Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 16
if.T/.í ■ Miðvikudagur 21. október 1964 240. tbl- 48. árg. Lögreglan leggur hald á 15000 „sprengjur" KJ-Reykjavík, 20. okt. Að undanförnu hefur nokkuð borið á hvimleiðum sprengingum hjá unglingum hér í borgínni, og gerði lögreglan athugun á því í gærkveldi frá hverju þetta staf- aði. í tveim söluturnum, við Bugðulæk og Breiðagerði, fund- ust 15 þúsund litlar kúlur, sem springa sé þeim kastað í gólf eða vegg. Margar kvartanir höfðu borizt til lögreglunnar vegna þessa, og það ekki að ástæðulausu, þar sem jafnvel hafði borið á þessu í og INDUSTRI- KONSULENT HÉRÍ10ÁR EJ-Reykjavík, 20. október. f dag hélt Industrikonsul- ent A.S. hóf á Hótel Sögu í tilefni þess, að fyrirtæklð hefur starfað hér í 10 ár. Mættu þar fulltrúar frá ýmsum helztu viðskipta- mönnum fyrirtækisins hér á landi og forstjóri fyrir- tækisins, Lars Mjös. Industrikonsulent A.S. var stofnað af fjórum mönn um árið 1945 og hafði höf- uðaðsetur í Osló. Tók fyrir- tækið að sér tæknílega og viðskiptalega hagræðingu og var ráðgefandi í bygging artækni. Óx félagið ört og í ár starfar 81 sérfræðingur á vegum fyrirtækisins, en það hefur skrifstofur í Osló, Bergen, Stavangri, Reykja- vík, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Hér á landi starfa fimm sérfræðingar á vegum fyr- írtækisins, þar af eni tveir íslenzkir hagræðingasér- fræðingar. Eru 4 staðsettir í Reykjavík en einn í Vest- mannaeyjum. við skóla. Aðllarnir, sem kúlurn- ar fundust hjá, tjáðu lögreglunni, að þeir hefðu innflutningspappíra fyrir vörunni, og er ekki að efa að það sé rétt. Aftur á móti er þetta ekki rétti tíminn fyrir varn- ing sem þennan, þar sem enn eru tveir mánuðir og tíu dögum betur til gamlárskvölds, en þá eiga kúl- urnar fullan rétt á sér. Mál þetta er í athugun hjá lögreglunni. Tíðindalaust á Seyðisfirði MB-Reykjavík, 20. október. Ekkert gerist enn í máli rúss- nesku skipstjóranna á Seyðisfirði. Rússneska sendiráðið hefur ekk- ert látið í sér heyra og réttarhöld voru ekki eystra í dag. Sennilegt er, að íslenzk yfirvöld fari nú að ókyrrast og munu væntanlega ýta við Rússunum á morgun. L. Pearlman M. Pearlman W. Jones FARÞEGAR MED VILHJALMI STEFANSSYNI SÖGÐU UM LOFTLFIÐIR: LÁG FARGJÖLD GÖÐ ÞJÖNUSTA KJ-Reykjavík, 20. okt. „Hversvegna flýgur þú með Loftleiðum, og hvernig vissir þú að Loftleiðir voru til“, voru spurningar sem blaðamaður Tímans lagði fyrir fjóra far- þega er komu með Vilhjálmi Stefánssym, nýju Rolls Royce Loftleiðaflugvélinn-i til Kefla- víkurflugvallar snemma í morgun. Út við vegg í Fríhöfninni stóð ungur maður, dökkhærð ur og frekar lágur vexti. Við gáfum okkur á tal við hann, og lögðum fyrir hann spurning arnar. Hann vildi heldur lítið út á spumingarnar gefa, kvaðst þó gera ráð fyrir að hann flygi með Loftleiðum vegna hinna lágu fargjalda. Er hann var spurður að atvinnu og heiti, kvaðst hann því miður ekki geta gefið það upp. Kvaðst þó vera að fara á vegum Banda- ríkjastjórnar tii Þýzkalands, ekki sem stjórnarerindreki þó, heldur í erindum . sem hann mætti ekki gefa upp, sjálfs síns og vinnuveitanda síns vegna. Mátti á honum skilja að hann væri í einhvers konar upp lýsingaleit fyrir Bandaríkin í Þýzkalandi. Mynd máttum við alls ekki af honucn taka, og var við svo búið látið standa. Hjá afgreiðsluborðinu í Frí höfninni stóð ungur maður og undir hendinni hafði hann whiskyflösku. — Eg er að fara til náms í frönsku og þýzku við háskól ann í Brussel, og hef ekki allt of mikla peninga handa milli. Ferðaskrifstofurnar sem ég leit aði til sögðu mér að ódýrast væri að fljúga r.ieð Loftleiðum, Framhald á 15. síðu. 3600 mlllj. til uppbygg- ingar dreif býlis í Noregi EJ-Reykjavík, 20. október. Hingað til lands er kominn Reidar Carlsen, fyrrverandi sjáv- arútvegsmálaráðherra Noregs, og núverandi forstjóri Distriktenes Utbyggningskontor, eða Fram- kvæmdastofnunar dreifbýlisins, í Noregi. Mun hann flytja hér tvo fyrirlestra um uppbyggingu dreif- býlisins í Noregi. Reidar Carlsen ræddi í dag við blaðamenn og skýrði þeim frá starfsemi Distriktenes Utbyggn- ingskontor (DU). Hann sagði, að árið 1961 hefði ríkisstjórnín lagt fram tiliögu í Stórþinginu um stofnun sérstaks sjóðs, sem hefði það verkefni að skipuleggja lausn vandamálanna í Norður-Noregi og stuðla að fram- kvæmdum, sem tryggja myndu aukinn og arðvænlegan atvinnu- rekstur í héruðum, þar sem mögu leikar eru takmarkaðir og atvinnu líf fábreytt. Fékk sjóðurinn 250 milljónir norskra króna til um- ráða (1500 milljónir íslenzkar). Hlutverk sjóðsins var ekki að stofna ríkisfyrirtæki, heldur örva stofnun einkafyrirtækja á þessum stöðum og veita í því skyni lán fyrir þeirri upphæð, sem á vant- aði, þegar allar aðrar fjáröflun- arleiðir hafa verið reyndar. Þessi FORSETAEFNIÐ ER FRUMSÝNT í KVÖLD ■ GB-Reykjavík, 20. október. Forsetaefniö, hið nýja leikrit eftir Guðmund Steinsson, verð- ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld (miðvikudag) und ir stjórn Benedikts Árnasonar. Önnur sýning verður svo á laugardagskvöld. Ef menn vílja sjá sem allra fyrst, hvern- ig forsetaefni geta litið út, þá er hér mynd af þeim. Þetta eru tveir frambjóðendur til embættisins, öðru nafni heita þeir Rúrik Haraldsson og Ró- bert Arnfinnsson, sjóður átti að starfa í 8 ár, eða til 1960, en hann gaf svo góða raun, að árið 1961 var ákveðíð að láta þennan sjóð ná til alls lands- ins og stofnuð Framkvæmdastofn- un dreifbýlisins, en Carlsen varð forstjóri hennar. Sjóðurinn fékk 600 milljónir norskra króna (3600 millj. ísl. kr.) til ráðstöfunar, og hefur þegar lánað um 500 milljón- ir. Lána þeir lengst til 20 ára með góðum afborgunarskilmálum og 4—51/2% vöxtum. Sagði Carl- sen, að þeir hefðu látið um 1500 fyrirtækjum í té lán, og ynnu um 25.000 karlmenn og konur í þess- um fyrirtækjum. Carlsen benti á það vandamál, sem fólksflóttinn úr sveitunum er, og fækkun þeirra, sem vinna i landbúnaði, fiskveiðum og við nytjun skóga. Sérstaklega væri j það alvarlegt, að þeir, sem flytja úr þessum atvinnugreinum, eru unga fólkið og oftast beztu menn- irnir. Sem dæmí um fólksflutn- | ingana nefndi hann, að um alda- mótin bjó 17% af þjóðinni í þétt- býlinu, í dag 57% og um aldamót- in næstu um 76%, ef þróunin heldur áfram. Til þess að koma í veg fyrir að byggðir leggðust í eyði yrði að snúa straumnum við og mynda úti á landsbyggðinní þéttbýliskjarna, þar sem atvinna væri næg og yrði því að flytja iðn fyrirtækin út á landsbyggðina, þar sem slíkir kjarnar gætu mynd- azt, því að ljóst væri að byggja yrði allt landið. Carlsen sagði, að það væri ekki nóg að hafa vínnustaði, heldur væri eitt hið þýðingarmesta, að fólkinu í þessum þéttbýliskjörn- um liði vel og að öll aðstaða full- nægi kröfum nútímans, sérstak- lega þó kröfum mæðra og barna. Þar þurfa að vera góðir skólar, góðar íbúðir, helzt einkaíbúðir, íþróttasvæði, félagsheimilí, kirkja, öflugt félagslíf, verzlanir með góðu vöruúrvali og margt fleira. Kröfurnar til andlegrar menntun- ar og þroska starfsmannanna auk ast stöðugt, og um leið gera starfs mennirnir og fjölskyldur þeirra kröfur til betra lífs og umhverfis, sagði Carlsen. Framhald á 15. síðu. Bankar kaupa ekki tékka eldri en 20 til 26 daga gamla í viðleitni sinni til að tryggja öruggari meðferð tékka, munu bankarnir innan skamms taka upp þá reglu, að innleysa ekki tékka, sem ekki er örugglega hægt að sýna til greiðslu í greiðslubanka, viðkomandi tékkareiknings innan ákveðins frests en skv. tékkalög- um ber að sýna tékka tíl greiðslu innanlands innan 30 daga frá út- gáfudegi þeirra að telja. Þannig munu bankarnir ekki kaupa tékka eldri en 20 daga á aðrar innláns- stofnanir ef greiðslubanki er ut- an Reykjavíkur. og ekki eldri en 26 daga á innlánsstofnanir í Framhald á 2. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.