Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 7
Utgetandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdast.iórt Kristián Benediktsson Ritstjórar Þórarmn Þórartnsson 'áh> Andrés Krtstiánsson lón Helgason og lndriði G Þorstetnsson Fulltrút ritst.iórnar Tómas Karlsson Frétta st.ióri Jónas Kristiánsson AuglýsingastJ. Steingrlmur Gíslason Ritstiórnarskrifstotur ' Eddu núsinu simai 1830(1— 18305 Skrtl stofui Bankastt 7 Afgr.simi 12323 Augl simi 19523 Aðrai skrifstofur sími 18300 4skriftargjald kr 90.00 i mán innan lands - ! lausasölu kr 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l Við samningaborðið Morgunblaðið er órólegt út af því, að Tíminn hefur dregið fram, hvernig aðstaða bændanna er nú tíl þess að koma málum sínum fram, og hvermg síðustu samningar um búvöruverðið er til komnir. Þetta gefur tilefni til að rifja upp aftur til glöggvunar, hvað gerðist við það samningaborð, því að þessi mál eru þannig vaxin, að mikilvægt er, að þetta sé sem augljós- ast í hugum manna, jafnt bænda sem neytenda. Staðreyndirnar eru þessar: Ríkisstjómin stóð og stend ur enn gegn öllum endurbótum a löggjöfinni um verð- lagningu búvara og beitir áhrifum sínum ósleitilega til þess að halda búvöruverðinu niðri. Aðrar endurbærur, sem ættu að vera sjálfsagðar aðgerðir hverrar sæmilegr- ar ríkisstjórnar eins og einfaldasta jafnrétti í aturða- lánum og aukin framlög til uppbyggingar vegna gifurlegr ar dýrtíðaraukningar, lætur ríkisstjórnin aðems í té í hörkusamningum og krefst þess i staðinn, að ekki sé farið lengra í verðlagningunni en fulltrúar annarra en bænda geta samþykkt, en vaxtalækkun á stofnlánum og aukningu stofnlána er hreinlega neitað. Það bregður svo upp sérstæðri mynd af heilindum landbúnaðarráðherrans að hann lætur Morgunblaðið fræða menn á því, að þær |agfæringar, sem bændur urðn með fyrrgreindum hætti að toga með töngum út úr honum og ríkisstjórninni, hafi at.t að gera hvort s’m var. eða jafnvel verið ákveðið áður. Það er sem sé öllu snúið við. Með einbeitni og þrotlausu starfi tókst forystu bænd- anna við þessar erfiðu aðstæður að ná samningum, sem formaður Stéttarsambandsins telur nokkurn áfanga, þótt hann lýsi jafnframt yfir, að langt sé enn að markinu Þessi atburðarás öll sýnir það glöggt einu sinni enn, hversu mikilvæg stéttarsamtökin eru fyrir bændurna svo og einurð og þrautseigja forystu þeirra. Ennfremur eflist sú skoðun, að viðunandi lausn fáist alís ekki á landbúnaðarmálunum, nema hnekkt sé þessari ríkis- stjórn og þingmeirihluta hennar, og til þess verður að efla Framsóknarflokkinn. Framundan er hörð barátta í iandbúnaðarmálunum, og einn þáttur hennar er að knýja fram vaxtalækkun á stofnlánum til landbúnaðar, hækkun stofnlána og leng- ingu beirra Fjölda margar aðrar ráðstafanir þurfa og að koma til, og þá ekki sízt til þess að létta stofnkostn- aðirn við lífsnauðsynlegar framkvæmdir, en þennan kostnað hefur dýrtíðarstefna núverandi meirihluta og ríkisstjórnar gert óbærilegan. Ósanngjörn krafa Mcð sívaxandi framförum í flugi og aukningu þess, ættu flugfélög að kappkosta að lækka fargjöld og hæta þjónustu. Með óeðlilega sterkum alþjóðasamtökum hef- ur stóru flugfélögunum mörgum tekizt að skjóta sér und- an lækkunarskyldunni, og því eru flugfargjöld hjá þeim enn óeðlilega há. Litla, íslenzka tiugfélagið Loftleiðir hefur gert flugfarþegum ómetanlegr gagn með því að lækka fargjöldin og knýja stærri íélög inn a þá braut. Norræn samvinna ætti m.a. að beinast að bví að lækka fargjöld og stuðla að slíkri þróun eftir mætti. Kröfur þær, sem fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum hafa gert um að Loftleiðir hækki fargjöld eru öfugar klær i nor- rænni samvinnu og til óþurftar við almenmng á Norður- löndum, sem bíður eftir lækkun fargjalda en ekki hækk- un. Svona tilbrigði í norrænum samskiptum eru til minnkunar. Tvær fylkingar í Danmörku Smaflokkar og klofningsflokkar tapa fylgi. ÞINGKOSNINGAR, sem fóru fram í Danmörku á þriðjudag- in, höfðu ekki í för með sér neinar stórvægilegar breyting ar á fylgi flokkanna. Þó geta þær haft mikil og varanleg á- hrif á stjórnmálaþróunina þar í landi. Athyglisverðasta einkenni kosninganna er það, að hinar tvær stóru fylkingar, sem hafa verið að myndast í Danmörku síðan eftir stríðslokin, hafa styrkzt í sessi, en smáflokkarn- ir og klofningsflokkarnir orð- ið að láta undan síga að sama skapi. Þessar fylkingar eru sósíaldemókratar annars vegar og vinstri flokkurinn og hægri flokkurinn hins vegar. Ef svo fer, sem nú horfir, mun mynd- ast eða er þegar myndað kerfi tveggja fylkinga eða tveggja flokka i Danmörku, líkt og á sér stað í engilsaxneskum löndum, þrátt fyrir hl'itfalls- kosninga fyrirkomulagið í Dan- mörku. EF LITIÐ er á kosningatölura ar kemur í ljós, að öll atkvæða- aukningin skiptist á þá þrjá flokka, sem hér um ræðir. Hinir gömlu flokkarnir tapa og nýir klofningsflokkar fá engan hljómgrunn. Síðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk, hefur skapazt stöð- ugt nánari samvinná milli vinstri flokksins og íhalds- flokksins, sem hefur byggzt á þeirri skoðun forystumanna vinstri flokksins, að það væri eini möguleikinn til að koma í veg fyrir varanleg og vaxandi áhrif sósíaldemókrata, að keppi- nautar þeirra gætu bent á möguleika til stjórnarsamstarfs, án þátttöku sósíaldemókrata. Af klofningi andstæðinga só- síaldemókrata myndi leiða það, að sósíaldemókratar hefðu stjórnarforystuna um ófyrirsjá- anlega framtíð, og gætii með tíð og tíma fengið sterkan meirihluta á þingi Jafnhliða þessu hefur það svo átt sér stað, að báðir flokk- trnir, vinstri flokkurinn og hægri flokkurinn hafa markað sér frjálslyndari og félagssinn- aðri stefnu en áður. Forkigja' þeirra hafa verið nógu víðsýnir til að gera sér ljóst,að þeii myndu ekki halda velli gegn sósíaldemókrötum með öðrum hætti. í kosningabaráttunni nú gekk ekki hnífurinn á milli þessara tveggja flokka. íhalds menn lýstu yfir því, að Erik Eriksen, foringi vi'nstri flokks- ins, yrði forsætisráðherra, ef borgaraleg stjórn yrði mynd- uð eftir kosningarnar. Þótt þeir berðust víða um sömu kjósend- urna, gættu þeir þess að deila ekki hvor á annan og lýsa yfir samstarfi eftir kosningarnar Þetta var að sjálfsögðu erfiðarj aðstaða fyrir vinstri flokkin'n, þar sem talsvert af fylgi hans er heldur andsnúið þessari sam vinnu, og hún hefur sætt tals- verðri andspyrnu. Krag forsæt- isráðherra gekk líka á lagið og kvaðst gjarna vilja samvinnu við vinstri flokkinn en ekki við íhaldsflokkinn. Samvinna bænda og launþega væri eðli- leg. Vafalaust munu bæði jafnaðarmenn og radikalir reyna að ná atkvæðum frá vinstri flokknum á þennan hátt í framtíðinni. Samt er liklegt, að þessi sam vinna milli vinstri flokksins og íhaldsflokksins haldist ög geti hlotið fylgi, ekki sízt vegna þess, að kjósendur telji nauð- synlegt að láta ekki sama flokkinn fara alltaf með stjóra- arforustuna. Krag Eriksen EF ÞESSI stjórnmálaþróun helzt í Danmörku, þ.e. að hin- ar tvær meginfylkingar haldi áfram að eflast, mun aðstaða radikala-flokksins verða mjög örðug. Hann hefur nú unnið með sósíaldemokrötum síðan 1957 með þeim afleiðingum, að hann hefur glatað þriðjungn- um af því fylgi, er hann hlaut í kosningunum þá. Lítill flokk- ur, sem vinnur með stórum flokki, hefur alltaf örðuga að- stöðu. Þetta er ein ástæðan fyr- ir því, að Eriksen telur æski- legra að vinna^«með íhalds- flokknum en sósílademókröt- um. Hann óttast, að samvinna við eins stóran flokk og sósíal- demókrata, muni hafa sömu af- leiðingar fyrir vinstri flokkinn og radikala. Tvískiptingin, sem hefur mynd azt í dönskum stjórnmálum, mun og verða til þess, að flokk- ur Aksels Larsens virðist vart eiga mikla framtíð fyrir hönd- um. Hann tapaði einu þingsæti * nú og margt bendir til, að hann muni liðast í sundur eftir að Larsens hættir að njóta við, en hann er 67 ára gamall ög heilsuveilll. EITT hið athyglisverðasta við kosningaúrslitin þykir það, að vinstri flokkurinn, sem hef- ur verið aðalbændaflokkur landsins, tapaði verulegu fylgi í sveitakjördæmunum, sem mun stafa mest af því, að bændum hefur fækkað, en þetta tap bætti flokkurinn miklu meira en upp með auknu fylgi í borgunum, aðallega l Kaupmannah. Þar varð flokk- urinn helzti sigurvegarinn. Þett stafar að verulegu leyti af því, að flokkurinn hefur að undanförau lagt allt kapp á að kynna stefnu sína í bæjunum sem frjálslynds flokks. Þetta hefur borið þann árangur, að hann hefur náð þar verulegu fylgi millistéttarfólks. Að dómi margra mun þetta verða til þess að tryggja framtíð hans sem stórs flokks, enda sá flokksforustan fram á, að hann myndi verða minnkandi flokk- ur, ef hann ætti að styðjast við bændafylgið eitt. Fyrirsjáan- legt er að bændum mun stór- fækka í Danmörku vegna þess, hve mörg búin eru lítil, en ekki er hægt að stækka þau vegna landleysis. Talið er, að 60% af kjósend- um vinstri flokksins eigi nú heima í kaupstöðum og borg- um, en 40% í sveitum. Árið 1938 voru þessar tölur 84% og 16%. FLJÓTT Á LITIÐ virtist að- komumanni ekki óeðlilegt, að ríkisstjórnin héldi vel velli í kosningunum. Efnahagslegt ár ferði hefur verið hagstætt og sósíaldemókratar staðið sig vel á margan hátt. Krag virðist vaxandi stjórnmálaleiðtogi og flokkurinn á marga álitlega forustumenn. Það, sem hefur vafalaust ráðið hér mestu, er það viðhorf margra kjósenda, að heppilegt sé að skipta um öðru hvoru og reyna nýja krafta, en gefa þeim gömlu tækifæri til að hvíla sig og sækja í sig veðrið á nýjan leik. KOSNINGAÚRSLITIN munu leiða til stjórnarskipta, þar sem radikalir höfðu lýst yfir því, að þeir yrðu því aðeins áfram í stjórn, að flokkur þeirra tap- aði ekki. Aðstaða þeirra er samt áfram sú, að þeir geta ráðið mestu um stjórnarmynd- un. Ekki þykir ólíklegt, að þeir muni leika aftur svipaðan leik og þeir hafa áður gert, þ.e. að bjóðast til að styðja minnihlutastjórn Vinstri flokks ins, ef íhaldsmenn og Óháðir geri hið sama. Eriksen neit- aði þessu þá, því að hann taldi slíka stjórn of veika og vafa- laust mun hann gera það enn, en hins vegar bjóða radiköl- um upp á samstjórn með vínstri flokknum og íhalds- flokknum, en því munu radi- kalir neita. Líklegasta niður- staðan er sú, að eftir ýmsar umleitanir milli flokkanna, myndi sósíaldemókratar stjóra með óbeinum stuðningi radikala en leiti svo samvinnu við stjóm arandstöðuna um lausn meiri- háttar dægurmála. Vel má vera, að áður bjóði sósíaldemókrat- ar radikölum og vinstri flokkn- um stjórnarsamvinnu. Eriksen mun vafalítið neita henni. Hjá honum er efcki aðalatriðið að komast í stjórn, heldur að kom- ast það á þann hátt, sem hann telur heppilegt fyrir framt.íð ina og flokkinn. Þ.Þ. TÍMIMN, föihKtagliM 25. september )9M z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.