Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Hin glæsilega íþróttamiSstöS í Laugardalnum, sem ÍSÍ og ÍBR hafa aS undanförnu veriS aS flyt|a starfsemi sína i. HúsiS er 256 fermetrar aS stærS, þrjár hæSir, og hefur íþróttasambandiS efstu hæSina, auk þess þr|ú herbergi í kjallara og tvö á 1. hæS, sem verSa lelgS út til aS byrja meS. Elgnarhluti ÍSÍ er 47% af húslnu. Yfir 16 þús. virkir félagar innan I.S.I. — Úr skýrslu framkvæmdastjórnar íþróttasambands ísl. Á íþróttaþingi, sem háS var í Reykjavík um helgina, fluttl Gísll Hall- dórsson, forsetl ÍSÍ, ítarlega skýrslu framkvæmdastjórnar ÍSÍ um störf sambandsins frá því í september 1962 til 1. ágúst 1964. Hér á eftir fer kafll úr skýrslunni. FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ hefur lagt á það megináherzlu að fá aukið fé til starfs íþróttasam- takanna frá opinberum aðilum, á- samt því að vinna að því að fá tekjustofn, sem gæfi verulega af sér. Rökstuðningur framkvæmda- stjórnarinnar fyrir beiðni hennar um aukinn fjárhagslegan stuðning frá því opinbera byggist á eftirfar- andi meginatriðunr „f sérhverju nutimaþjóðfélagi e- lögð meiri rækt við íþróttir og a’menna líkamsrækt en áður. — íþróttir hafa því stöðugt átt aukn- um vinsældum að fagna meðal æskrmanna og kvenna. íþróttafé- lögin hafa laðað fi! sín síaukinn fjöida unglinga og gefið þeim kost á að æfa og iðka ipróttir við sitt hæfi Á þann hátt bafa þau stuðl- að eftir megni að því, að æskan fengi holl viðfangsefni að dveljast við í sínum frístundum. Þar er hún undir eftirliti færustu kennara og leiðbeinenda, sem leitast við af á- huga og fórnfýsi, að leiða hana frá solli og gjálífi,-eftir því sem föng eru á. íþróttahreyfingin er nú fjöl- mennasta æskulýðshieyfing lands- ins. Innan vébanda ÍSÍ eru flest ungmenna- og íþróttafélög lands- ins, með um 25.000 meðlimi, þar af 16.200 virka félaga. Þessi fjöldi starfar í 230 félögum víðsvegar um landið. Til þess að hægt sé að skípuleggja starf ailra þessara fé- laga, hefur þeim verið skipað 1 27 héraðssambönd og 7 sérsambönd. En auk þess vinna svo mörg sérráð og nefndir innan héraðssamband- anna að því að skipuleggja einstak ar íþróttagreinar. Þrátt fyrir þenn Haustmótin Melavöllur — HM 1. flokks — kl. 14,00 — Fram—Þróttur Melavöllur — HM 1. flokks — kl. 15,15 — Valur—KR Háskólavöllur — HM 2 flokks A — kl. 15,15 — Víkingur—KR KR-völIur — HM 3 flokks A — kl. 14,00 — KR—Vikingur KR-völlur - HM 3 flokks B — kl 15,00 — KR—Víkingur KR-völlur — HM 5 flokks A — kl 14,00 — KR—Víkingur KR-völlur — HM 5. flokks B — kl 15.00 — KR—Víkingur KR-völIur — HM 5 flokks C - kl 16,00 — KR—Víkingur Framvöllur — HM 3 flokks A — kl 14,00 — Fram—Þróttur Framvöllur — HM 4 Hokks A — kl 15.00 - Fram-Þróttur Víkingsvöllur - HM 4 flokks A — kl 14 00 - KR—Víkingur Víkingsvöllur — Hm 4 fl. B — kl 5 — KR—Víkingur SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER: Víkingsvöllur — IIM 3. flokks A — kl. 9,30 — Víkingur—Þrótt" VMkingsvölIur — HM 4. flokks A — kl 10,30 - Víkingur—Þróttui an fjölda verður ÍSÍ að gera allt, sem hægt til að fjölga virkum þátttakendum í íþróttastarfinu. — Til þess liggja tvær meginástæður. Önnur er sú, að vi'ð höfum ekki nema um 9% af þjóðinni virka þátttakendur, en um 14% eru skráðir félagar íþróttafélaganna. Hin ástæðan er sú, að á þessum áratug, sem nú er að líða, fjölgar unglingutn á aldrinum 15—19 ára örar en nokkru sinni fyrr, en það er sá aldursflokkur, sem mestu máli skiptir að íþróttahreyfingin megni að taka á móti til félags- legra starfa. Samkvæmt þeim tölum, sem nú liggja fyrir, fjölgaði þessum ungl- ingum um 19% á árunum 1950— 1960. en á þessucn áratug mun þeim fjölga um 41%. Þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir, er auð- sýnt, að þau félagasamtök, sem veita unglingum athvarf í tóm- stundum sínum, verða að vera við því búin. að starf þeirra vaxi til muna. Á undanförnum árum hefur kostnaður við íþróttastarfið vaxið mjög mikið, og er nú svo komið, j að tnörg félög hafa ekki þá fjár- hagslegu getu, sem nauðsynlegt er, til þess að geta aukið starfsemi sfna, nema fara inn á þá vafa- sömu braut að auka enn dansleikja hald, sem hefur verið um langan tíma ein aðal tekjulind þessara aðila, til þess að standa straum af félagsstarfinu V7ið því ber að sporna eftir megni. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að æskulýðsfélög haldi dansleiki, sem lið. i félags- starfinu fyrir félaga sína. en þeir ; gera ekki nema að standa undir ! eigin kostnaði Dansleikir haldnir til ágóða fyrir annað þélagsstarf i hafa sýnt það að tindanförnu. að þeir eru mjög óæskileg leið til (ekjuöflunar fyrir æskulýðsfélög. i Framhald á siðu 13 • Um 600 þátttakendur á Ólympíuleikunum eru nú komnir til Tókíó og gista ólymp íu þorpið. Leiðindaveður er nú í Japan, rigning og kuldi — og Japanir óttast' fellibyl, scm gæti valdið miklu tjóni á þeim undirbúningi, sem átt hefur sér stað fyrir leikana. • Ástralíumaðurinn Ron Clarke, heimsmethafi í 10 km. og 6 mflna hlaupi, hljóp 10 km. á 28:36.4 mín. á sunnu- dag á vondum velli í Sidney. Það er bezti hcímsmettíminn í ár, en langt frá heimsmeti hans. Peter Sneli Ólympíumeistari í 800 m. hlaupi frá Róm verður fyrirliði ný-sjálenzka lið-ins : Tokíó. Hann hefur ekki enn ákveðið hvort hann hleypur 800 eða 1500 m. á leikunum eða báðar vegalengdirnar. • Annan iaugardag leika England og Norður-írland landsleik í knattspymu. írska liðið hefur verið valið og er þannig skipað. Jennings (Tott- enham), Magill (Arsenal). Elder (Burnley), Harvey (Sund erland), Neill (Arsenal), Mc- Cullough (Arsenal), Best (Man ch.Utd), Crossan (Sunderland), Wilson (Falkirk), McLaughlin, (Swansea) og Braitwaite (Midd lesbro). • Bikarmeistarar Belgíu og Englands í knattspyrnu, La Gantoise og West Ham, léku fyrri leik sinn i Evrópubikar- keppni bikarliða á miðvikudag og var leikurinn háður í Belgíu. West Ham sigraði með eina markinu, sem skorað var í leikn um og var Boyce þar að verki. • í keppni borgarliða léku sama dag Stokkhólmsliðið Djur gaarden og Manch.Utd. — Leik urinn var háður í Stokkhólmi og lauk með jafntefli 1:1. Sænska liðið skoraði mark sitt í fyrri hálfleik en miðherji United, David Herd, jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok. Dennis Law lék ekki með sök- um meiðsla. • í sömu keDpni léku Valer engen, Ósló og sigraði Everton með 5:2. EveRton tókst tvíveg- is að jafna i leiknum og þegar 13. mín voru eftir stóð 2:2, en leikmenn Everton skoruðu þrjú mörk til leiksloka. Mörkin skor uðu Pickering 2, Temple 2 og Harway 1. • Úrvalslið írsku og skozku deildaliðanna kepptu á miðviku daginn og varð jafntefli 2:2 Fyrirliði St. Mirren, Clunie, lék miðvörð í skozka liðinu. • Á þriðjudagskvöldið var ; háður í innanhússalnum á Wembley-leikvanginum ÍÆund únum keppni um heimsmeii-tara titilinn í weltervigt milli heims meistarans Emile Griffith, | Bandaríkjunum og Brian Curv- | is frá Wales. Salurinn var troð | fullur af áhorfendum, sem • sáu Griffith vinna öruggan sig- ur á stigum í 10 lotum. Hann ( sló mótherja sinn einu sinni i niður. ; STUTTAR FRÉTTIR TILLOGUR FRA ÍÞRÓTTAÞINGI Allsherjarnefnd hefur farið yfir og rætt þær rtillögur, sem lagðar hafa verið fyrir nefndina, og legg- ur til að þær verði samþykktar þannig: Frá framkvæmdastjórn ÍSf. íþróttaþing ÍSÍ 1964, heimilar framkvæmdastjórn ÍSÍ að koma á landshappdrætti einu sinni á ári, til styrktar hinu félagslega starfi íþrótta- og ungmennafélaga í land- inu. íþróttaþing ÍSÍ 1964, telur að sú reynsla, er fékkst af formanna- fundinum í Haukadal 1963, sé það jákvæð, að rétt sé að framkvæmda stjórn ÍSÍ boði til formannafund- ar, á því ári. sem íþróttaþing er eigi haldið. íþróttaþing ISÍ 1964, teiur að rétt sé að athuguð verði og undir- búin fyrir næsta íþróttaþing, sú breyting á lögum íþróttasambands- ins. að inn í sambandsráð ÍSÍ komi fulltrúi frá hverju núverandi kjördæmi. í stað fulltrúa lands- fjórðunganna Frá Þorsteini Einarssyni. Iþróttaþing ÍSÍ haldið i9. og 20. september 1964, samþykkir að fela öllum sambandsaðilum sínum að vera vel á verði um: 1. að þau svæði eða lóðir, sem á gildandi skipulagi kaupstaða eða kauptúna, eru ætluð undir íþróttamannvirki, séu eigi skert eða felld niður sem slfk og tekin undir annað. 2. að koma tillögum um nauðsyn- leg svæði eða lóðir undir íþróttama'nnvirki nógu snemma á framfæri til viðkomandi yfirvalda, er unnið er að skipu- iagi nýrra byggðahverfa, eða er gera skal breytingar á göml- um hverfum. Enn fremur skorar þingið á ný- • skipað skipulagsráð að gæta þess að vel sé séð fyrir þörfum almenn- ings og íþróttamanna hvað snertir stærð og legu opinna svæða, þar sem iðka má íþróttir og að slík svæði séu skipulögð sem varan- leg mannvirki en ekki til bráða birgða. í sambandi við skipulagningu skólalóða beinir þingið þeim til- mælum til menntamálaráðuneytis, að fyrst og fremst séu umræddar lóðir skipulagðar og unnar í til- liti til hreyfingar- og leikjaþarfar skólanemenda. T í M I N N , föstudaglnn 25. september 1964 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.