Tíminn - 17.09.1964, Page 15
KRAFTAVERKIÐ
Framhalo ai 16. sfSu.
En þriðja leikritið í röðinni
á leikskrá verður „Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?“
eftir frægan, ungan mann í
New York, Edward Albee, sem
sýnt hefur verið við feikna
hrifningu á Broadway og í
London af sama leikhópnum
síðan í fyrra, en auk þess leik
ið í mörgum löndum öðrum.
Þýðandi er Jónas Kristjánsson,
leikstjóri Baldvin Halldórsson,
leiktjaldamálari Þorgrímur
Einarsson og aðalleikendur,
Helga Valtýsdóttir og Róbert
Arnfinnsson.
Nálægt jólum verður fluttur
söng og látbragðsleikurinn
„Stöðvið heiminn" eftir Leslie
Bricusse og Anthony Newley,
í þýðingu Þorsteins Valdimars-
sonar, en lei'kstjóri verður Ivo
Cramér, norskur maður, sem
starfar í Stokkhólmi og setti
leikinn á svið þar og víðar. —
Hefur leikurinn vakið feikna
hrifningu hvarvetna.
f janúar kemur svo hið um-
deilda leikrit „Eftir syndafall
ið“ eftir Arthur Miller, þýðandi
Jónas Kristjánsson og leikstj.
Gísli Halldórsson Því næst
verður sennilega sett í fyrsta
sinn á svið Þjóðleikhússins leik
rit eftir Bertold Brecht, hið síð
asta sem kom fiá hans hendi,
„Arturo Ui“, gerist í Chicago
en fjallar um forsprakka naz-
ismans. Pólski leikstjórinn Er-
win Axer, sem stjórnaði flutn
ingi þess á leiklistarþinginu í
Varsjá í fyrra við tnikinn orð-
stír, kemur hingað væntanlega
til að setja leikritið á svið. Þá
er áformað að flytja frægt,
þýzkt leikrit nýtt, „Staðgengill-
inn“ eftir Rolf Hochuth, þýð-
andi og leikstjóri, Gísli Al-
freðsson.
Upp úr næstu mánaðamótum
hefjast sýningar í litla leik-
salnum f Lindarbæ, húsi verka
lýðsfélaganna við Lindargötu,
og fyrst sýndir þar „Kröfuhaf-
arnir" eftir August Strindberg
sem fumsýnt var á Listahátíð-
inni í vor á sviði Þjóðleikhúss-
ins, Síðan verður sett á svið í
Lindarbæ „Sköllótta söngkon-
an“ eftir Ionesco. f þessum
húsakynnum, sem Þjóðleikhús-
ið hefur tekið á leigu til fimm
ára, verður Leiklistarskóli Þjóð
leikhússins til húsa.
Með vorinu verður flutt óper
an „Madame Butterfly“ eftir
Puccini, og líklega kecnur einn-
ig á svið nýr íslenzkur ballett,
sem Guðlaugur Rósinkrans hef
ur samið söguhandrit að, en
Erik Bisted semur danshand-
ritið og Jón Sigurðsson tónlist-
ina.
Þrjár leiksýningar verða tekn
ar upp að nýju frá í vor, „Tán-
ingaást“, „Sardasfurstinnan“ og
„Mjallhvít".
EINVIGI
Framhald af 1. síðu.
lynda samvinnustjórn á sem breið-
ustum grundvelli. Hann var for-
sætisráðherra í samsteypustjórn
með íhaldsmönnum, og stendur
íhaldsflokkurinn nær einhuga að
baki honum nú.
Flokkurinn er grundvallaður á
fylgi bænda, en í seinni tíð hafa
hin frjálslyndu sjónarmið hans
unnið mikið á og þá sérstaklega
í borgum og bæjum. Kom þessi
þróun ekki hvað sízt fram, er
flokkurinn breytti nafni sínu s.l.
ár i Vinstri, frjálslyndi flokkur
Danmerkur. Hefur í seinni tíð og
þá sérstaklega í bæjunum verið
lögð meiri áherzla á seinni hluta
nafnsins í kosningaáróðri.
Nú eiga vinstri flokkurinn og
íhaldsflokkurinn 71 mann til sam
ans á þingi, en sósíaldemókratar
77 þingmenn. Þingmenn vinstri
flokksins eins eru 39.
FRYSTING
Framhald af 1. síðu.
loftþéttar, t.d. nota alummium
pappír, frostpappír eða svu
kallað cryovac, og einnig væri
mikið atriði að hafa lítið í
hverjum pakka. svo írystingin
gæti orðið fljótari, og setja
heldur ekki of mikið í irysti
kisturnar til þess að lækka
frostið ekki með því.Unnsteinn
sagði, að alls konar ávaxta-
salöt hefðu reynzt hentug til
frystingar, og gætu húsmæð-
ur notað sér það, og búið til
töluvert magn í einu og fryst
svo afganginn. — En un.búð-
irnar eru sem sagt þýð ngar
miklar, þær þurfa að vfcra
raka cg loftþéttar, það má
ekki gleymast, sagði hann að
lokum.
OFÆRÐ
Framhald af 16. síðu.
ið og var afspyrnu rok á afréttin
um í gær. Veður var þurrt, en
stormurinn var svo svartur, að
ekki sá út úr augunum. Flóamenn,
sem fóru frá Dalsá vestur yfir ör-
æfin, áttu fullt í fangi með að
rata, þó kunnugir væru. Allir kom
ust þeír í náttstað heilu og höldnu
á Sultarfit, en þar var köld að-
koma og næturgisting ónæðissöm.
Engum fjallmanni kom dúr á auga
um nóttina og aðeins tvö tjöld
voru uppistandandi í gærmorgun,
hin höfðu fokið. Magnús Áma-
son, bóndi í Flögu, sem hefur ver
ið fjallkóngur Flóamanna í 50—
60 ár, telur að slíkt fárviðri hafi
hann aldrei áður vitað.
RÁDSTífNA IIM ATVINWJ-
MÁL SIGlflRDKA
15 ÞUSUND
Framhald aí l. síðu.
slipp, og á að skila skipinu
sjókláru. í því ásigkomulagi
munu Grikkirnir greiða 11
þúsund sterlingspund fyrir
skipið. Grikkirnir ætla sér
að setja dieselvél í skipið,
og gera það síðan út á fisk-
veiðar við Kanaríeyjar.
Samningarnir um sölu á
Sólborginni eru aftur á
móti ekki komnir eins langt,
þar sem staðið hefur á rík-
isstjóminni að gefa ákveðið
svar. Svarið átti að koma í
dag, en í kvöld hafði milli-
göngumaðurinn um sölu
skipsins enga tilkynningu
fengið þar að lútandi.
Sólborgin er yngra skip
en Ágúst, skrokkurinn í
betra ásigkomulagi, og gerir
það skipið því að sjálfsögðu
verðmeira. Ef af samning-
um verður, er ætlunin að
gera Sólborgina út á fisk-
veiðar.
Bjarni riddari, sem seldur
var í fyrra mánuði, er enn
hér í Reykjavíkurhöfn, og
er unnið að því að gera
skipið sjóklárt. Ekki er
fullvíst til hvers skipið verð-
ur notað, en tvennt kemur
til greina. Annars vegar að
nota skipið í ávaxtaflutn-
inga, og hins vegar að setja
frystitæki í skipið, gera það
út á fiskveiðar, og heil
frysta fiskinn um borð.
Verkalýðsfálögin í Siglufirði,
Þróttur og Brynja, hafa boðað til
ráðstefnu um atviiwiumál Siglfirð-
inga í samræmi við einróma sam-
þykkt almenns borgarafundar á
Siglufirði 31. ágúst síðast liðinn.
Til ráðstefnunnar er boðið þintg-
mönnum úr Norðurlandskjördæmi
vestra, fulltrúum þingflokkanma,
fulltrúa ríkisstjórnar, formanni
milliþinganefndar í atvinnurmál-
um, fulltrúum bæjarstjómar Siglu-
fjarðar, bæjarstjóra Siglufjarðar;
fulltrúa frá Vinnuveitendafélagi
Siglufjarðar, fulltrúa frá Sfldar-
verksmiðju ríkisins, fulltrúa frá
Alþýðusambandi fslands, svo og
stjórnum og atvwinumálanefnd
verkalýðsfélaganna, sem að ráð-
stefnunni standa.
Ráðstefnan verður haldin í
Siglufirði dagana 19. og 20. þ.m.
og hefst klukkan tvö laugardag-
inn 19. Dagskrá fundarins verður
tvískipt og verður fyrri daginn
rætt um atvmnuástand í Siglu-
ÞING B.S.R.B.
23. ÞING Bandalags starfs-
enanna ríkis og bæja verður hald-
ið dagana 17.—20. sept. n. k. í
Hagaskóla. — Verður það sett
fimmtudaginn 17. september kl. 5
e. h. Kjörbréf hafa borizt fyrir 117
fulltrúa frá 28 bandalagsfélögum
er telja um 5.200 meðlimi. Auk
þess sitja þingið boðsgestir frá
öðrum stéttasamböndum og einn-
ig frá samtökum opinberra starfs-
manna á Norðurlöndum.
firði nú í vetur unuir eftirfarandi
dagskrárliðum:
1) Niðurlagningarverksmiðjan.
2) Tunnuverksmiðjan.
3) Útgerð og hraðfrystihús.
4) Vinna við Strákaveg.
5) Önnur úrræði.
Síðari daginn verður fyrst og
fremst rætt um atvinnuuppbygg-
ingu í Siglufirði í framtíðinni-
undir eftirfarandi liðum:
1) Aðstaða til þorskútgerðar.
Innri höfnin.
2) Skipasmíðastöð og dráttar-;
braut.
3) Lýsisherzla.
4) Smáiðnaður.
5) Önnur mál.
Borun eftir vatni í
Vestmannaeyjum hætt
FB-Reykjavík, 16. september.
Nú hefur verið hætt við frekari
leit að vatni í Vestmannaeyjum
í bfli, eti þar hefur verið borað
með hinum svokallaða Norður-
landsbor frá því í marz í vctur.
Holan er orðin 1565 metra djúp,
en lítið vatn hefur komið upp úr
holunni.
fsleifur Jónsson verkfræðingur
tjáði okkur, að frá upphafi hafi
verið rætt um að bora ekki niður
fyrir 1500 metra, og væri því
marki nú náð, og því hefði verið
hætt borun. Hins vegar væri
eftir að prófa árangurinn að þess-
ari borun, og mætti búast við nið-
urstöðum athugananna eftir nokkr
ar vikur, en að rannsóknunum
stáífa auk ísleifs, Jón Jðnsson og
Guðmundur Pálmason.
Borholan kostar nú um 4 millj.
kr., og munu Vestmannaeyingar
NIU YFIR
25 ÞOSUND
EJ-Reykjavík, 16. sept.
NÍU skip eru nú komin með
25.000 mál og tunnur eða meira á
síldarvertíðinni og er Jörundur
III ennþá hæstur með 36.278 mál
og tunnur, en Jón Kjartapsson er
alveg á hælum hans með 35.483.
Einn bátur til, Snæfell, hefur feng
ið yfir 30.000 mál og tunnur.
Samkvæmt síldarskýrslu Lands-
sambands ísl. útvegsmanna höfðu
eftirtalin skip fengið yfir 25.000
Dómur í máli brezka |
skipstjórans j
GS-ísafirði, 16. sept.
KVEÐINN hefur verið upp dóm-
ur í máli skipstjórans Henry
Bricks á Dragon FD60, sem tekinn
var að veiðum 0,9 sjóm. innan
fiskveiðitakmarkanna út af Barða.
Skipstjórinn hlaut 260 þús. króna
sekt og afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk. Skipstjórinn hefur
áfrýjað dómnum til hæstaréttar.
Þess má geta, að Dragon var með
lítinn afla, aðeins um 260 kit. i
Sýnikennsla um
meðferð kjöts
LG-Selfossi, 16. sept.
ÐAGANA 22. til 25. sept. heldur
Samband sunnlenzkra kvenna sýni
kennslu í meðferð og geymslu á
kjöti. Kennslan fer fram í sam-
komusal KÁ á Selfossi 22. sept.,
í félagsheimilinu að Flúðum 23.
sept., og á Strönd á Rangárvöllum
4. sept., en síðasta námskeiðið
verður í Seljalandsskóla, Vestur-
Eyjafjöllum 5. sept. Kennari verð-
ur frá Adda Geirsdóttir, Laugar-
vatni. Sýnikennsla þessi ætti að
koma í góðar þarfir. þar eð kon-
ur eru nú sem óðast að útbúa vetr
arformann. Formaður Sambands
sunnlenzkra kvenna er Ragna Sig-
urðardóttir, Þórustöðum, Ölfusi.
mál og tunnur á miðnætti s. 1.
laugardag: Jörundur III 36.278,
Jón Kjartansson 35.483, Snæfell
32.640, Sigurpáll 29.982, Sigurður
Bjarnason 28.125, Bjarmi II 27.158,
Helga Guðmundsdóttir 26.587,
Höfrungur III 26.285, Árni Magn-
ússon 25.151.
Alls hafa 30 skip fengið 20.000
mál og tunnur eða meiri afla á
síldveiðunum fyrir norðan og aust
an, við Vestmannaeyjar og í Faxa-
flóa.
greiða helming kostnaðarins. —
Nokkurt vatn kom fram í holunni
þegar hún var um 900 metra djúp,
og verður nú athugað nákvæmlega
hve mikið það magn var, og hvort
um nokkra aukningu hefur verið ,
að ræða, eftir að helan dýpkaði.
PÚSSNINGAR-
SANDUR
Heimkeyrður pússningar-
sandur og vikursandur
sigtaður eða ósigtaður við
húsdyrnar eða kominn upp
á hvaða hæð sem er eftir
óskum kaupenda.
Sandsalan við Elliðavog s.f.
Sími 41920
Við seljum
Opel Kad. station 64.
Opel Kad. station 63.
Wolksv 15, 63.
Wolksv. 15. 63
N.S.U. Prinz 63 og 62.
Opel karav. 83 og 59.
Simca st. 63 og 62.
Simca 1000 63
\RAUOARÁ'
SKÚLAGATA 55 — SiMt I58B'
ÞAKKARÁVÖRP
Innlegar þakkir færi ég ykkur öllum, sem heimsóttuð
mig, senduð mér kveðju og færðuð mér höfðinglegar
gjafir á fimmtugsafmæli mínu þann 6. sept. s.I.
Gæfa og gengi fylgi ykkur.
Ásgeir Bjarnason, Ásgarði.
JarSarför
Ásgeirs Eiríkssonar,
sveitarstióra
Stokkseyrarhrepps fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19.
þ. m. kl. 14.30.
Þelm, sem vlldu minnast hins látna er bent á Stokkseyrarkirkju.
Vandamenn
R N, fimmtudaginn 17. september 1964 —
15