Tíminn - 23.06.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1964, Blaðsíða 15
Slasaður Norðmaður FB-Reykjavík, 22. júní Síðdegis á laugardag bað norsika skipið Stálegg um aðstoð, þar eð einn skipverja hafði slasazt hættu lega. Stálegg var statt við suð- austurströnd Grænlands, þegar slysið vildi til. Lagði það þegar af stað til íslands, en bað um leið um, að send yrði flugvél eða skip til þess að ná í hinn slas aða mann, svo að unnt yrði að koma honum undir læknishendur eins fljótt og frekast væri hægt. í ljós kom, að þýzka eftirlitsskip- ið Anton Dom var í 300 mílna fjarlægð, og fór það til móts við Stálegg. Anton Dom tók sjómanninn um borð Qg þar var læknir sem gat veitt honum fyrstu aðstoð, en sið- an var siglt áleiðis til ísafjarðar, þar sem maðurinn er nú kominn í sjúikrahús, og líður honum eftir ástæðum vel. VATNSFLÓÐ Framhal! at 16 siðu hefur verið á hásunnan síðasta sólarhringinn og 6—8 vindstig. Ekki heiur enn verið hægt að ("ganga ur skugga um það, hvort Þingmannaheiðin er ófær, þar eð ekki hefur náðst samband við vega vinnuverkstjórann þeim megin. í dag reyndu nokkrir bílar að fara (rá Patreksfirði, en urðu að snúa við, þar eð Kleifaheiðin var algjör- lega ófær, og hafði byrjað að skol- azt úr veginum um 15 km frá Pat- reksfirði Á veðurstofunni fengum við þær upplýsingar, að mikið hefði rignt í dag og nótt um allt Vestur- land, aðallega þó við Breiðafjörð og Faxailóa. Annars var úrkoman hvergi eins mikil og í Kvígindisdal. Næsti staðurinn var Hvallátur, þar mældist úrkoman 40 mm á sama tíma og aún var 89 mm í Kvígind- isdal. Veðurspáin hljóðar upp á vætu- tíð hér sunnanlands næstu dagana, að sögn ' eðurfræðinganna. HARAKIRI (Framhald at 2 síðu) fyrir björg. Áhaldið, sem hann notaði við kviðristuna, var dólk- ur, er ekki beit betur en svo, að hann gat rétt rispað sig með hon- um, og náði hann aldrei inn úr skinninu. Eftir misheppnaðar til- raunir við kviðristuna, hefur manninn brostið kjark til frekari aðgerða og kleif hann niður úr klettunum. Varð hann sér síðan úti um brennivínsflösku og dreypti rækilega á henni. Lögreglan í Ólafsvík tók þennan erlenda, ó- hamingjusama mann úr umferð og sendi hann til kollega sinna í Reykjavík. Þar skýrði 'maðurinn frá málavöxtum og var síðan sleppt úr vÖrzlu lögregluyfirvalda.! NATO Framhaxr at 16 siðu og hjálp sem hann'hefði notið í starfi sínu. Þá hrósaði hann mjög' hinu aiþjóðlega starfsliði sem Natoj hefði á að skipa og kvað vaka; yfir sérhverju vandamáli sem upp 1 risi eða upp kynni að rísa meðal þjóða bandalagsins. Varðandi framtíð Nato sagði Stikker að hann teldi að engin merki sýndu það enn að nokkurt aðildarríkjanna myndi ekki endur nýja aðild sína að Norður-Atlants- hafssamningnum, er hann rynni út á árinu 1969. Svo lengi sem Sam- einuðu þjóðunum tekst ekki að tryggja allsherjarfrið í heirnin'im j er Nato nauðsynlegt til að tryggja heimsfriðinn. Aðspurður um Kýpurdeiluna' sagði Stikker að það mundi vissu- lega verða Nato mjög til tjóns ef, kæmi til vopnaðra átaka milli tveggia aðildarþjóða, Tyrkja og Gvikkja, út af Kýpur. Hann kvaðst nýkominn frá Ánkara og Aþenu og hafa rætt við ríkisstjómir Tyrk 1 lands og Grikklands um þessl vandamál og sagðist hafa fundið fyrsta vísi skilnings á vandamál- inu beggja vegna og kvaðst því vongóður um að takast mætti að , leysa þessa deilu farsællega. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði málið nú í höndum sér og I Nato myndi gera allt sem í þess . valdi stæði til að auðvelda Sam- einuðu þjóðunum viðleitni þeirra til að leysa deiluna. Aðspurður um afstöðu de Gaulle og Frakklands til Nato sagði hann, að hemaðarstyrkur bandalagsins hefði aukizt um 25% síðan hann hefði tekið við framkvæmdastjóra stöðu bandalagsins, en hann neit- aði því ekki að styrkleiki banda- lagsins myndi hafa aukizt enn meira, ef Frakkar hefðu fylgt sömu stefnu gagnvart bandalaginu og aðrar aðildarþjóðir þess. Eng- in vissi samt enn eða gæti sagt fyrir hvaða þróunarbreyting í stefnu Frakklands gagnvart um- heiminum yrði, þegar de Gaulle, forseta nyti ekki lengur við í æðsta valdastóli, en vitað væri að de Gaulle væri mjög sterkur persónu leiki, sem hrifi menn undir áhrifa vald sitt. OF HÁIR TOLLAR Framhald af 16. siTJxl ur en að byggja upp fiskiðnað- ’inn og vinna úr þeim afla, sem á land berst, og flytja út fullunninn. Þetta stafaði þó ekki síður af þeirri tilhneigingu innflutnings- landanna að leggja æ meiri höml- ur á innílutning fullunninna fisk- afurða. Ef svo héldi áfram, myndi það hafa hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir íslendinga, sem ættu verðmætisaukningu fiskaf- urða fyrst og fremst undir meiri vinnslu a fiskinum til útflutnings. Sagði fiskimálastjóri, að íslend- ingar heíðu margsinnis vakið at- hygli aniiarra þjóða á hinum sér- stöku erfiðleikum íslands í þessu tilliti, enda væri ekki farið fram á annað en það sem mætti teljast eðlileg og sanngjörn viðskip.li milli Evxópulandanna, þar sem ís- lendingar gætu tekið þátt í eðli- legri samkeppni, án óeðlilegra hindrana innfiutningslandanna. Minnti hann á, að þessar hömlur miðuðust fyrst og fremst við inn- flutning tullunninna fiskafurða. Eftir matarhlé hófst ráðstefnan á ný kl. 3,30, og hélt þá Klaus Sunnaná, fiskimálastjóri Noregs, fyrirlestur, aðallega um vandariaál og hagsmuni strandríkis varðandi skipulag fiskveiða. Forseti ráð- stefnunnar fyrsta daginn var kjör- inn Eriii] Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, og bauð hann þátt- takendum til móttöku í ráðherra- bústaðnum síðdegis. Á mox’gun verða nokkur frysti- hús í bænum heimsótt. STRANDIÐ Framhaiil at I sfðu. fjarðar. Nauðsynlegt er, að fara mjög vestarlega, áður en beygt er inn í Siglufjörð til þess að komast hjá Hellunni svokölluðu, en hún er mjög tryggilega merkt inn á öll sjó- kort, og er því talið auðvelt að rata piam hjá henni. Af einhverjum ástæðum tókst Draug þó ekki að sneiða fram hjá þessum grynningum, og um klukkan 23:45 voru tvö íslenzK síldaiskip, Arnfirðingur og Ólafur Friðbertsson, sem lágu við bryggju á Siglufirði, beðin að koma Draug til að- stoðai Fóru þau strax á strand I stað og munu hafa verið þar um llukkan 24. Dráttartaug var sett í Draug og tilraun gerð til 'pess að losa skipið, sem losnaði ekki, enda var farið að falla út Þá var ákveðiö að bíða yfir nótt: ina, en oeyni: aftur klukkan 8 á sunnudagsmurgun. Þriðja síld-1 veiðiskipið. Sigurvon, hafði bætzt í hópinn og kom nú skipunum! tvefmur, sem fyrir voru til að- stoðar, en nú tók svo illa til, að dráttartaugin slitnaði. Skipið hafði eitthvað færzt til á grunninu við átökin, en við hnykkinn, sem kom, þegar línan slitnaði, mun það að hafa festst aftur. Um klukkan 14 fór Arnfirðing- ur með 60 skipverja af Draug til Siglufjarðar af öryggisástæðum, en á skipinu voru samtals um 160 manns. Fór Amfirðingur um hæl aftur út í mynni Siglufjarðar og var kominn þangað milli klukkan 18 og 19, og voru þá norsku skip in Sigvald og Storiknud komin á strandstaðinn. Settu þau, ásamt Amfirðingi og Ólafi Friðberts- syni, dráttartaug í Draug kl. 20,30 og tókst þeim að draga Draug út af strandstaðnum kl. 21. Drógu þau skipið síðan að bryggju í Siglufirði. Munu báðar skrúfurn- ar vera brotnar eða laskaðar, og nokkur -leki kominn að tönkum, en nákvæm skoðun hefur samt ekki farið fram á skemmdunum enn þá. Um borð í Draug eru froskmenn, en þeir hafa ekki get- að athafnað sig við skipið í dag, vegna þess að stormur hefur ver- ið á Siglufirði. Dráttarbátur er á leiðinni frá Noregi. Lagði hann af stað í gær- morgun, og er búizt við honum til Siglufjarðar á þriðjudagskvöld eða miðvikudagsmorgun. Á báturinn að draga Draug til Noregs, sem ekki getur komizt þangað af sjálfs dáðum, og heldur er ekki hægt að gera við skemmdir skipsins þar. Liggur það nú við bryggju á Siglu firði, og er smávegis dælt úr því en ekki er þörf á að nota stórar dælur til þess verks. Eftirlitsskipið Draug er norskt herskip, um 1500 lestir að stærð, og áhöfnin et um 150 manns. Skip ið kom til Siglufjarðar í fyrra, en þá mun hafa verið á því annar skipstjóri. Skipstjóri á Arnfirðingi er Gunn ar Magnússon, en á Ólafi Frið- bertssyni er skipstjóririn Filipp Höskuldssön. Gunnar Magnússon, skipstjóri á Arnfirðingi, var á hraðferð úr höfn þegar við náðum tali af hon um í dag: — Það var lengst af ágætis veð ur, á meðan á björgunarstarfinu stóð, norðvestangjóla og hægt á milli, en svo gekk upp í suðvest- anátt. Okkur skildist, að það mundi vera ný áhöfn á Draug, þ. e. a. s. önnur áhöfn en var með skipið, þegar það kom hing- að í fyrra. Á rneðan á björgun- inni stóð, var einn skipverja af Draug um borð hjá okkur með talstöð, og var í stöðugu sambandi við skipið. Ekki fengum við neitt að vita, hvað hafði orsakað strand ið. — Siglingaleiðin þarna er auð- veld fyrir þá, sem þekkja leiðina, en ókunnugir verða að fylgjast vel með á sjókortunum, til þess að ekki sé hætta á ferðum. í dag var tekin skýrsla af okkur, en engin skýrsla verður tekin af norska skipstjóranum, þar eð þetta er herskip. Og svo var Gunnar þotinn, hann mátti ekki tefja lengur í landi. því að síldin beið hans úti á mið- unum. Unga fólkið í Kópavogi SÍLDIN Á miðrxætti á laugardag höfðu borizt á land 30r.337 mál á þess ari síldaivertíð. og er það um helmingi meiri. en á sama tíma . fyrra Vikuaflinn var tæp 150 þú* und mái í dag var bræla á mið unum. jg engir. skip höfðu kast-1 að um kvöldmatarleytið. GB-Reyk.;avík, 20. júní. Á þjóðhátíðardaginn kom öðru sinni út blaðið Unga fólkið, sem gefið er út af Æskulýðsráði Kópavogs, ritað af unga fólkinu þar í bæ. Blaðið hefst á ávarpi til les- enda og síðan opna helguð minn- ingu þjóðskáldsins Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi, smá- grein um skáldið og endurbirt nokkur kvæði eftir Davíð. Magni Bjarnason skrifar grein, er hann nefnir. Skólinn minn og svolítið um félagslíf. Þá koma þrjú smá- ljóð eftir kornunga skáldkonu, sem heitir Þórdís Kristjánsdóttir. Viðtal er við ungan knattspyrnu- kappa í Kópavogi, Reyni Jónas- son, og fréttagreinar frá íþrótta- lífinu, skákþáttur eftir Guðmund Þórðarson. Ungir Kópavogsbúar rita greinar um tvo heimsfræga menn. þá Louis Armstrong og Ingmar Bergman. Tvö Ijóð eftir Sig. Geirdal, og Helgi Magnússon ritar um áfengan bjór. Sitthvað fleira er í blaðinu, sem og er myndskreytt cg 'myndarlegt að frágangi Á forsíðu er mynd frá Þingvöllum. í ritnefnd eru: Magni Bjarnason, Einar Guðmundsson, Daði E. Jónsson og Guðmundur Þórðarson. GULLFOSSVEGUR Framhald af 1. síðu. til frambúðar, og því ekki eytt í hann miklum fjármunum. Nýr vegur væri í byggingu á milli Geysis og Gullfoss, og væri það milljónafyrirtæki. M. a. þyrfti að brúa nokkrar ár á leiðinni. Á með an þessi nýi vegur væri ekki kom in í gagnið, yrði fólk er væri á litlum bílum að fara gætilega, ef Gullfossvegurinn væri slæmur. TRABAKT ’64 Höfum nokkra nýja Trabant bíla til afgreiðslu strax. TRABANT fóllcsbifreið kostar kr. 67.900,00 TRABANT station kostar kr. 78,400,00. Kynnið yður skilmála vora LAUGAVEGI 90-92 KOMINN HEIM Jónas Sveinsson, læknir NJARÐVÍKURVÖLLUR í kvöld, þriðjudag kl. 6,30 keppa Keflavík — Mótanefnd TILBOÐ ÓSKAST í eftirtaldar bifreiðir: 1) Skoda, Felicia, árg. 1962. 2) Willys Station, árg. 1959. 3) Federal, vörubifreið, 7 tonna, árg. 1951. Bifreiðarnar verða til sýnis í portinu að Skúlatúni 1, þriðjudaginn 23. júní frá kl. 1—3'. Upplýsingar veitir vélaeftirlitið á sarfta stað. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, kl. 4 e. h. sama dag. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Þökkum innilega ölluin nær og fjær auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður og tengdaföður. Jónasar Kristjánssomr kaupmanns, y Borgarnesi, Ingveldur Teitsdóttir, • .cxiur Jónasson, Ástbjöig Halldórsdóttir, Kristín Jónasdóttir, Bragi Jóhannsson. T I M I N N, þriðjudagur 23. júní 1964. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.