Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 9
Kom í hjóiastól eftir hálfa öld Jónína og dóttir hennar, frú Waller. (Ljósmynd: Tfmlnn KJ). „Römm er sú taug“ stendur einhvers staðar, og allir þekkja framhaldið. Þau orð hafa löngum verið höfð fyrir satt, og löngum hafa þau sannazt á Islending- um búsettum vestanhafs en líkast til á fáum jafn rækilega og Jónínu Jónsdóttur frá Cal- gary í Alberta, sem hingað kom með fleiri Vestur-íslend- ingum í sumar. Jónína kom til íslands í fcjólastól, ef svo mætti að orði komast. Hún hreyfir sig aðeins í hjóíastól, fór í hjólastól úr sjúkrahúsi og situr nú í hjóla- stól á Hótel Borg og spjallar við ættingja og vini, sem heim- sækja hana þar. Hún fer aftur í sjúkrahúsið. þegar hún kemur heim úr þessari ferð. Méð Jónínu er dóttir hennar, frú Pauline Waller, sem að- stoðar hana á allan hátt. Án hennar mundi Jónína ekki hafa komizt hingað. Fyrir sex árum féll Jónína og braut á sér hnéskelina. Þrem árum síðar fékk hún heilablóð- fall og lamaðist þá alveg öðr- um megin: — Ég var hölt á öðrum fæt- inum og varð svo máttlaus í hinum. Síðan hefur hún verið í hjólastólnum, og síðasta árið á sjúkrahúsi eða sjúkraheimili fyrir fólk, sem svipað er ástatt um. — Ég varð að fá leyfi til að fara, segir Jónfna, en ég sagði lækninum, að ég gæti alveg eihs setið í flugvél eins og hjólastól, og hann féllst á það. Dóttir mín hugsar um mig hverja stund og ættingjamir bera mig á höndum sér. Ég vissi, að þetta mundi takast vel, en Pálína var svolítið kvíðin, þegar við komum til Keflavík- urflugvallar. — Ég kalla hana alltaf Pálínu. — Þá sagði hún: — Mamma, hvað heldurðu að verði um okkur hér? Það var svo dimmt yfir hjá Keflavík. Frú Waller brosir lítið eitt og segir: — Ég var I nokkurri óvissu, en síðan hefur allt gengið í haginn. Frú Waller sagði, að íslenzku kunnátta sín væri fátækleg, þegar hún vísaði fréttamanni in til þeirra mæðgna á Hótel Borg, en þar gafst tilefni til að álykta, að hún kynni meira fyrir sér í íslenzku en hún vildi vera íáta Jónína talar málið eins og hún hefði verið hér alla tíð, eða því sem næst.\ — Við reyndum að halda málinu, gamla fólldð vestra. En þið eruð farin að nota orð, sem ég skil ekki. Það em nýyrðin. Ég vona, að ég sé ekki farin að tala mjög bjagað, en þið verðið að afsaka þótt ég sé orðin stirð- mælt eftir fimmtíu og þrjú ár. Ég var nítján ára, þegar ég fór vestur. og síðan hef ég ekki komið til íslands. — — Ég er Jónsdóttir Hannes- sonar, sem síðast bjó á Klapp- arstíg 40. Móðir mín var Elín Pálsdóttir Ingimundarsonar prests í Gaulverjabæ. En ég er uppalin í Vorsabæjarhjáleigu, fátækl bam. Hann Markús ívarsson í Héðni var uppeldis- bróðir minn. Nú fer ég austur að SKOða æskustöðvamar um næstu helgi. Jónina raular vísupart: Nú er Penta fallin frá . . . — Þetta er vísa, sem ég gerði f Flóanum. Ég er vist bú- in að gleyma henni, vísunni um hana Pentu. Það var kú á bæn- Ég orti vísuna, þegar henni var fargað. Svo var ég barin fyrir vikið. Fólkið sagði, að ég væri að buila, þegar ég var að hnoða saman vísu, en ég hélt áfram að ,.bulla,“ eftir að ég kom vestur Það styttir dægrin. En ég var líka barin eða látin verða af matnum fyrir það að ég var skyggn. Einu sinni á sunnudegi — það var undir húslestrinum — sá ég að Jón frá Vorsabæ var kominn. Ég sagði frá þessu, og húsbóndinn gekk út til að taka á móti Jóni. Þar var enginn maður, en ég var flengd og háttuð ofan í rúm fyrir að skrökva undir húslestr" ínum En viti menn. Seinna um daginn kom Jón að Vorsabæj- arhjáleigu, nákvæmlega eins tii fara og þegar ég sá hann undir húslestrinum. Hann sagðist hafa ætlað að koma klukkan eitt, en tafðist af einhverjum ástæðum. Þá sagði fólkið; „Stelpan er ekld eíns vítlaus og hún sýnist.“ — Systir min, Ingibjörg, fór vestur nokkram árum á undan mér. Hún bjó með manni sín- um, Bjama Guðmundssyni frá Stardal á Stokkseyri, í Foam- lake í Saskatchewan. Ég var hjá þeim fyrsta árið. Svo réði ég mig í vist, þar sem voru fimm börn á skólaaldri, og af þeim lærði ég að lesa og skrifa. Ég var orðin of gömul til að setjast í barnaskóla, en fékk að lesa með börnunum, þegar þau komu úr skóla á kvöldin. Ég vfesi líka, að þau mundu ekki hlæja að mér. Eftir það fór ég að vinna sem frammistöðu- stúlka á hótelum, og þá var betra að vera sæmilega að sér í málinu. — Manninum mínum kynnt- ist ég í Edmonton. Hann hét Peter Johnston og var fæddur í Bandaríkjunum. Vlð settumst að í Edmonton, þar sem Peter var starfsmaður hjá jámbraut- arfélagi. Hann var starfsmaður hjá sama jámbrautarfélaginu í 44 ár, og við bjuggum síðar á mörgum stöðum í landinu, en það er siður að jámbrautar- starfsmenn færi sig til eftir starfsaldri, um leið og þeir fá hærra kaup. Síðast fórum við til Vancouver, og þar var ég, þegar hann dó, í Winnipeg fyrir sjö ámm. Nú á ég heima í Calgary, þar sem Pálína dótt- ir mín býr, rétt hjá Kletta- fjöllunum. Calgary er auðugur bær. Þar er olía og gas í jörðu — mikið ríkidæmi. Það er líka fallegur bær. Pálína er gift ríkisendurskoðanda í Calgary, og eiga þau búgarð. Jónína dregur fram myndir frá búgarði dóttur sinnar, en þar er stunduð nautgriþarækt. — Þau hafa gaman af bú- skapnum, og nú ætlum við að fara að skoða búskapinn hér. Annars höfum við ferðazt, aust- ur að Gullfossi og Geysi, alla leið austur í Fljótshlíð. Það var ánægjulegt ferðalag. Frændíólkið ber okkur á hönd- um ser og vill sýna okur sem flest, og hér er margt að skoða. Margs hefur breytzt á íslandi, sumt til batnaðar og sumt til hins verra. Til dæmis er mér sagt, að kirkjusókn sé að leggj- ast niður, en ég sé að hér eru margar kirkjur og sumar í byggingu. Ég er heldur ekki ánægð með það hvernig fslend- ingar byggja hús. Sum hús hér era eins og þau séu byggð á undan örkinni hans Nóa, marg- ar tröppur upp á fyrstu hæð og engar lyftur í húsum, sem eru byggð upp á margar hæðir; þröskuldar við allar dyr. Þetta er vont fyrir fólk eins og mig, sem aðrir verða að bera upp stigana. Frú Waller segir, að henni hafi komið margt á óvart: — Ég hélt að íslendingar væra allt öðra vísi en þeir koma mér fyrir sjónir. Ég hélt að þeir líktust landinu eins og ég gerði mér það f hugarlund — stórskorið, harðbýlt og sval- veðrasamt. fslendingar eru hæglálir, allt að því daufir f viðmóti, erf þeir eru menning- arþjóð. Það hef ég komizt að raun um. Málverkasýningin í Listasafninu er góður vitnis- burður um menningu fslend- inga, en þar varð óg hrifnust af Scheving, Kjarval og Briem. — Já. hún er hrifin af Briem. segir Jónína, en hann er nú ifka frændi okkar. — BÓ. Rabbað við Jónínu Jónsdóttur frá Calgary í Alberfa, sem fór í orlof frá sjúkrahúsinu til íslands. ) I I i i I \ i i Kirkjudagur / Bústaoaprestukulli Ákveðið hefur verið að efna til sérstaks kirkjudags í Bústaða- sókn n.k sunnudag. 21. júní. Hef ur Kvenfélag og Bræðrafélag safn aðarins tekið höndum saman við sóknarneind og kirkjukór um und irbúning allan og fyrirkomulag. j Er það von þessara aðila, að dag-f urinn megi tengja safnaðarfólk: enn nánai safnaðarstarfinu og þá^ um leið gera drauminn um kirkju fyrir prestakallið að veruleik semj allra fyrst. Verðui barnasamkoma um morg' uninn ki. 10:30. Hafa barnasam- komur ekki verið haldnar í sumar, en í vetur var aðsóknin svo mikil, að vart mátti koma öllum börnum lnn í salinn. Var meðalfjöldi barna um 500 hvern sunnudag. Því næst verður guðsþjónusta kl. 2 síðdegis og að henni lokinni hefst kaffi- sala og verður kaffi á boðstðlum allan dagmn og einnig eftir kvöld, samkomu, er hefst kl. 8:30 Á kvöldsamkomunni flytur dr. Richard Beck, prófessor í Grandj Forks í Norður Dakóta ræðu. en' leikararmi frú Helga Bachman og! Helgi Skúlason flytja leikþátt.! Einnig mun kirkjukórinn syngja nokkur lög og organisti safnaðar- ins Jón G. Þórarinsson. leikur á hið nýja orgei safnaðarins Stutt ávarp flytur Pétur Maack Jónsson, en samkomunni iýkur með helgi- stund. Messan, samkomurnar og kaffi- salan verður í Réttarholtsskólan- um og kunna forráðamenn safnað arins skólayfirvöldunum miklar bakkir fyrir sérstaka hjálpsemi og lipurð, oæð ií sambandi við þenn an kirkiudag sem og við safnaðar starfið almennt. Er það von allra þeirra, er ann- ast undubúning þessa kirkjudags og vilja söfnuðinn sem sterkast an í eigin kirkju, að sóknarbörn og aðrii velunnarar safnaðarins, leggist nu öll á eitt og sýni í verki hvers samtakamátturinn er megn ugur Eru einnig þær konur. sem gefa vilja kökur á kaffisöluna, beðnar um að koma þeim í Rétt arholtsskólann kl. l e.h. á sunnu daginn. Þá verða einnig til sýnis allan daginn teikningar og líkön af fyr irhugaðri kirkju. Munu ætíð ein- hverjir vera nærstaddir til að gefa upplýsingar og svara spurningum varðandi kirkjuna. Eru sóknar- börn beðin að hagnýta sér þetta tækifæri þar sem flestir þurfa að kynna sér áætlanir og áform nú þegar á þessu stigi undirbúnings ins. Það er fagurt að líta yfir borg og sund af Bústaðahæðinni, og er vonandi, að margur leggi leið sína þangað á sunnudaginn kemur lengsta dag ársins, til að taka þátt í kirkjudegi Bústaðasóknar, era allir hjartanlega velkomnir og sér hver komumaður auðfúsugestur. STORSIGUR AKUREYRAR Fátt virðist geta hindrað, að Akureyringar endurheimti sæti sitt í 1. deild. A laugardaginn mættu Akureyiingar ísfirðingum é heimavelli í 2. deild og sigruðu þá með 8:0, sem er stór sigur, svo ekki sé me-ra sagt. — Eikki gekk Akureyringum vel að skora í fyrri hálfleik, en þá urðu mörk in ekki fleiri en tvö. í síðari hálf- leik komu mörkin hins vegar eins og af færibandi og þá gat ekkert stöðvað^hina sÓKndjörfu Akurevr- inga. — Þess má geta. að Björ'j Helgason gat ekki leikið með fsa- fjarðarliðinu að þessu sinni og hafði það auðvitað sitt að segja. — Síðari leikur liðanna fer fram á ísafirði innan tíðar. T f M I N N, föstudaginn 19. júní 1964 — ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.