Tíminn - 10.09.1964, Qupperneq 8
Sambandsstjórnin. Frá vinstri: Sigurður Jóhannesson, Baldvin Baldursson, Jónas Halldórsson, Haraldur M.
SigurSsson, Óli Halldórsson, Hjörtur E. Þórarinsson, og ASalsteinn Karlsson. (Ljósmyndir: ED).
><*-í
Fulltrúar á þinginu,
Kjðrdæmisþing aö Laugum
KJÖRDÆMISÞING Framsóknar
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra var haldið að Laugum í
Reykjadal, hið sjötta í röðinni,
dagana 29. og 30. ágúst s. 1.
Þingið var mjög vel sótt og
munu fulltrúar með atkvæðisrétti
hafa verið fast að 70 talsins úr
öllum sýslum og kaupstöðum í
kjördæminu.
Fonmaður sambandsstjórnarinn-
arinnar, Haraldár Sigurðsson, kenn
ari á Akureyri setti þingið. For-
setar þingsins voru kjörnir. Bern-
harð Stefánsson fyrrv. alþingism.
á Akureyri, Hólmsteinn Helga-
son útgerðarmaður á Raufarhöfn
og Sigurður Jóhannesson skrif-
stofumaður á Akureyri. Ritarar
voru Björn Guðmundsson 1 Lóni í
Kelduhverfi og Indriði Ketilsson
á Ytra-Fjalli i Aðaldal.
Sambandsstjórnin lagði fyrir
þingið ýmsar tillögur um landsmál
og héraðsmál, svo og innanhéraðs
mál. Þingmenn Framsóknarflokks
ins í kjördæminu fluttu erindi um
störf Alþingis og landsmál. Nefnd-
ir störfuðu að kveldi fyrra fundar-
dagsins og fram á nótt. En síðari
fundardaginn voru nefndarálitin
tekin til meðferðar Var mikil og
góð þátttaka í umræðum þennan
dag og stóð þingið fram á kvöld
í sambandsstjóm vom kjörnir:
Haraldur Sigurðsson form. Hjört-
ur E. Þórarinsson á Tjörn ritari.
Sigurður Jóhannesson Akureyri,
gjaldkeri. Varaformaður var kjör-
inn, Baldvin Baldursson á Rangá,
Aðaisteinn Karlsson Húsavík, Jón-
as Halldórsson Rifkelsstöðum og
Óii Halldórsson Gunnarsstöðum
Varamenn voru kosnir: Jóhann
Helgason Leirhöfn. Kristján H.
Sveinsson Akureyri Aðalsteinn
Óskarsson Dalvik og Sigurður Jóns
son Felli.
f miðstjórn Framsóknarflokksins
voru kjörnir: Hjörtui E. Þórarins-
son, Jakob Frímannsson Akureyri,
Ketili Guðjónsson Finnastöðum.
Valtýr Kristjánsson Nesi og Þór-
hallur Björnsson Kópaskeri
Frá ungum . Framsóknarmönn
um: Björn Teitsson Brún og Sig
urður .Jóhqnnesson Akureyri
Flestir þingfulltrúar gistu á
Laugum. ÖIi aðstaða tii þinghalds
og dvalar var hin ákjósanlegasta.
rHún gæti fært síma-
skrá Lundúna á svið‘
Joan Littlewood „sér í leikriti, það sem aðrir sja
ekki, sérstaklega það, sem höfundurinn sér ekki
og mundi ekki «já á milljón árum“.
Joan Littlewood leikstjóri
Stratford East leikhússins í
Lundúnum, hefur áður verið
kynnt hér í blaðinu, en Gunnar
Bergmann hefur rætt um hana
í pistlum frá Edinborgarhátíð-
inni í sumar og fyrrasumar.
Brezki rithöfundurinn Frank
Norman skrifar um Joan í ný-
útkomnu hefti The Sunday
Times Magazine, en Norman
virðist henni nákunnugur,
enda hefur hún sviðsett tvö
leikrit eftir hann, Fings Ain’t
Wot They Used T’Be, og A
Kayf Up West. Frank Norman
er fæddur í Bristol 1930. Hann
byrjaði rithöfundarferil sinn
1956 og tveimur árum síðar
gaf hann út Bang to Rights, þar
sem hann segir frá eigin fanga-
vist. Bókinni var frábærlega
tekið. Aðrar tvær bækur Nor-
mans heita Stand on Me og
The Guntz, auk leikritanna
sem fyrr getur. Hér birtist
hluti af grein Normans um
Joan Littlewood:
Joan Littlewood er einhver
smekklegasta manneskja, sem
ég hef nokkru sinni kynnzt,
en af -talsmáta hennar mætti
ætla, að hún væri fisksölu-
kona. Hún bölvar eins og ber
serkur, og blótsyrðin streyma
af vörum hennar með þvílíkum
ofsa, að öllu vanir leikarar.
leiktjaldamálarar, ieiksviðs-
stjórar og leikritahöfundar
glúpna fyrir henni. Sumum er
hún gyðja og öðrum ófreskja,
en vitaskuld hvorugt í raun
réttu. Hún er auðvitað ekki
óskeikull leikhússnillingur.
það mundi hún hiklaust viður-
kenna.
Joan er hetja vinnandi stétta,
en þó er hún lítið fyrir bjór
og feitan mat og ekkert að
hafa fyrir því að vefja sér sig
arettur. Hún reykir Gauloises
og drekkur rauðvín og fer
stundum í beztu vertshúsin að
borða góðan mat. Hún ekur
ekki bíl, en Gerry Raffles
framkvæmdastjóri Theatre
Workshop á geysistóran ame-
rískan bíl og ekur henni hvert
sem vera skal með glæpsam-
legum hraða. Ég held, að Joan
sé bæði smeyk og hrifin af
þessu farartæki.
íbúðin hennar er nánast sam-
bærileg við lúxusíbúðirnar í
Blackheath, en símanúmerið
þar breytist þvínær mánaðar
lega af ástæðum, sem henni
eru bezt kunnar. Gólfin eru
fagurlega skreytt þykkum tepp
um og hér og þar á veggjun
um eftirprentanir af verkum
Modigliani. Þar er innmúraður
plötuspilari og sjónvarpstæki
af stærstu gerð, þar eru hill
ur sneisafullar af bókum um
leiklist, tónlist og aðrar listir
Þetta er mjög áhrifaríkt um
hverfi og fer þeirri Joan
Littlewood, sem býr þar, mjög
vel, en það er ekki sú Joan
Littlewood, sem maður hittir
utan þessarar vistarveru Hún
er mikill gestgjafj og það er
mikii ánægja að snæða hjá
henni. hún býr til góðan mat
þótt hún kæri sig ekki um að
gera það iðulega, og með
JOAN LITTLEWOOD
máitíðinni fær maður borðvín
eins mikið og hver getur drukk
ið og kaffi og koníak á eftir
í jafn ríkum mæli. Hún er
afar hirðusöm og hreinlát,
hefur skrifborðsgögn í röð og
reglu ,og stundum sér maður
hana tæma öskubakka eða taka
ló af gólfinu og láta á eld-
stæðið.
Joan er líka góður félagi.
Hún er mjög örlát, gefur
mönnum drykk fyrir drykk á
bjórstofum, og vill oft borga
þótt ekki sé komið að henni,
og kaupa stóra kollu handa
öllum viðstöddum. Hún beygir
sig hvorki fyrir þrefi yfirþjóna
né annarra vandræðamanna á
opinberum stöðum, en ég hef
haft óblandna ánægju af að
heyra hana taka þess háttar
fólk í gegn. Einu sinni fórum
við að borða á mjög fínu verts-
húsi í Mayfair. Yfirþjónninn
sagði okkur, að við þyrftum
aðeins að bíða nokkrar mín-
útur eftir borði. og við biðum
hálfa klukkustund. Þá kom
hann aftur og sagði, að borð-
ið yrði tilbúið rétt strax. Við
biðum enn í stundarfjórðung
og loks var okkur vísað til
borðs. Joan lét yfirþjóninn
hafa það óþvegið. Ég efast um,
að nokkur s.ióari hefði látið
sér slíkt um munn fara Orð-
bragðið var að minnsta kosti
ekki af því tagi, sem er talið
kvenlegt, en það hafði sín á-
hrif. Nú gekk maður undir
manns hönd að bera fram allt.
sem við girntumst. Ekkert var
of gott handa okkur, og ýtr-
ustu varkárni var gætt að reita
ekki Joan til reiði í annað
sinn. Við lukum máltíðinni og
báðum um reikninginn, en þá
kom yfirþjónninn og sagði, að
húsið borgaði þetta. Hann
kvaðst ennfremur vera mjög
leiður yfir því að hafa móðg-
að okur. En hafi þetta átt að
vera eins konar mútur, þá náðu
þær ekki tilgangi sínum.
Joan fjandskapast við það,
sem kallast hefðbundið leikhús
og flesta, sem koma þar inn
fyrir dyr Hún fer hörðum orð-
um um þann mannskap og
virðist líta á hann sem einskis-
nýtt samansafn af fíflum. Þó
gleður það hana, að sjá þetta
fólk í Stratford, og hún er
kurteis og elskuieg við það *
kokkteilpartíum sem hún seg-
fTamnald á úðu 13
8
T I M I N N, fimmtudaginn 10. september 1964