Tíminn - 16.10.1964, Síða 8

Tíminn - 16.10.1964, Síða 8
■am TÍMINN HENNAR Nemendur skólans vlS vefstólanna. Ljósmyndir TÍMINN-GE. Þær slá vef inn og vefnaður er mikil og nákvæm vinna RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR r R Einhvern tíma heyrði ég því fleygt, að vefnaður væri að verða úrelt kennslugrein og sú sjón myndi bráðlega úr sögunni, að sjá mætti konur slá vef. Hinir stóru og afkastamiklu vefstólar verksm'iðjanna leystu þessi störf af hendi og húsmæður gætu fengið alla þá dúka sem þær vanhagaði um tilbúna í verzlunum. Þetta er sem betur fer ekki öld ungis rétt. í nýútkominni náms- krá Handíða- og myndlistarskól- ans í Reykjavík rakumst við á aradeild". Námstími hennar eru tveir vetur og inntökuskilyrði eru góður aldur, landspróf eða hlið stæð undirbjúningsmenntun á- samt prófi frá húsmæðraskóla. Kennslan er all víðtæk, en þar er kennt m. a. vefnaður, vefn aðarfræði, vinnsla ullar, litun, munstuteik býlafræði, listasaga. Við lögðum því leið okkar upp! í skóla til þess að verða viðstödd! eina kennslustund. Þar hittum við fyrir Sigríði Halldórsdöttur, vefnaðarkennara, ___ _ __________ ________ _ ________________, ______ _ , . sem var að leiðbeina nemendum nokkuð sem heitir „Vefnaðarkenn munstuteiknun, efnisfræði, hí- um uppsetningu á vef, og útskýrði kennsluæfingar og i hvernig uppistaðan og ívafið flétt ! ast saman. Hún sagði okkur frá því, að ! þetta væri 2ja vetra nám, og | útskrifaði deildin neimendur ann | að hvort ár. Þegar væru útskrif | aðir 2 hópar og nú væri í deild- i inni 8 nemendur. Vefnaður er mik ! il- og nákvæm vinna, segir Sigríð ur, einginlega má segja að þetta sé skemmtilegt púl, en við höf- um líka ánægju af að skapa. Það borgar sig ekki að flýta sér við að setja upp vef, því að minnsta vitleysa getur kostað það, að taka verður hann upp aftur. Þetta er því mikil þolinmæðis vinna. Vef stólarnir sem eru notaðir við kennsluna, eru sænskir tryssustól ar, þó er héma einn íslenzkur og annar danskur, hann er fyrirferða lítill og það má leggja hann al- veg saman. Við göngum að einum vefstóln- um, þar er einn nemendanna að rýna í gegnum stækkunargler og er hún að mæla fyrir mynstrinu á renningnum, sem hún ætlar að P’'-.-imhalr á bls 13 Pylsur með svínsíðu. 12 pylsur (cocktailpylsur; 12 svínasíðusneiðar. (Bacon > Reyktum svínasneiðum er vafið utan um pylsurnar og festar með trétein. Raðað á rist úr böknuarofni og ofnskúffa sett undir. Rétt áður en borða á rúllurnar, eru þær steiktar í heitum bakarofni, unz þær eru brúnar. Bezt er að glóðarrist (grill) sé í ofninum. Lagt á fat þannig að tréteinarnir snúi upp. Borðaðar heitar með saft blöndu eða öli. Engin áhöVJ þarf með þessum rétti. Þessi réttur er mjög heppilegur við standandi borðhald. Karamellu-rjómabúðinigur. 1/4 1. rjómi 125 gr. sykur 3 msk vatn 3—4 bl. matarlím 3 msk kalt vatn 10 möndlur Steikarapanna er hituð. Þar á er sykurinn brúnaður og hrært i á meðan, þar til hann er brúnn og jafn. Pannan t.eK in af og möndlurnar, s*>.n áður eru nuddaðar í bréfi, settar á og huldar með karamellunni látnar á disk. Pannan sett aft ur á eldinn og hitað, þar lil myndast hvít froða. Þá eru 3 matsk. af heitu vatni settar i og hrært ,í þar til karamellan er vel jöfn. Sett í skál og kælt. Matarlimið lagt í bleyti í 15 mín. Tekið upp úr og brætt yfir gufu. Tvær matsk. kalt vatn settar í matarlímið og hrært í, þar til það er kalt Rjóminn þeyttur, þar í hrært hinni köldu karamellu og þar á eftir matarlíminu. Sitt í skál. Þegar búðingurinn er stíf ur, er möndlunum raðað vfir Gúrku- og tómatsalat. 1/2 gúrka 2 stórir tómatar 2 salathöfuð 2 eggjarauður 1 dl rjómi eða mjólk safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur 1/4 tsk salt Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum og saltinu. Út í þær er hrært sjóðandi rjóm anum. Hitað, en má ekki sjóða Kælt. Sítrónusafanum blandað saman og ef vill 1—2 msk af þeyttri eggjahvítu. Annað salat höfuðið, gúrkurnar og tómatar ir skorin í ræmur, eggjasós unni hellt yfir. í hvert salat blað er sett ein matsk. af þessu salati. Borðað til kvöldverðar eða með steiktum kjöt- eða fiskréttum. Þá er salatblöðun um raðað utan með á fatið. Sigríður Halldórsdóttir vefnaðarkennari sýnir forláta rokkinn, sem ■ Ingibjörg Eyfelds á. FÖSTUDAGUR 16. október 1964 NÝJASTA SOKKA- TÍZKAN Skemmtilegir sokgar, hlýlegir sokkar, skrautlegir sokkar; allt þetta á við nýjustu sokkatízk- una frá París.Þeir eru farnir að framleiða sokkana úr tweedi eða jersey, í stíl við kjólana. Einnig úr blöndu af ull og crepenylon, og má segja að það sé sannkallað gleðiefni svona rétt fyrir veturinn. Sokkamir eru framleiddir í sterkum litum og með margvíslegu munstri. Hér á myndinni sjáum við græna sokka með kaðalfléttu. Þessi tízka á miklu fylgi að fagna meðal unglings stúlkna. Sniðið á skónum er hið sama og á skóm hirðmanna Lúðvíks 14. Með breiðum hæl breiðri tá og með stórri sylgju. ■■MMmwnmwi Heitt ostkex. 8 tekexkökur 8 ostsneiðar paprika Ostsneiðarnar eru lagðar of an á kexkökurnar. Gæta skal þess, að sama stærð sé á ost inum og kexinu. Haft inni heitum bakarofni, þangað tii osturinn byrjar að bráðna Rað að á fat, papriku stráð yfir Borðað strax með kaffi eða te eða sem milliréttur. Ostbrauð 4 sneiðar hveitibrauð 4 þykkar sneiðar ostur, jafn- dórar og brauðsneiðamar. smjör Brauðsneiðarnar eru oakaö ar á pönnu í bræddu smjöri Á hverja sneið er látin vel þykk ostsneið. Brauðsneiðunum rað að á plötu og þær bakaðar heitum bakaraofni, þangað til osturin er bráðnaður og brauð ið er gul brúnt. Borðað heitt ti' kvöldverðar. Döðlubrauð Tvær steinlausar döðlur eru settar á kexköku. Þar á er sprautað þeyttum rjóma Bainanakex Kexið smurt, þar á sett eitt salathöfuð. Bananasneiðum rað að ofan á. Sítrónusafi kreistur yfir. J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.