Tíminn - 11.09.1964, Side 3
í SPEGLITÍMANS
„VeriS varkár, hún getur
sprungi5“! Þannig var kjöror'ð
fegurSarsamkeppni einnar sem
nýlega var haldin í Wildwood
í New Jerscy, í Bandaríkjunum.
Og stúlkan á myndinni sigraði
í keppninni og hlaut titilinn
„Miss Firecracker". Hún heit-
fv Sopthia Studen og er 21
árs.
BRIGITTE BARDOT á svo
sem ekki sjö dagana sæla, og
kvartar hún sífellt yfir því, að
liún geti hvergi fengið að vera
í friði. Hún var t- d. nýlega í
sumarfríi í villu sinni í Saint
Tropez ásamt nýjasta vini sín-
um, Bob Zaguri. Á einn eða
annan hátt fann Bob Iiljóðncma
í rúmi BB. Hljóðneminn var
tengdur við segulband, en
fannst áður en nokkuð yrði úr
upptökunni. — Bob og BB fóru
síðan um borð í Iystibát sinn
og héldu á haf út, því að þar
geta þau þó verið í friði.
★
ELIZABETH Taylor og Rich
ard Burton hafa lýst því yfir,
að þau ætli sér að hafa frið í
frítíma sínum, þegar þau leika
í næstu kvikmynd sinni, „The
Sandpiper". Þau munu búa í
Big Sur í Norður-Kaliforniu, og
ákveðið hefur verið að reisa
rafmagnsgirðingu umhverfis
húsið, til að bægja óvelkomn-
um gestum frá.
„Pravda“ hefur nú rofið
þögn þá, sem ríkt hefur um
meistaranjósnarann Rlchard
Sorge og segir þar m.a. að
Stalín hafi ekki trúað skýrslu
hans um, að Hitler ætlaði að
ráðast á Sovétríkin, en ef
upplýsingum Sorges hefði verið
trúað, þá hefði mátt bjarga
milljónum mannslífa.
Richard Sorge fæddist í Rúss-
landi 1895. Móðir hans var
rússnesk en faðirinn þýzkur,
og flutti fjölskyldan til þýzka
Iands þegar Richard var barn.
Richard snéri aftur til Sovét-
ríkjanna og gekk í kommúnista
flokkinn 1925, en frá árinu
1929 starfaði hann í sovézku
leyniþjónustJunni. Þegar Hitler
náði völdum 1933, fór Sorge
til Japans og þóttist vera þýzk
ur fréttaritari. Hann varð mik
ill vinur Eugen Ott, sem var
ambassador Þjóðverja í Japan,
og var honum treyst svo full
komlega, að honum var trúað
fyrir ýmsum toppleyndarmál-
um. Um vorið 1939 tilkynnti
Sorge Moskvumönnum, að þjóð
verjar myndu ráðast á Pólland
1. sept. og 1. apríl 1941 til’-
kynnti hann ráðamönnum í
Kreml, að Þjóðverjar væru að
undirbúa árás á Sovétríkin.
150 þýzkar herdeildir voru að
hans sögn komnar að landa-
mærunum og árásin skyldi
gerð 22. júní. Stalín sinnti
þessum upplýsingum ekki og
því kom árásin Sovétmönnum
að óvörum og kostaði milljón
ir manna lífið.
Síðasta stórvirki Sorge var
að tilkynna Kreml að Japanir
væru að undirbúa skyndiárás á
Kyrrahafinu. Hann var siðan
tekinn og hengdur af Japönum
7. nóvember 1944, og að sögn
„Pravda“ voru síðustu orð
hans: — „Lengi lifi kommún-
istaflokkurinn, Sovétríkin og
rauði herinn“.
*
Ungi maðurinn til hægri á
myndinni hefur náð sér í konu
efni, og honum til hróss má
segja, að hann fór aðrar og
mun rómantískari leiðir en
flestir aðrir.
Hann er Englendingur, 32
ára, og heitir Brian Cole. Hann
tók upp á því að senda sam
tals 1282 flöskur á haf út með
dramatískum ástarjátningum
í, og óskaði hann þar eftir að
komast í samband við þá einu
sönnu konu, scm Guð hefði
skapað honum til handa. Og
hann fékk svo sannarlega laun
fyrir erfiði silt, því að um 400
skandinavískar stúlkur fundu
flöskur frá honum á strönd
hcimalands síns og skrifuðu
síðan til lians.
En sú útvalda var samt ekki
í þeim hóp. Hún liafði aftur á
móti lesið um þcssa framtaks
semi Englcndingsins, og fannst
þetta einlivern veginn svo róm-
antískt, að hún hafði samband
við hann. Hún ei frá Svíþjóð,
21 árs og heitir Inge-Britt
Granberg, og nú er Brian Colc
kominn til heimabæjar hennar,
Vaxholm í því skyni að ganga
í það heilaga.
★
Stúlkan á MYNDINNI, Les-
ley Gore, er orðin fræg dægur
lagasöngkona í hcimalandi sínu
Bandaríkjunum. Hún var upp-
götvuð af tilviljun, eins og
stundum vill verða þar fyrir
vestan. Hún var fyrir hokkru
að syngja í afmælisveizlu eins
vinar síns, og barst söngur
hennar til eyrna „réttra
manna“, eins og það kallast.
Árangurinn varð samning-
ur við hljómplötufyrirtæki og
Heitt hefur verið víða á megin
landi Evrópu undanfarið. Þessi
mynd var tekin i París nýlega,
og virðist svo sem stúlkunni
hafi fundizt of heitt til þess
að aka bílnum sínum, og því
fengið sér blund.
samningur við ýms sjónvarps-
og útvarpsfyrirtæki. Hún hefur
tvisvar farið í söngferð til Evr-
ópu, og er myndin tekin í Lond
on fyrir skömmu, en þar söng
Ihún m.a. nýjasta topplagið
sitt, „Maybe I Know“. Lesley
er 18 ára gömul dóttir vellauð
ugs viðskiptamanns í Tenafly,
New Jersey.
r /
J
A VI9AVANGI
Fjárhagsörðugleikar
hafnarsjóða
Fjárskortur hafnarsjóða og
dráttur, sem af honum stafar,-
á nauðsynlegum framkvæmd-
um, er mörgum áhyggj.uefni, í
sjávarplássum norðanlands Qg
víðar. Samkvæmt gildandi lög-
um eiga hafnarsjóðir eða hiui-
aðeigamdi sveitarfélag yfirleitt
að greiða 60% af kostnaði við
liafnargerð. En nú er svo kom-
ið vegna hinnar miklu dýrtíðar,
að svo að segja hver áfangi, sem
unninn er á hverjum stað, er
milljónafyrirtæki. — Og hver
höfn kostar tugi milljóna, svo
að slep.pt sé þó nokkrum höfn-
um sunnanlands, sem kosta
enn meira. Yfirleitt hafa liafn-
arsjóðir tekið lán til að greiða
sinn hluta og fengið ríkis-
ábyrgð. — Þau svcitarfélög eru
mörg, sem ekki hafa getað
greitt vexti af lánum þessum
nema þá að litlu leyti. Ríkis-
sjóður hefur þá borgað af lán-
unum og viðkomandi hafnar-
sjóðir eða sveitarfélag komizt í
t’ilsvaraudi skuld við ríkissjóð.
Vanskilaskuldirnar
Fyrir 2—3 árum var hafizt
handa um að semja um og inn-
heimta vanskilaskuldir vegna
1* ríkisábyrgða, þar á meðal
skuldir sveitarfélaga vegna
hafnarframkvæmda. Sumt var
gefið eftir, en sveitarfélögin að
öðru leyti látin greiða vanskila-
skuldirnar með því að skrifa
undir skuldabréf. Þetta var lé-
leg lausn. Mergurinn málsins
er sá, að hálfgerð höfn gefur
ekki af sér þær tckjur, að þær
nægi til að stánda stráúm af
60% stofnkostnaðar. Þegar
höfn er fullgerð og fafiu að
hafa áhrif til eflingar atvinnu-
Iífi má vænta verulegs tekju-
auka, en fyrr ekki. Hægt væri
að hugsa sér, að allar liafnir
væru landshafnir og gerðar af
ríkinu, eins og þjóðvegir. Þann-
ig er það í Keflavík og á Rifi
á Snæfellsnesi, samkvæmt sér-
f. stökum lögum. Önnur þessara
hafna hefur haft miklar tekj-
^ ur, en hin engar, svo þar hefur
; ríkið fengið lítið í sinn hlut.
Til þessa Iiefur þótt ráðlegt,
- að hafnargerð yrði yfirleitt á-
fram á vegum svéitarfélaga.
Breytinga er þörf
Framsóknarmenn fluttu í vet-
ur á Alþingi frumvarp um
breytingu á hafnalögum. Aðal-
efni þcss var, að ríkissjóður
greiddi eftirleiðis 65% af kostn
aði við nauðsymlegustu og dýr-
ustu hafnarmannvirki, hafnar-
garða (öldubrjóta), bátakvíar,
afgreiðslubryggjur allt að 150
m á hverjum stað, dýpkun á
siglingaleiðum í hafnarmynnum
og að bryggju hafnarsjóðs, svo
og til fyrstu framkvæmda á
hverjum stað. unz þær nema
3 milljónum króna. Hluti sveit-
arfélaga eða hafnarsjóða myndi
þá yfirleitt lækka úr 60% nið-
ur í 35% Gert var ráð fyrir,
að hér væri um bráðabirgða-
breytingu að ræða, unz sett
hafa verið ný liafnalög, en und-
irbúningur þess var hafinn fyr-
ir nokkrum árum og nýtt hafna
Iagafrumvarp er búið að liggja
hjá ríkisstjóminni síðan á ofan-
verðu ári 1961, samið af nefnd,
sem ásamt vitamálastjóra vann
þetta verk fyrir Alþingi og rík
isstjórn. Sennilega yrði hér
Framh. á 15. síðu
TÍMINN, föstudaginn 11. september 1964 3
| - >