Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 7
Kaupmáttur hefur minnkaö þótt
þjóðartekjur haf i vaxið um 30 %
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, hafði í neðri deild í gær
framsögu fyrir frumvarpi um verð
tryggingu launa, er ríkisstjórnin
flytur í samræmi við sarr/’vomulag
við samtök launþega og atvinnu
rekenda á s.l. vori. Sagði hann,
að upphaflega hefði verið ætlun
in að gefa út bráðabirgðalög um
kauptrygginguna, en frá því horf
ið ákvað ríkisstjórnin að greiða
niður hækkun vöruverðs fyrst um
sinn, óg því var ekki þörf á setn
ingu bráðabirgðalaga. Lýsti Bjarni
síðan einstökum þáttum frumvarps
ins og samkomulagsins við verka
lýðhreyfinguna.
Þórarinn Þórarinsson kvaðst
lýsa yfir ánægju með það að ríkis
stjórnin hefði horfið frá stefnu
sinni um bann við vísitölutrygg-
ingu launa, en kvaðst jafnframt
vilja lýsa yfir óánægju með það,
að ríkisstjórnin skyldi ekki fall-
ast á sjálfsagða aðalkröfu verka-
lýðsféálaganna um lífvænleg kjör
fyrir 8 stunda vinnudag. Ríkis-
stjórnin er ein stjórna á Norður-
löndum, sem ekki fellst á þá kröfu
Með þessu frumvarpi fer fram eins
konar jarðarför á 3. yfirlýsta meg-
inatriðinu í „viðreisnarstefnunni“
svonefndu, en við lögfestingu efna
hagslaganna 1960 var það bann
talið þriðja meginatriðið í stjóm
arstefnunni og vitna,ði Þórarinn
í því sambandi í ræður forsætis-
ráðherra og viðskiptamálaráðherra
1960. Þetta frumvarp ríkisstjórn
arinnar er því játning hennar og
yfirlýsing um að stjórnarstefnan
hafi verið röng og óframkvæman
leg. Bann við vísitölutryggingu
átti að stöðva kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags og stöðva
verðbólguna. Reynslan hefur sann
að, að kapphlaupið onilli verðlags
og launa hefur aldrei verið meira
og verðbólgan örari en á þessu
tímabili, enda sá ríkisstjórnin svo
um og var það eitt megintakmark
í stefnu hennar að verðlagið hækk
aði ætíð meira en kaupið.
Meginatriði þessara mála hlýt
ur að teljast sú sjálfsagða og eðli
lega krafa, að launþegar geti lif-
að mannsæmandi lífi af launum 8
stunda vinnudags. Ástandið í þeim
málum er nú þannig, að iðnverka
menn og dagsbrúnarverkamenn
hafa frá 74 þús. til 91 þús. króna!
úrslaun fyrir 8 stunda vinnu hvern |
virkan dag ársins. Skv. framfærslu
vísitölunni þarf fjögurra
manna fjölskylda hins vegar 108
þús. krónur til mannsæmandi af-
komu, en í þeim útgjöldum er
reiknað með aðeins 1 þús. krónum
á mánuði í húsnæðiskostnað og
vita allir að sú upphæð er fjarri
öllum veruleika. Þrátt fyrir þessa
lágu útgjaldaáætlun Hagstofunnar
vantar samt 20—30 þús krónur
upp á árslaunin svo þau hrökkvi
til mansæmandi lífs.
! Síðan 1. marz 1959 hefur tíma-
; kaup dagsbrúnarverkamanns
| hækkað um 65% en á sama tíma
hefur visitala vöru og þjónustu
i hækkað um 85%. Kaupmáttur
tímakaupsins hefur því stórlega
rýrnað og er það algerlega and-
stæð þróun við þá sem orðið hef-
ur í nágrannalöndunum, þar hefur
kaupmáttur tímakaupsins alls stað
ar aukizt verulega. Hvað er það,
sem veldur þessari öfugþróun hér?
Ekki hefur verið hér aflabrest
ur, ótíð, harðindi, stórflóð, hafís
eða eldgos. Nei þvert á móti. Hér
hefur ríkt einstakt góðæri. Afla-
uppgrip meiri en nokkru sinni fyrr
og verðlag hagstæðara á útflutn-
ingsvörum en oftast áður. Menn
i hafa áætlað, að vegna þessara upp
gripa sé 30—40% meira til skipt
anna en 1958, en samt sem áður
hefur kaupmáttur daglauna farið
stórlega minnkandi þrátt fyrir gíf-
urlega aukningu þjóðartekna alveg
öfugt við það, sem gerzt hefur í
nágrannalöndunum, þar sem kaup
mátturinn hefur vaxið með vax-
andi þjóðartekjum. — Ástæðan til
þessa er stjórnarstefnan, sem veld
ur misskiptingu þjóðarauðsins og
þjóðartekna.
Menn skrimta vegna þess, að
æðri völd, náttúran sjálf, hefur
gripið inn í. Aflauppgripin hafa
skapað mikla atvinnu og eftir-
vinnu og konur og unglingar hafa
tekið virkan þátt í vinnslu hins
mikla afla og það bætt mjög upp
afkomu heimilanna Hér væri ömur
legt ástand, ef náttúran hefði ekki
verið svona einstaklega hliðholl,
hvað þá, ef hart hefði verið í ári.
Vegna rangrar stjórnarstefnu er
afkoma margra atvinnugreina
slæm og sumar eiga jafnvel í erfið
leikum með að greiða núverandi
kaupgjald, þótt það sé eins lágt
og raun ber vitni. Það sem hrjáir
mest eru hinir óbærilega háu vex-
ir ásamt lánsfjárskorti, sem kemur
í veg fyrir eðlilega fjárfestingu
til framleiðsluaukningar, háir út-
flutningsskattar. Þessir baggar
stjórnarstefnunnar á atvinnurekstr
inum verka sem höft á framleiðni-
aukning ma, sem er grundvöllur
bættrar afkomu þjóðarinnar, þann
ig kemur stjórnarstefnan í veg
fyrir nauðsynlega framleiðniaukn
ingu á sama tíma og stjórnarvöld
nágrannaríkja leita hverskonar
ráða og aðgerða til að örva fram-
leiðniaukningu atvinnugreinanna
sem mest.
Það verður ekki þolað til lengd
ar, að á sama tíma og náttúran
leikur við okkur og þjóðartekjurn
ar fara stórvaxandi, sé svo á mál-
um haldið, að verkafólk geti ekki
lifað af launum eðlilegs vinnudags
— og hér er komið að þeim megin
kjarna, sem baráttan mun snúast
um á næstunni.
Eðvarð Sigurðsson sagði að á j
bak við bannið við vísitölutrygg-
ingu launa hefði falizt sú stefna
ríkisstjómarinnar að leysa efna
hagsvanda með kauplækkunum, þ.
e. að láta verðlagið hækka meira'
en launin í þeirri trú að verkalýðs
hreyfingin hefði ekki bolmagn til
að spyma við fótum. Reynslan
hefði sannað ríkisstjórninni, að
efnahagsmálunum verður ekki
stjórnað í andstöðu við verkalýðs
hreyfinguna. Síðan 1960 hefur
vísitala matvöru hækkað um 100%
en almennt . kaup ekki nema um
60%. Ríkisstjórnin verður því að
nota tímann vel fram til næsta
vors til að geta orðið við þeim
óhjákvæmilegu kröfum, sem þá
verða bornar fram um bætt kjör
og styttan vinnudag.
Bjarni Benediktsson sagði, að
allur almenningur finndi vel þá
gerbreytingu til hins betra í öll-
um lífsháttum í landinu. Athafna-
frelsi til handa öllum, vöruval og
gjaldeyrissjóðir og hvert einasta
mannsbarn veit það, að það býr
nú við betri kjör en nokkru sinni
fyrr. Þá kvaðst hann hafa áhuga
á styttingu vinnudagsins og vinnu-
tímanefnd væri nú að athuga mál-
ið, en verðbólgan er hinn eyðandi
eldur í þjóðfélaginu.
Þórarinn Þórarinsson sagði að
það væri ekki launþegum um að
kenna að verðbólgan hefði verið
meiri í tíð núverandi stjórnar en
Inokkru sinni fyrr. Vöruverð hefði
hækkað miklu meira en kaupið.
Röng stjórnarstefna hefur þarna
verið að verki. Gjaldeyrisafkoma
þjóðarinnar væri heldur ekki upp
á marga fiska, ef hin einstæðu
aflauppgrip hefðu ekki átt sér
stað, en kannski vill heilagur
Bjarni láta þakka sér þau. Það
bæri heldur ekki vott um góða
afkomu almennings, þegar fulltrúi
ríkissaksóknara leggði til að mönn
um væri útvegað kreppulán til
að borga skattana, sem á þá eru
lagðir. — Ef allt hefði verið með
felldu hefði átt að vera stórfelld
aukning kaupmáttar á síðsutu ár-
um en ebki hið gagnstæða. Það
Framhald á 15. síðu.
DAVID
BROWN
Framleiddir í þrem stærðum. 850 — 35 hö, 880 — 42,5 hö, 990 —52 hö. Einhver þeirrahent-
ar yður. Flestir varahlutir sameiginlegir öllum gerðunum.Fullkomnasta vökvakerfið: Sjálf-
virkur þungaflutningur. Sjálfvirk hæðastilling. Þrívirkur vökvaloki. DAVID BROWN
dráttarvélin er ódýr, öruggur og alhliða aflgjafi.
Bjarni Benediktsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi um
breytingu á þingsköpum, þ.e. að tryggja kommúnistum áhrif í þing-
nefndum. Skúli Guðmundsson tók einnig til máls og las nokkuð úr
grein. sem Gylfi Þ. Gíslason hafði ritað eftir síðustu kosningar, þar j
sem liann taldi, að mikilvægasta atríðið og eitt heillavænlegasta í
úrsb'O i.:= Uosnwigaima hefði verið það, kommúnistar hefðu verið
svijttir bolmagni til að fá menn kosna í þingnefndir!
FYRIR IðNBANN DAVID BROWN fæst með moksturstæki, skúffu og heykvísl. Vökvaknúinni sláttuvél. Litlum skurðgröfum og ýmsum öðr- um tækjum. 12 hraða gírkassinn (minnsti hraði 0,4 km) skipar DAVID BROWN í sérflokk við jarðvinnsluna. Vökvastýri.
1 ryH|D nO||. DAVID BROWN fæst með moksturstæki, skúffu, stöflunar- gaffli og lyftukrók. Sjálfvirkum dráttarkrók fyrir vökvasturtu- j FRAMIEIOANDANN **-•
FYRIR VERKTAIANh DAVID BROWN fæst með moksturstæki, ýtublaði, lyfti- krók, gaffli, skurðgröfu, loftpressu, rafsuðuvél, vatnsdælu og vökvasturtuvagni. Vökvastýri.
Fullkominn varahlutalager og viðgerðarþjónusta.
TIL SJÁVAR OG SVEITA SKALHANN David Brown HEITA
VATNSTÍG 3 SÍMI 11555