Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 3
HEIMAOG HEIMAN _____v\_ SPRINGUR ..GOLDWATER-BLADRAH" EFTIR ÞfiJAR TIL FJÚRAR VIKUR? Viðtal það, sem hér fer á eftir átti danskur blaðamað- ur við þekktan bandarískan verkalýðsforingja, Joe Keen an, formann bandaríska rafvirkjasambandsins, en hann er nú staddur í Danmörku. Keenan heldur því fram, að eftir svo sem þrjár til fjórar vikur, þegar kosningabar- átta Barry Goldwaters, öldungadeildarþingmans og Lyndon B. Johnson, núverandi forseta, er byrjuð fyrir alvöru, muni „Goldwaterblaðran" springa, eins og hann orðar það. En ekki má vanmeta Goldwater, bætir Keen- an við. Sams konar kringumstæður eru grundvöllur velgengni hans og Hitlers, það er alltaf hættulegt, þegar gervihershöfðingi vill slá sig til riddara í sambandi við hernaðarmálefni. ÞaB er rétt að taka það fram í upphafi, að ummæli Keenans eru ekki spádómar út í blá- inn, heldur byggjast þau á mik illi reynslu og þekkingu á bandarískum stjórnmálum. Þessa þekkimgu hefur Keenan ekki einungis öðlazt vegna starfs sfns innan verkalýðshreyf inga heldur í samstarfi við og baráttu fyrir fjóra forsetafram bjóðendur demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkj unum. Lyndon B. Johnson var fjórði forsetaframbjóðandinn, sem Keenan vann fyrir við skipulagningu kosningabarátt- unnar. T.d. þegar John F. kenn edy var í framboði ferðaðist Keenan með honum um þver og endilöng Bandaríkin í kosn ingaharáttunni. Að loknum þessum formála hefur hinn danski blaðamaður samtalið: Þegar imaður situr augliti til auglitis við svo fróðan og kunn ugan mann liggur fyrst fyrir . að bera upp við hann hina brennandi spurningu, sem er á vörum flestra hugsandi Evrópu manna síðustu dagana. Hver er grundvöllur hins góða árang urs og frama Goldwaters? Hvernig gat þetta átt sér stað? Eru Bandaríkjamenn al- veg gengnir af vitinu? — Ekki er það svo, segir Keenan. En óstöðugleiki og ó- rói í þjóðfélaginu hefur hjálp- að Goldwater á sama hátt og Hitler á sínum tíma. Negraof só'knirnar í suðurríkjum Banda ríkjanna hafa orðið til þess, að þúsundir blökkumanna hafa flúið til borga í norðurríkjun- um. Þessar borgir voru hins vegar ekki viðbúnar slíkri inn- rás. Þar skorti bæði húsnæði og atvinnu handa innflytjendun- um. f örvæntingu sinni leidd- ust margir inn á glæpabrautir og það skapaði andúð á þeim Ennfremur áttu suðurríkja- mennirnir erfitt með að laga sig eftir hinum breyttu aðstæð- um. Þeir voru fæddir til að búa þar syðra, og áttu i erfið leikum með að venjast breyttu loftslagi og lifnaðarháttum. Eft ir að borgararéttindalögin höfðu verið samþykkt, urðu margir Bandaríkjamenn, burt séð frá flok'kslégum sjónarmið um eða þjóðfélagslegucn, ósjálf rátt hræddir um, að með hinni nýju löggjöf yrði réttur negr- anna all.t í einu of mikill. Þetta hafði í för með sér að bandarískir borgarar vildu hálf partinn kippa að sér hendinni og ný andstaða myndaðist gegn lögunum og svertingjunum. Þessa nýju afstöðu notfærði Goldwater sér í hatursbaráttu sinni. Eins og Hitler notaði Gyð inga notar Goldwater nú svert ingjana. Kringumstæður Goldwaters eru og á margan hátt jafn hag stæðar og þær voru Hitler. f Bandaríkjunum hefur ríkt al- varlegt atvinnuleysi og liggur nærri, að þar séu nú um 5 milljónir atvinnuleysingja, eða 5.5% þjóðarinnar. Ef til vill er þessi tala þó of há. Myndin breytist, þegar litið er til þess, að einungis 2.9% kvæntra manna eru atvinnulausir, en hins vegar 14% meðal hinna yngri, sem að sjálfsögðu eru áhrifagjarnari og auðveldari bráð pólitískum áróðri. Og enn má halda áfram lík- ingu ástandsins nú í Bandaríkj unum og í þriðja ríkinu, og nefna fátæktina. í Bandaríkj- unum eru um 15—20 milljónir vanmegandi manna, en í landi bifreiðanna er með því átt við menn, sem ekki hafa á eigin spýtur ráð á að 'kaupa sér bif- reið. í rauninni er velmegunin mjög mismunandi í Bandaríkj- unum. — En hver er orsök atvinnu leysisins? — Meðal annars sú, að ekki er tekið tillit til mannlegra sjón armiða í atvinnuskipulagning- unni. Stórt fyrirtæki stöðvar kannski starfsemi sína í hálfan mánuð til að koma fyrir sjálf- virkum vélum. Þegar svo verka mennirnir mæta að nýju á vinnustað er ef til vill ekki at- vinna handa nema 2—3% þeirra. Á þennan hátt leggjast niður stöður um einnar millj ón manna. f hverri viku er þess 'krafizt af okkur að við finnucn nýtt starf handa 8000 manns. T. d. misstu yfir 50. 000 kyndarar atvinnu sína, þeg ar rafmagnsjárnbrautirnar voru teknar í notkun. — Goldwater heldur því fram, að atvinnuleysi sé refs ing Guðs yfir þeim Iötu, er ekki svo? — Eg er þeirrar skoðunar, að ef við gætum bætt kjör hinna 15—20 milljón vanmeg- andi manna, sem ég hef nefnt svo, þannig að þeir hefðu ráð á að kaupa sér bíl, sjónvarp, ísskáp, byggja hús o. s. frv., þ. e. a. s. ef hægt væri að gera þá að venjulegum neytanda í þjóðfélaginu, myndi það auka framleiðsluna svo mikið, að hægt yrði að draga úr atvinnu leysinu. Þess vegna eru aðalkröfur okkar hærri laun. í væntanlegum samningavið ræðum krefjumst við þess, að lágmarkslaun verði hækkuð í 2 dollara fyrir klukkustundina, að meðalvinnuvika verði 35 klukkustundir og öll yfirvinna verði greidd með tvöföldu kaupi. Auk þess krefjumst við þess, að tillit verði tekið til fleiri atriða en nú er við end urskipulagningu atvinnuveg- anna og skiptingu þjóðartekna. Gagnvart þessum kröfum stend ur Goldwater, sem óskar þess, að verkalýðsfélögin verði svipt öllu valdi og áhrifum. — Hverja teljið þér mögu- leika Goldwaters á að verða forseti? — Eg tel, að þeir séu ekki miklir. Hins vegar verða menn að vara sig á að vanmeta hann ekki. Allir vanmátu hann í upphafi og Gailup-kannanir töldu hann vonlausan Þetta hefur e. t. v. orðið til þess, að hann einbeitti sér fyrst og fremst að fulltrúunum á flokksþinginu þar sem hann vai kjörinn. Andstæðingar hans eru samt sem áður að sækja í sig veðrið Þrjú stór verkalýðssambönd, gleriðnaðar manna, trésmiða og verzlunar- og skrifstofufólks hafa lýst því yfir, að þau muni styðja John son. Kröfur um þjóðfélagsleg ar umbætur, sem tryggja eiga framfarir, 'koma einmitt fram innan verkalýðsfélaganna og eru framkvæmdar þar. Þess vegna verðum við að standa saman bæði vegna sjálfra okk- ar og alls heimsins. — Myndi Goldwater virki- lega fara í stríð, ef hann ynni kosningarnar? — Eg trúi ekki, að hann muni beinlínis lýsa yfir stríði, en hann mun fara eins tæpt og hægt er. Öfl innan flokks ins mundu væntanlega leggja nokkurt haft á hann. Hvorki Eisenhower né Rockefeller eru hlynntir styrjöld Stríð kost ar aukin hernaðarútgjöld og fjárveitingarvaldið hefur þar síðasta orðið. Hervaldinu hef- ur aldrei tekizt að ríkja í bandarískum stjórnmálum. jafn vel ekki á tímum Eisenhowers. — Eru öfl á bak við Gold- water, sem óska eftir styrjöld, sem eins konar fjárfestingu? — Eg veit, að margir líta svona á stórkapítalið í Banda ríkjunum, en ég hefi ekki heyrt um það. Mikill hluti fjármagns ins er dreifður um allan heim og ég er hræddur um, að ein- angrunarstefna Goldwaters í þessum efnum eigi fáa formæl endur. Ameríka getur ekki lif að út af fyrir sig í heimi nú- tímans. Ef Goldwater tækist að koma Bandaríkjunum út úr Sameinuðu þjóðunum stæði landið opið og einsamalt. Síð asta Gallup-könnun sýndi, að 25% fylgdu Goldwater. Sú tala má hækka í 35%, án þess að menn þurfi að óttast að Framhalo á 13 slðu Á VÍÐAVANGi íslendingsdagur í Mogga og Vísi Segja mótti, að jólin bæri upip á páskana fyrir íslendingi, blaði íhaldsin-s á Akureyri i gær, og heldur en ekki hafi hækkað hagur Strympu, þegar YFIRBLÖÐIN bæði, Moggi og Vísir, prentuðu sama daginn sömu skammiirnar um Fram- sóknarflokkimn upp úr íslend- ingi og smjöttuðu á, og höfðu lítið annað um stjórnmál að segja þann- daginn. Má því með sanni segja, að íslendingur hafi verið aðalmálgagin stjórn- arinnar í gær. Að vísu eru skammi.r jslendings nákvæ**. lega sama tóbakið, og Vísir og Moggi hafa borið á borð í sí- byiju síðustu vikur, en fslend- ingur má vel við una forystu- hlutverki'ð fyrir því Ritstjórar Vísis og Mogga mættu minnast gamals heil- ræðis, sem aldinn ritstjóri Mogga gaf nýjum ritstjóra fyr- ir löngu, en það var á þessa leið: „En fyrst og síðast ætla ég að minna þi.g á það, að gæta þess, þegar þú ferð að tína upp úir Vísi á mánudagsmorgnum,t'il þess að endurprenta í Mogga, að ganga þá fram hjá því, sem Vísir hefur tekið úr Mbl. á laugardaginn". Þrátt fyirir þessa sígildu áininningu virðist slysið hafa skeð — og nú á fs- Iendingur næst leikinn að prenta gömlu skammirnar um Framsókn upp úr Vísi og Mogga — og svo þeir aftur. Hringrásin er örugg og auð- veldasti málflutningurinn. Mogginn gerir sér mat úr því Um þessar mundir eru all- margar barnafjölskyldur að flytja úr bröggum og öðru ó- hæfu húsnæði í nýjar íbúðir sem Reykjavíkurbær hefur byggt. Er gott til þess að hugsa og vel þess vert, að eftir því sé tekið. En heldur eir óviður- kvæmilegt, hvernig Morgun- blaðið reynir að gera sér póli- tískan mat úr þessu. Hann hef- ur dögum saman sent blaða- menn og ljósmyndara á vett- vang til þess að afla vitnís- burða fólksins uir. þessar dá- semdir, og er óspart gefið í skyn og jafnvel hampað, að þetta sé aðeins dásemdar- verk og björgunarstarf Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavfk. Þessu er sjálfsagt að fagna, en eigi að síður rétt að minua íhaldið á, að svo löng og ljót er úrræðaleysissaga íhaldsins við útrýmingu braggaíbúð- anna orðin, a'ð ekki fer vel á því að ofmetnast af aðgerðun- um núna. Að þessum málum hefði þurft að vinna fyrr og miklu betur. "-TflBIIMMWTT-" 2—3 herbergja íbúð óskast til leigu, helzt nálægt Land- spítalanum. Þarf ekki að vera laus fyrr en 1. okt. — Upplýsingar í sima 11895 T í M I N N, fimmtudagur 23. fúlí 1964. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.