Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 1
MB-Reykjavík, 20. okótber. Samningaumræðiun þeim, sem fram hafa fariðmilli utanríkisráðuneyta Danmerkur, fslands, Nóregs og Svíþjóðar um fargjöld Loftleiða er nú lokið og hefur samkomulag náðst. Aðalinntak samkomulagsins er það, að Loftleiðir mega halda óbreyttum fargjöld-um milli Norðurlanda og Ameríku, nema frá Osló, en þar var munurinn milli fargjalda Loftleiða ogSAS mestur. Verður mismunurinn á þeirri ieið mi hinn sami og á hinum. Loftleiðir mega ekki nota hinar nýiu vélar sínar á flugleiðum frá fslandi til Skandinavíu, nema sérstaklega verði um samið. Blaðinu barst í dag svohljóðandi fréttatilkynning frá utanríkisráðu- neytinu: „Viðræðum þeim, sem undan- farna mánuði hafa farið fram milli Kommúnistaforingj" ar á Vesturlöndum fordæma aöförina aö Krustjoff. Sjá bis. 2 Danmerkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar um flug Loftleiða til Skandinaviu er nú lokið. Viðræðurnar hafa leitt til sam komulagsbókunar, sem í dag var undirrituð í Reykjavík. Hið nýja samkomulag er gert, þar sem gildistími núverandi far gjalda Loftleiða rennur út hinn 1. nóvember 1964, og félagið tekur 'nú nýja flugvélategund, CL-44, í notkun á flugleiðinni Ísland-Banda ríki Norður Ameríku, en hingað til hefur það einungis notað flug- vélagerðirnar DC-6b á flugleiðinni Skandinavía — Bandaríkin Sam- , komulag er um. að með an CL-44 flugvélar séu ekki not- aðar á allri flugleiðinni til og frá Skandinaviu, megi fargjöld Loft leiða milli Skandinaviu og Banda ríkjanna frá 1. nóvember 1964 að telja vera í mesta lagi 13% lægri en fargjöld IATA eru yfir sumar- tímann og 15% lægri en IATA yf- ir vetrartímabilið. Þetta felur í sér, að fargjöld Lofleiða frá 1. nóvember 1964 verði óbreytt, nema fargjöldin til Noregs breytast lítils háttar til samræmingar. Hin svonefndu hópfargíöld (Excursion Fares) verða eins og hingað til í mesta lagi 10 Banda ríkjadollurum lægri en fargjöld IATA. Ríkisstjórn íslands hefur lýst því yfir, að flugvélagerðin CL-44 muni ekki - verða notuð milli ís- lands og Skandinaviu án þess að áður hafi verið gert samkomulag um verðmismun og sætaframboð, enda munu Loftleiðir ekki hafa í hyggju að nota þessa flugvélateg- únd á ofangreindri leið um fyrir sjáanlegan tíma Algjöi eining var um, að nánari samvinna milli Loftieiða og SAS væri æskileg, eins og fram kemur í áðurnefndri bókun þar sem all ar ríkisstjórnirnar f.iórar beina eindregnum tilmæium til beggja flugfélaganna um að láta einskis ófreistað til að efna til samvinnu sín á milli. { viðræðum þessum hafa aðilar leitazt við að leysa málin tii langs tíma, svo að komizt verði hjá nýj- utn, flóknum og tíðum samninga- viðræðum. Ennfremur hefur verið tekið tillit til norræns hags af vinsamlegri þróun flugmála milli íslands og Skandinaviu.“ Kom á sigur- áaginn KJ-Reykjavík 20. okt. Það hefur verið sagt, og ekki að ástæðulausu, að Loftleiðir hefðu á að skipa glæsilegasta flugfreyjuskara heimsins, og núna í morgun þegar nýja Rolls Royce vél- in, Vilhjálmur Stefánsson, kom i fyrsta sinn til lands- ins mátti sjá að saman fer glæsilegur flugfreyjuskari og glæsilegar fiugvélar, sem eflaust eiga eftir að bera fánaliti landsins víða um með sótna. Myndin hér til hliðar var tekin í morgun á Keflavík- urflugvelli, og í landgangin um standa fjórar úr flug- freyjuhópnum sem voru um borð i þesari fyrstu ferð Vilhjálms Stefánssonar yfir Atlantshafið Á flugvellinum voru mættir stjórn og fram- kvæmdastjóri Loftleiða til að taka á móti vélinni er hún lenti í fyrsta sinni á íslandi. Milla. kona Alfreðs Elíassonar framkvæmda- stjóra. færði flugstjóranurn, Kristni Olsen, stóran og fagran blómvönd. Vél þessi er eins að allri gerð og fyrri Rolls Royce vélin sem Loftleiðir fengu í sumar. knúin fjórum Rolls Royce hreyflum. og rúmar 160 manns í sæti Vil hjálmur Stefánsson er fyrst flugvéla í heiminum sem ut búin er nýrrí gerð sæta þægilegum og rúmgóðum. í samtali ví.ð fréttamenn kom í ljós a? Loftleiðum stendur til boða þriðja vél in af þessari sömu gerð. og eru kaup á henni nú í athug un. NILSSON: TIL HAMINGJU NTB-Stokkhólmi, 20. okt. Karl Nilsson. forstjóri SAS sagði á blaða- mannafundi hér i kvöld, að hann óskaði Loft- ieiðum til hamingju með það, að félagið fái eitt að fljúga áfram með sínum lágu fargjöld- um. — Eg ásaka ekki Loftleiðir, hélt hann áfram. Hefði SAS fengið samskonar tækifæri hefði félagið án efa hagnýtt sér það. Nú gildir bara að halda baráttunni hugrakkir áfram. Sem skandinavar teljum við rétt, að fslen-dingum sé hjálpað. Það sem ég harma er, að það gangi bara út yfir SAS. Karl Nilsson lét að því liggja, að hann teldi rétt að hjálpa íslandi á öðrum sviðum, þar sem eðlilegra væri að þeir hösluðu sér völl en í flugsamgöngum. Það ætti að vera hiálp til sjálfs- bjargar, miðuð við langan tíma. SAS muni nú athuga þessi mál og ef til vilt leggja fram Framhald á 2 síðo Blaðið átti í kvöld tal við Kristján Guð- laugsson, stjórnarformann Loftleiða og innti hann eftir áliti hans á hinu nýja samkomulagi. Kristián sagði: — Þessi úrslit mála eru hvorki alger sigur fyrir SAS né okkur, heldur nokkurs konar bræðrabylta. Við urðum að hækka fargjöld okk ar frá Osló. Þau voru áður 18.3% lægri en far- gjöld SAS til Bandaríkjanna, en eru nú 15% Iægri. SAS hefur ekki beina áætlun frá Osló til Bandaríkjanna, heldur verða Norðmenn að fara fyrst til Kaupmannahafnar. — En eru þessi úrslit samt ekki sigur fyrir ykkur, miðað við það, hvemig útlitið var? — Eg myndi segja að þessi úrslit væru sigur fyrir pressuna á Norðurlöndum. almenningsálit- ið og. svo almenning, sem getur enn sem fyrr ferðast ódýrar með okkur en öðrum aðilum. Framhald á 2. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.