Tíminn - 23.08.1964, Side 1
190. tbl. — Sunnudagur 23. ágúst 1964. — 48. árg.
..... ...
Þessi mynd sýnir okkur hvernig konur gætu skemmt
sér við aðdáendur sína ef þær aðhylltust þá íþrótt að
fara á sjóskíðum. Eitthvað er farið að stunda sjóskíði
hér á landi, en málið mun ekki komið á það stig, sem
myndin sýnir. Hún er tekin 19. ág. í Florida og sýnir
Barböru Clark, sem nú er að æfa sig fyrir meistarkeppni
á sjóskíðum vestra, vera að leika sér við tvo félaga sína,
sem einnig munu keppa á sjóskíðum bráðlega — þó
ekki láréttir.
SJONVARP
KEMUR '66
Tjeká-Reykjavík, 22. ágúst.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, skýrði frá því í dag, að
ríkisstjórnin hefði nýlega tekið
þá ákvörðun að nota heimild í
tollskrárlögum til að koma á fót
íslenzku sjórevarpi og falið ríkis-
útvaripinu að hefjast handa, þann-
ig að unnt verði að hefja sjón-
varpssendingar ekki síðar en um
mitt ár 1966.
Greindi dr. Gylfi frá því, a'ð
fyrstu framkvæmdirnar yrðu
fólgnar í því, að reisa um það bil
500 watta sendistöð í Reykjavík
og yrði sú stöð starfrækt í nokkur
ár, ,meðan haldgóð reynsla væri
að fást varðandi íslenzkt sjón-
varp. Stofnkostnaður slíkrar
stöðvar er áætaðlur 14 millj. kr.
og mun hún verða til húsa í hinni
gömlu stuttbylgjustöð Landssím-
ans á Vatnsenda, sem síminn er
nú að rýma. Næsta sporið yrði að
reisa 5 þús. watta sendistöð á
Skálafelli, er myndi ná til Suður
nesja, Suðurlandsundirlendis,
Borgarfjarðar og sunnanverðs
Framhald á 2. síðu.
Fé og hross hópast af
afrétti í veðrahamnum
FB-Reykjavík, 22. ágúst.
Óveðrið og snjókoman síðstu
þrjá sólarhingana hefur orðið þess
valdandi, að fé sækir mjög niður
af afréttum, og upp úr hádegi í
dag ætluðu þeir Kalmannstungu
menn í Hvítársíðuhreppi að fara
að smala fé sínu, en ekki vissu
þeir um aðra bændur þar í grennd
sem hyggðust géra hið sama.
Bóndinn í Kalmannstungu sagði
okkur í morgun, að fé væri farið
að safnast saman niður við girðing
ar og hefði það streymt níður -f
heiðunum síðustu þrjá sólarhring
ana. f dag sagði hann vera mikinn
rosa, en ekki eins kalt og verið
hefur síðustu dagana. Jörð var
alhvít í gær, en nú eru skaflar
niður í neðri brúnir. Bóndinn
sagði að stórir hrossahópar væru
komnir niður úr fjöllunum norð
an Norðlingafljóts, og væri þetta
allt langtum fyrr en vejulega.
Gunnar í Fornahvammi í Norð
urárdal sagðist hafa orðið að fara
á fætur kl. 5 í fyrramorgun til
þess að reka féð af hlaðinu hjá
sér, því þar hefði safnazt svo mik
ill hópur saman og jarmið og háv
aðinn verið svo mikill að fólk gat
ekkí sofið. í £(llan gærdag var
straumurinn svo mikill, að einna
líkast var, er verið væri að smala
afréttinn. Gunnar sagðist vera
hræddur um, að þeir yrðu nú að
smala þrátt. fyrir þetta, en án efa
kæmi með færra móti í þeim
göngum. Ekki sagðist hann muna
eftír veðri líku þessu á þessum
tíma árs. þetta væri engu líkara,
en komið væri fram í miðjan sept
ember.
Bóndinn á Stafni í Svartárdal
sagði að búið væri aþ- vera versta I væri rok og úrfelli. Hann sagði
veður síðustu þrjá sólarhringa og að fjöldi fjár hefði runníð af
snjór alveg ofan að á, en í dagl , . Framhald á 2. síðu.
ísland stökk
pallur Græn
landsfara?
BG-Reykjavík, 22. ágúst.
Yfirmaður ferðamála í
Danmörku, Sven Acker,
lögfræðingur, er nýkominn
frá Grænlandi, ásamt fram
kvæmdastjóra ENIT, ferða-
skrifstofu ítalska ríkisins.
Conte Augusto Premoli, en
ferðin var farin í þeim til-
gangi að athuga möguleik-.
ann á að gera Grænland að
ferðamannalandi. í viðtali
við blaðamenn við komuna
til Danmerkur sagði Sven
Acker, að hann hefði hugs-
að sér að stinga upp á sam
starfi víð íslenzka aðila og
nota ísland sem eins kon-
ar stökkpall fyrir ferðalög
til Grænlands.
Hefði sér dottið í hug, að
bezta leiðin til að laða ferða
menn frá öllum heimshorn
um til Grænlands, væri að
láta þá fyrst koma til Kaup
mannahafnar og skoða Dan-
mörk, halda síðan til ís-
lands og svo áfram til Græn
lands.
Þessir þrautreyndu ferða
málamenn sögðust báðir
vera sannfærðir um mikla
fra'.ih a i sii'u
VELAKOSTUR BÆNDA
FER STÖDUGT VAXANDI
EJReykjavík, 22. ágúst.
Fyrra hefti Búnaðarritsins, 77.
árgangur, er kominn út, og kemur
þar fram meðal annars, að inn-
flutmngur búvéla var mikill á s.l.
ári, og mua meiri en árið 1962.
Skurðgröftur með skurðgröfum
Vélasjóðs var einnig mikill, eða ora 1962. Þar af eru beltatraktor-
1.5—1.6 milljón rúmmetrar. Jar 14 (12 árið áður), nýir hjóla-
í skýrslu Haralds Árnasonar, traktorar 607 (170) og notaðir
verkfæraráðunauts Búnaðarfélags1 hjólatraktorar 111 (220). Einnig
íslands, í Búnaðarritinu segir, að, var mikið flutt inn af verkfærum,
árið 1963 hafi verið fluttir inn; t.d. 49 (23) jarðvegstætarar, 163
732 traktorar miðað við 402 trakt- Framhald á 2 s#85-:
i