Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS ná?5a, voru úrslitin enn óljós. j Win.ston bauð Clementine góða j nótt með kossi og gekk til hvílu í þeirri trú að þjóðin vildi að !hann héldi starfi sínu áfram. Hann vonaðist til að geta myndað á ný samsteypustjórn í hlutfalli við flokksfylgið á þingi. Rétt fyrir dögun hrökk hann upp úr værum svefni við sáran andlegan sársauka, svo að stapp- aði nærri líkamlegum kvölum. Sannfæring um algeran ósigur þrúgaði huga hans — sannfæring, gem híngað til hafði aðeins geymzt I undirmeðvitund hans. Hann var skyndilega viss um, að öll þau stórvirki, er hann hafði barizt fyr- ir og barizt gegn, og sem höfðu knúið hann áfram til hins ýtrasta um svo iangan tíma, voru að falla og verða að engu. Að hann mundi falla og að honum mundi verða neítað um að eiga þátt í fram- vindu hdmsmálanna. Sú þddring og reynsla, sem hann hafði aflað sér, virðing sú og velvild, sem hann hafði áunnið í svo mörgum löndum, mundi hverfa og verða að engu. Hann sofnaði' aftur og vaknaðí ekki fyrr en klúkkan níu. Clementíne og Winston komu inn I kortaklefann þennan örlaga. r&a dag 27. júlí. Tölurnar streymdu inn. Clementine fór með Mary til Woodford, en þar í eigin kjör- dæmi Winstons var andstæðingur hans, böndi frá Northampton- shire, Hancock að nafni, sem ekki hafði neina reynslu í stjórnmál- um og var vonlaus um að geta borið sigurorð af hólmi í kosn- ingunum. Þegar atkvæðin voru talin, varð hún stöðugt órólegri, þegar hún sá hve atkvæðafjöldi hins óþekkta keppinautar Churchills jókst stöð- ugt. Hún varð svo smeyk, að hún hringdi til Winstons, en frétti þá bara um svipaða sókn sósíalista alls staðar á landinu. Hún beið ekki' eftir úrslitunum í Woodford. Hún varð að vera hjá Winston. Þegar hún kom, var hann utan við sig og órólegur og starði sem dáleiddur á krítartöl- urnar á töflunni fyrir framan sig á veggnum. Þegar Duncan og Díana hröð; uðu sér inn til hans, þrammaði hann fram og aftur um herbergið. Clementine gekk til hans sí og æ og hvíslaði einhverju í eyra honum. Grunurinn varð smám saman að vissu, eftir því sem úrslit úr fleiri og fleiri kjördæmum bárust. Starfsmaður færði þeim fréttirn- ar frá Woodford. Andstæðingur hans hafði hlotið 10,488 atkvæði. Jafnvel í hans eigin heimakjör- dæmi hafði.fólk snúið svo harka- lega baki við honum, og pólitiskt séð slegið hann í andlitið, eftir allt stritið og erfiðið í þeirra þágu á styrjaldarárunum. Atkvæðin, sem andstæðingur hans fékk, voru ekki nærri nóg til að hann kæmist nærri því að sigra, en samt sem áður voru úrslitin eins og 10,488 rýtingsstungur í hjörtu Winstons og Clementine. Úrslitin voru orðin kunn. Um hádegisbilið var ljóst, að þau höfðu beðið ósigur. Öllum heiminum til undrunar, hafði hon- um verið sparkað úr starfi! Winston og Clementine snajddu hádegisverð ein. Það var fátt rætt við matborðið. Hún horfði á Win- ston, um leið og hún sagði: ,,Það gæti einhver leynd blessun falizt í þessu“. Hann svaraði: „Sem stendur virðist hún harla vel leynd.“ Eftir að hafa fengið úrslitin, fór hann frá henni og gekk til herbergja sinna til að skrifa ein- hverja erfiðustu tilkynningu ævi sinnar. Hún var gefin út frá Downing Street 10 og var svo- felld: „Vilji brezku þjóðarinnar hefur komið í ljós með úrslitum at- kvæðagreiðslunnar, sem birt voru í dag. Ég hef því lagt þau störf niður, er mér voru falin á erfið- ari tímurn. Mér þykir leitt, að mér skuli ekki hafa verið leyft að ljúka verkinu, hvað Japani snertir. Samt sem áður hafa verið gerðár í því skyni nákvæmar áætlanir og undirbúnirtgur og árangur þess kann að verða ljós miklu fljótar en við höfum hingað til getað vænzt. Afarþung ábyrgð og erfið störf bæði heima og erlendis falla í skaut hinnar nýju ríkisstjórnar, og við verðum öll að vona, að henni muni takast að leysa þau af hendi. Hvað mig snertir, er ekki ann- að eftir en að lýsa einlægu þakk- læti mínu til brezku þjóðarinnar, sem ég hefi þjónað þessi ógnar- ár, fyrir óbilandi og staðfastan stuðning, sem hún hefur veitt mér í starfi mínu, og fyrir margan vin- semdarvott, sem hún hefur sýnt þjóni sínum.“ Svo sannfærð höfðu þau verið um að sigurinn yrði þeirra, að Clementine hafði jafnvel undir- búið dálítið kvöldverðarsamkvæmi til að fagna úrslitunum í návist nokkurra vina. Samkvæmið var haldið. Winston sagði varla orð allt kvöldið. Hann var furðu lost- inn. Hún var lirædd um að áfall- ið kynni að hafa örlagarík áhrif á hann. Hann langaði til að vera við- staddur, þegar Japanir gæfust upp skilyrðislaust. En skyldu- rækni Winstons tók eins og alltaf endranær yfirhöndina. Samkvæmt stjómarskránni gat hann beðið með að leggja niður ráðherra- störfin unz þi'ngfundur hefði ver- ið haldinn. Það hefði gert honum fært, að vera viðstáddur uppgjöf Japana, án þess að þurfa að segja af sér, en Bretland þurfti að hafa réttan fulltrúa á Potsdam-ráðstefn- únni, og þess vegna var öll frest- un á stjórnarskiptum, andstæð hagsmunum þjóðarinnar. „Vilji kjósenda hefur komið svo skýrt í ljós, að ég vil ekki bera stund- inni lengur ábyrgð á málum þeirra,.“ sagði Winston. Hann ök þess vegna til konungs- hallarinnar eftir að hafa beðið um áheyrn hjá kóngi, og lagði fram lausnarbeiðni sína. Fjögurra ára gamall nafni og barnabarn Winstons, þurfti á ýt- arlegum skýringum að halda, þeg- ar honum var sagt, að afi hans væri allt í einu hættur að vera forsætisráðherra. Winston yngri hlýddi á langar útskýringar ömmu sinnar um það, hvað stjórnarskipti eiginlega væru. Aö lokum var hann spurð- ur, hvort hann hefði skilið það, sem hún sagði, og hann svaraði: „Já, ég skil. Nú hef ég fengið nýjan afa.“ Helzt voru það herimir, sem Winston hafði leitt til frelsis, sem sneru baki við honum, hinir ungu karlar og konur hersins, sem höfðu greitt sósíalistunum at- kvæði sitt. Það var hans eigin harka og þrjózka í þröngsýnum flokkadráttum heima við, sem höfðu blindað augu þeirra um stund, og hulið hinn rétta Win- ston á bak við heimagerða hreppa- pólitík. Clementine var með honum og deildi með honum hryggð hans þessar hræðilegu stundir. Hún fann jafnvel og hann fyrir sárs- aukanum, sem því var samfara að vera allt í einu kippt undan allri ábyrgð, sviptur öllum völdum, ein- mitt nú á hápunkti styrjaldarinn- ar, þegar eklri' höfðu enn verið gerðar upp sakirnar við Japani og friður hafði ekki enn á- unnizt. En sem kona stjórn- málamanns vissi hún að sag- an, en ekki stjórnmálin, sýna þakklætið í verki.. Með staðfestu og samúð lagði hún megináherzlu á að sá ósigur, er flokkur hans beið, hnikaði ekki þeim sess, er han hafði áunnið sér í sögunni,. né heldur þeirri ástúð og þakk- læti er fylgjendur hans báru til hans, og ekki heldur þjóðarstolti þeirra hans vegna. Hinn almenni fögnpður, sem þau höfðu alls HULIN FORTÍÐ MARGARET FERGUSON 15 löngunaraugum á andlit hans, var svo nálægur og hýr, hann veitti henni öryggi, hann var eini veru- leikinn sem hún skynjaði. Eftir langa stund lagði hún myndirnar aftur á sinn stað, afklæddist og lagðist upp í rúmið. 10. KAFLI Daginn eftir var ekki stundleg- ur friður fyrir dyrabjölluhringing um og síma. Blaðamennina vant- aði stórfréttir og höfðu uppgötv- að að heimkoma Tracyar var hið ákjósanlegasta forsíðuefni, og komu til að fá viðtöl við hana. Var hægt að hugsa sér nokkuð áhrifameira en konu, sem sneri til fjölskyldu sinnar — óþekkjan- leg í andliti og án þess að hún þekkti sjálf nokkra af ættingjum eða vinum sínum. Nýtt andlit og minnisleysið var ljómandi góð frétt, svo að blaðamennirnir vöktu hið friðsæla Avebury þorp af vær- um svefni. Fyrsta fréttin um heimkomu hennar hafði birzt í sunnudagsblaðinu, ásamt stuttorð aðri frétt um réttarhöldin yfir eiginmanni hennar og fangelsun hans. En þetta var aðeins upphaf- ið að girnilegri sögu að áliti blaða mannannna. Brett og Nan vörðu hreystilega einkalíf Tracyar. Nan var svo ákveðin, að Brett fannst hann verða að tala um það við hana. Eftir þriðja rifrildi Nans við ágengan blaðamann, sem stikað hafði heim að húsinu með ljós- myndara á hælum sér, sagði hann vinalega: — Það er engin þörf að vera svona grimmdaleg við þá, Nan. Það jiægir að segja að Tracy kæri sig (®u um að tala við þá, vegna þess að hún hafi ekki náð sér og að við getum heldur ekkert sagt. Ég er viss um að þeir hafa mann- legar tilfinningar og skilja hvern- ig Tracy er innanbrjósts. — Fjandinn hirði Tracy! Nan sneri sér öskureið að honum. — Mér er nákvæmilega sama hvernig henni er innanbrjósts. Það er Mark sem ég er að hugsa um. Hann kemur heim aftur, áð- ur en langt um líður og þá verð- ur öll sagan dregin fram í dags- ljósið aftur og slegið upp í blöð- unum með stærsta letri. Hún greip báðum höndum um brennheitar kinnarnar. — Og við erum tilneydd að sætta okkur við uppgerðaralþýð- leik Tracyar gagnvart honum. Hverjum mundi detta í hug, að hann hefði í rauninni sýnt af sér slíka ragmennsku og ruddaskap. — Hún veit ekki, að hann gerði það ekki, svaraði Brett ónotalega snortinn. — Við verðum að reyna að sjá þetta frá hennar sjónarhóli enn um stund. — Og það er eini sjónarhóll- inn, sem nokkru sinni hefur skipt Mark máli — já, og þig líka ef út í þá sálma er farið. Þú varst sannarlega fús að skilja óljósar bendingar hennar um að það væri sérstök forréttindi fyrir Mark að mega sitja í fangelsi hennar vegna. — Þú hatar hana, sagði Brett seinlega. — Það skaðar sjálfa þig meira en hana, og það veiztu vel. — Og með því meinarðú lík- lega að ég sé tekin að hegða mér eins og beizk, vonsvikin gömul piparjónka? Já og það er einmitt það sem ég er, og get þakkað henni það eins og annað. Og nú getur þú tekið við. Þú skalt fá að taka vingjarnlega og kurteis á móti næsta blaðamanni, sem að garði ber. Hún arkaði út úr dagstofunni og Brett strauk þreytulega yfir hárið á sér og rétti síðan út hend- ina og tók upp símann sem hringdi. Tracy var uppi á her- bergi sínu og hafði ekki heyrt samtalið, en ef Nan yrði framveg- is í slíkum ham mundi ekki líða á löngu unz henni yrði sögð öll sagan. Veslings Nan. Varla var við að búast að hún hefði samúð með Tracy eftir það sem gerzt hafði, fyrst slysið sem Nan hafði orðið fyrir og síðan fangelsismál Marks. Og Nan sá engan mun á þreytulegu, einmanalegu stúlk- unni, sem nú var komin heim, og á hinni sjálfsglöðu, hrokafullu Tracy sem hafði farið til New York. Kannski voru það órar úr honum, að halda þessum tveim- um persónum alltaf aðskildum í eigin hugsunum. Tracy þorði ekki út fyrir húss- ins dyr vegna áleitni blaðamann- anna þennan dag. Það var ekki fyrr en um kvöldið að blaðamenn- irnir gáfust upp í bili. Nan kom ekki heim til tedrykkjunnar og eftir að henni var lokið, lýsti Brett stuttlega yfir, að hann hefði verk að vinna og hvarf inn til sín. Frú Sheldon fór líka og Tracy fann ákafa löngun h;já sér að anda að sér fersku lofti og komast út úr þessu húsi, sem virtist svo fullt af alls kyns skuggum. Úti var hlýtt veður, svo að hún þurfti enga yfirhöfn og smeygði sér út um eldhúsdyrnar og yfir matjurta- garðinn. Hún opnaði fomfálegt hliðið og gekk rösklega eftir mjó- um gangstígi og hafði á tilfinn- ingunni að henni hefði tekizt að flýja. Þetta var í fyrsta sinn síð- an flugsiysið varð, að hún var ein síns liðs, hvergi var sálu að sjá. Himinninn uppi yfir henni hafði tekið á sig blágrænan lit og hún fann moldar- og vorangan. Stígur- inn endaði út við veginn að kast- alarústunum. Hún hægði göng- una og gekk áfram án þess að hugsa um nokkuð sérstakt. Hún naut hinnar nýju frelsistilfinn- ingar, sem gagntók hennar og var full aðdáunar yfir því sem hún sá. — Einhverra hluta vegna eru rústirnar tilkomumeiri í húminu en í björtu sólskini, finnst þér ekki? Hún hrökk í kút þegar hún heyrði röddina að baki sér. Hún hafði ekki heyrt fótatakið, hún haf ði ekki vitað af neinum nálægt. Hún varð svo hrædd, að hún greindi ekki manninn sem hjá henni stóð, hann rann út í þoku fyrir augum hennar. Hún sá að- eins að hann var maður á miðj- um aldri, þrekinn með mikið rautt hár. Hann hafði hund með sér og pípu í munninum. Hann leit ekki út fyrir að vera blaðamaður, en auðvitað gat hann verið það þrátt fyrir það. Hverjir aðrir en blaða- menn mundu ávarpa hana- hér, þar sem hún þekkti sig ekki. — Eruð þér blaðamaður? Ég get ekki talað við yður, hrópaði hún upp yfir sig. — Blaðamaður. Maðurinn tók út úr sér pípuna. — Hamingjan góða. Hvernig dettur þér það í hug? En þú hefur kannski ekki séð mig almennilega. Velkomin heim, Tracy. Svo að hann þekkti hana, hún átti sjálfsagt að kannast við hann og það var óttalegra en hefði hann verið óviðkomandi blaða- maður. Hún þráði skyndilega, að hún væri komin aftur heim í Pil- grims Bar. Þar átti hún öruggt skjól. — Fyrirgefið. Þökk fyrir. En nú verð ég víst að fara heim. — Hvað í fjáranum á þetta að þýða? Hann starði skilningsvana á hana. — Þú ert Tracy, er það ekki? Þó að þú sért meira en lítið breytt. Ég vissi það auðvitað og ég þekkti hreyfingar þínar og fas — þær hafa ekki breytzt. En ég er Neville elskan mín — ef svo ólíklega vill til að þú sért orðin nærsýn. Neville? Hvorki Brett né nokk- ur annar hafði minnzt á hann. Samt sem áður virtist hann meira en lítið kunnugur eftir tónblæ hans og orðum að dæma. — Mér þykir það leitt, sagði hún vandræðalega. — En ég . . . ég missti minnið við slysið og ég þekki ekki aftur . . . fólk sem þekkir mig. Það er mjög furðu- legt. . . — En væna mín, þú þarft ekki að leika það hlutverk við mig — ekki þegar við erum alein saman og enginn heyrir til okkar. Nú var röðin komin að Tracy að verða' undrandi. — Leika hlutverk? Ég skil ekki 14 T í M I N N, föstudaginn 19. júní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.