Tíminn - 23.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stofnun almenns lífeyrissjóðs Seinasta Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis, að „ríkisstjórnin skyldi láta kanna til hlítar, hvort ekki væri tímabært að setja löggjöf um almennan líf- eyrissjóð, sem allir landsmenn, sem enn eru ekki nú þegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt aðgang að.“ Það voru Framsóknarmenn, sem áttu frumkvæði að því að þessi íillaga var samþykkt. Þeir fluttu tillögu um, að kjörin skjddi fimm manna nefnd, er semdi frum- varp um almennan lífeyrissjóð. Stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga svo langt, heldur féllust á, að ríkis- stjórninni yrði falið að athuga, hvort ekki væri tímabært að setja löggjöf um þetta efni. Þettá er í annað sinn, sem Framsóknarmenn hafa for- ustu um þetta mál á Alþingi. Árið 1957 flutti Ólafur Jó- hannesson, ásamt nokkrum Framsóknarmönnum öðrum, tillögu um, að ríkisstjórnin léti athuga, hvort tiltækilegt væri að stofna lífeyrissjóð fyrir sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmen og aðra þá, sem ekki njóta lífeyris- trygginga hjá sérstökum lífeyrissjóðu.m. Tillaga þessi var samþykkt og sérstakri nefnd falið að athuga málið. Hún skilaði áliti sínu til ríkisstjórnarinnar í nóvember 1960. Niðurstaða hennar var sú, að hún mælti með stofnun al- menns lífeyrissjóðs, sem allir landsmenn gætu tryggt sig hjá, enda yrði þar um að ræða viðbótartryggingu við almannatryggingar. Jafnframt yrði unnið að breytingu á liinum sérstöku lífeyrissjóðum þánnig, að þeir yrðu á sama hátt viðbótartrygging við almannatryggingarnar. . Þótt nú sé liðið hátt á fjórða ár síðan umrædd nefnd skilaði áliti sínu, hefur ríkisstjórnin ekkert aðhafzt 1 mál- inu. Þess vegna fluttu Framsóknarmenn málið að nýju. Flestir munu játa, að öflugar lífeyristryggingar séu mikilvægar, enda fjölgar þeim starfsmannahópum, sem hafa komið þeim á hjá sér. Mikill styrkur er fólginn 1 þeim lífeyri, sem þessir sjóðir greiða, hvort heldur er ellilífeyrir, makalífeyrir eða barnalífeyrir. Slíkir sjóðir veita mikið öryggi í ellinni eða ef fyrirvinnan fellur frá. Hjá þessum sjóðum hefur og átt sér stað fjársöfnun og með lienni hefur verið bætt úr lánsfjárþörf. Þar hafa sióðsfélagar átt kost á hagstæðum lánum til byggingar eigin íbúða. Af þessum ástæðum öllum, er æskilegt að landsmenn allir geti sem fyrst orðið þátttakendur 1 lífeyrissjóði, sem veitir viðbótartryggingu við almanna- tryggingarnar. Tilhugalif Þjóðviljinn skýrði frá því á þjóðhátíðardaginn, að „sið- an nýr maður tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum hafi hann lagt sig í framkróka til þess að ná sem beztri samvinnu við kommúnista.“ Á sunnudaginn var, staðfesti Mbl. að þessi frásögn Þjóðviljans væri rétt. Mbl. birtir þá hvorki meira né minna en tvær forustugreinar um nýsköpunarstjórnina, þar sem m. a. var sagt, að „óhikað megi fullyrða, að hún sé meðal merkustu stjórna, sem farið hafa með völd hér á landi síðan innlend stjórn varð hér til“. „Hún gerðist boðberi nýs tíma í íglenzku þjóðlífi", segir Mbl. Það leynir sér ekki, eins og Þjóðviljinn líka segir, að hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins þráir þennan „nýja tíma“ aftur. Víst er það líka, að ástaratlotum hans er ekki illa tekið af forsprökkum kommúnista. Réttindalögin aö komast i VerSur andstaSan gegn þeim ávinningur fyrir Goidwater? Evereft Dirksen VONIR. standa til bess. að Johnson Bandaríkjaforseti geti undirritað réttindalöggjöfina til handa svertingjum 4. júlí næstKomandi, en það er þjóð hátíðardagur Bandaríkjanna. Öldungadeild þingsins sam- þykkti lögin síðastliðinn föstu- dag, en áður var fulltrúadeild in húin að samþykkja þau. Nokkrar breytingar voru gerð ar á lögunum í öldungadeildinni en engar meiri háttar, og er bú ist við að fulltrúadeildin fall- ist á þær, enda eru þær frekar til lagfæringar frá sjónarmiði þeirra, sem eru andvígir lög- unum Aðalbreytingarnar eru þær, að hinum einstöku ríkjum skuli gefasfc kostur á að reyna að ná samkomulagi í deilunum, sem geta risið vegna vissra ákvæða laganna, áður en sjálft sambandsríkið skerst í leikinn. Atkvæðagreiðslan í öldunga deildinni féll þannig,. að 73 voru með lögunum, en 27 á móti. Með lögunum voru 45 demokratar og 27 rebúblikanar en á móti 21 demokrati og 6 reputiikanar. Hlutfallslega fleiri republikanar voru þannig með lögunum en demokratar. Þetta er alveg sérstaklega þakk að formanni republikana í öldungadeildinni, Everett Dirk sen frá Illinois. Dirksen er tal in alllangt til hægri í flokki republikana, en hann hefur þó jafnan staðið fast með rétt- indalöggjöfinni og fengið ýmsa hina hægri sinnuðu fiokks- bræður sína til að fylgja sér. Líklegt er talið, að réttinda- löggjöfin hefði ekki komizt fram að þessu sinni, ef Dirk- sen hefði ekki stutt hana. Dirk- sen hefur því hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína í þessu máli. Þá þykir Humphrey, öld ungadeildarþingmaður frá Minnesota hafa dugað vel, en hann hafði forustu í þessu máli í hópi demokrata. Ef Dirksen hefði ekki staðið með löggjöfinni, hefðu öldunga deildaiþingmennirnir frá suð- urríkjunum getað tafið fyrir henni með málþófi, en ekki er hægt að skera niður umræður í deildinni, nema % hlutar þingmanna samþykki það. RÉTTINDALÖGGJÖFIN rek- ur rætur sínar til uppþota, sem urðu í Oxford í Missisippi haustið 1962, og uppþota, sem urðu í Birmingham í Alabama vorið 1963. Uppþot þessi stöf uðu af því, að svertingjar vildu ekki una því lengur, að þeir hefðu ekki sama aðgang að veitingastöðum og almanna- vögnum og hvítir menn. Kenne dy forseti óttaðist, að þetta gæti leitt til almennra uppþota og óeirða víða um landið, ef svertingjunum yrði ekki strax tryggt jafnrétti í þessum efnum með iögum. Þess vegna lagði hann fyrir þingið frumvarp um þetta efni fyrir rúmu ári Það dagaði uppi á þinginu í fyrra. en Johnson lagði það aftur fyrir þingið strax og það kom saman eftir áramótin. Baktjaldavinnu Johnsons má ekki sízt þakka það, að þetta frumvarp er nú að verða að lögum ‘Öllum kemur hins vegar sam an um, að málið sé ekki úr sög unni þótt frumvarpið verði að lögum. Aðalvandinn sé eftir, en hann er sá, að framkvæma lög i'n, án þess að til almennra og stórfelldra átaka komi milli kynþáltanna. Öllum kemur sam an um, að það verði erfitt og vanþakklátt starf að fram- kvæma lögin og það hljóti að taka sinn tíma; Hins vegar sé þolinmæði svertingja takmörk- uð. Af þeim ástæðum óttast margir, að til átaka geti komið strax 1 sumar. því að svertingj ar viiji strax fá lögin fram- kvæmd út í yztu æsar. AÐALEFNI þessarar nýju réttindalöggj af ar er eftirfar- andi: Víðt.ækar reglur eru settar til tryggingar því að svertingj- um sé ekki meinað að njóta og neyta atkvæðisréttar. Öll kynþáttagreining er bönnuð á hótelum, mótelum, veitingastöðum, benzínaf- greiðslum, jámbrautum o.s.frv. Það er sérgreiningin á þessum stöðum, sem svertingjum hefur fallið hvað verst. Fullt jafnrétti skal vera á öllum stöðum, sem eru reknir af því opinbera. eins og i skemmtigörðum, í sundhöllum, á íþróttavöllum, í bókasöfnum o s.frv. Sama gildir varðandi framkvæmdir, sem njóta ityrkt ar sambandsríkisins, t.d. skóla- byggingar, flugvellir, herstöðv- ar. Fyrirtæki, sem hafa fleiri en 100 manns í vinnu, má skylda til að taka svertingja í vinnu, ef hann hefur tilskilda verk- kunnáttu. Eftir fjögur ár skal þessi kvöð ná til fyrirtækja sem hafa fleiri en 25 manns í vinnu. Verkalýðsfélögin skulu virða rétt svertingja til náms í iðngreinum, en nokkuð hefur þótt bera á því, að þau væru hlutdræg í þessum efn- um. f iögunum eru fjölmörg atriði önnur, sem veita svertingjum aukin réttindi, en þessi eru talin þýðingarmest eða a.m.k. hefur mestur styrinn staðið um þau. Rétt er að geta þess, að þingið hefur áður samþykkt mörg lög, sem hafa stuðlað að auknum réttindum og bættri aðstöðu svertingja. Þá hefur hæstiréttur Bandaríkjanna kveðið upp marga dóma, sem hafa veitt svertingjum jafn- rétti. Dómar þessir hafa verið byggðir á stjórnarskrá lands- ins. f SAMBANDI við afgreiðslu réttindalöggjafarinnar í öld- ungadeildinni hefur það vakið mikla athygli, að Goldwater, sem rjykir nú líklegasta forseta efni republikana, var einn þeirra sex republikana, sem greiddi atkvæði gegn henni. Áður en hann gerði það, fór hann á fund Eisenhowers og % skýrði honum frá afstöðu sinni R Goldwater tók þessa afstöðu, B sem er í andstöðu við foringja 0 repubiikana í þinginu. eftir að 1 hafa verið lengi á báðum átt- n um. Afstöðu sína rök- fS studdi hann með því, að hann w teldi það andstætt stjórnar- H skránni. að sambandsstjórninni H væri gefið vald til þess að fyrir skipa eigendum atvinnufyrir- tækja að taka í þjónustu sin.a fólk, sem þeir vildu ekki hafa, og að fyrirskipa eigendum hó tela eða veitingastaða að taka á móti fólki sem þeir kærðu sig ekki um Með þessu væri vald sambandsstjórnarinnar aukið óeðlilega mikið og jafn- framt skapað hættulegt for- dæmi. Goldwater sagði að hann væri tylgjandí fullu jafnrétti kynjanna, enda hefði hann oft w sýnt það með afstöðu sinni. Hér væri hins vegar um mál að ræða sem væri á margan hátt annars eðlis og varðaði öllu meira stjórnskipan landsins en kynþáttamálið Mjög er deilt um, hvaða áhrif þessi afstaða Goldwaters muni hafa. Hún þykir líkleg til að Framhald a 13 síðu. T í M I N N, þriðjudagur 23. |únf 1964. — 'II! Wí .'Í.V.í'* V'j :• '/ fA, •• •■/>• V \Vt! V t'. , v , > .' - »•. v V' >. ■ t,Yv vV ,' * 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.