Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 5
 eftir Fri&rik Ólafsson TUTTUGASTA umferðin ein- kenndist af taugaóstyrk þeirra skákmanna, sem möguleika hafa á aS komast á áskorendamótið. Eink um þó hjá Darga, sem átti vinn- ingsstöðu gegn Tringov, en varð að sætta sig við jafntefli, og Res- hevsky, sem með naumindum tókst að ná jafntefli gegn Foguel- man. Bron tein var einnig óörugg- ur og varð að láta sér nægja jafn tefli gegn Quinones. Hins vegar tefldi Portisch mjög vel og vann Benkö örugglega og Gligoric, sem cjag vergur 22. umferð tefld, laug- nu eygir moguleika sinn, tefldi af | ar(jag biðskákir, og síðasta umferð mikilli festu 1 erfiðn stoðu gegn in er - sunnudag Ler/r ?l og a nu biðskak með goð- um rnöguleikum. Tal og Larsen gerðu jafntefli, þar sem sókn og mótsókn hélzt í jafnvægi nær all-* 1 Eins og stöðunni er nú háttað í an tímann. Spassky og Ivkov gerðu mótinu, þá gæti vel farið svo, að einig jafntefli, en biðskákir urðu fjórir sovétskákmenn yrðu jafnir hjá Stein og Rosettó, og Smyslov | j efsta sæti. Þetta mundi hafa þær og Vranesic, þar sem Smyslov hef afleiðingar, að þessir fjórir yrðu Harkan eykst mjög 14% v. og biðskák. 7.—8. Ivkov og Portisch 13 v. 9. Darga 12% v. 10. Reshevsky 12 v. og biðskák. 11. —12. Lengyel og Pachman 11% v. og 13. Gligoric 11 v. og tvær biðsfcákir. í gær voru tefldar biðskákir, í 16. umberð ur viningsmöguleika. í 21. umferð vann Rússlands- imeistarinn Stein, Larsen og hefur nú fengið 11 vinninga úr síðustu 12 umferðunum. Stein byrjaði mjög illa, var aðeins með 2 vinn- inga eftir sex skákir. Tal vann Quinones, Smyslov og Ivkov gerðu jafntefli, Portisch vann Tring- ov, Bronstein vann Darga, en Spassky og Rosettó gerðu jafntefli. Eftir þessa 21. umferð er staða efstu manna þannig: 1. Spassky 16 v. 2.—3. Larsen og Tal 15% v. 4. Smyslov 15 v. og biðskák. 5. Bronstein 15 v. 6. Stein að tefla aukakeppni um þau þrjú sæti, sem sovétskákmönnunum eru heimiluð í Ásikorendamótinu, og kemur það óneitanlega kyndug- lega fyrir sjónir, að einn þessara manna skuli falla úr keppninni, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann er efstur í milliSvæðamótinu. En þannig hljóða lög alþjóðaskáksam bandsins og gegn þeim tjóir ekki að mæla. Með sigri sínum yfir Quinones í þessari umferð tókst Larsen að fikra sig á ný upp í efsta sætið og deilir því nú með Spassky, sem varð að láta sér nægja jafntefli Þa3 skín áhugi í einbeittum andlitum ungu drengjanne, sem vi3 sjáum á myndinni a3 ofan, en þeir eru í boShlaupskeppni á l.augardalsvellinum 17. júní. Og þaS var einmitt unga kynsló3in, sem retti mestan svip á hátí3ahöldin á Laugardalsvellinum, þrátt fyrir ýmis gó? efrek hinna eldri. — Á 17. jún-mótinu var skemmtileg keppni í mörgum greinum, t. d. 800 m. hlaupi, en þar háðu 3 KR-ingar harSa baráttu. Halldór GuSbjörns- son sigraði á 1:57.4 mín., sem er nýtt drengjamet. Aonar Leví á l:58.ó. Bezta afrek mótsins vann GuSmundur Hermannsson, KR, í kúluvaroi, en hann varpaði kúlunni 15.74 metra. — Ólafur Guðmundsson, KR, kom frekar á óvart með því að sigra í 100 m. hlaupi á 10.9 sek. en annar var3 Valbjörn Þorláksson á 11.1 sek. Ólafur sigraði einnig crugglega í 400 m. hlaupi á 51.3 sek. gegn Lengyel. í rauninni náði Lar sen ekki varanlegum tökum á and stæðingi sínum fyrr en seint í miðtaflinu, en þá varð Quinones á skyssa, sem gerði Larsen kleift, að skipta upp á öllum mönnunum og ná fram hagstæðu endatafli. Sökum óheppilegra eiginleika svörtu peðastöðunnar tókst Quin- ones ekki að halda endataflinu. Til gamans birti ég hér stöðuna, eftir að uppskiptin höfðu átt sér stað: Hv.: Larsen. Kdl, peð á a3, b2, c3, e4, f3, g2, g3. Sv.: Quinones. Kg8, peð á b7, b5 c6, e6, e5, g7, g5. Hin fjölmörgu svörtu tvípeð eiga að sjálfsögðu stóran þátt í því, að staðan er töpuð, en það gerir útslagið, hversu fljótt hvíti kóngurinn kemst á vettvang. 1. —, Kf7, 2. Kc2, Ke7 3. Kb3, Kd6 4L Kb4, b6 (Það væri fróðlegt fyrir lesendur að velta því fyrir sér, hvernig hvítur vinnur 4. —, g4 5. Ka5, Kc7 6. b3 o. s. frv.) 5. b3, gý 6. c4, bxc4 7. bxc4. Svartur gafst upp. Eftir 7. —, Kc7 8. a4, Kb7 9. c5 vinnur hvítur með hjálp hins fjarlæga frelsingja síns. Lengyel hafði lengst af frum- kvæðið í skák sinni við Spassky og kann það að hafa valdið því, að Spassky gerði sig ánægðan með jafntefli í lokastöðunni, enda þótt hann stæði þá ívið betur að vígi. Skák þeirra Evans og Tal var var tefld af mikilli hörku, í mið- taflinu áttu sér mikil uppskipti, sem virtust gera jafntefli óum- flýjanlegt, en þá varð Evans á lít- ils háttar ónákvæmni, sem gerði það að verkum, að Tal tókst að snúa taflinu sér í vil með lang- sóttri þvingandi leikfléttu. Staðan var þannig, er Evans urðu á mis- tök sín: Hv.: Evans. Kg3, Dc5, Hb6 og peð á a3, b2, d5, g5 og h4. Sv.: Tal. Kg8, Df5, Hd8, og peð á a6, b5, f7, g7 og h7. 1. Dd6? (Það er örðugt að sjá, hvers vegna þessi leikur leiðir til taps en 1. Dc7 til jafnteflis. Skýringin kem- ur í ljós eftir 10 leiki!) 1. —, Dd3f 2. Kg2, Dc2t 3. Kg3, Db3t 4. Kf4, He8 5. Hb8, De3t 6. Kg4, f5t 7. gxf5 frhl., h5t 8. Kxh5, Df3t 9. Kg5, Dxf6t (Þetta er skýringin.) 10. Dxf6, gxf6t 11. Kxf6, Hxb8 12. d6 (12. Ke7 var einnig vonlaust. 12. —, Hb7t 13. Ke8, Hg7 14. d6, Hg2 15. d7, He2t 16. Kd8, Hxb2 og vinnur.) 12. —, Kf8 13. h5, Hb7 14. Ke6, Hh7 15. Kd5, Ke8 16. Kd8. Hvítur gafst upp. Með ýmiss konar frumlegheitum tókst Bronstein að hrifsa til sín frumkvæðið í skák sinni við Vran- esic, en ekki tryggði það honum varanlega yfirburðL Eins og venju lega var það tímaþröngin, sem kom til hjálpar og gerði út um skákina Bronstein í vil. í skákinni Reshevsky—Stein haggaðist aldrei jafnvægið og keppendur sömdu um jafntefli, er upp var komið hnífjafnt biskupa- endatafl. Smyslov átti ekki í ýkja miklum erfiðleikum með Bilek, sem lék af sér peði snemma tafls. Bilek (Ljosm. Tíminn KJ). | tókst að vísu að mynda sér tvo samstæða frelsingja á drottning- arvængnum, en þeir voru tortím- ingu ofurseldir og gafst Bilek upp, er fall þeirra var fyrirsjáanlegt. Ivkov hefur að sjálfsögðu ætlað að bæta aðstöðu sína á kostnað Tringov, sem hefur átt erfitt upp dráttar í mótinu hingað til, en hann komst ekkert áleiðis og sömdu keppendur um jafntefli er mikil tímaþröng var fyrirsjáan- leg. Staðan var þá flókin og erfitt að gera sér grein fyrir því, hvor stæði betur. Draga tók Rosetto í smá kennslu stund í miðtaflinu og vann peð, en Rossetto sem hefur ráð undir rifi hverju, tókst að skapa sér gott mótvægi. Urðu þær lyktir skákarinnar, að Darga neyddist til að þráleika til að lenda ekki í ógöngum. Portisch vann Porath örugglega og eygir nú möguleika til að kom ast upp fyrir þá Reshevsky og Ivkov. Þess ber þó að geta, að Reshevsky er nú að komast út úr sovézka hreinsunareldinum og á þá fremur létt „prógram“ fyrir höndum. Gligoric bætti aðstöðu sína með því að sigra Perez, en heldur virð ast möguleikar hans rýrir. — Benkö, sem tekið hefur þátt í tveimur síðustu áskorendamótum, tapaði aftur að þessu sinni fyrir Foguelman. Hlýtur hann að vera meira en lítið miður sín, því að fram að þessu hefur honum ekki tekizt að vinna eina einustu skák. Pachman gerði jafntefli við Berg er og mátti þakka fyrir þau úr- slit, því að andstæðingur hans stóð allan tímann betur. 17. umferð. Forystusauðirnir héldu enn strikinu í þessari umferð og unnu flestir sínar slcákir. Gerist nú æ tvísýnni baráttan milli sovétskák- mannanna annars vegar og „ekki sovétmannanna“ hins vegar. Darga var greinilega staðráð- ráðinn í því að sigra Larsen og fórnaði peði í því skyni að ná kóngssókn. Larsen sýndi fram á með frábærri taflmennsku sinni í framhaldinu, að fórnin var í hæsta máta vafasöm og leið ekki á löngu, þar til hann sneri vörn upp í sókn og vann örugglega. Þar með heldur Larsen enn foryst- unni og má nú teljast öruggur um að komast í Áskorendamótið. Tal yfirspilaði Vranesic eftir öllum kúnstarinnar reglum og vann fljótlega. í þessari skák sást greinilega, hversu mikill styrk- leikamunur er á efstu mönnunum í mótinu og þeim neðstu. Smyslov og Lengyel tefldu það afbrigði Spánska leiksins, sem rnest er í tízku um þessar mundir. Skákin stóð í þófi lengi vel, eins og algengt er í spönsku tafli, en um síðir kom í ljós, að máttar- viðir hvítu stöðunnar voru traust ari en þeirrar svörtu. Lengyel varð að láta af hendi peð og síð- an annað og gafst þá upp. Viðureign Þeirra Bronstein og Ivkov varð hvoriki söguleg né spennandi, eins og búast hefði mátt við. Hin gagnkvæma virðing, sem þeir virtust bera hvor fyrir öðrum, og gætileg taflmennska sá fyrir því. Jafnteflisúrslitin voru því í rauninni óumflýjanleg. Stein vann einhverja skemmti- legustu skák dagsins. Evans virt- ist fá nokkuð trausta stöðu upp úr byrjuninni, en Stein sýndi fram á, að ýmsir veikleikar leyndust í kóngsstöðu hans (Evans) og tókst að sundra henni með fallegri leik- fléttu. Evans varð að láta af hendi tvö peð til að koma kóngi sínum undan og nægði þetta Stein til að vinna skákina. Hv.: Stein. Sv.: Evans. 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, a6 4. Ba4, Rf6 5. 0—o, Be7 6. Hel, b5 7. Bb3„ d6 8. c3, 0—0 9. h3, Rb8 10. d3, c5 11. Rbd2, Dc7 12. Bc2, Rc6 13. Rfl, d5? 14. Re3, dxe4 15. dxe4( Hd8 16. De2, g6 17. a4, Hb8 18. axb5, axb5 19. Rg5! h6? 20. Rd5! Rxd5 21. exd5, hxg5! 22 dxc6, Dxc6 23. Dxe5, Bb7 24. Dg3, Df6 25. Hxe7! Dxe7 26. Bxg5, f6 27. Bf4, Ha8 28. HxH, BxH 29. Bxg6, Dg7 30. Be3, c4 31. Bf7f! Kxf7 32. Dc7t, Kg6 33. Dxd8, Bc6 34. Bd4, Df7 35. Dd6. Svartur gafst upp, Fortisch vann fljótlega peð í skák sinni við Quinones og leiddi hana síðan örugglega til sigurs. Virðist hann nú vera farinn að Primhflld o 15 s(8u Norðurlandamótið í bridge hðfst i Osló á þriðjudaginn, en þrjat íslenzkar sveitir taka þátt í mót- inu, tvær kariasveitir og ein kvennasveit. Mótið var sett með viðhöfn á þriðiudagsmorgun, en síðan var byrjað að spila kl. 11 og tvær umferðir spilaðar þann dag í opna flokknum (40 spil), en ein umferð í kvennaflokknum (60 spil). 1. sveit íslands (Gunnar Guð- mundsson Kristinn Bergþórsson, Lárus »arlsson cg Jóhann Jons- son) spilaði við Danmörk 2 og bar sigur úr býtum með 101 stigi gegn 90 eða 5—1. ísland 2 (Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Eggert Benónýsson og Þorir Sigurðsson'1 spilaði við Finr.land 2 og tapaði 73—129, eða 0--6- Finnsku spi’- ararnir voru mjóg harðir í sögn- um og þræddu hvert einasta gamc. íslenzka kvcnna-veitin spilaði við þá sænsku, sem er ein bezí.a kvennasveit heimi og fóru leikar svo, að sænsku konurnar unrni stóran sigur 185 stig gegn 73. Aðr ir leikir í þessari umferð fóru . þannig, að Svíþicð 2 vann Noreg, , Danmörk 1 vann Noreg 2 og Finn , land 1 vann Svíþjóð 1 4—2. I 2. umferð á þriðjudagskvöldi vann Island 2 Finnland 1 með 107 stigum gegn 69, eu ísland 1 tapaði fyrir Noregi 2 cr:eð 76 gegn 45. , Kvennasveitin spilaði þá fyrstu 20 spilin við Danmörku og var 10 stigum undir eftir þau. f fyrrad. spilaói ísl. 1 við sænsku sveitirnar og tap&ði í báðum Jeikj unum. ísland 2 vann Noreg 2, en tapaði fyrir Danmörku 2 með 4—2. Mótið hélt áfram í gær, en þrált fyrir ítrekaðar tilraunir tókst oiað inu ekki að afla frétta af umferð- unum þá. Árangur karlasveitanna er lagð ur saman og eílir fyrstu fjórar umferðimar voru sænsku sveitirn ar efstar með 36 stig. Þá komu þær dönsku með 33 stig. ísland var í þriðja sæti með 19 stig, Finn land í fjórða cneð 18 stig og Nor- egur í fimmta sæti með 14 stig. Talsvert er skrifað í norsk blöð um mótið, og áöur en það hóíst var almennt reiknað með því i þeim, að íslenzku sveitirnar yrðu í fimmta sæti a mótinu. T í M I N N. mlðvlkudaainn 17. iúní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.