Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 15
ENGINN TIL VIIÐGERÐA Framhald af 16. siðu. Á Alþingi í vetur mun hafa Verið samþykkt tillaga um að ein- hver úrbót yrði gerð á viðgerðar- þjónustu fyrir síidarflotann, en sjómenn segjast ckki hafa séð neitt bóia á framkvæmdum í þá átt, og er óánægja mikil meðal þeirra, að sögn fréttaritarans í Neskaupstað. Skák Framhald af 5. síðu. ógna all-ískyggilega þeim Reshev- sky og Ivkov. Pachman sigraði Bilek í skemmtilegri sóknarskák og hef- ur nú hafið sig upp fyrir þann hóp keppenda, sem lakari teljast í móti þessu. Gligoric tókst aldrei að ná tök um á Benkö, þrátt fyrir mjög góða viðleitni. Varð hann að láta sér nægja jafntefli, hvort sem hon- um líkaði betur eða verr. — Aðr- ar skákir verða ekki raktar, þar sem þær hafa engin áhrif á stöðu efstu manna. GEIMSKOT Framhaid af 1. síðu. inn í Frakklandi, svo að eldflaugaskotin munu að líkindum ekki eiga sér stað fyrr en í ágúst, að því er Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur, sagði blað inu í dag. AKUREYRI Framha(<-' at 16 síðu kynslóðina. Kl 5 hófst barna- skemmtun undir stjórn Eina-s 'Haraldssonar og fór þar m. a. fram fegurðarsamkeppni og tízkusýning og voru þátttakend ur 7—13 ára gamlar telpur. Kl. 8.30 lék Iúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorginu og Jóhann Kor>- ráðsson söng með undirieik Jakobs Trygavasonar. Þá söng Smárakvarttettinn á Akureyri undir stjórn .'akobs Tryggvasov ar. Kariakór Akureyrar söng svo nokkur lög, Áskell Jónsion stjórnaði. Þá fiuttu nokkrir le'k- arar úr Leikfélagi Akureyrar gamanþátt eftir Einar Krlstiéns son. Guðmundur Gunnarsson las smásögu efí’'- Kristján frá Diúpalæk. Hallr> Biöndai las upp kvæði eftir Tó.mas Guf- mundssson og loks var dansað á Ráðhústorginu fil kl. 2 e. h. Sam- kvæmt upplýsingum lögregiunn- ar var mjög lítið um drykkju- skap að þessu sinni. MIKIL HÁTÍÐ Framhald af 1. síðu. ræðuna, flutti séra Þorbergur Kristjánsson, en að henni lok inni voru sungin ættjarðarljóð Síðan var keppt í íþróttum handknattleik kvenna og karia og frjálsum íþróttum. Undu menn sér vei og skemmtu sér með ágætum við að horfa á skemmtiatriði dagsins, sen stóðu til klukkan 5 um daginn, en kl. 6 bauð Félagsheimili Boi ungavíkur srnáfólkinu og öðr- um sem vildu til kvikmyndasýn ingar. Um kvöldið klukkan 10 hófst svo dansleikur á vegum ungmennafélagsins og stóð liann til 3 um nóttina með glaum og gleði. GS-ísafiörður, 18. ixíní. Á ísafirði var prýðisveður i gær og útisamkoman haldin á ‘ Eyrartúni fyrir framan sjú.sra húsið. Daníe1. Sigmundsson, for maður þjóðhátíðarnefndar setti hátíðins, og síðan söng karlakór ísafjarðar. Birg’r Finnsson, forseti sameinaðs al- þingis, hélt þjóðhátíðarræðuna og fjallkonan Friðgerður Sam úelsdóttir, flutti kvæði efiir- Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli. Að lokum sóng karlakórinn þjóðsönginn, en stjórnandi er Ragnar H. Ragn- ars. Næst á óagskrá var þoð hlaup drengja, en það vann sveit skíðafélags ísafjaroar Loks var darrsað í AlJ'/ðuhús inu frá 9—2. GÓ-Sauðárkróki, 18. júní. Klukkan 11 f. h. hófust há tíðahöldin á Sauðárkróki með hátíðamessu í Sauðárikróks- kirkju, séra Helgi Tryggvason á Miklabæ piédikaði. Útihátíða höldin hófust kl. 1.30 við kjör- búð K. S. með því að formaður þjóðhátíðarntfndar, Friðvik Margeirsson, setti samkomuna Þá söng karlakór Sauðárkróks þrjú lög og því næst hélt Gísli Magnússon lýðveldisræð una. Á eftir því söng karla.rór inn Feykir þrjú lög og fjall- konan, Snæbjörg Snæbjarnar dóttir, las ljóð eftir Björn Dan íelsson, skólastjóra, sem hann samdi í tilefni dagsins> Þá söng karlakórinn Ileimir þrjú lög og loks sungu allir kórarnir þrír saman. Þá hófst þingeysk.ur skemmtiþáttur, en það voru fjórir hagyrðingar, sem þar leiddu saman hestl sína, þem Egill Jónasson, Baldur Bald- vinsson, Steingrímur Baldvins son og Karl Sigtryggsson, dóm- ari var Stefán Finnbogason, tannlæknir á Húsavík. Að lok ucn var aftur samsöngur ailia kóranna. Veður var ekki gott á Sauðárkróki í gær og féll því íþróttakeppni niður. Klukkan fimm var kvikmyndasýning og klukkan átta var skólasundmót i sundlaug Sauðárkróks. Klukk an tíu hófst svo dansleikur í iélagsheimili Sauðárkróks, Bif röst. IK-Siglufirði, 18. júní. Á Siglufirðx var dumbungs- veður á þjóðhátíðardaginn, sem hófst með guðsþjónustu í Bíó húsinu. Þar prédikaði séra Ragnar Fjalar Lárusson. S13 an hélt Jón Kjartansson, for- stjóri áfengisverzlunarinnar ’ná tíðarræðuna. Jón er i f vpalina á Siglufirði. Þá söng kirkjukór inn og karlakórinn Vísir og loks lék Lúðrasveitin. Ura kvöldið var samkoma á Leuc- skálum. Þar höfðu skátar varö eld og sýndir voru þjóðdansar. Loks var dansað til kl. tvö um nóttina. ÓS-Ólafsfirði, 18. júní. Mjög var til 17. júní-hátíðahald- anna vandað á Ólafsfirði og blöktu fánar um allan bæinn. Hátíðin hófst kl. 1,30 með því að Hreinn Bernharðsson formaður þjóðhátíð arnefndar flutti ávarp af svölum félagsheimilisins. Þær Anna Gott- líbsdóttir og Hugrún Jónsdóttir fluttu ávarp fjallkonunnar úr Þing vallaljóði Davíðs Stefánssonar. — Einar Sturluson söng með undir- leik Jakobínu Axelsdóttur. Krist- inn Jóhannsson minntist lýðveldis- ins með ræðu. Sigursveinn Magn- ússon lék á trompet, undirleikari var Gunnar Halldórsson. Ennfrem ur söng Karlakórinn lýðveldisljóð Huldu og Jón Ólafsson og Þorleif ur Jónsson lásu upp lýðveldishá- tíðarljóð Huldu. Að lokum var gengið í skrúðgöngu með fánabera í broddi fylkingar að sundlaug Ól- afsfjarðar, þar sem keppt var i ýmsum sundgreinum. Dumbungs- veður var á Ólafsfirði fyrri hluta dags, en stytti upp þegar líða tók á daginn. Um kvöldið var haldinn dansleikur í Tjarnarborg til kl. 2 ÞJ-Húsavík, 18. júní. Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins á Húsavík hófust með guðsþjönustu í Húsavíkurkirkju, prestur var sr. Björn Helgi Jónsson. Klukkan 1,15 var gengið í skrúðgöngu frá barnaskólanum út á Húsavíkurtún. Þar setti formaður þjóðhátíðarn. Þormóður Jónsson útisamkomuna og síðan söng Karlakórinn Þrymir. Bæjarstjórinn flutti ávarp og skólastjórinn Sigurjón Jóhannes- son hélt ræðu. Þá lék lúðrasveitin og fjallkonan, Sigríður M. Arnórs dóttir flutti ávarp sitt. Klukkan fimm var sundlkeppni í sundlaug Húsavíkur og svo var kn'attspyrnu leikur á Húsavíkurtúni. Loks var dansað í samkomuhúsinu til klukk an tvö. IH-Seyðisfirði, 18. júní. Á Seyðisfirði hófust 17. júní-há- tíðahöldin með skrúðgöngu frá barnaskólanum að kirikjunni. Þar var hátíðaguðsiþjónusta og predik- aði séra Björn O. Björnsson, sem jafnframt kvaddi söfnuðinn, en séra Erlendur Sigmundsson, sem nú heilsaði söfnuði eftir utanlands dvöl, þjónaði fyrir altari. Útisam- koman, sem þá átti að taka við, var haldin innanhúss vegna rign- inga og kulda. Þar hélt Hrólfur Ingólfsson hátíðaræðuna, en Gunn þór Björnsson mælti fyrir munn Seyðisfjarðar. Kl. 5 fór fram knatt spyrnukeppni og kl. 8 var dans- leikur fyrir börn og kl. 10,30 hófst dansleikur fyrir fullorðna. Þess má geta, að þar lék hljómsveit Hauks Morthens, sem flogið var í einkaflugvél til Seyðisfjarðar fyr- ir hátíðahöldin. Dansað var til kl. hálf þrjú um nóttina. Stias-Vorsabæ, 18. júní. f gærkvöldi efndu ungmennafé- lögin Baldur, Vaka og Samhyggð til lýðveldishátíðar í Þjórsárveri. Bjartmar Guðmundsson, formað- ur Vöku, setti samkomuna og stjórnaði henni. Ágúst Þorvalds- son alþm. flutti ræðu. Vigfús Ein- arsson, bóndi í Seljatungu, las kvæði. Leikararnir Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson fluttu gamanþætti. Hljómsveit Guð jóns Matthíassonar lék fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. Mikið fjöl- menni var á samkomunni, og þótti hún takast mjog vel. Sá háttur hef ur verið hafður á síðustu árin, að þessi þrjú ungmennafélög hafa haldið sameiginlega samkomu 17. júní til skiptis í félags'heimilunum og lagt til sameignlega dagskrá. LG-Selfossi, 18. júní. Hátíðahöldn á Se'lfossi hófust kl. 1.30 með því að skrúðganga gekk frá Selfossbíói í Tryggvagarð, en þar var messað og séra Sigurður Pálsson predikaði og kirkjukórinn söng. Því næst hélt Ágúst Þor- vxaldsson ræðu og fjallkonan, Ág- ústa Sigurðardóttir fór með kvæði. Hátíðinni lauk með því að lúðra- sveit Selfoss lék, en hún lék einn- ig á milli atriða. Klukkan fimm fór fram knattspyrnukeppni á milli austur- og vesturbæjar. Kl. 8.30 hófst kvöldskemmtun í Sel- fossbíói, þar fóru Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson með leikþátt, Sigurveig Hjaltested söng og lúðrasveitin lék. Loks var dans að í Selfossbíói og Tryggvaskála til klukkan tvö um nóttina. HE-Vestm.eyjum, 18. júní. Hátíðahöldin í Vestmannaeyjum hófust kl. tvö á Stakagerðis- túni. Séra Þorsteinn Lúter hélt aðalræðuna og síðan söng samkór Vestmannaeyja undir stjórn Reyn- is Guðsteinssonar Þá sýndu félag- I ar úr Leikfélagi Vestmannaeyja gamanþætti og lúðrasveit Vestm.- i eyja lék undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar. Frá Stakagerðis- túni var haldið í skrúðgöngu upp á íþróttavöllinn við Hástein, en þar kepptu Þór og Týr og vann Þór með 5:3. Klukkan átta var annar knattspyrnuleikur á íþrótta- vellinum, en Vestmannaeyingar höfðu boðið til sín fyrsta flokks knattspyrnuliði frá Siglufirði, sem keppti gegn úrvali ÍBV. Vest- mannaeyingar sigruðu með 7:3. — Loks var dansað í samkomuhúsi Vestmannaeyja og Alþýðuhúsinu til klukkan tvö um nóttina. Aðils-Kmhöfn, 18. júní. f gær héldu íslendingar í Kaup- mannahöfn þjóðhátíðardag sinn há- tíðlegan. Amfoassador íslands í Höfn, Stefán Jóhann Stefánsson og kona hans Helga, tóku á móti gest- um á heimili sínu í Hellerup, og komu þangað fleiri gestir en nokkru sinni áður. Veður var mjög gott og létt yfir öllum viðstöddum. Um kvöldið hélt íslendingafélagið veizlu í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldisins og setti hana formað ur félagsins Stefán Karlsson. Aðal ræðumaður kvöldsins var Þorvald ur Búason, stud. mag. Hélt hann mjög athyglisverða ræðu, þar sem hann rakti sögu sjálfstæðisbarátt- unnar og gerði áheyrendum Ijóst, hverjum augum æskan liti þá at- burði, sem gerðu lýðveldisdaginn árið 1944 mögulega, og þau 20 ár, sem síðan eru liðin. Hann skoraði á alla fslendinga, að halda sjálf- stæðisbaráttunni áfram og benti á hinar mörgu hættur, sem steðjuðu að hinu unga lýðveldi. Þar mætti t. d. nefna herliðið á Keflavíkur- flugvelli, hermannasjónvarpið og útvarpið og ýmsar freistingar og sterk áhrif, sem krefðust þess, að íslendingar gerðu allt hvað þeir gætu til að varðveita tungu sína, menningu og sjálfstæði. Formað- urinn þakkaði fyrir þessa ágætu ræðu og bað gestina að syngja fs- land ögrum skorið. Síðan sagði Stefán Jóhann Stefánsson, am- bassador, frá nokkrum persónuleg um atburðum í sambandi við lýð- veldisdaginn 17. júní 1944 á Þing- völlum. Hann sagði eipnig frá þeirri gleði og hátíðleika, sem ríkti á þeim degi, þrátt fyrir mikla rigningu og slæmt veður. Að ræðu Stefáns lokinni stóðu allir upp og sungu þjóðsönginn, en eftir það spilaði Elísabet Sigurðsson á pí- anó fyrir gestina og loks sýndi Os- vald Knudsen litmyndina Vorið er komið. Um kvöldið var dansað og sjaldan hefur eins mikið af ungu fólki verið viðstatt þjóðhátíðar- höld íslendinga í Kaupmannahöfn. VERIDIDH8JÍI UMosnm I FER8AIA8II FÉRDAHANDBOKINNf FYLGIR VEGAKORT, MIÐHALENDISKORT OG VESTURLANDSKÖRT. Sumarhús Til leigu íbúðarhús með rafmagni á Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Upplýsingar í síma 7, Laugavatni. ISLANDSMOTIÐ LAUGARDALSVÖLLUR Föstudag kl. 20,30 Fram — Þróttur Mótanefnd Matráðskona — Síldarstúlkur Undirritaðan vantar góða matráðskonu á Hafsilf- ur, Raufarhöfn. Enn fremur síldarstúlkur til Rauf- arhafnar og Seyðisfjarðar Upplýsingar i síma 32799. T í M I N N, föstudaginn 19. júní 1964 — Innilegt þakklæti til allra sem auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Þórunnar Ó. Benediktsdóttur Ingólfsstræti 9. Kristján Halldórsson og bcrn hinnar látnu. 15 - ? 5 ; 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.