Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 24. sept.
NTB-Berlín. — Hinn nýi samn
ingur, sem veitir íbúum Vest-
ur-Berlínar rétt til að heim-
sækja ættíngja í Austur-Berlín
var undirritaður í dag í A-
Berlín. Fyrir hönd v-þýzku
stjórnarinnar undirritaði Horst
Korber, meðlimur borgarstjóm
arinnar og af hálfu austur-
þýzkra yfirvalda, ríkisráðsrit-
arinn, Rich Wendt. Samningar
þessir tókust eftir átta mánaða
erfiðar samningaviðræður.
Fyrri heimsóknarsamningur,
sem varðaði jóla- og nýársheim
sóknir til A-Berlínar, svo og
þessí nýi samningur, sem er
raunverulega framhald af þeim
fyrri, hafa valdið miklum póli-
tískum deilum í V-Þýzkalandi.
Segja sumir stjórnmálamenn,
að hér sé um að ræða skref
í áttina til viðurkenningar á
austur-þýzku stjóminní. Sam
kvæmt samningi þessum geta
íbúar í V-Berlín nú heimsótt
ættingja sína um jólin og ný-
árið, einu sinni á 14 daga tíma
bili í lok október og byrjun
nóvember, um páska og hvíta-
sunnuhelgarnar og loks í sér
stökum tilfeUum, svo sem ef
mikil veikindi eru í fjölskyld
unni eða við jarðarfarir ein-
hverra ættingja. Samningurinn
gildir í eitt ár. Heimsóknar-
beiðnum verður veitt móttaka
strax í næstu víku og í því
sambandi verður komið upp
16 eftirlitsstöðvum með jafn
mörgum efirlitsmönnum frá
Vestur- og Austur-Berlín. Auk
Þess verður stofnsett sérstök
skrifstofa til að taka á móti
umsóknum um að fá að heim
sækja ættingja vegna sérstakra
fjölskylduástæðna.
Yfirvöld í V-Berlín líta á
samning þennan aðeins sem
bráðabirgðalausn, en austur-
þýzkir aðilar hafa ekki viljað
fallast á fyrirkomulag, þar sem
heimsóknir væru gefnar frjáls
ar, en þó undir eftirliti.
Willy Brandt, borgarstjóri
sagði í dag, að samningur þessi
væri engin pólitísk niðurlæg-
ing. Sagðist hann vonast til, að
þetta yrði fyrsta skrefið til
mannúðlegri samskipta milli
hinna tveggja borgarhluta.
Vestur-þýzka stjórnin hefur
lagt áherzlu á, að þessi samning
ur sé eingöngu gerður af mann
úðarástæðum, en feli ekki í
sér neina viðurkenningu á aust
ur-þýzku stjórninni.
WILL! STOPH
FORSÆTISRÁÐ
HERRA AUSTUR-
ÞÝZKAI.ANÐS
‘ NTB-Berlín, 24. september.
Willi Stoph var í dag kjörinn for-
sætisráðherra Austur-Þýzkalands.
Hann er fimmtugur að aldri og
hefur mörg undanfarin ár verið
fyrsti varaforsætisráðherra og
raunverulega leiðtogi stjórnarinn
ar í hinum langvarandi veikinda
forföllum Otto Grotewohl, sem
lézt á mánudag. Hið svonefnda rík
isráð, sem Walter Ulbricht, for-
maður austur-þýzka kommúnista-
flokksins stýrir, valdi Stoph í hið
nýja embætti, en þingið staðfesti
síðan kjörið. Sömuleiðis varð
hann við kjörið varaformaður rík
isráðsins. Stoph er múrari að iðn.
Hann gekk í austur-þýzka komm
únistaflokkinn árið 1931, 18 ára
að aldri. Hann var innanríkisráð
herra árin 1952—1954, en varð
árið 1956 varnarmálaráðherra ^ og
fékk hershöfðingjanafnbót. Árið
1960 varð hann varaforsætisráð-
herra og tveim árum seimna fyrsti
varaforsætisráðherra. Sem varafor j
maður ríkisráðsins er hann stað j
gengill Ulbrichts og er talið, að
honum sé ætlað að verða eftir-
maður hans.
WUIi Stoph
Guillon-systkinin og félagi þeirra Joel Biet
Meiríhlutastjórn í
Danmörk útilokuó
NTB—Kaupmannahöfn, 24. september.
Eins og raunar var búizt við, var Jens Otto Krag, forsætisráð-
herra starfsstjórnar Danmerkur, falið að gera tilraun ^til stjórnar-
myndunar i landinu á sem breiðustum grundvelli. Eftir viðræður við
aðra pólitíska leiðtoga, lýsti Krag því yfir seint i kvöld, að enginn j
grundvöilur væri fyrir myndun meirihlutastjónnar jafnaðarmanna,;
róttækra, vinstri og íhaldsmanna. Sagðist Krag mundu fara þess á
leit við konung, að hann- boðaði til nýs fundar með flokksleiðtogum j
á morgun til að ræða ástandið.
Friðrik konungur tók þessa á-lsam fengu þingmenn kjörna í
kvörðun, eftir að hann hafði rætt kosningunum. Fulltrúar jafnaðar-j
við leiðtoga þeirra sex flokka, I manna fóru þess á leit við konung, I
að hann fæli Krag stjórnarmynd-
unina og féllst hann á þá tillögu.
Fulltrúar vinstri stungu þá
upp á, að mynduð yrði frjáls-
lynd stjórn á breiðum grundvelli,
en fannst hins vegar samsteypu-
stjórn jafnaðarmanna, róttækra og
vinstri óraunhæf. íhaldsmenn
lögðu til, að Erik Eriksen, foringja
vinstri yrði falið að gera tilraun
til stjórnanmyndunarinnar, en
létu í ljós þá skoðun, að ekki
væri grundvöllur fyrir að hugsa
sér samstjórn jafnaðarmanna, rót-
Framh i bls K>
METUTGAFUAR HELGAFELLS
■ EF VERKFÖLL HAMLA EKKl
GB—Reykjavík, 24. sept.
„Þetta ár verður, ef verkföll j
tefja ekki, mesta útgáfuár Helga
fells frá byrjun fyrir aldarfjórð-
ungi“ sagði Ragnar Jónsson for-
stjóri á fundi mcð fréttamönnum
I dag, út kæmu á árinu a.m.k. 20
bækur, þar á meðal nokkur stór
verk.
Aðaljólabækur forlagsins í ár
taldi Ragnar, auk ritgerðasafns-
ins „Mælt mál“ eftir Davíð Stefáns
son, málverkabókar Blöndals og
Kjarvalsbókar Thors Vilhjálmsson
ar, sem stöðvuðust í verkfallinu
fyrir síðustu jól, nýtt smásagna-
safn eftir Halldór Laxness, „Sjö-
stafakverið", og nýja útgáfu á
fyrstu bók skáldsins, „Barni nátt-
úrunnar", með formála eftir höf-
Framh á 15 síðu
Fyrsta leikár L.R. með fastráönum leikurum
NTB-Washington. — Johnson,
Bandaríkjaforseta var í dag
afhent eíntak af hinni marg-
umtöluðu Warren-skýrslu, sem
birt verður opinberlega á
sunnudagskvöld. Eins og kunn-
ugt er fjallar skýrslan um nið
urstöður stjórnsMpaðrar nefnd
ar, sem falið var að rannsaka
morðið á Kennedy, Bandaríkja
forseta. Var nefndin kölluð
eftir formanni hennar Warren,
hæstaréttardómara. Skýrslan er
sú mesta sinnar tegundar í
Bandaríkjunum, 700 prentaðar
síður.
GB-Reykjavík, 24. sept.
.Leikfélag Reykjavíkur byrjar leik
árið með sýningu n. k. laugar-
dagskvöld, og verður nú ,sú gagn
gera breyting á rekstraraðstöðu,
að ráðnir verða nú fastir leikarar
í fyrsta sinn í sögu félagsins, sem
haldið hefur uppi leikstarfsemi fyr
ir höfuðstaðarbúa í nærri sjötíu
ár.
Ráðamenn L.R., Sveinn Einars
son, leikhússtjóri, Helgi Skúla-
son formaður og Guðmundur Páls
son framkvæmdastjóri, sátu fund
með fréttamönnum i dag og
greindu nokkuð frá þessu sögu
lega leikári, sem í hönd fer, er
fjárveiting frá Reykjavíkurborg
gerir þeím kleift að leggja áætlun
með föstum starfskröftum. Fyrstu
fastráðnu leikarar L R. verða eftir
talin sjö: Brynjólfur Jóhannes'son,
Gísli Halldórsson, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Helga Bachmann,
Helgi Skúlason, Kristín Anna Þór
arinsdóttir og Sigríður Hagalín.
En auk þeirra verða samt eftir
sem áður ráðnir leikarar í einstök
hlutverk fyrir kvöldkaup.
Á laugardagskvöld verður tek
inn til sýningar á ný ameríski gam
anleikurinn „Sunnudagur í New
York“, sem sýndur var hér í
Iðnó í vor og síðan úti á landi í
sumar við feikna vinsældir. En
um næstu mánaðamót verður
fyrsta frumsýning L.R. í Iðnó,
og þá sýnt lelkritið „Vanja
frændi“ eftir Anton Tjekof, ann
að leikrit hins rússneska skálds,
sem L. R. sýnir, hið fyrra var
„Þrjár systur“, flutt fyrir nokkr-
um árum, en „Kirsuberjagarður-
inn“ var fluttur í Þjóðleikhúsinu
nokkrum árum fyrr. Geir Krist-
jánsson rithöfundur hefur þýtt
Vanja frænda úr frummálinu, leik
stjóri verður Gísli Halldórsson,
sem leikur Vanja frænda, en aðr-
ir leikendur verða Helga Bach-
mann, Bríet Iíéðinsdóttir, Helgi
Framh á 15 síðu
e
TÍMINN, fðstúdagtnn 25. september 1964