Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 14
ÉG VAR CICERO EFTIR ELYESA BAZNA og hún er búin að láta klippa sig svo stutt, að þér mynduð ekki geta dregið hana á hárinu lengur. Hvað veit hún um Cicero? i Hann kreppti hnefana. i — Hún getur ekki vítað neitt j um hann, endurtók hann. Endur- | tekningin kom upp um óvissu I hans. — Allt, sem hún veit, er að Cicero er til, sagði hann lágradd- aður. — Ég vona það, sagði óg, en var þó ekki sannfærður. — Ég get látið yður hafa heim- iliijang hennar, sagðí ég. Ég skrifaði heimilisfangið í Mar mara Sokagi. — Hún býr þarna með unga manninum, sem elti okkur einu sinni, sagði ég. — Það lítur einna helzt út fyrir, að hann sé meira en aðeins vinur. Hann sagði ekkert viö þessu. Við þögðum, þangað til þögnin varð óbærileg. — Ég á enn eftir að fá dálitla penínga greidda, sagði ég hægt. Hann reis á fætur, eins og það ylli honum miklum þrautum, og tók seðlavöndul út úr skápnum | og rétti mér. ; — Allt í lagi? sagði hann. Ég tók við peningunum og gekk | í átt að dyrunum. : — Við sjáumst þá ekki aftur, i sagði ég. Hann samþykkti með i þögninní. Eg leit á hann. Hann beit í neðri vör sína. Það yrði ekki auð- 1 velt fyrir hann, að útskýra hvarf Corneliu Kapp fyrir þeim i Ber- lín. — Au revoir, monsieur, sagði ég. Þetta var síðasta heimsókn mín í þýzka sendíráðið. Hvað hafði gerzt síðan ég sá Moyzisch með Corneliu Kapp í A.B.C.? Þessi spurning elti mig í mörg ár, og ég fékk ekkert svar, fyrr en á segulbandinu frá Seiler mörgum árum síðar. — Hvenær hverf Cornelia? Rödd Seilers svaraði: — Hinn 6. apríl 1944. — Það var á páskunum, eða var ekki svo? — Það var á skírdag. Hún sagð- sít vera að fara í frí til föður síns í Búdapest. — Svo hún sagði það. — Já. Við vissum ekki, að hún var að ljúga því. Ég man, að ég minntist á það við Moyzisch þá um daginn, að nú .losnaði hann við hana að lokum. Hann hafði verið svo óánægður með hana. Hann hló, og sagði, að hann myndí sjá til þess, að hún kæm- ist í lestina. — Hann vildi sjá til þess? — Nei, hann átti ekki við það í alvöru, hann var að grínast. Hann vildi vera vingjarnlegur við hana, hann vildí ekki, að hana grunaði, að hann vildi losna vijð hana. Hann keypti farmiðann handa henni...... — Og? — Lestin, sem hún átti að fara með, fór klukkan eex um kvöld- ið, og Moyzisch hagaði svo til, að hann hítti hana á lestarpallinum með miðann. Hann vildi kveðja hana og óska henni góðrar ferð- ar. Þegar hún lét ekki sjá sig, fékk hann næstum því taugaáfall. — Grunaði hann strax, að hún hefði snúizt í lið með hinum, eins og Þjóðverjarnir tveir höfðu gert? — Neí, það held ég ekki. Hann hélt að eitthvað hefði komið fyr- ir hana, eða að hún hefði veikzt. Hún var alltaf svo taugaóstyrk, og hún var oft fjarverandi frá skrifstofunni, af því að hún sagð- ist vera veik. — Án efa til þess að geta hitt ástmann sinn í ró og næðí. Þenn- an Sears, eða hvað hann hét nú. — Ef til vill. Ég veit það ekki. — Sears, sem var í raun og veru Ameríkani, en ekki Englend ingur eins og allir héldu. — Það er nokkuð, sem ég veit hreint ekkert um. — Cornelia viðurkenndi sjálf, að hún gerði þetta allt fyrir ást- ina. Hún segir, að hún hafi hitt vin sinn frá Clevelandi aftur í Ankara. Mesta ástarævintýri lífs síns, kallar hún það. Það getur aðeins hafa verið maðurinn, sem eftirtektarverðastur var, fyrir það, hve unglegt og slétt ancllit hans var. fyrir ást, en það veit hún sjálf bezt. — Allt lagi. Svo grunur kom ekki strax upp í huga Moyzisch? — Hann leitaði að henni um alla stöðina, og þegar hann fann hana ekki, kom hann til mín, og við fórum saman til íbúðar henn- ar. — Þegar við komum þangað, vissum við allt um leið. íbúðin var tóm. Einhver í húsinu sagði okkur, að hún hefði farið fyrr um daginn, og tekið með sér allar eigur sínar. Frá því augnabliki bjuggumst við hinu versta. — Þér eigið við, að hún hefði snúizt í lið með hinum. — Já. — Hvað gerður þér við því? — Það var ekki í mínum verka hring að gera neitt. Það var mál Moyzisch. — Og hvað gerði þá Moyzisch? — Hann sagði Herr von Papen frá þessu. Hvað annað gat hann gert? Um tíma héldum við, að hún hefði ef til vill farið sjálfri sér að voða. — Var hún sú manngerð, sem fremur sjálfsmorð? — Sjálfsmorð var möguleiki, sem ekki var hægt að útiloka. Þegar á allt var litið, var hún sérfræðingur í taugaáföllum. Við neituðum jafnvel að trúa því um stund, að hún hefðu svikizt und- an merkum. Það hefði getað haft mjög óþægilegar afleiðingar fyrir Moyzisch. — Augljóslega. Sendi hann ekki 45 þegar í stað skýrslu um málið til I Berlínar? — Auðvitað gerði hann það. , Hann varð að geia það, til þess að ! komast hjá því, að grunur félli á hann sjálfan. Beilin réðst gegn okkur með spurningum, þeir neit uðu að trúa því, að slys eða sjálfs- morð gæti verið orsökin fyrir livarfinu, og þá grunaði þegar, að um liðhlaup væri að ræða. Þá kom skipun frá Kalttnbrunner til Moyzisch um að koma þegar í stað til Berlínar. Mojzisch bjóst við hinu versta. — Þér eigið víð, að lann gæti verið handtekinn fyrir vanrækslu? — Hann varð að vera úðbúinn öllu. Hann fór til Istanbul til þess að ná þar í sendiboða-flugvélina, en þá fékk hann skilaboð frt vini, manní í utanríkisráðuneytini um, að betra væri fyrir hann, að koma ekki. Honum var ráðlagt að bera fyrir sig veikindum eða ein- hverju því um líku. í Berlín aetl- uðu þeir að handtaka hann á þeim forsendum, að hann hefði aðstoðað og hvatt til flótta Corneliu. Þeir hefðu fundíð fjöldan allan af af- sökunum fyrir því, að þeir hefndu sín á honum. — Svo hann flaug ekki til Ber- línar? — Nei, hann kom aftur til Ank- ara. Hann var mjög illa farinn. Þá kom Cicero fram á sjóiarsvið- ið aftur, og sagði honum að Cornelia hefði snúízt í lit með Bretum — hann hélt, að þessi Sears væri Breti. Þá vissun, við þetta fyrst fyrir víst. Upptakan var búin. Nú vissi ig, hvað Moyzisch hlýtur að hafa vcr- ið að hugsa um, þegar ég hití hann í síðasta sinn. Flótti Corneliu hafði komið hon um í aðstöðu, sem var eins hættu — Ég endurtek, að ég veit alls ekkert um þetta. Ég veit ekki neitt um ástæður hennar fyrir að vinna fyrir óvinina. Það getur hafa verið fyrir peninga, eða þá læknirinn að ganga í land, er hann heyrði hróp og köll að baki sér og því næst stunu. Gamli dómarinn hafði hnigið niður og myndi hafa oltið niður stigann ef hann hefði ekki verið fullur af fólki. Mitt í öngþveit- inu, sem nú varð kom skípstjór- inn í ljós. Læknirinn hraðaði sér þegar til dómarans og tók að losa um skyrtukraga hans. Forvitnustu farþegarnir námu staðar, en fengu skipun um að halda áfram. Dómarinn mátti ekki mæla. Blám inn á andliti hans varð dekkri. Læknirinn þreifaði á slagæðinni, lagði eyrað við hjarta hans, en dómarinn gamli þarfnaðist ekki framar mannlegrar hjálpar. Stór og gildvaxinn líkami hans lá í afkáralegu hnipri á efsta þrepinu. Með annarri hendi hafði hann þrifið í hálsmál sitt, en gripið hinni um handrið stigans. Læknirinn lagði fingur að star- andi sjáaldri hans, en fann ekk- j ert viðbragð. 2. kafli, Hliðgrindurnar stóðu opnar til að taka á móti þeim. Þegar létti- vagninn rann inn, komu tvö negra börn hlaupandi. Þau höfðu setið undir valhnotutré. — Miché Vic a pé vini! Dreng- urinn hljóp fram með vagninum í flaksandi baðmullarskyrtu, og telpan fylgdi honum fast eftir í síðu, bláu pilsi. Sep stöðvaði vagninn fram und an dyraþrepunum. Svo kleif hann niður úr ekilssætinu og stóð með beygðan arm reiðubúinn að hjálpa Nanaine til að komast út. — Miché Wic —. — Monsieur le doctor, leiðrétti Nanaine þau. — Já, hann er kominn heim. Og nú — öll, öll! Hún sópaði þeim skjótlega burtu NÝR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ með hanzkaklæddum höndum sín- um. — Hvaða börn voru þetta? spurði Viktor. f — Það voru litlu krakkarnir mínir, anzajði Sep og brosti breítt. ■ — Náðu farangrinum úr vagn- inum og flyttu hann inn í húsið, mælti Nanaine, — ,og komdu svo vagninum inn. Hún sneri sér að Viktor. — Við hvaða messu víltu vera? — Fyrirgefðu? Læknirinn hafði verið að horfa á eftir börn- unum, er þau hlupu heim að bú- stöðum vinnufólksins. Sep með fjöldskyldu — það var mikil breyt ing. Og þau myndu áreíðanlega verða fleiri . . . — Ég var að spyrja, við hvaða messu þú vildir vera? Faðir Guic- hard syngur messur klukkan sex, átta og tíu. — Hvenær ferð þú sjálf? — Klukkan sex. — Ágætt. — Nei, í fyrramálið finnst mér betra að bíða til klukkan tíu. Þú hlýtur að þurfa að hvíla þig eftir ferðína. Frænka hans hafði gefið honum kost á að velja, og eftir að þeirri almennu hæversku var fullnægt, hafði hún valið fyrir hans hönd. Allt í sama, gamla horfinu, hugs aði hann. — Mánaskin var byggt a£ afa læknisins árið 1845. Efri hæðjn var um það bil tíu fet frá jörðu og stóð á súlum úr hvítkölkuðum múrsteini. Langar svalir voru bæði á framstafni og með hliðum, og stórir, gildir kýprusviðarstofnar stóðu undír þakinu. Húsið var svo byggt, að það átti að geta staðizt öldurót vatnsins, er stundum gekk langt upp á ströndina. Sígrænar eikur, magnolíuviðir og valhnotutré veittu forsælu vel hirtum grasvöllum. Limgerði ind- verskra rósarunna mynduðu landa merki millí búgarða þeirra de Rochers hjóna og Roussels, þar sem Kóletta átti heima. Aldintrén uxu í bakgarðinum — fíkjur og granatepli, perur, plómur og ferskjur. Mikael Viktor Pierre Jean-Mar- e duRocher, sem hafði látið reisa húsið, nefndi það — Mánaskin. Og í rauninni hvíldi ekki svo lítið af töfrum tunglskinsins yfir hvít- um múrveggjum þess og grænum trjám, jafnvel í dagsbirtu. Viktor var ekki lítið undrandi, er hann sá, að faðír hans stóð uppi á svölunum hjá Bazile og beið hans. Hann faðmaði gamla manninn, sem var óvenju hress og hraust- legur útlits. Hann lét hjá líða að geta þess, að hann hefði búizt við jað finna hann rúmliggjandi.þó orð in væru komin fram á varir hans. j Reyndar studdist faðir hans við \ staf, en af manni á níræðisaldri ' var naumast við öðru að búast. ! Viktor renndi augum fneð nokk- urri furðu yfir fagurskapað höfuð hans með gráa hárinu, andlítið, sem var öldungis slétt og hrukku- laust, liðað yfirskeggið við þykkar varir og blá augu undir brúnum, sem ekki vtyu orðnan alhærðar. — Bien? mælti gamli maður- inn glettnislega. — Það gleður míg mjög að hitta þig svo hressan, pabbi. — Það gleður þig ekki. Þig furð ar á þvi. — Jæja, þá að minnsta kosti gleðilegar furðufréttir! — Sykursýki er aldrei gleðileg. Ég geng með hana. Viktor leit rannsakandi á föð- ur sinn. — Það hðí'ir þú aldrei haft út- lit fyrir. — Ekki það? Þú gleymir því víst, að ég var orðinn læknir, löngu áður en þú fæddist, dreng- ur minn. Þú heldur, að sjúkdóms- greining mín sé röng. Þú heldur, að þetta sé ínryndunarveiki. Hann benti á sokk sinn á vinstra fæti. Viktor leit nánar á þrútnar tær, er stóðu fram úr gömlum morgun- j skó, sem skorið hafði verið fram- an af. Gegnum þunnan, hvítan sokk sást, að æðarnar voru bólgn- ar Ég veit vel, hvað þú ert að hugsa. En þú skalt ekki vera svo einfaldur. Það er ekki liðagigt. — Ég myndi nú samt ráðleggja colchicum lækningu. — Og þá myndi ég ráðleggja þér að snúa aftur heim og lesa betur! Gamli maðurinn lamdi stafnum í gólfið. Hann var reiður. — Komið nú, herra Míkael, mælti Bazile og tók mjúklega und ir hönd hans. — Það er of kalt Lyrir yður hérna úti. Systir gamla læknisins hafði ; hvorki hreyft sig úr stað né lagt j orð í belg. Hún stóð teinrétt og i fráhrindandí, ströng og þóttaleg I á svip, eins og Viktor kannaðist : svo vel við. Nanaine var enn fög- ur kona, þrátt fyrir sextíu og átta ára aldur. Ekki sást grátt hár á höfði hennar, og hugði Viktor það hársnyrtingu hennar að þakka. Og ekki þurftí hún að nota gleraugu, sjónar sinnar vegna. En gildari var hún orðin, og sást það greini- lega fyrir þá sök, að hún var ekki mjög há í lofti. Þó notaði hún lífstykki, er sérlega var gert með það fyrir augum, að leyna þessari staðreynd að nokkru leytí. Lima- burður hennar var hinn glæsileg- asti. — Símskeyti þitt virtist bera með sér, að pabbi væri alvarlega veikur? mælti Viktor. — Það bar með sér, að þú yrð- ir að koma þegar í stað. — Þú lézt mig víljandi halda, að . . . Hann hikaði við um hríð, en hélt svo áfram: — Ég misskildi það. — Faðir þinn hefir verið mjög veikur. Hann fékk dálitla heila- blæðingu. — Hvenær var það? T í M I N N , föstudaginn 25. september 1964 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.