Tíminn - 23.08.1964, Page 9

Tíminn - 23.08.1964, Page 9
fór í hnakktöskuna og tók upp bitterflösku. Réttirnar standa í aflíðandi brekku undir klettabelti. Þær eru hlaðnar úr hraungrjóti, og Guðjón hafði orð á því, að nú mundi þykja seinlegt verk að taka upp grjót og hlaða slíkar réttir. — En þá voru ekki pen- ingamir til að eyðileggja þá framkvæmd, bætti hann við. í Landréttum var rekið sam- an fjallsafnið af Landmanna- og Holtamannaafréttum. Þær eru einhverjar kunnustu réttir sunnanlands,og þar var dans- að við mikínn gleðskap, unz mæðiveiki og upprekstrarbann kom til sögunnar. Er mikil saga réttanna, sem lifir í end- urminningu og spaugilegum frásögnum manna í héraði. Hér var stundum tekizt hressílega á, þegar fjallmenn urðu við skál, og sagt er um bópda neðan úr Holtum, að hann hafi fært sig úr fötunum til að menn festu ekki hend- ur á þeim. Hér reið bóndi af Rangárvöllum fram af kletti og braut bein sín, og hér gerðist þekktur lögregluþjónn syðra svo aðgangsharður við eina konukind, að hún fór í mál við hann. Landmenn eru stoltír af þessum stað og með réttu. Ég hygg, að þeir séu stoltir af sveitinni allri og af Land- mannaafrétti, að ógleymdum Veiðivötnum. Þegar undirritað ur var strákur í Ásahreppi, þóttist ég stundum verða þess var, að Landmenn töluðu með sérstakri hrifníngu um vissa staði í sveitinni og á afréttin- um. Þeir bjuggu nær fjöllun- um en Holthreppingar og áttu þau því fremur, þótt hvorir tveggja hefðu af þeim sömu not. Við þarna suður á byggð- inni renndum auga til fjall- anna, en Landmenn voru með hálfan hugann fyrír innan þau. Þeir voru stoltir af sveit sinni, af Landréttum og Landmanna- afrétti og Veiðvötnum, án þess að raupa af þessu, en tal þeirra bar vott um, hve staðirnir voru þeim hugleiknir. Ég geri ráð fyrir, að þeír, sem búa við fjöll ali með sér slíkar tilfinningar fremur en aðrir, og að við- horf manna á ýmsum sviðum fari nokkuð eftir landslaginu. Fyrir einum mannsaldri varð þessi sveít fyrir hörðum ágangi, sandfoki og grasleysi. Margar jarðir fóru í eyði, og um hríð var ekki annað sýnna en sandurinn mundi éta sig fram sveitina. Þá kom í ljós, að hér voru til hendur, sem höfðu mátt til að stöðva hvort tveggja, uppflosnunina og sand ínn. Ferð okkar var heitið að Skarði þetta kvöld og við kom- um þangað eftir náttmál. Við hittum Skarðsbóndann, Guðna Kristinsson, hjá Stóra-Klofa, en hann var þar á reið með þrem Selfyssingum. Þar kvödd um við Guðjón, en hann ætl- aði að gista Árna Árnason bónda í Stóra-Klofa um nótt- ina. Sígríður Theódóra, hús- freyja i Skarði, tók okkur tveim höndum og bar okkur egg og brauð og um nóttina sváfum við á gólfinu í Skarði. Þar var mikill gestagangur, og við fréttum, að jafnvel hús- bændurnir hefðu gengið úr rúmi. En áður en gengið var til náða var lagt á og rlðið út í nóttina. Guðni sat á rauðum, harðviljugum góð- hesti. Hann rekur hestaleigu, og við spurðum hvort hann mundi leigja þann rauða, sem hann sat á. Hann tók því ekki fjarri, ef hann fengi gest, sem væri maður til að ríða honum. — Það breytir enginn þess- um hesti, sagði Guðni. Morguninn eftir héldum við Steinþór inn i Lamb haga og áðum drjúga stund Á leið- inni, þar sem við biðum eftir Guðrúnu Pálsdóttur, konu Steinþórs og Þorgerði Jónas- dóttur, en Jón Þorgilsson á Hellu, maður hennar, kom með þær á eftir okkur í bíl og hélt sjálfur í Landmannalaugar, Konurnar stigu á bak og þessí hópur var kominn inn í Lamb- haga skömmu eftir nón. Á þessari leið er farið fram hjá mörgum rústum eyðibýla, en af þeim var Skarfanes lengst i byggð. Lækur rennur við túnfótinn í Skarfanesi. Þar var koppur að laugast í tæru vatni og sneri botninn upp. Nokkrar hrislur bærðust við tóftirnar. Spöl innar tekur við birkikjarr. Það er Lambhagi, þar er kofahró og þar er verið að rækta erlendar trjátegund- ir innan um kræklótt angandi birkið. Þaðan er Búrfell hátt í austur og Hekla fjær og sunn ar, svelluð frá gnýpu niður mitt í hliðar, og þaðan héldum við fram. Það var logn en gekk á með skúrum að fjallabaki. Allt þetta undirlendi milli fjalls og fjöru lá baðað í sterku sólskini, sem var mjúklátt og harðneskju- legt i senn eins og sólskin á þessu landi getur eitt verið þar sem sólin brennir við fá ein hitastig og gola strýkur funann af vöngunum. Hér er hitinn aldrei kæfandi. í útlönd um er hitinn kæfandi þótt varla sjái til sólar fyrir mistri Þar er sólin eins og vofa á himninum,, en hér raunveru- leiki. í útlöndum er ekkert skjól, eilífur storimbeljandi . . . sagði skáldið. Þetta mun vera öfugmælavísa, og nær sanni að segja þar enga sól, nema þá í löndum sem eru svo langt burtu,, að þau eru ekki útlönd í venjulegum skilningi, held- ur svæði sem við þekkjum á- líka mikið og landslagið á tunglinu. En sólin skein og var Sunn lendingum hliðholl þennan dag. Bændur náðu heyjum og slæp- ingjarnir urðu brúnir. Og dagurinn skildi eftir heit loftlög handa nóttinni. Þau lágu yfir hæðum og brún- um með köldum geirum á milli og við riðum gegnum þetta loft, heitt og kalt á víxl eins og landið, sem kennist við funa og frera. — BÓ. Rangá var ekkl þykkju- þung. Ferðafólkið í Lambhaga Þar er Bnrfell í austri til há áttar en Ásólfsstaðir og Skriðufell í vestri handan Þjórsár. Landréttir — í gróinni brekku undir klettabelti við Rangá. Þar hefur oft verið glatt á hjalla og stundum tekizt hressilega á, jafnvel kastað klæðum til að forðast leppatökin. Þar reið bóndi fram af kletti og braut bein sín, og þekktur lögreglumaður gerðist svo aðgangsharð- ur við eina konukind að hún fór í mál við hann. T f MI N N, sunnudaginn 23. ágúst 1964 — 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.