Tíminn - 01.10.1964, Page 7

Tíminn - 01.10.1964, Page 7
Utgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Ki- unit>'æmclast.1ón K.rist.ián Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn t>o" ii-'nsson <ábi Andrés Kristjánsson Jón Helgason og Indriði <; Pnrsteinsson Puiltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta stióri .Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Hitstjórnarskrifstofur t Eddu-húsinu símar 18300—18305 Skrif- stofur BankastT 7 Afgr.simi 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur. simi 18300 Askriftargjald kr. 90,00 á mán tnnan- lands — í lausasölu kr. 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. Merkileg tilraun Það er merkilegt framtak, að allmörk íslenzk iðnaðar- fyrirtæki hafa tekið saman höndum um að opna sölubúð og söluumboð í New York fyrir margháttaðar íslenzkar iðnaðarvörur. Hingað til hefur nær eingöngu verið unnið að þvi að selja erlendis íslenzkar sjávar- og landbúnaðarafurðir. Ýmis fyrirtæki eins og Samband íslenzkra samvinnu- félaga, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hafa unnið merkilegt braut- ryðjandastarf á því sviði. Hingað til hefur hins vegar verið lítið gert af því að reyna að selja íslenzkar iðnaðarvörur erlendis Fyrir atvmnulíf þjóðarinnar væri það mikilsverður ávinningur, ef það tækist. Það skiptir miklu máli, að atvinnu- staiísemi landsmanna geti orðið sem fjölbreyttust. Ýms- ir s.|á ekki annað en svonefnda stóriðju í því sambandi. alúminíumverksmiðju, olíuvinnslustöð o. s. frv. Siálf- sagt er að athuga möguleika á pllu slíku til hlítar. En það má ekki verða til þess, að menn gleymi alveg hinum minni iðnfyrirtækjum. Þau veita oft hlutfallslega miklu meiri atvinnu en stórfyrirtækin. Tekjur þeirra reynast einmg oft notadrýgri. Þess vegna ber okkur að leggja kapp á að efla slíkan iðnað eftir því, sem föng eru á. Það myndi mjög styrkja þennan iðnað, ef hægt yrði að íinna vörum hans markað erlendis. Þess vegna er það hið merkasta framtak, að hafizt er handa um að reyna að ryðja þeim braut á hinum ameríska stórmarkaði. Það skiptir og miklu máli, að vel hefur tekizt með val forstöðumanns, þar sem Kristján Friðriksson er, og að tflraun þessi virðist gerð af myndarskap. Annað dugir ekki. Það má ekki heldur láta hugfallast, þótt mikill á- vinningur náist ekki strax. Það kostar bæði tíma og fjár- muni að ryðja sér braut á þessum vettvangi Margar hinar minni þjóðir treysta nú afkomu - sína með því að efla ýmsan iðnað, sem ekki er eins f járfrfck- ur og stóriðnaðurinn. Danir hafa náð ótrúlega góðum árangri á því sviði hin síðari ár. íslendingar eiga tvímæla- laust að reyna að fylgja því fordæmi Rétt spor er tví- mælalaust stigið í þá átt með umræddri sölustarfsemi íslenzkra iðnfyrirtækja vestanhafs. Warren-skýrslan Um fátt er nú meira rætt en hína svonefndu Warren- skýrsúi. er fjallar um morðið á Kennedy forseta. Flest rök hníga að því, að sú niðurstaða skýrslunnar sé rétt, að Oswald hafi verið einn að verki, en hvorki 'nnlendir né erlendir aðilar staðið á bak við hann. Vafasamt er þó, að skýrslan dugi til þess, að þessi niðurstaða verði al- mennt viðurkennd. Það hefur sýnt sig í sambandi við svipaða atburði áður, að menn hafa ekki getað sætt sig við eina skýringu. heldur leitað að nýjum og nýjum. Því má telja víst. að morðið á Ker.nedy verði áfram á dagskrá og um það verði ritaðar margar bækur með rnjög mismunandi niðurstöðum. Það mun líka rétt, sem James Reston segir í New York Times, að þott Wanæn skýrslan svari mörgum spurningum og hnekki ýmsum fyrri fullyrðingum, vekur hún jafnframt ýmsaT nýjar spurningar, sem nú verður farið að glima við Hið hörmu lega fráfall Kennedys forseta mun vafalítið verða einn umræddasti atburður mannkynsögunnar. Nýja ríkisstjórnin í Danmörku Svo getur farlð, að hún reynist alltraust í sessi ÞÓTT kosningarnar í Dan- mörku leiddu til stjórnarskipta, leiddu þær ekki til langvarandi stjórnarkreppu, enda var það nokkum veginn ráðið fyrir fram, hvað verða myndi, ef Sósíaldemókratar og Radikalir næðu ekki meirihluta saman eða Vinstri flokkurinn og í- haldsflokkurinn fengu ekki sam anlagt fleiri þingsæti en Sósíal- demókratar. Undir þeim kring- umstæðum þótti ekki annar möguleiki fyrir hendi en minni- hlutastjóm Sósíaldemókrata. Menn vissu því strax um nóttina, þegar atkvæði höfðu verið talin, að næsta stjórn Danmerkur yrði minnihluta- stjórn Sósíaldemókrata. Þær viðræður, sem síðar fóru fram milli flokkanna, voru ekki ann að en formsatriði og miðaðar við vígstöðu þeirra í framtíð- inni. Allir vissu, að þetta myndi enda með minnihluta- stjórn Sósíaldemókrata undir forustu J. O. Krags, eins og líka varð. Viðræður þessar eink'ennd ust mjög af þrátefli milli Radi- kala-flokksins og Vinstri flokks ins vegna glímu þessara flokka um vissan hluta kjósenda. Radi- kalir lögðu áherzlu á að leiða í ljós, að Vinstri tiokkurinn vildi ekki mynda stjóra nema með íhaldsflokknum. Vinstri flokkurinn lagði hins vegar á herzlu á að leiða i ljós, að Radikaiir vildu ekki raunveru lega styðja aðra en Sósíaldemó krata. Til að sanna mál sitt, buðust Radikalir til að styðja stjórn Sósíaldemókrata og Vinstri flokksins, og létu Erik- sen, formann Vinstri flokks- ins, neita því. Vinstri flokkur- inn reyndi hins vegar að sanna mál sitt með því að bjóða Radi kölum að styðja stjórn borgara- legu flokkanna. Því neituðu Radikalir. Eftir að þessir mögu- leikar voru úr sögunni, var ekki um annað að ræða en minnihlutastj. Sósíaldemókrata, þar sem bæði Sósíaldemókratar og Vinstri flokkurinn höfðu strax í upphafi hafnað þjóð- stjórn gömlu flokkanna fjög- urra, þ.e. Sósíaldemókrata, Vinstri flokksins, íhaldsflokks- ins og Radikala. ÞÓTT hin nýja stjórn sé minnihlutastjóra, er ekki víst, að hún reynist svo veik í sessi. Hún mun sennilega ekki brjóta J. O. Krag, foringi Sósíaldemókrata en reyna að leysa þau efna- hagslegu vandamái, sem upp koma, í samvinnu við stjórnar- andstæðinga. Ef þeir hafna hóf sömum tillögum stjórnarinnar í þessum efnum, hefur hún það vopn að efna til kosninga. Ekki er sennilegt, að stjóraarand- staðan knýi þannig fram kosn- ingar, nema hún geri sér von um vinning, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Ólíklegt er, að Krag leysi nokkur meiriháttarmál með radikölum og flokki Aks- els Larsens, þar sem hann lýsti yfir því fyrir kosningarnar, að Sósíaldemókratar myndu ekki láta framgang neinna stjórn- mála velta á atkvæðum Aksels Larsens og fylgismanna hans. Af stjórnarandstöðuflokkun- um mun reyna mest á Vinstri flokkinn. Kjósendahópur hans er þannig, að hann á mest á hættu, einkum síðan hann efldi fylgi sitt í bæjunum. Hinir Erik Eriksen, form. Vinstri flokksins Karl Skytte, form. Radikala tveir nýju þingmenn, sem hair.i fékk kosna í Kaupmannahöfn, tilheyra báðir vinstri armi flokksins, sem kýs heldur sam- starf við Sósíaldemókrata en íhaldsflokkinn. Annar þeirra, Niels Westerby, var um skeið mikill fylgismaður Thorkil Kristensen, fyrrv. fjármálaráð- herra, en hann var mjög ósam þykkur þeirri stefnu Eriksens að hafa náið samstarf við íhaldsflokkinn. Westerby hefur síðan látið talsvert til sín taka og þykir ekki ósenmlegt, að hann geti reynzt Eriksen örð- ugur, a.m.k. gera Radikalir sér von um það. Eriksen mun því þurfa að sýna mikla lægni, ef hann á að halda áfram sam- vinnu við íhaldsflokkinn og hafa samt hinn vaxandi vinstri arm flokksins ánægðan. Mikið mun velta á, að íhaldsflokk- urinn skilji þetta og marki sér HVamhalo 6 síðu li) T f M I N N , fim«tudagmn 1. október 1964 ■— %

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.