Tíminn - 10.09.1964, Síða 2

Tíminn - 10.09.1964, Síða 2
Miðvikudagur, 9. &eptember: NTB-Ajaccio, — Fimm grímu- klæddir ræningjar, vopnaðir vélbyssum, ruddust í dag inn í síðdegisveizlu hjá greifaynj- unni Janine Bernstein, í höll hennar í Ajaccio á Korsíku, og höfðu á brott með sér gull og gimsteina að verðmæti er svar- ar 6 milljónum íslenzkra króna. Ræningjarnir rifu dýrmæta hálsfesti af greifaynjunni og ógnðu henni með járnkylfum, er hún neitaði í fyrstu að af- henda þeim lykla að peninga- skápnum. Gestir og þjónustulið gátu ekkert að gert og máttu horfa upp á að ræningjarnir tæmdu fjárhirzlur frúarinnar. Ræn- ingjarnir tóku lífinu með ró og dvöldu um klukkustund á staðnum, eftir að hafa lokað alla inn í herbergi. Skáru þeir í sundur allar símaleiðslur og fékk lögreglan fyrstu vitneskju um ráni# frá nokkrum fiski- mönnum, er höfðu heyrt hróp- að á hjálp frá setri greifaynj- unnar. NTB-Seattle. — Barry Gold- water, forsetaframbjóðandi re- publikana flutti í kvöld fyrstu ræðu sína um utanríkismál, eft- ir að hann hóf kosningabarátt- una. Bað hann bandarísku þjóðina að vísa á bug þeim mönnum, sem töluðu um frið, en skorti afl til að varðveita hann, en styðja þá menn, sem skildu, að einungis sterk þjóð getur varðveitt friðinn. Réðist hann harkalega á utanríkis- stefnu Johnsons og stjórnar hans og sagði m.a.: „veikleiki og staðfestuleysi hefur alltaf leitt til stríðs“. NTB-Saigon. — Forsætisráð- herra S.-Vietnam, Nguyen Khanh, hershöfðingi, tók í dag við störfum varnarmálaráð- herra, aflétti ritskoðun í land- inu og lét lausa fimm hershöfð- ingja, sem fangelsaðir voru í sambandi við stjórnarbylting- una í janúar. Með þessum aðgerðum telja pólitískir fréttamenn, að K- hanh hafi búið vel í haginn fyrir sig og verði nú mun létt- ara fyrir han nað koma reglu á stjórnmálin í landinu. NTB-Moirana. — Um 100.000 rúmmetrar af jarðvegi féllu i dag úr hinni bröttu fjallshlíð Messingen í Dunderdal um 5 mílur fyrir norðan Mo í Nor- egi og stanzaði hin mikla skriða aðeins 100 metra fyrir ofan járnbrautarlinuna, sem liggur fyrir neðan fjallið Steinn, sem er talinn um 1500 rúmmetrar að stærð, stöðvaðist tæpum hundrað metrum frá línunni, en annar minni lenti á henni og skemmdi, svo að umferð hefur verið stöðvuð um sinn. NTB-Berlín. — Frá og með 2. nóvember n.k. fá Austur-Þjóð verjar, sem komnir eru á eftir- launaaldur, leyfi til að heim- sækja ættingja í Vestur-Þýzka landi, einu sinni á ári hverju og mega dvelja þar í allt að fjórum vikum. ÞÚSUNDIRFL ÝJA UNDANFELLIB YL lllllll IIHFIIIIIWIIIWIIIH NTB—Kennedyliöfða, 9. september. Fellibylurinn Dora skall á austurströnd Bandaríkjanna í dag með 115 km. vindhraða á klukkustund, og þeytti á undan sér tveggja metra hárri fióðbylgju. Óttazt er, að síðar í kvöld aukist vlndhraðinn upp í 200 km. á kl. og allt að þriggja metra flóðbylgja skellí inn yfir Iandið. Fólk, sem býr meðfram hinni I í herstöðvum á Florida hafa verið 480 km. löngu strandlengju Flor- landsvæða cg hundruð herskipa ida og Georgíu, flýði þúsundum færð í öruggar hafnir. saman í dag inn í landið til hærri I Búizt var við, að fellibylurinn Viðskiptabanni aflétt á Kýpur NTB—Nicosíu og Ankara, 9. sept Kýpur-stjórn samþykkti í dag að aflétta viðskiptaþ-/'ngununum gegn 12.000 tyrkneskumælandi manna, sem búa í Famagusta og Larnaca á Kýpur, eftir eindregin tilmæli frá Sameinuðu þjóðunum. Samtímis bárust fréttir af því, að tyrkneska þingið hefði felít vantrauststillögu á stjórnina, sem borín var fram af stjórnarand stöðunni, vegna stefnu stjóinar innar í Kýpur-málinu. Viðskiptaþvingununum, sem komu til framkvæmda síðastlið- inn laugardag, var aflétt án nokk- urra skilyrða, að því er hinn sér legi fulltrúi U Thants, Galo Plaza sagði í dag. Enn býr tyrkneskt fólk í þrem héruðum á eynni við matvælaskömmtun og er fólkinu | skammtað úr hnefa eftir því, hve margir fullorðnir eða börn eru á hverjum stað. Plaza sagði, að enda þótt ekki jlægju fyrir beinar sannanir fyrir því að fólk sylti, hefði tyrknesku mælandi fólk á þessum landsvæð- um verið komið í miklar þrenging ar sökum matarskorts, og sums staðar hefði verið neyðarástand. Sagði hann, að aðgerðir Kýpur- stjórnar í dag hefð,u verið mikil- vægt skref í rétta átt. Eins og áður segir stóðst tyrk- neska stjórnin vantrauststillögu í dag, sem felld var með 198 at- kvæðum gegn 169. Fylgdi vantrauststillagan í kjöl far mikilla ádeilna stjórnarand stöðunnar á linkind hennar í Kýp- urdeilunni. skylli fyrst á ströndinni frá Kenne I úðaráðstafanir verið gerðai tll dy-höfða og norðureftir. 1 geim- bjarga hinuhl dýmætu eldflSligiim vísindastöðinni hafa miklar var I Framh á 15 slðú Tuomioja lútim NTB-Helsingfors, 9. sept. SÁTTASEMJARI Sameinuðu þjóðanna í Kýpur-deil'unni, Sakari Tuomioj, fyrrveranrli forsætisráð- herra Finnlands og sendiherra í Stokkhólmi, iézt í kvöld í sjúkra- húsi í Helsingfors. Var hann með- vitundarlaus síðustu klukkustund- imar, en líðan hans versnaði skyndilega eftir heimkomuna frá Genf í fyrri viku. Tuomioja vann að sáttastörfum af fullucn krafti í hinni víðsjálu Kýpurdeilu, er hann veiktist skyndilega fyrir nokkrum vi'kum í Genf, aðeins nokkrum klukku- stundum, áður en hann ætlaði að leggja af stað til Aþenu til nýrra sáttaumleitana. Lá hann lengi á sjúkrahúsi í Genf og kom í ljós, að hann var með blóðtappa í heilanum. í síð- ustu viku var hann fluttur meðvit- undarlaus til Helsingfors. Tuomioja var sendiherra í Stokk hólmi þangað til U Thant, fram- kvæmdastjóri SÞ fól honum starf sáttasecnjara í Kýpurdeilunni í marz s. 1. Hafði hann áður leyst af hendi mörg mikilvæg verkefni fyrir SÞ. Tuomioja var Finnlandsbanka seinna fjármálaráðherra, aðeins 32 ára gamall. Hann var forsætisráðherra í sex mánuði árin -1953—1954, og síðan sendiherra Finnlands í Svíþjóð og stjórnarformaður j Bretlandi. Hann var 52 ára að árið 1943 og ári aldri er hann lézt. HarðardeilurumÞýzkalandsförKrústjoffs NTB Miinchen, 9. sept. , 1 Þýzkalandi eru nú strax hafn, ar miklar deilur vegna væntan-1 iegrar heimsóknar Krústjoffs for- sætisráðherra Sovétríkjanua. Kristilegir demókratar í Bayern réðust í dag harkalega á Ludwig Erhard, kanslara fyrir ákvörðun- ina um að hitta Krústjoff og seg ir blaðið Bayern Kurier, að Sovét íkin og einnig mörg vestantjalds lönd muni notfæra sér heimsókn ina sjálfum sér í hag> Blaði þessu er stjórnað af iyrr verandi varnarmálaráðherra. Franz Jósef Strauss, sem í seínni tíð hefur gagnrýnt mjög ctiórn málastefnu Erhards. Segir blaðið, að Bandaríkin muni nota heimsóknina til réttlæt ingar á áframhaldandi sambandi milli Sovétríkjanna og Bandaríkj anna, sem til var stofnað é valda dögum Kennedys, forseta. Segir blaðið, að þetta samband hafi vald ið Adenauer miklum áhyggjum og ótta síðustu mánuðina, sem bann var kanskari. Þá mundu Bretland og ftalía færa sér heimsóknina í nyt, og nota hana, sem afsökun fyrir auknum efnahagslegum sam- böndum við Sovétríkin og veits þeim efnahagslegar tryggingar, þó ekki væri til annars en að vera á undan vestur-þýzkum viðskipta aðilum. Segist blaðið einnig leggj ast gegn heimsókn Krústioffs vegna hins stjórnmálalega öryggis leysis, sem nú ríki í V-Þýzkalnndi Heldur blaðið því fram, að afsak anlegt hefði verið að bjóða Krúst- joff í heimsókn, ef Atað væri, að stórveldi Evrópu stæðu ein- huga að baki slíkri ákvörðun, en eins og málin horfa nú sé ekkert vit í slíku. Nefnd hefur nú verið skipuð til að skipuleggja dagskrá heimsókn ar Krústjoffs, en ekki hefur verið ákveðið, hvaða dag hann kemur. Frádráttur var veittur Húsavík, 31. ágúst 1964. VEGNA greinar G.H. í Alþýðu- manninum 27. ágúst s. 1., þar sem sagt er frá útsvarsniðurjöfnun á Húsavík, óskar framtalsnefnd Húsa víkur þess, að þér birtið eftirfar- andi í biaði yðar: í nefndri grein er sagt orðrétt: „Hér var lagt á bætur almanna- trygginga, og sjómannafrádráttur ekki veittur, og auk þes voru gam- almennum engar ívilnanir gefnar“. í reglum sem prentaðar eru með Selur rífur gildrur Pétur Hoffmann Salómonsson hefur komið að máli við blaðið og sagt sínar farir ekki sléttar. Hann hefur verið að leita sjávaráls í Urriðaá. Þá lenti hann í því, að selur reif í tvígang tvær álagildr- ur fyrir honum. Pétur sagðist hafa gengið úr skugga um, að hvorki væri til að dreifa mönnum né minkum, en selurinn hafði rifið gildrurnar í hengla og sótt sér ál í þær. Annars hefur Pétur fengið fyrstu sjávaráiana i þessum slóð- um í þessari veiðiferð, Pétur sagði að lokum. að hann stæði ráðþrota gegn rándýri þessu, — selnum. útsvarsskrá gerir Framtalsnefnd m. a. grein fyrir álagningunni á þessa leið: „Undanþegnar útsvars- álagningu voru þessar bætur: elli- og örorkulífeyrir, sjúkrabætur, mæðralaun og sjúkrapeningar. — Auk þess voru útsvör. elli- og ör- orkulífeyrisþega lækkuð verulega. Hjá einstaka gjaldendum var tekið tillit til sjúkrakostnaðar, skertrar greiðslugetu vegna dauðs falla og slysa, og vegna menntun- arkostnaðar barna eldri en 16 ára“. Ennfremur segir: „Vikið var frá ákvæðum skattalaga um aukafrá- drátt sjómanna“. Samkvæmt framansögðu var t.d. dreginn frá tekjum þeirra 30 elli- lífeyrisþega, sem útsvör voru lögð á, allur ellilífeyrir þeirra að upp- hæð samtals kr. 684.500,00, sem svarar til þess að útsvör þeirra hafa verið lækkuð um kr. 185.00. —190.000. Auk þess voru útsvör þeirra NTB-Lundúnum. — Moskvu- útvarpið fullýrti í dag, að Kína óski eftir kjarnorkuvopnum til þess að geta framkvæmt hinar miklu útþenslufyrirætlanir sín- ar. ,mti „ -**« ij»j> lækkuð um kr. 52.00.00. Þessar tölur eiga eins og fram kemur, að- eins við þá ellilífeyrisþega, sem greiða útsvör, en stór hópur þeirra verður útsvarslaus við þessar að- stæður. Sjómannafrádráttur, ann- ar en aukafrádráttur er leyfður til frádráttar að fullu, en þar er fæðisfrádráttur sjómanna og hlífð- arfatafrádráttur. Af 143 gjaldendum njóta t. d. 49 alls þess sjómannafrádráttar, sem heimilaður er samkvæmt skattalög unum. Héraösmót á Blönduósi FRAMSÓKNARMENN i Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu halda sameiginlegt héraðsmót að Blöndu ósi laugardaginn 12. september n.k. og hefst það kl. 8,30 síðdegis. Ræður flytja Ólafur Jóhannes- son, varaformaður Framsóknar- flokksins og Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri. Smárakvartettinn á Akureyri syngur og Jón Gunnlaugsson, gam anleikari skemmtir. Polo og Erla frá Akureyri leika og syngja. Aðalíundur Framsóknarfélags Borgfirðinga Aðalfundur Framsóknarfélags Borgfirðinga verður haldinn í Fannhlíð sunoudaginn 13. sept. og hefst kl. 3 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf og kosn'ing fulltrúa á kjördæmis- þing. 2. Umræður um Iandsmál og hér- aðsmál: A.: Rafmagnsmál Borgarfjarð- ar. Framsögumaður Daníel Ágústínusson. B. : Verðlagsmál b»u>iá og aðstaða. Framsögumaður Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda. C. : Stjómmálin í dag. Fram- sögumaður Halldór E. Sig- urðsson, alþingism. Stuðningsfólk Fyamsóknar- flokksins í Borgarfjarðarhéraði er hvatt til þess að fjölmer.na á fund- inum. 2 TÍMINN, flmmtudaglnn 10. september 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.