Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.09.1964, Blaðsíða 8
■04?- :■••••• « ! FYRSTU GONGUM Veturinn var á ferð í Þistil- firði fyrir jafndægur á haust. Mánudaginn í tuttugustu og annari viku sumars var hann á leið nórður heiðar. í byggð- inni gekk á með krapaskúrum. Hlíðin austan fjarðarins var svarblejk til að sjá, en lengra suður rofaði í gránuð heiða- Iðnd. Mófuglar voru horfnir, en hrafnar háðu þing við tún- garða. Bændur slógu síðustu háartugguna, en skildu eftir haustbeit handa fénu, sem var rtninið út, og handa því, sem var kyrrt á afrétti. Nokkrar ær voru koennar í túnin. Göngur áttu að hefjast á miðvikudag. Gunnar Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum var að fylla votheysgryfjuna. Strákarnir tóku saman með múgavél og Gunnar mokaði á heyvagninn með annarri dráttarvélinni, sem heyrir búinu. Óli bróðir hans var að undirbúa slátrun á Þórshöfn. Hann er verkstjóri í sláturhúsinu, bamakehnari á staðnum og bóndi á Gunnars- stöðum. Þeir Óli og Gunnar búa félagsbúi með Halldóri föður sínum. eÞir eiga nú 269 fullorðnar ær og 31 veturgamla Sex kýr eru á bænum. Að und- anförau hafa þeir selt mjólk til Vopnafjarðar. Feðgamir reistu nýja hlöðu á þessu sumri. Við gömlu hlöðuna stendur 400 kinda hús. Það var byggt með fyrirhyggju. Bræð umir sögðust mundu fylla það Uppistaðan í Gunnarsstaða- fénu er hið svokallaða Holtsfé, sem nú er talinn hvað eftir- sóknarverðastur fjárstofn á landinu. Holt er næsti bær fyr- ir vestan Gunnarsstaði og byggður í Gunnarsstaðalandi. Þessari víðlendu jörð hefur verið skipt í fjóra parta. Á Gunnarsstöðum er tvfbýli, en Brúarland er fjórða býlið í torfunni. Sauðfjárrækt er uppi staða búskapar á þessum jörð- um sem annars staðar í Þistii firði, og Þistilfirðingar slá ekki slöku við sauðfjárræktina. Þeir hafa með sér fjárræktarfélag, en einungis valdar kindur eru „í félaginu". Halldór á Gunn- arsstöðum kallar þær aðalsroll ur í gamni. Hann er fjármaður af lífi og sál og sama er um bræðuma. Þeir hafa margbrot- ið bókhald um allt sitt fé. Hver kind heitir sínu nafni og feðg- amir telja þær aldrei í réttum eða við hús. Þeir þekkja féð, og þegar heim kemur líta þeir í bækurnar og sjá þá hvað vantar. Þannig sögðust þeir fara að því. Undirritaður spurði hvermg þeir sæju þetta í bókunum. — Jú, sjáðu til, sögðu þeir Ef þú ferð í samkvæmi og þekkir alla, sem von er á, þá sérðu hverjir koma ekki. Að minnsta kosti, ef þú hefur lista yfir gestina. Við lítum í ærbók ina og munum eftir hverri á, sem við höfum séð. Að þekkja fé og fólk — það er nokkum veginn sama skynbragðið. Snjóhöglin dönsuðu á hlað inu þegar Gunnar kom með síð asta hlassið I votheysgryfjuna. Hlíðin handan fjarðarins hvarf í élinu, loft og jörð rann saman Stundum er dimmt á heiðum uppi. Sigfús á Gunnarsstöðum járnar og synir hans hjálpf. til. í gráa móðu, en landaldan brotnaði á svörtum sandinum, þar sem Hafralónsá fellur í Þistilfjörð. Sigfús Jóhannsson, bóndi á hinu Gunnarsstaðabú- inu, var að járna gangnahest í hlöðu vestur á túninu. Hér er ævinlega talað um gangnahesta, ekki fjallhesta eins og á Suður- landi. Samkvæmt því ganga menn ríðandi í þessum lands- fjórðungi. Sigfús fór með gangnahest- inn í hlöðuna til að járna hann í skjóli. Hlaðan er ný, en á báð- nm Gunnarsstaðabúum uhafa,,., verið reistar hlöður í spmar Sigfús notar helminginn af sinni hlöðu, að milligerð; að hálfu er byggt fram í tímanr. Hér eru ný tún að komast i gagnið og flög bíða ósáin. Gunnarsstaðabændur höfðu í mörg hom að lítá í sumar, og meðal annars gróf Sigfús fynr vatnsleiðslu milli hlöðu og bæj- ar. Þá fundust mannabein. Þau komu upp fast hjá húshorninu, og læknir úrskurðaði, að þau væm af konu. Sagnir herma. að kirkja hafi verið á Gunnars stöðum, og ’drðist beinafundur inn staðfesta það. Eftir því að dæma stendur bær Sigfúsar á grafreitnum eða fast við hann. Þjóðminjavörður var látinn vita um fundinn, og bað hann að gengið væri frá beinunum á sama stað og mokað yfir. Þetta var gert, en um sama leyti dreymdi húsfreyju, að hún sá konu sitja grátandi í baðstof unni þar heima. Maður stóð hjá konunni og var að hugga hana. Hann benti húsfreyju að ganga út úr stofunni. Þá sváfu tveir piltar í tjaldi á Gunnars- stöðum. Eina nóttina sótti þá geigur. Þeir leituðu í bæinn, en á leiðinni sýndist þeim ókennd ur maður standa hjá húshorn inu. Beinafundurinn, veðráttan og göngurnar voru ræddar á Gunnarsstöðum þetta kvöld og það næsta. Þá vom rifjaðar upp minnisstæðar göngur á Hvammsheiði í fyrri daga, en eldri mennirnir á bæjunum Halldór og Jóhannes Ámason hafa átt marga þolraun á þeim slóðum. Jóhannes ritar um Hvammsheiði í Göngur og-rétt ir, en hér fer á eftir lýsing Halldórs á einum göngum: — Haustið 1921 fórum við fyrstir i þriðju göngur, Jóhann Lúter Grímsson, sem lengi hef- ur búið í Tunguseli á Langa nesi, og ég. Þá var komið fram yfir miðjan október. Tíð hafði verið góð og fé mnnið mjög til heiða. Okkur gekk ágæt lega í fyrstu, sáum enga skepnu og komum snemma í kofa. Skömmu síðar komu þrír menn utan úr byggð, Jóhannes Árnason bóndi á Gunnarsstöð- um, Jóhann Jónsson þá bóndi í Hvammi og Aðalbjöm Am- grímsson, fjórtán ára piltur frá sama bæ. Það kvöld var veður fram- urskarándi gott, frostlítið en dimtnt í lofti. Við voram þá ijiti að dást að blíðunni. En um nóttina gerði snjókomu með þeim ósköpum, að ég hef ekki í annan tíma séð því líkt. Um morguninn sást ekki út úr aug- unum fyrir hríð. Þá var hæg- ur vindur, en mokaði niður snjó. Við tókum það ráð að liggja í kofanum í þeirri von að birti, en allan daginn og alla nóttina eftir, mokaði niður fönninni. Næsta morgun var klofsnjór eða meir á jafnsléttu. Nú var um eitt að gera — að leggja til byggða, því matur inn var á þrotum. Við lögðum af stað með dagskomu, en skyggni var ekkert, bókstaflega ekki neitt, svo mikil var snjó koman. Við höfðum einn hest, sem var okkur til mikils traf ala. Þegar við komum út í Há- varðsdalinn fómm við að verða varir við kindur og reyndum að koma þeim í slóð hestsins. Við komum þeim út fyrir ytri læk ínn, sem kallaður er, en sáum þá, að stríð okkar við kindurn- ar var þýðingarlaust. Nú var að bjarga lífinu, og nú var haldið áfram. Sú ferð gekk með ósköpum seint, og það var komið kvöld, þegar við komum út á eyðibýlið Hávarðsstaði. Þar höfðu menn komið úr byggðinni, en haft skamma viðdvöl. Þeir skildu eftir ofur- lítinn mat, sem var vel peg- inn. Ég fékk í minn hlut lítið barð af rúgbrauði og flotbita, og þetta varð mér gómsæt mái- tíð. Hún hleypti fjöri í æðar mínar. Við skildum hestinn eftir á eyðibýlinu og bjuggumst skki við að sjá hann lifandi aftur. En tvo hesta, sem voru þarna að þvælast — þeir höfðu strokið í heiðina — þá tókum við og fórum út. Jóhann Lúter var þá kominn með blóðeitr- un í hendi, illa haldinn. En Jó'hann er maður harður af sér og lét þetta ekki á sig fá. Þá vomm við hræddir um, að unglingurinn mundi uppgefast, . en hann dugði vonum betur, enda léttleikamaður að eðlis- fari. Þegar kom út undir Grím- úlfsá fór að birta til og sá loft. Skertur máni skein á vest- urloftinu, rétt eins og hann væri að glotta að okkur þess- um krílum, sem voru að veltast í fönninni og berjast fyrir lífi sinu. En þá komu ný vandræði. Frostið herti, og herti mjög, og fmsu á okkur föt. Við börð- umst áfram og ^njórinn var alltaf mikill, unz komið var út undir Tungusel. Þá fór hann að minnka. Þeir Jóhannes Árnason og Jóhann Lúter, fóru yfir Hafra- lónsá að Tunguseli, en við hin ir þrír héldum áfram út að Hvammi og komum þangað Gangnahestur verður feginn gjöí sinni. W-3 TÍMINN, föstudaginn 25. september 1944

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.