Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 13
Girðinsastaurar (Impregneraðir) HANNES ÞORSTEiNSSGN fúavarðir (gegndreyptir) girðingarstaurar 7 fet, væntanlegir. Staurarnir geta enzt 30 tfl 40 ár. Tökum á móti pöntunum Uppboð Samkvæmt ákvörðun skiptafundar 1 dánarbúi Karls Magnússonar, er bjó að Suðurgötu 104, Akranesi, verður fasteignin Suðurgata 104, Akra- nesi. eign dánarbúsins, boðin upp og seld ef við- unanlegt boð fæst, á opinberu uppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 24. júní n.k. og hefst kl. 14. Bæjarfógetinn á Akranesi, Þórhallur Sæmundsson. Koparpípur Koparfittings NÝKOMIÐ Gjörið svo vel að leggja inn til okkar uppdrætti af hitakerfum úr kopar og við gerum efnislista yður að kostnaðarlausu. Gerum einnig uppdrætti ef óskað er. GEISLAIIITUN H.F. Brautarholti 4 — Sími 19804 Pósthólf 167 Kappreiðar Kappreiðar hestamannafélagsins Dreyra, Akra- nesi, verða haldnar á hinum nýja skeiðvelli fé- lagsins við Ölver í Hafnarskógi, sunnudaginn 5. júlí n.k. kl. 2 e.h, Þátttaka tilkynnist fyrir 30. júní til Sigurðar Sigurðssonar, Stóra-Lambhaga, sími um Akranes, og til Gunnars Gunnarssonar, í síma 1642 Akra- nesi. FRAMTÍÐARSTARF Tíminn óskar að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Hér er um vellaunað framtíðarstarf að ræða. Þær, sem áhuga hafa á þessu starfi, eru beðnar að snúa sér til afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 18300. SUGÞURRKUNAR- MÖTORAR 5, 7,5, 10 og 13 hestöfl BÆNDUR, sem hafa í huga að setja upp hjá sér súgþurrkun í sumar, eru vinsamlega beðnir að gera mótorpantanir sínar strax, Samband ísl. samvinnuféiaga, véladeild SPEGILL TÍMANS Framhald af 3. síðu. Hjúkrunarkonan sagðist vera á leið til nýs starfs í Ziirich, en svo langt ætlaði Ristau ekki. En þar sem bráft tókst vinskap ur með þeim ákvað hann að fylgjast með henni. Fóru þau saman á veitingahús á viðkomu stöðum á leiðinni, verzluðu sam an o. s. frv. Þegar þau voru nýsetzt upp í lestina til Muhle- hom slettist hins vegar upp á vinskapinn og endaði rifrildi þeirra með handalögmáli. Seg- ist Ristau hafa lyagt Elisa upp í rúm og kæft hana en fleygði henni síðan út úr lestinni í áðurnefndum járnbrautargöng um. Segist hann vera sannfærð- ur um, að hún hafi þá þegar verið látin. Síðan henti hann farangri stúlkunnar úr lestinni og reif vegabréf hennar í tætl- ur. Þóttist hann með þessu hafa sléttað yfir öll spor. En einu hafði hann gleymt og það var myndavél stúlkunnar. Eft- ir því tók hann, er lestin rann- inn á stöðina í Basel. Kom þá þjófseðlið upp í honum og fór hann með myndavélina heim á herbergi sitt. Og það var einmitt þessi myndavél, sem lögreglan fann í fórum hans við handtökuna, sem varð honum að lokum að falli. FÖSTUDAGURINN HENNAR Framhald af 6 síðu. að þær drekki kaffi 5 eða 6 sinn- um á dag, en slíkt getur komið fyrir. Og þá er spurningin, hvern- ig kaffibolla eigum við að velja. Sumir hafa sinn eigin, sem þeir geyma á sínum stað á borðinu og þvo ekki upp fyrr en á kvöidin, eftir að hafa spáð í hann mörg- um sinnum. Bollar úr beinleir eru þeir beztu sem völ er á, en mjög dýrir. Margir veigra sér við að kasta miklum pexúngum í nokkra kaffi- bolla og kaupa heidur ódýrári tegundir. Útkoman verður sú, að eftir nokkur ár, eiga þeir marga mismunandi bolla. En hvernig er bezt að hafa boll- ana í laginu, eiga þeir að vera mjóir og uppháir, svo að þeir haldi kaffinu frekar heitu, eða breiðir og víðir, svo að kaffið kólni fyrr. Það fer allt eftir smekk, og hvort okkur þykir betra að kaffið sé vel heitt eða frekar kalt. Á undanförnum árum hefur ver ið í tízku að hafa bollapör og diska í sem skærustUm litum. Nú er þetta að breytast, mikið vegna þess, að fólk er orðið þreytt á litadýrðinni, og rósóttu stellin eru farin að sjást aftur. Við njótum þess að horfá á það sem fagurt er. Við getum gengið langan veg til þess að horfa á sól- arlagið, og jafnvel eitt dögum i það, að sjá nokkra snæviþakta fjallatinda. Engum þykir neitt at- hugavert við það. En því ekki, að ganga í verzlanirnar og athuga vandilega, þær vörur sem við kaup um. FERÐAFÓLK Tóbak og sælgæti. Kældir gosdrykkir og öl. ís og pylsur. Tjöld og svefnpokar. oiíur og benzín. Niðursuðuvörur og margt fleira. sem hentar i'erðamönnum. VIRZLUNIK HRÖTAFIR9I BRÚ ÞVOTTAKONA ÚSKAST Viljum ráða konu til ræstingar strax í Kjöt & Grænmeti, Snorrabraut 56. Nánari upplýsingar gefur verzlunarstjórinn. Starfsmannahald S.Í.S. : i m j rr jnrnT' ' : VT T ** A A f*. a ‘ ) / m :

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.