Tíminn - 19.06.1964, Blaðsíða 3
fSPEGLI TÍMANS
arinn, Art Steiner horfir á með
velþóknxm. Á þriðju myndinni
sést hún á sundspretti. Stúlkan
sem er 29 ára gömul hyggst
verða 150 daga á leiðinni yfir
hafið og synda 18 tíma á sól-
arhring, en hvíla sig í sex tíma
um borð í lítilli skútu, sem mun
fylgjast með henni á sundinu.
Verður gaman að fylgjast með
hvort af þessari miklu þrek-
raun verður.
Það er ótrúlegt en satt, að
stúlkan, sem sést hér á mynd
unum að neðan ásamt þjálfara
sínum, hefur í hyggju að synda
um Atlantshafið frá Coney Is-
lands til Englands.
Myndirnar eru teknar á æf-
ingu hinn tíunda þessa mánað
ar, en í myndatextanum segir,
að unga stúlkan, sem heitir
Britt Sullivan hafi ætlað að
leggjaupp í sundið fjórtánda
þessa mánaðar, en hvort af því
varð höfum við engar “frekari
fréttir. Á einni myndinni sést
hún reykja sígarettu á sundi, á
annarri borðar hún matinn
sinn úr lítilli flösku, en þjálf-
„tg er Adolf Hitler endurfæddur"
Hann hratt dyrum skólans
upp, réðst inn í skólastofu,
stökk að tveim kennslukonum
og stakk- þær á hol með lag-
spjóti. Síðan hóf hann á loft
heimatilbúna eldvörpu og
beindi logunum að varnarlaus
um skólabörnunum og skað-
brenndi 28 þeirra, en skólabæk
ur, töskur, borð og stólar um-
luktust eldi.
Þessi hroðalegi atburður átti
sér stað þann ellefta þessa mán
aðar í Volkhoven-barnaskólan-
um í þorpinu Cologne, skammt
fyrir utan Köln.
Ódæðismaðurinn reyndist
vera fertugur verkamaður, —
Walter Seifert að nafni og var
hann ekki heill á geðsmunum.
Er lögreglan kom á vettvang
reyndi hann að flýja, en var
stöðvaður á flóttanum með
byssukúlum, sem hæfðu hann
í mjöðmina. Áður en lögreglu-
mennirnir náðu honum hafði
honum tekizt að súpa á glasi
með rottueitri, sem dró hann
til dauða nokkru síðar. Áður
en hinn ógæfusami maður gaf
upp öndina sagði hann.aðspurð
ur, að hann hefði þjáðst af
berklaveiki nokkur ár og hefði
hann viljað hefna sín fyrir það,
að tilraunir lækna til að fá hon
um bata hefðu ekiki borið ár-
angur. Áður en hinn óði mað-
ur réðist á kennslukonurnar
og særði þær til ólífis hrópaði
hann: Eg er Adolf Hitler ann-
ar.
Skólabörnin fylltust örvænt-
ingu við aðfarir hins óboðna
gests og allt komst á ringul-
reið í skólastofunum. Sumum
barnanna tókst að stökkva út
um glugga og bjarga sér þann-
ig undan eldvörpunni, en hin
voru fleiri, sem urðu henni auð
veld bráð, og brenndust a. m.
k. 12 þeirra lífshættulega. Á
myndinni hér til hliðar sést
einn drengjanna, sem bjargaði
sér með því að stökkva út um
glugga, ásamt sessunaut sín-
um en fleira gat hann ekki
sagt um þennan hroðalega at-
burð. Til hægri er mynd af
hinum brjálaða ódæðismanni
og að neðan sýnishorn af einu
skólaborðanna og sjást þar m.
a. brunnar bækur og skóla-
taska.
Myndavélin kom app um moriingia
Síðdegis þann 11. þ.m. fannsl
konulík í jámbrautargöngun-
um við Miihlehorn í Sviss, þar
sem hraðlestin milli Chur og
Miihlehorn ekur um á degi
hverjum. Við eftirgrennslan
reyndist hér vera um að ræða
unga danska hjúkrunarkonu,
Elise Christensen, sem saknað
liafði verið fyrr um daginn.
Af áverkum á líkinu var
Ijóst, að ekki var um sjálfs-
morð að ræða en hver hafði
þá myrt hina ungu konu, það
var spurning, sem ekki fékkst
svar við fyrr en næsta dag eft
ir gífurlega umfangsmikla lög-
reglurannsókn.
Dönsk blöð birtu heilsíðu frá
sagnir af atburði þessum sem
vakti mikinn óhug í heimalandi
hinnar myrtu konu. Hinn 12.
júní var vestur-þýzkur járn-
brautarstarfsmaður, Rolf Theó
dór Ristau handtekinn og sak-
aður um voðaverkið. Hann neit
aði ákærunni stöðugt úndir 5
klukkustunda yfirheyrslum en
þá gafst hann loks upp og ját-
aði. En þrátt fyrir játningu
hans eru ekki öll kurl komin til
grafar og sennilegt er, að mán
uðir líði áður en honum verður
stefnt fyrir rétt.
Maður þessi er nefnilega
margdæmdur glæpamaður, hef
ur hlotið 14 refsidóma fyrir
nauðganir, rán og svik.
En þótt játning hans liggi nú
fyrir, sr hann einn til frásagn
ar um hinn örlagaríka atburð,
sem gerðjst í hraðlestinni þenn
an bjarta júnídag og Glarner-
lögreglan í Sviss er ekki reiðu-
búin að gleypa ómelta sögu
manns með svo vafasama for-
tíð.
Saga morðingjans er í stór-
um dráttum sú, að hann hafi
kynnzt hinni ungu hjúkrunar-
konu á leiðinni frá Þýzkalandi
til Sviss, en þau fóru með
sömu lest.
Framhald á 13 siðu
Á VÍÐAVANGI
Aflauppgrip
Sfðasta vetur voru aflabrögð
meiri en nokkru sinni áður og
veðrátta með eindæmum góð.
Framleiðsla þjóðarinnar hefur
enn vaxlið mjög og verð eriend
is er hærra en áður og mega
alliir gleðjast af þessu. Þegar
litið er á þessar ytri aðstæður,
verður mönnum vandfundin
skýring á því, hvers vegna örð
ugleikar efnahagslífsins skuli
vera svo mikllir, sem raun- ber
vitni i þessu landi.
Hærra söluver?
Stóraukin framleiðsla, greið
sala afurða og hænra verð en
áður ætti að geta leyst margan
vanda efnahagsmála, eða svo
finnst mörgum. En sú stað-
reynd blasir þó við, að stöðugt
verður þeim erfiðari róðurinn,
sem stunad vilja sjálfstæðan
atvinnurekstur, að nokkrum
sérstökum ,,gæðingum“ undan
skildum. En þessir menn eru
sem óðast að ná undir sig at-
vinnutækjuin, í krafti peninga-
valdsins.
Þráseta
Ríkisstjórnin stendur eins og
illa gerður hlutur gagnvart
mörgum og fögrum kosninga-
Ioforðum og stefnuskrám, not-
ar þrásetu í ráðherrastólunum
og hefur svikið miskunnarlaust
flest þau atriði, sem hún lofaði
landsfólkinu og fólk kaus hana
til að firamkvæma.
Bátagjaldeyriskerfið í ýms-
um myndum, sem stóð allt til
1960, var fordæmt af stjórn-ar-
flokkunum. f vetur voru tekn
ar upp útflutningsuppbætuir að
nýju.
Þá og nú
Mikið var hæðst að stjórn
Hermanns Jónassonar á sínum
tíma og jafnvel enn, fyrir sam
starf við alþýðusamtökin. f vor
gengu ráðherrar núverandi
stjórnar, með forsætisráðherra
í broddi fylkingar, að samn-
ingaborðinu til Hann'ibals. Og
við það samnin-gaboirð viður-
kenndu þessir sömu ráðherrar
að samningaleiðin væri hin
eina og sanna Ieið. Öðruvísi
brugðust þeir við í vetuir, er
þeir ætluðu að kúga launþega-
samtökin með lagasetn'ingu á
AlþingL
VerStrygging
Verðtryggingu launa máttu
þessir stjórnarhenrar ekki
heyra í vetur. Þeir samþykktu
hana við borðið hjá Hannibal.
Aukin 'lán tii ibúða svæfðu þeir
á Atþingi í vetuir. Þeir sam-
þykktu þau við samningaborð
ið með verkalýðsfélögunum, nú
fyrir skemmstu. Kúvending
ríkisstjórnarinnar í starfsað-
ferðum og stefnu er mörgum
manninum hreinasta ráðgáta.
En þeir missa ekki eitt augna-
blik sjónar af því, að auðvelda
alla aðstöðu hinna ríku, á
kostnað þorra heiðariegra og
viimandi manna.
(DAGUR)
T f M I N N, föstudaginn 19. júní 1964
3