Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1964, Blaðsíða 8
Velm-egun, góðæri eða hvað menn vilja nú kalla mikil fjár ráð, gerir vart við sig með ýmsu móti. Hins fjármunalega góðæris gætir jafnvel á þjóð- vegunum. Enginn taki orð mín svo, að þeir hafi batnað. Þeir eru alveg eins í ár og þeir hafa verið, nema að nú eru kerru- slóðimar horfnar að mestu á aðalleiðum, og á stöku stað sér maður að verið er að gera einn hlykk í stað fjögurra áður og kannski verið að smíða brú af því tilefni. Maður vonar bara að brúin sé ekki gerð eftir svo gamalfi teikningu, að hún verði helmingi mjórri en vegurinn sem'að henni liggur, eins og fór fyrir þeim vísu herrum und ir Hafnarfjalli forðum daga með þeim árangri að þar hafa menn á vörubílum oft orðið að skilja eftir hásingar bíla sinna. jafnvel þótt þeir væru ekki að flýta sér. Góðærið á vegunum er fyrst og fremst fólgið í þeim fjölda bíla, sem þar eru stöð- ugt á ferð í einkaerindum. Upp úr siðasta stríði voru slíkar ferðir leystar þannig, að fólk fékk sér leigubíl eða ferðaðist í rútu. Þurfi mikinn hraða að hafa á ferðum, fá menn sér ein faldlega flugvél, eins og dæmi eru um nú síðustu sumur, er síldveiðimenn vilja skreppa heim til sín meðan bræla er á miðunum. AlLt eru þetta hættir milljónamæringa, og gott á með an það helzt. Undirritaður fór norður nú fyrir skömmu, og er það ekki frásagnarvert. En sá sem hefur löngum farið um þennan veg á misjafnri tíð, tekur eftir ýms um skemmtilegum breytingum í ferðaháttum manna og kvenna. og öðrum óskemmti- legum, eins og t. d. þeirri, að nú virðist vera um fjölda öku- manna að ræða sem ekki kunna einföldustu akstursreglur: vita ekki hvériær þarf að vlkja og hvernig; þekkja ekki til inn- skotinna ræsa, eru kanthrædd- ir fram úr hófi og yfirleitt slík ar beljur á vegi. að þeir hafa varla náð betra bílprófi en sá ágæti nytjagripur mundi ná ef reynt væri. Það getur orðið erfitt og reynt á þolinmæðina, að þurfa alltaf að vera að víkja fyrir báða, ef bíll kemur á móti. Og hafi maður útvarpið opið. meðan stendur á baráttu við gjörsamlega klumsa ökumann. dynur á manni í útvarpinu álíka gáfuleg aðvörun og sú, að menn verði að stíga varlega á benzíngjöfina. Nær væri að auglýsa: lærið að stýra áður en þið farið i ferðalagið. Þessi vandkvæði mundu ekki vera fyrir hendi, ef hér væru ekki malarvegir með lausum og gLæfralegum köntum, og svo þröngir, að óvönum kann að blöskra, komi bíll á móti þeim. Sjálfsagt mundu jafnvel stirð- ustu ökumenn aka án erfið- leika á tvíbreiðum vegum. En eitthvað þarf að bíða eftir þeim. þótt aðalleiðin milli Reykja víkur og Akureyrar sé nú orðin svo fjölfarin flesta mánuði árs ins, að nauðsynlegt er að fara að hrinda breikkun og slitlags- gerð í framkvæmd . á þeirri leið. Það tókst að leggja'mikið; • af vegum á skömmum tíma.eft'. ir að jarðýturnar komu til sög unnar í síðustu heimsstyrjöld. en auðvitað má ekki stanza við malarvegina. Þeir voru lagðir af miklum stórhug á erfiðum árum fyrir stríð, svo að segja af mannshöndinni einni, og hafðar kerrur til aðflutninga. eins og t. d. á Holtavörðuheiði. Miðað við það átak, ætti að vera auðvelt að fara að byrja á endurbótunum a. m. k. héðan úr Reykjavík og upp í Borgar- fjörðinn og héðan og austur að Selfossi. Góður vegur borgar sig fljótt í minni eyðileggingu á bílúm og lengri notkunaraldri þeirra, fyrir utan mannslif og meiðsl, sem aldrei verða reikn uð til verðs, en laust slitlag malarvegarins verður að skrif- ast fyrir. En þetta er allt gömul saga og augljós. Hinu væri gott að fá úr skorið, hvort ráða- rnenn vegamála telji að vegar- lagningu á íslandi sé lokið með malarvegunum, og t. d. hvort við eigum að verða aftaníossar svörtustu Afríku í vegagerð. í rauninni er mikil kúnst að aka á fjölförnum malarvegi, sem oftast er allur í holum. Séð úr lofti getur þetta verið falleg asti. yegur og breiður, en þeg- ar' á að fára áð aka hann kem- . ur tihsögtlririar sú mikla list að þræða. Þræðingin er slíkt ná kvæmnisverk. að ökumenn geta ekki haft augun af veginum andartak. Þeim sem ekki er gefið að þræða verða að gjöra svo vel og hossast liðlangan daginn, nema í þeim tilfellum. þegar þeir slysast fram hjá holu. YfirLeitt er ástand veganna þannig. að þeir sem á annað borð vilja verja bílinn áföll- um með því að þræða, hafa að iafnaði svæði til umráða undir hjólin, sem svarar því að þeir ækju á smurstöðvarlyftum og stundum ekki öðru en mjóum plönkum. Og stundutn er ekk ert að þræða, aðeins tómar hol ur að fara, og þannig er það víða á leiðinni norður, einkum á ræsum, þar sem þrætt hefur verið út á yztu brúnir og engin rönd er eftir. Fólkið á þjóðveginum er eins mismunandi og holurnar eru margar, sem það ekur yfir. Víða eru heilar fjölskyldur á ferðinni og þegar kvöldar er t.ialdað við veginn, gjarnan þar sem stutt er til lækjar. Það hef ur verið venja mannsins frá ómuna tíð að velja sér bólstað hjá læk. og þessi regla er svo náttúruleg. að maðurinn af as faltinu er kciminn í náttstað þega hann sér læk að kvöldi Það sést einnig á þjóðveginum að nú eru sumarsíldveiðar fyr ir norðan. Á veginum er mikið af ungum konum, sem aka ein ar í bílum sínum og staðnæm ast ekki fyrr en í einhverri síJd arstöðinni nyrðra eða á Aust urlandi Þær eru á leið til að hitta menn sína er hafa langa útivist i síldinni og eru ekki á því að taka flugvélar á leigu Fyrir tuttugu árum þóttu tíð indi ef sást til konu akandi í langreisu. en nú finnst engum neitt til um það þótt síldar- Kappreiðar og góðhestakeppni Stíganéa GÓ-Sauðárkróki. Stíganda, Skagafirði (þær 20. frá Keppt var i eftirfarandi hlaupum: HINAR árlegu Jkappreiðar og góð-1 byrjun) voru háðar á Vallarbökk j Folahlaup 250 m. hestakeppni Hestamannafélagsins I um sunnudaginn 19. júlí s. 1. — Fyrstur varð Faxi. Eig. Stefán SVEINN GUÐMUNDSSON á Flugu. Hrólfsson, Keldulandi á 20,9 sek. Annar varð Höttur. Eig. Þorkell Sigurðsson, 21,0 sek. Þriðji varð Faxi. Eig. Ásdís Sigurjónsdóttir. Skörðugili 21,1 sek. 300 m. hlaup: Fyrstur varð Bliki, Kristjáns Gunnarssonar, Varmalæk á 24,3 sek. Annar varð Svarti-Skjóni. Stefáns Hrólfssonar. Keldulandi á 24,8 sek. 350 m. hlaup: Þar varð fyrstur Léttfeti Eig. Jón Gíslason. Sauðárkróki á 28,5 sek. Annar varð Hörður. Eig. Bene dikt Pétursson. Vatnsskarði á 28,5 sek. — Sjónarmunur á hestunum ‘ði verðlaunum. í 300 m. og 350 m. hlaupunum náði enginn hestur tilskildum tíma Ji! fyrstu verðlauna A skeiði kepptu 6 hestar, að- eins einn þeirra, Ófeigur, Péturs Sigfússonar, Álftagerði lá á skeið- inu allan sprettinn. en náði ekki j tilskildum tíma til verðlauna T góðhestakeppnina mættu 12 hross til leiks. Beztan dóm og fyrstu verðlaun af alhliða góðhross um hlaut Fluga Sveins Guðmunds sonar, Sauðárkróki verðlaun silf- urskeifa sem vinnst til eignar og bikar, sem er farandgripur. f Nr. 2 í góðhrossakeppninni varð Hrönn. Brodda Björnssonar, Framnesi en nr. 3 varð Gustur Páls Ólafssonar, Starrastöðum. Af klárhestum með tölti varð nr. 1 Snarfari Jósafats Felixsonar, Húsey. Verðlaun voru silfurbúið drykkjarhorn. farandgripur. annar varð SiJfurtoppur Halldór= Sig- urðssonar, Stokkhólma, þriðji Sleipnir Friðriks Stefánssonar. Veður var hið fegursta þen.nan dag og mikill mannfjöldi sótti samkomuna sem fór hið bezta fram. T í M I N N, flmmtudsgur 23. )úK 1264. — h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.