Tíminn - 16.10.1964, Qupperneq 2
TÍMINN
FOSTUDAGUR 16. október 1964
jstjoff dansar v!ð Gerhardsen og norskar stúlk ur í þjóðbúningum.
flokksins í Moskvu og töldu ýmsir
það vita á breytingu í stjórninni.
Menn vissu að Krústjoff kom til
Moskvu í dag, en það þótti undar-
legt, að hann sást hvergi í fýlgd
með Kúbuforseta, Oswaldo Dorti-
cos sem nú er í opinberri heim-
sókn í Moskvu. Loks var það haft
eftir áreiðanlegum heimildum í
Moskvu, að Krústjoff hefði sagt af
sér. Frétt þessi verður ekki til-
Krústioff segirafsér!
REYKJAVÍK, 15. okt.
ÞÆR FRÉTTIR bárust í kvöld frá Moskvu, að einvaldur Sovétrfkjanna, Nikita Krústjoff, hafi sagt af
r og við tekið Leonid Bresjnev, fyrrverandi forseti. Seint í gærkvöldi voru svo þessar fregnir stað-
úar af Tass-fréttastofunni í Moskvu. Krústjoff fór bæði með embætti forsætisráðherra og aðalritara
. iðstjórnarflokksins, en venjan er sú í kommúnistalöndunum, þar sem embættunum er tvískipt, að þá
or valdamesta embættið að vera aðalritari kommún istaflokksins. Við forsætisráðherraembættiivu, sem
rústjoff gegndi einnig, tók Alexei Kosygin, sem var varaforsætisráðherra. Samkvæmt upplýsingum
á Moskvu á Krústjoff sjálfur að hafa beðizt lausnar vegna heilsubrests og hins háa aldurs síns. Segir
'.nfremur að ákvörðunin um þetta hafi verið tekin á fundi æðstu manna miðstjórnar kommúnista-
Kokksins í dag og var Krústjoff viðstaddur.
Þessar miklu breytingar í valda-
iðstöð sovézka kommúnista-
í’okksins hafa komið öllum á ó-
’ r.rt. Engan grunaði hvað um var
J vera, fyrr en þrálátur orðrómur
ir uppi um breytingarnar í
'oskvu í dag. Stjórnmálamenn á
esturlöndum líta svo á, að breyt-
iigar þessar hafi verið ákveðnar í
skyadingu, og benda á þá stað-
• eynd til sannindamerkis, að Tass-
l . éttastofan hafi ekki þulið neina
'ofgerðarrollu um störf og ævi-
.triði Krústjoffs. Halda sérfræð-
ingar að fyrirmenn flokksins hafi
ikið Krústjoff frá störfum að
'oknum hörðum deilum. Ýmislegt
bendir til, að mannabreytingarnar
•tafi af ósamkomulagi um stefnu-
skráratriði í utanríkispólitík. Um
betta ósamkomulag vitnar einnig
að áreiðanlegar heimildir herma,
að tengdasonur Krústjoffs, Alezei
Adsjubei, segi af sér ritstjórastarfi
við Izvestija á morgun.
Krustjoff hefur að undanförnu
dvalizt á sveitasetri sínu í Káka-
sus, en þeirri dvöl hafði hann orð-
,ð að fresta í lengri tíma, vegna
heimsókna til Skandinaviu, Pól-
lands, Tékkóslóvakíu og Arabiska
sambandslýðveldisins. í apríl í
fyrra minntist Krústjoff á það
sjálfur, að bráðlega mundi hann
hætta störfum. Hann sagði þá á
fundi, að allir hlytu að gera sér
ljóst, að hann gæti ekki um alla
eilífð gegnt þeim stöðum, sem|
hann nú hefði hjá ríkisstjórninni
og flokknum.
Snemma í dag voru allar myndir
af Krustjoff fjarlægðar af veggj-
um opinberra bygginga og skrif-
stofa. Lögregluvörður í höfuð-
borginni hefur verið aukinn til
muna og lögreglumenn á bifhjól-
um aka fram og aftur um helztu
götur borgarinnar. Vesturlanda-
menn í Moskvu tóku eftir því, að
Krústjoff óskaði geimförunum
ekki til hamingju þegar þeir lentu
í Kasakstan á þriðjudaginn. Að
loknum fyrri geimferðum hefur
hann samstundis hringt og óskað
geimförunum til hamingju. Hátíða-
móttöku geimfaranna á Rauða
torginu í Moskvu hefur verið
frestað um nokkra daga.
Snemma í dag barst það út, að
líklega mætti vænta þess, að sov-
ézka ríkisstjórnin sendi frá sér á
ríðandi stjórnmálatilkynningu á
næstunni. Það, sem styrkti menn í
þessari trú var, að málgagn sov-
ézku ríkisstjórnarinnar, síðdegis-
blaðið Izvestija, kom ekki út í dag,
en tilkynnt var, að blaðið mundi
koma út í fyrramálið. Yfirmenn
blaðsins vildu ekki segja hverju
þetta sætti, en vanalegt er að Iz-
veztija sé fyrst með fréttirnar ef
um áríðandi tilkynningar er að
ræða. Menn tóku einnig eftir því,
að mikið var um að vera í bygg-
ingu miðstjórnar kommúnista-
kynnt opinberlega í Rússlandi fyrr
en á morgun. Um leið og fréttir
um þetta bárust til Bandaríkjanna,
féllu hlutabréf í New York-kaup-
höllinni um 10,86 stig, en svo mik-
ið hafa þau ekki fallið síðan Kenn-
edy var myrtur í Dallas í nóvem-
ber í fyrra.
Ýmsar heimildir vilja halda því
fram, að gert hafi verið úti um
þetta í miðstjórninni í gær, en það
er ekki víst. Ekki er vitað, hve
margir fulltrúar úr miðstjórninni
voru á fundinum í dag né heldur
hvernig andrúmsloftið var á fund-
inum. Fréttamaður vestrænnar
fréttastofu í Moskvu sneri sér í
dag til eins af ritstjórum Tass-
•fréttastofunnar og bað hann um
álit hans á fréttinni um það, að
Krústjoff hefði sagt af sér störf-
um. Ritstjórinn svaraði því til, að
hann hefði ekkert um þetta að
segja, en ráðlagði fréttamannin-
um, að hringja til sín seinn^ í
kvöld.
Fréttaritarar vestrænna komm-
únistablaða fengu í dag ábendingu
um það frá Moskvu að halda sig
í námunda við útvarpstækin, þar
sem von væri á mikilvægri frétta-
tilkynningu. Síðustu fregnir herma
að von sé á fleiri Lreytingum á rík
isstjórninni, í kvöld fór Anastas
Mikojan, forseti Sovétríkjanna,
með Dorticos, forseta Kúbu í leik-
hús, ásamt öðrum meðlimum
■ stjórnarinnar, en Krústjoff var
I ekki í för með þeim. Seint í kvöld
tilkynnti Tass fréttastofan svo op-
í inberlega, að Krústjoff hefði sagt
! af sér störfum sem forsætisráð-
I herra og aðalritari miðstjórnar
j kommúnistaflokksins.
Fréttin frá Moskvu um það, að
Krústjoff hefði dregið sig í hlé,
1 vaktí bæði undrun og óróa í
! Washington, en engar opinberar
umsagnir um þetta verða í frétt-
um fyrr en á morgun. Johnson
forseti er nú í kosningaferð um
New York ríki og fær jafnóðum
fréttir af því sem er að gerast.
, Stjórnmálasérfræðingar benda á
það, að bandaríska stjórnin hefur
. að miklu leyti stuðzt við ósk
Krústjoffs um betri sambúð aust-
Leonld Bresjnev hlustar á Krústjoff flytja setnlnga rraeðu á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokksins.
BRESJNEV SEZTUR / STÓL/NN
LEONID BRESJNEV, sem
nú er aðalritari rússneska kom
múnistaflokksins og þá um leið
valdamesti maður Sovétríkj-
anna, er fæddur 18. desember
árið 1906 í Ukrainu. Foreldrar
hans voru verkafólk. Fyrir aðra
heimsstyrjöldina starfaði hann
sem iðnfræðingur í Úralhéruð-
unuim. 1938 sneri hann aftur
til Ukrainu og gerðist þar full-
trúi fyrir kommúnistaflokkinn.
Settist hann þá að í Dnjepropet
rovsk. f heimsstyrjöldinni varð
Bresjnev pólitískur foringi í
hernum. Hann var á fjórðu
úkraínsku vígstöðvunum og var
gerður að hershöfðingja.
Eftir stríðið var hann gerður
að aðalritara kommúnistaflokks
ins í Moldá-héruðunum, síðar
stjórnmálaforingi í sovéthern-
um og aðalritari kommúnista-
flokksins í Kazakstan. Á 19.
flokksþinginu í Moskvu árið
1952 var hann kjörinn varamað
ur í framkvæimdastjórn flokks
ins og ritari miðstjómarinnar.
Á 20. flokksþinginu 1956 var
Bresjnev endurkjörinn í þess-
ar stöður. Þegar Krústjoff lagði
til atlögu við Molotoff og stuðn
ingsmenn hans í júní 1957 var
harin kjörinn fullgildur meðlim
ur í framkvæmdastjórn flokks-
ins.
Bresjnev var kosinn forseti
Sovétríkjanna 7 maí 1960, eft-
ir að Vorosjiloff lét af því em-
bætti.
Eftir að hann hafði lent í
erfiðleikum með að samræma
störf sín í flokki og ríkisstjórn
dró hann sig í hlé frá ritara-
störfum í miðst.iórninni.
í marz, 1963, var hann aftur
kjörinn ritari í miðstjórn
flokksins og varð smámsaman
greinilega að deila völdum sín
um sem forseti með öðrum.
Að flestra áliti hefur Bresj-
nev nú um nokkurt skeið ver-
ið álitinn líklegasti eftirmað-
ur Krústjoffs og kemur val
hans því engurm á óvart. Eftir
að Frol Kozlov, sem af ýmsum
var talinn líklegasti „krónprins
inn“, veiktist í maí, 1963, styrkt
ist aðstaða hans enn. Síðan þá
hefur Bresjnev einnig í æ rík-
ari mæli tekið þátt í tilraun-
um til að minnka spennuna
milli austurs og vesturs.
í apríl, þetta ár, tilkynnti
hann persónulega pólitískum
leiðtogum í Kazakstan og Úzbe-
kistan þá ákvörðun miðstjórnar
innar að fordæma sundrungar-
stefnu Kínverja.
Hinn fimmtánda júlí síðastlið
inn tók Anastas Mikoyan, fyrr-
verandi varaforsætisráðherra
við forsetaembættinu, og um
leið fékk Bresjnev tækifæri til
þess að einbeita sér frekar að
flokksstörfunum. í ágúst fylgdi
hann með í flugvélinni, sem
flutti lík ítalska kommúnista-
leiðtogans Palmiro Togliatti
til Rómar, þar sem hann var
fulltrúi Sovétríkjanna við út-
förina.
í október var Bresjnev for-
ingi sovézku sendinefndarinnar
við hátíðahöldin í Austur-Þýzka
landi í sambandi við 20 ára af-
mæli Austur-Þýzkalands.
Engum tekst eins vel að gera
afhendingu heiðursmerkja á-
hrifaimikla og Bresjnev. — Við
slík tækifæri grípur hann til
rússneskrar sveitamannafram-
komu á svo innilegan og sann-
færandi hátt, að hún hlýtur að
virðast honum samgróin. Bróð-
urlegur koss Bresjnev við af-
hendingu minnis- eða heiðurs-
merkja er ávallt eitt vinsæl-
asta efni í sjónvarpinu í
Moskvu.
Margir telja að þessi nýja
gerð kommúnistaleiðtoga —
menntuð, þjálfuð, gædd góð-
um hæfileikum, háttvís og næm
á viðeigandi framkomu — virð
ist hafa mjög rnikla möguleika
í framtíðinni.
Það er höfuðstyrkur Bresjnev
hve vel honum tekst að sam-
ræma hinn þrautþálfaða huga
sinn hæfileikanum til þess að
Framhald a 15 dðu
Sjúklingurinn drekkur mjólk.