestija og síSan í réttri rö3: sovézki túlkurinn Sjahejn, Krústjoff, Andrei Gromyko utanrjkisráðhe'ra Sovétrfkjanna, sovézkur túlkur Friis að nafni, frú Nina Krústjoff og frj Helle Virkner Kraag. KRÚSTJOFF STRAX FERÐLÚINN NTB-Kmh., 18. júní. KRÚSTJOFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, fór í dag að skoða landbúnaðarframkvæmdir á Fjóni og sýndi hann mikinn áhuga og skilning á hinum ýmsu vandamál- um landbúnaðarins, en jafnframt tóku fylgdarmenn hans eftir, að hin stranga dagskrá hcimsóknar- innar er farin að þreyta hinn sjö- tuga forsætisráðherra. Krústjoff hefur nú dvalið þrjá daga í Danmörku og í dag mátti greinilega sjá á honum mikil þreytumeriki ,er hann fór til að skoða tvo búgarða og landbúnaðar skóla á Fjóni. Kom þetta m. a. fram í því ,að hann var óvenju snöggur upp á lagið i svörum við hinum geysimörgu fyrirspurnum blaða- og útvarpsmanna, sem fylgja honum hvert sem hann fer eins og skuggar. í ræðu, sem Krústjoff hélt við þetta tækifæri sagði hann m. a., að Danir hefðu undarlega þoku- kenndar og rangar hugmyndir um sovézkan landbúnað og fullyrti, að landbúnaður í Sovétríkjunum stæði jafnfætis þeim danska í mörgu tilliti. Ég verð að segja það hreinskilnislega, að ég hef ekki séð neitt, sem mig langar til að taka með mér til Sovétríkjanna, sagði Krústjoff. Varaði Krústjoff Dani við að gera of lítið úr land-1 um liði yrði óþarft fyrir Sovétrik- búnaðarframleiðslu Sovétrikjanna in að gera korninnkaup á Vestur- og fullyrti hann, að áður en langt! löndum eins og nú er. FÉLL FYSIR BORÐ KJ-Reýkjavík, 18. júní. í FYRRINÓTT þegar Gullfoss var á siglingu fyrir sunnan land á leið til Reykjavíkur, skeði sá svip- legi atburður að einn farþeginn, Ari Jósefsson féll fyrir borð og drukknaði. Gullfoss var að koma úr áætlun- arferð til Evrópu, og var staddur um 20 sjómllur frá Vestmanna eyjum. Einn farþeganna sá er Ari féll fyrir borð, og gerði hann strax aðvart á stjórnpalli. Skipinu var síðan snúið við og siglt í marga hringi í kring um staðinn en einskis varð vart. Af þessum sökum seinkaði komu Gullfoss nokkuð til Reykjavíkur. Ari Jósefsson var Húnvetningur fæddur á Blönduósi 28.8. 1939. — Varð stúdent frá MR utanskóla 1961, og starfaði sem blaðamaður við Þjóðviljann að mestu leyti upp frá því og þar til hann fór til Rúm- eníu í haust og stundaði þar nám i rómönskum fræðum í vetur. — Eftir Ara kom út ljóðabókin Nei árið 1961. Ari lætur eftir sig unn ustu, Sólveigu Hauksdóttur og 2ja ára son. FB-Reykjavík, 18. júní. SílAin er nú komin á miðin út af Austfjörðuin, og þangað er all- ur íslenzki síldvciðiflotinn kom- inn, og auk þess stór floti norskra síldveiðiskipa, sem voru á miðun- um út af Langancsi. Fréttaritari Tímans á Seyðisfirði fór í dag um borð í norska eftirlitsskipið Draug sem kom inn í dag, og fékk þar þær upplýsingar, að sum norsku skipanna hefðu fengið allt upp í 1000 mála köst í Seyðisfjarðardýp inu í gær. Frá því í gærkveldi hafa 313 skip tilkynnt komu sína til Seyðis fjarðar með um 21 þúsund mál. í kvöld var búið að landa úr 14 skipum um 12 þúsund málum, en hin skipin biðu löndunar. Síldarskipin höfðu fengið þenn an afla flest um 25 mílur út af Glettingi eða í Seyðisfjarðardýpi. j Síðasta sólarhring tilkynntu 91 skip sildarleitinni um afla sinn samtals um 57,650 mál, og er það mesti sólarhringsafli til þessa. I Til Neskaupstaðar hafa komið síðan í gær 28 skip með sam- tals 14.850 mál. Flest skipin komu inn vegna veðurs, og í nótt lágu þar í vari 40 skip, en nú er veður að skána og flest skipanna á leið út aftur. í dag hefst vinnsla í síid arbræðslunni, sem búin er að taka á móti rúmlega 20 þúsund málurn. Snæfuglinn kom til Neskaupstað ar í dag með 15 standarda af timbri, sem fara á í byggingu neta verkstæðis Friðriks Vilhjálmsson- ar. í kvöld náðum við tali af Jakobi Jakobssyni fiskiiræðingi um borð í Ægi, þar sem skipið var statt úti á Héraðsflóa. Viö spurðum Jakob frétta af síldarleuinni og rannsókn unum, og sagðist lionum svo frá: — Við erum nu staddir hérna úti á Héraðsflóa, og erum nýkonri ir, en áður vorum við á síldarmið unum við Langdnes. Þar urðu,nt við varir við tal iverða síld öðr.i hvoru, en hún var mjög stygg. Hérna og á Seyðisfjarðardýpi veiddu skipin töiuvert í gærkvöid:- en í morgun versnaði veðnð. Þegar líða tók a daginn batnaði það aftur, en ég veit ekki enn, hvernig veiðin gengur. — Síldin er miklu rólegri ijérna fyrir austan, að því er sjðmennirn ir segja, og auðveldara að eiga við hana heldur en á miðunuin út af Langanesi. Þar var töluverð síld, en stygg.' — Það er ómógulegt að segja nokkuð ennþá um það, hvort síldin ætlar að haida sig mest héi fyrir austan í sumar. Það er gkki j hægt að segja um það á þawu stigi málsins, og það getur margt breytzt frá því sem nú er og j þangað til veiðunum lýkur. — Ægir er nu á leið til Seyðis I fjarðar, en á roánudagsmorgur. j byrjar þar fundar síldarrannsókn armannanna, og skipin koma þang að öll inn. Fundurinn stendur yfir i tvo daga og lýkur á þriðjudags- kvöld. Eftir það byrjar Ægir hina raunverulegu síldarleit. AUSTURLAND Stofnþing Samtaka félaga ungra Framsóknarmanna í Austurlands- kjördæmi verður haldið að Höfn í Ilornafirði föstudaginn 19. júní og Iaugardaginn 20. júní og hefst kl. 20,30 á föstudagskvöld. Laugardags kvöld verður vormót ungra Fram-. sóknarmanna í Austurlandskjör- j dæmi i samkomuhúsinu í Höfn í Ilornafirði. Dagskrá stofnþingsins: Ávörp og ræður flytja Éysteinn Jónsson al- þingismaður, Páll Þorsteinsson, alþingismaður, Örlygur Hálfd.'nar- son, form. SUF. Einnig verða góð skemmtiatriði og skemmtir hinn vinsæli Jón Gunnlaugsson. Dans- að á eftir. I ÞOLDl FKKI JÓNAS HF-Reykjavík, 18. júní. Eins og kunnugt er vís- aði sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi frá sér bréfi hinna 72 íslendinga, þar sem mælzt var til þess, að ekki yrði sjónvarpað frá Keflavíkurflugvclli, 17. júní n. k. Yfirmaður herliðsins á Keflavíkurvelli fékk sams konar bréf, en þar sem ekk ert svar barst frá honmn fóru þeir Jónas Árnason, Ragnar Arnalds og Jón S. Pélursson út á völl í gær og ætluðu að hitta hann að máli. Þeir komust að raun um það, að yfirmaðurinn var ekki við, var í Þýzkalandi, en eftir miklar vífillegnjur tókst þeim að ná tali al staðgengli lians, sem sagð:, að ekkert væri hægt að gera í þessu máli nema sari- kvæmt skipun frá íslenzku ríkisstjórninni. Við það varð að sitja, og í baka leiðinni datt þeim félögum í hug að líta á sjónvarp.% stöðina sjálfa. Frá því að þeir komu inn í völlinn fylgdi hervörður þeim eftir og þegar ’peir félagar birtust í sjónvarps- stöðinni varð uppi fótur og Eit. Svo unöarlega vildi til, að um leið og Jónas Árna jon gekk inn, bilar stöðin útthvað, líklega af írafár- !nu, sem kom á mannsxap inn og var send út truílun- artilkynnmg, en síðan birt- ist Johnson Bandaríkjafor- seti á tjaldinu og var efri hluti han.s fyrir neðan neðri hlufann. Þekn féldg um var nú tilkynnt að hypja sig eða þeir mundu hafa verra af og fannst þeim ráð legast að taka það til greina. Tónas hafði hvort sem var verið þarna fyrlr nokkrum dögum og skoðað sjónvarpsstöðina hátt og lágt og var honum þá tek ið mjög vel. Þessi feröa- saga „hermdarverkamann- anna“ er höfð eftir Jónasi Árnasyni. 2 T í M I N N, föstudaginn 19. júní 1964 — r h r -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.