Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi, ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Mbl. og kommúnistar
Um meira en þrjátíu ára skeið hafa forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins leikið þann leik að látast vera miklir
andstæðingar kommúnista og borið öðrum á brýn und-
irlægjuhátt og óeðlilegt samstarf við kommúnista á
sama tíma og þeir hafa sjálfir haft hin margvíslegustu
mök við þá.
Það gerðist nýlega, að Mbl. reyndi að koma kommún-
istastimpli á heilan hóp listamanna, sem hafði annað
ráðhorf til hermannasjónvarpsins en eigendur Morgun-
jlaðsins. í þessum hópi var hins vegar að finna ýmsa
nenn, sem alltaf hafa fordæmt kommúnista, enda varð
Mbl. að taka ummæli sín aftur næsta dag og kenna
prentvillu um! Mbl. sneri svo máli sínu í það að vara
Við samneyti við kommúnista. Þessu svaraði Þjóðvilj-
inn svo á eftirfarandi hátt á þjóðhátíðardaginn eftir að
hafa rakið umrædd skrif Mbl.:
„Öll sýnir þessi flækja hversu brýnt það er orðið að
rannsóknarréttur Morgunblaðsins felli um það úrskurð
hvert samneyti megi hafa við kommúnista og hvert ekki.
Alkunna er að margt er leyfilegt. Sjálfstæðisflokkurinn
vann sem kunnugt er að stofnun lýðveldis fyrir réttum
20 árum í mjög innilegri samvinnu við kommúnista.
Aðalleiðtogi Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, mynd-
aði fyrstu stjórn lýðveldisins með kommúnistum og hef-
ur jafnan talið þá samvinnu til einstakrar fyrirmyndar.
Fjölmörg mál, stór og smá, hafa verið útkljáð á þingi
með samvinnu Sjálfstæðisflokksins og kommúnista, og
er þar skemmst að minnast kjördæmabreytingarinnar
1959. Síðan nýr maður tók við formennsku 1 Sjálfstæð-
isflokknum hefur hann lagt sig í framkróka til þess að
ná sem beztri samvinnu við kommúnista, eins og fram
kom í samningunum í nóvember og desember í fyrra og
í samkomulaginu við Alþýðusambandið fyrir skemmstu,
en það taldi Morgunblaðið einhver mestu og beztu tíð-
indi í tveggja áratuga sögu lýðveldisins. Og þannig mætti
lengi telja.“
Reynslan sýjiir þannig vissulega, að það hefur aldrei
staðið á forkólfum Sjálfstæðisflokksins að hafa hið nán-
asta samslarf við kommúnista, ef þeir hafa talið sér
minnsta hag í því. Öll fordæmingarskrif þeirra um komm
únista eru þannig hrein látalæti. Því er erfitt að finna öllu
augljósara dæmi um blygðunarlausa hræsni en þegar Mbl.
er að fordæma kommúnista og samneyti við þá.
Þjóðaratkvæði
Á fullveldisdaginn birtist hér í blaðinu grein eftir Ólaf
Jóhannesson, professor, um þátttöku íslands í alþjóða-
samvinnu á Iýðveldisárunum. Þar var rakin hin vaxandi
þátttaka íslands í slíkri samvinnu og sýnt fram á, að
hún væri líkleg til að aukast enn meira á komandi ár-
um. Jafnframt var bent á, að þjóðinni bæri þó að hafa
á fulla gát í þessum efnum. Slíkri þátttöku fylgir oft
nokkurt: afsal á valdi og fyrir litla þjóð getur það verið
varhugaverðara en stóra þjóð. Ólafur Jóhannesson varp-
aði því fram þeirri tillögu, að það ákvæði yrði sett í
stjórnarskrána, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara
fram í hvert sinn, þegar um væri að ræða þátttöku i
milliríkjastarfi, er gæti falið í sér einhverja valdskerð-
ingu. Þannig væri það bezt tryggt, að slík þátttaka yrði
ekki endanlega ákveðin, að þjóðinni forspurðri.
Þessi tillaga er vissulega mjög athyglisverð. í stjórnar-
skrám ýmissa nágrannalanda okkar mun að fi'.ma hlið-
stæð ákvæði. Þörfin fyrir það er þó brýnni hér.
Goldwater virðist vera öruggur
Allt bendir til, að hann hafi tryggt sér meirihluta fulltrúa
EINS og fram kemur í áður-
greindu yfirliti, eru fulltrúar á
flokksþing republikana kosnir
með mjög mismunandi hætti í
hinum ýmsu ríkjum. Sums
staðar er kosið beint um for-
setaefni og eru fulltrúarnir þá
lagalega skuldbundnir til að
fylgja því forsetaefninu, er
sigrar í prófkjörinu. Sums stað
ar hafa fulltrúarnir aðeins
flokksleg fyrirmæli um, hvern-
ig þeir skuli geiða atkvæði, eða
hafa verið valdir sem fylgis-
menn viss forsetaefnis. Þeir
eru þá siðferðilega bundnir, en
ekki lagalega. Loks eru fulltrú-
ar valdir þannig í ýmsum ríkj-
um, að þeir hafa óbundnar
hendur. Eins og sést á framan-
greindu yfirliti, er nær helm-
ingur þeirra fulltrúa, sem lýst
hafa stuðningi við Goldwater,
kosnir með þeim hætti. Þeir
geta því breytt afstöðu sinni.
Það er um þessa fulltrúa, er
baráttan mun standa fram að
flokksþinginu. Goldwater við-
urkennir, að hann geti misst
einhverja af þeim, sem fylgja
honum nú, en hann segist
gera sér vonir um, að hann fái
líka í staðinn einhverja þeirra,
sem enn hafa ekki tekið opin-
bera afstöðu eða telja sig nú
fylgjandi öðrum. Fylgismenn
menn hans eru enn bjartsýnni.
FRJÁLSLYNDIR republik-
anar skipa sér nú þéttar og
þéttat um Scranton. Fylgis-
menn Lodge hafa alveg snúizt
á sveif með honum. Sama liefur
Rockefeller gert og liðsmenn
hans Fylgi Scrantons virðist
sterkt í austurfylkjunum, en
Goldwater heíur hins vegar
sterka aðstöðu í miðríkjunum,
suðurríkjunum og Klettafjalla-
ríkjunum. Liðsmenn hans
segja, að honum nægi að vinna
þessi ríki og Kaliforníu. Aust-
urríkin megi þá sigla sinn sjó.
Augljóst er, að Goldwater
hyggst að vinna sér fylgi
þeirra, sem eru andstæðir rétt-
indalöggjöfinni til handa svert-
ingjum. Hann var því einn
sex flokksbræðra sinna í öld-
ungadeildinni. er greiddi atkv.
gegn því að málþófinu gegn
henni yrði hætt. Síðar segist
hann, ef til vill greiða atkvæði
með henni, en hann leggi hins
vegar áherzlu á, að framkvæmd
hennai verði sem mest í hönd-
um hinn einstöku ríkja, en
ekki í höndum sambandríkis-
ins. Þetta er það, sem suður-
ríkin leggja nú áherzlu á. Með
þessari afstöðu sinni, hyggst
Goldwater að geta náð langt
inn í raðir demokrata og byggir
það á því fylgi, er Wallace rík-
isstjóri í Alabama hefur fengið
í prófkjörum hjá demokrötum.
AÐALÁRÓÐURINN gegn
Goldwater er nú sá, að hann
muni fá minnst fylgi allra for-
setaefna republikana. Þetta
hefur verið nokkuð almenn
skoðun fram að þessu, en nú
hallast fleiri og fleiri að því,
að þetta gildi fyrst og fremst
um austurríkin Annars staðar
geti þetta reynzt öfugt. Að vísu
muni Goldwater tapa ein-
hverju af fylgi frjálslyndra re-
publi rana, en hann muni fá
staðinn íhaldssama demokrata.
Enginn geti sagt með vissu um
úrslitin, því að ekki hafi áður
verið kosið hreint um hægri og
vinstn stefnu. þ.e. íhaldsstefnu
og framsóknarstefnu. Fyrir re-
publikana sé a.m.k. ekki óráð-
legt að kanna það
Búizt er við, að baráttan
muni verða hörð milli Gold-
waters og Scrantons fram að
flokksþinginu, og barizt verði
með einum eða öðrum hætti
um atkvæði svo að segja hvers
fulltrúa, sem ekki er lagalega
bundinn. Báðir aðilar hafa mik-
il fjáiTáð, því að flestir auð-
menn austurríkjanna standa
með Scranton, en víðast annars
staðar standa þeir með Gold-
water. Ýmsir telja að Scranton
hafi nokkuð veikt aðstöðu sina
með því, að hann hefur lýst
yfir því, að hann muni styðja
Goldwater, ef hann sigrar á
flokksþinginu. Af þeim ástæð-
um, missi barátta hans gegn
Goldwater nokkuð marks. Af
flokkslegum ástæðum mun
Scranton hafa talið sér nauð-
synlegt að gefa þessa yfirlýs-
íngu, þar sem eining flokksins
hefði annars verið alveg rofin.
Sumir foringjar republikana
ræða um það sem lausn, að
Goldwater verði forsetaefni
flokksins, en Scranton vara-
forsetaefni. Heldur þykir þetta
ólíklegt, en þó ekki talið al-
veg útilokað. ef flokksþingið S
getur komið sér saman um 9
stefnuyfirlýsingu, ervbáðir geta B
sætt sig við. Slík yfirlýsing 1
myndi þurfa að vera loðin.
Þ-Þ- |
„■ J
ALLAR líkur virðast nú
benda til þess, að Barry Gold-
water verði valinn frambjóð-
andi republikana í forsetakosn-
ingunum í haust. Eitthvað ó-
vænt verður að ske, ef and-
stæðingum hans í flokknum á
að takast að hindra það.
Síðastliðinn þriðjudag stóðu
þessi mál þannig, að búið var
að kjósa fulltrúa á flokksþing
republikana í öllum ríkjunum,
nema í Texas og Montana. Sam-
kvæmt yfirliti, sem þá birtist í
,.The New York Times-1 voru
118 fulltrúar lagalega bundnir
til að fylgja Goldwater í gegn-
um þykkt og þunnt á flokks-
þinginu og gátu ekki breytt af-
stöðu sinni, nema í samráði við
hann. Þetta voru fulltrúarnir
frá Kaliforníu og Indiana. 227
fulltrúar höfðu hins vegar
flokksleg fyrirmæli um að kjósa
Goldwater eða höfðu lýst sig
fylgjendur hans áður en þeir
voru kjörnir og töldu sig því
skuldbundna til að fylgja hon-
um. 273 fulltrúar, sem voru
kosnir á þann veg, að þeir hafa
óbundnar hendur, höfðu lýst
sig fylgjandi Goldwater. Þann-
ig hafði Goldwater á bak við
sig 618 fulltrúa, en til þess að
sigra í fyrstu atkvæðagreiðslu,
þarf 655 atkv. Á kjörþinginu i
Texas, sem kaus 56 fulltrúa á
þriðjudaginn, hlaut Goldwater
stuðning þeirra allra. Einnig er
búizt við. að á kjörfundinum i
Montana, sem haldinn verður á
morgun, fái Goldwater alla full-
trúana, 14 talsins. Samkvæmt
því ætti hann að vera búinn að
tryggja sér 678 atkvæði.
Scranton þykir gó'ður dansmaður. Mynd þessi, sem hefur biirzt
víða, var tekin nýlega af honum og konu hans.
I I M I N N, föstudaginn 19. júní 1964
r