Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 8
16. JUNÍ. — I dag á Akranes 100 ára afmæli sem verzlunarstað- ur. Að þvi tilefm var búðum og sikrifstofum lokað kl. 3 og almenn vinna lögð niður kl. 5. — Fánar blöktu hvarvetna og gluggar ver.'l ana voru skemnitilega skreyttir, m. a. með ýmsum fornucn munum úr byggðasafni itaðarins að Görð- um. Kl. 6 hófst hátíoafundur bæjai- stjórnar Akraness, er haldinn var í Bíóhöilinni. Fjóimenntu bæjar- búar -þangað í f ögru veðri og sói skinsskapi. Áður en fundur hófst, svo og í lok fundarins, lék Lúðra- sveit Akraness undir Btjóm Jóns Sigurðssonar nokkur lög, þar á meðal byggðarsöng Akraness eft- ir Geirlaug Ámason, við Ijóð Ragn ars Jóhannessonar, er hefst svo: Nú er bjart um Skipaskaga. Jón Ámason, alþingismaður, forseti bæjarstjórnar setti fundinn — lýsti tilefni fundarins og bauð bæjarfulltrúa og áheyrendur ve'- komna. Þá gaf hann Björgvin Sæ- mundssyni bæjarstjóra orðið, en hann las upp nokkur heillaskeyti, er borizt höfðu að þessu tilefni, þar á meðal frá félagsmálaráðu- neytinu og þingmönnum kjördæm- isins. Því næst flutti forseti ræðu þar sem hann rakti sögu íslenzkra verzlunarmála frá upphafi íslands byggðar, lýsti tildrögum þess, að konungi var send bænaskrá utn löggildingu verzlunarstaðar hér á Akranesi, og minntist þeirra manna, er þar höfðu haft for- göngu, Amljóts Ólafssonar, þing- m. Borgfirðinga og BenedLcts Sveinssonar, konungkjörins vara- þingmanns. Ráðagerðir um löggildingu verzl unarstaðarins hcfðu mætt allmik- illi andstöðu, er rekja mátti til reykvískra kaupmanna, er sáa fram á, að við það misstu þeir spón úr sínum aski. — Formæl- andi þess sjónartniðs var Halldór Kr. Friðr'iksson, þingmaður Reyk- víkinga, en þessv,- þrír þingmenn skipuðu nefnd þá, er um má!:ð fjallaði á Alþingi. Að lokum lýsti ræðumaður þeim miklu þýðingu, er þessi ákvörður hefði haft fynr Akranes, sérstaklega er fram ltðu stundir, og hve mikið almenning- ur ætti undir því, að verzlun væri frjáls og sú þjónusta vel af hendi leyst. Þá bar bæjarstjóri fram tvær tillögur að þessj tilefni, þá fyr-i um að láta semja og gefa út fram- hald af sögu Akraness, er hinri kunni gáfu- og fræðimaður Ólaf- urB. Björnsson nóf útgáfu á 1957. og hafði samið tvö bindi, er hann lézt árið 1959. Fór ræðumaður maklegum við- urkenningarorðuni um ritstörf Ólafs, bæði með áðurgreindri sögu Akraness og útgáfu tímarits- ins Akranes, en í þessum ritu:n væri af mikilli kostgæfni rituð saga staðarins og íbúa hans, ekk bara höfðingja og forystumanna, heldur einnig og ekki síður al- þýðu manna, er byggt hefðu bæ- inn og gert harn það sem hann nú er. .... __ Frá aldarafmælishátfCahöldunum. Seinni tillagan var um að gera afsteypu úr eir af höggmyndinni „Sjómaðuæ“, eftir Martein Guð- mundsson, og koma henni fyrir á hentugum stað í bænum. Um þá framkvæmd yrði höfð samvinna við nefnd, er starfar að því að koma hér upp minnismerki sjó- manna. Báðir þessar tillögur vor i samþykktar einróma, og fundi þar með slitið og ’okið hátíðarnaldi til minningar um 100 ára verzlur,- arafmæli Akraness. — G. B. 17. JÚNÍ 17. júní hátíðahöldin á Akra- nesi hófust með guðsþjónustu í Akraneskirkju, prestur séra Jón M. Guðjónsson. Kl. 1,15 hófst skrúðganga neðan úr miðbæ inn á fþróttavöll, þar sem aðal-hátíða- höldin fóru fram í fegursta veðri. Mikið fjölmenni var þar saman komið, svo eigi munu í annan tíma fleiri bæjarbúar hafa ver- ið þar saman komnir. — Formaður hátíðarnefndnr, Jó- hannes Ingibjartsson, setti hátíð- ina. Aðalhátíðarræðun flutti sókn-, arpresturinn, séra J. M. Guðjóns- son. Frú Bjarnfríður Leósdóttir flutti ávarp Fjallkonunnar, búin fögrum skautbúningi. Þá flutti Þortvaldur Þorvaldsson, kennari, einn af foringjum Skátafélagsins, einkar fróðlegt erindi um sögu HátiSahölo á Akratorgl 17. |ónL Akraness síðastliðin 100 ár, en i skátar aðstoðuðu og báru fsl. fánaj og stór spjöld, er á táknrænan hátt sýndu það, er mest hafði ein- kennt hvem áratug. Var með þetta efni farið af einkar mikilli smekkvísi — af hálfu skátanna. — Karlakórinn Svanir söng nokkur lög undir stjórn Geirlaugs Áraa- sonar og Hauks Guðlaugssonar. Þá sýndi flokkur ungs fólks úr Reykjavík, þjóðdansa. Að lokum var skemmtiþáttur: Kaupmenn í sendiferð, þar sem „kaupmenn“ þreyttu nokkurs konar boðhlaup, akandi hjólbörum eftir mjóum, hallandi plönkum, sem tovelt var að halda jafnvægi á. Lúðra- sveit Akraness, undir stjóra Jóns Sigurðssonar lék fyrir skráðgöng- unni, svo og milli skemmtiatriða. Kl. 5 hófst svo bamaskemmtun á Akratorgi. Var þar saman kom- inn mikill fjöldi barna og fullorð- inna. Skemmtikraftar komu með flugvél frá Reykjavík, og lenti hún á Langasandi og beið þar í 2 klst. meðan skemmtunin fór fram. Var flokkur þessi skipaður kunnu listafólki, 4 körlum og 4 konum og þótti leysa sín hlut- verk með miklum ágætum, enda óspart idappað lof í lófa. Að lok- um spilaði Dumbo-sextettinn dans- lög um skeið, en bömin dönsuðu af hjartans lyst Kl. 9 var hátíðahöldunum fram haldið á Akratorgi. Björgvin Sæ- mundsson bæjarstjóri, flutti ræðu, Skrúðganga Inn á íþróttavöllinn. Karlakónnn Svanir söng, auk ým- issa skemmtiþátta. Lúðrasveitin lék milli atriða. Að lokum var stiginn dans, fyrst á Akratorgi, og svo í tveim- ur samkomuhúsum bæjarins, þar til kl. 2. — Þessi tveggja daga hátíðahöld á Akranesi, voru hin ánægjuleg- ustu, og fóru í alla staði fram svo sem bezt varð á kosið — G.B. Tvöföld hátíðahöld á Akranesí ) \ ) ) \ ) i i 8 TlMINN, föstudaglnn 19 iúni 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.