Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 2
TÍMiNN MIÐVIKUDAGUR 21. október 1964 Þri'ðjudagur, 20. október. NTB-New York. — Fulltrú- r S.-Ameríku hjá S. Þ. hafa i kjörið nefnd, sem athuga á iguleika á því, að fresta rjun á vetrarstarfsemi S. Þ. rún átti að hefjast 10. nóv., ' ;i verður líklega frestað til að 'jrðast árekstra á milli aust- •s og vesturs í sambandi við . ‘.kvæðisrétt Sovétríkjanna. NTB-París. — Unesco, menn ■ "garmálastofnun S. Þ., sam- 'iykkti á fundí sínum í París í dag kínverska þjóðernis- s'nna sem fulltrúa Kína hjá tofnuninni. Frakkland og Kússland vildu koma Alþýðu- ’ýðveldinu Kína inn í stofnun- ía, en það var fellt með 50 tkvæðum gegn 35. 18 ríki sátu hjá. NTB-Moskva. — Ritstjóri covézka dagblaðsins Pravda agði vestrænum blaðamönnum í gær, að hann hefði ekki ver- ið rekinn úr stöðu sinni við ólaðið. Sagði hann blaðamenn- ina hafa fyrirgert öllu trausti á sér með því að koma þeim orðrómi af stað. NTB-Róm. — ítalski komm- únistaflokkurinn lét í dag aft- ur í ljós óánægju sína með brottrekstur Krústjoffs úr sovézku stjórninni. Segir flokk urinn Krústjoff hafa fylgt stefnu, sem augljóst sé, að sovézki kommúnistaflokkurinn hafi enn ekki náð að þroskast upp í. NTB-Peking. — Kínverska stjórnin hefur nú sent ríkis- stjórnum allra landa bréf, þar sem hún stingur upp á alþjóða ráðstefnu um afvopnunarmál. Segir í bréfinu, að kínverska stjórnin vilji láta eyðileggja öll kjarnorkuvopn. NTB-Addis Abeba. — For- seti V-Þýzkalands, Heinrich Luebke, fór í dag í sex daga opinbera heimsókn til Eþíópíu. Mikill mannfjöldi fagnaði hon- um, er hann kom þangað í dag, en Liiebke hefur m. a. verið útnefndur heiðursdoktor við háskólann í Eþíópíu. NTB-Ziirich. — Picasso-mál- verk af spánskri stúlku var í dag stolið úr einkasafni í Ziirich. Málverkið er að minnsta kosti 600.000 krópa virði. NTB-New York. — Á sunnu- dagskvöldið lauk heimssýning- unni í New York. 27 milljónir manna höfðu þá séð sýning- una, en hún hófst í apríl. Sýn- ingin verður opnuð aftur 21. apríl næst komandi. NTB-Stokkhólmi. — Norræn ir afvopnunarsérfræðingar hófu í dag ráðstefnu í Stokk hólmi og ræða næsta skref i afvopnunarmálunum. Ráð- stefnan, sem opinberlega er nefnd upplýsingafundur, sitja fulltrúar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, ásamt fulltrúum frá Finnlandi og Íslandí í dag sátu fulltrúar hádegísverð- arboð varnarmálaráðherra Svía, Sven Andersson. Forsprakkar kommúnistaflokka á Vestur- löndum métmæla aðförinni að Krustjoff NTB-London, Washington og Stokkhólmi, 20. október. Blaðið Daily Telegraph í Lond- on skýrir frá því í dag, að Krúst- joff Iiggi nú í sjúkrahúsi um 40 km. frá Moskvu. Segist blaðið hafa þetta eftir áreiðanlegum heimild- um í Austur-Evrópu. Þá segir enn fremur, að Krústjoff hafi ekki haft samband við neinn af með- Iimum miðstjórnar kommúnista- flokksins síðan honum var spark- að. Stöðugt eru að berast fréttir af viðbrögðum kommúnistaleiðtoga í Evrópu bæði austan tjalds og vestan. Fordæma þeir allir með- H00VER LÁTINN NTB-New York, 20. október. Herbert Hoover, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lézt í dag í New York, rúmlega níræður að aldri. Hann hafði verið sjúkur lengi. Hoover verður jarðsettur í West Branch í Iowa, þar sem hann fæddist. Hoover var 31. for- seti Bandarikjanpa. Hann vai: for seti á árunum 1928—1932. TIL HAMINGJU Framhald af 1. síðu. nýjar tillögur um samstarf. Þessi mál geta þróazt stig af stigi. Við í SAS höfum áhuga fyrir aukinni norrænni samvinnu, sagði Karl Nilsson. Nilsson lét þessi ummæli falla, er hann var nýkominn heim frá Kaupmannahöfn og var nýbú inn að lesa hina opinberu til- kynningu um viðræðurnar í Reykjavík. VINNUFRIÐUR Framhald af 1. síðu. Blöðin á Norðurlöndum, einkum' í Svíþjóð, studdu okkur með ráð-. um og dáð, og hafa áreiðanlega, átt sinn stóra þátt í því, að svona fór. Einnig var það til mikilla bóta, að málin voru tekin úr hönd^ um samgöngumálaráðuneytanna og| fengin í hendur utanríkisráðuneyt unum. — Nokkuð fleira, sem þú vilt! segja? j — Ekki nema það, að ég er ósköp feginn að þessu skuli vera lokið og maður fær vinnufrið að nýju. ferðina á Krústjoff og víta það, að honum skuli hafa verið ^park- að án þess að nokkur viðhlítandi skýring fylgí. Líkir blaðið New York Herald Tribune þessu við byltingu. Sænski kommúnistaleið- toginn, Henrik Hermanson, er einn þeirra, sem hefur gagnrýnt harðlega þær aðferðir, sem beitt var, þegar Krústjoff var sparkað. Gagnrýni sína flutti hann í ræðu, sem hann flutti á fræðslufundi ungkommúnistahreyfíngarinnar í Sviþjóð. Segir hann orðrétt í ræðu sinni: „Það hefur vakið furðu margra, að mannabreytingarnar í æðstu stöðum Sovétríkjanna skuli hafa farið fram á þennan hátt. Erfitt er að viðurkenna einhvern sem æðsta mann landsins einn daginn, þegar hann er horfinn af sjónarsviðinu næsta dag. Áhrif persónudýrkunarinnar hafa lengi haft sitt að segja í sambandi við valdabreytingar Sovétrikjanna og í þetta skipti virðast þau ekki hafa haft minni óhrif en venju- lega. Ef Sovétríkin færu ekki svona leynt með þessa hluti, mundi stjórnmálastefna þeirra verða tek- in alvarlegar og alþjóðlegt traust til Sovétríkjanna mundí aukast“. Hermanson gagnrýnir einnig hina kínversku kjarnorkusprengju í ræðu sinni og segir sænska komm- únista vera á móti kjarnorkutil- raunum, hverrar tegundar sem þær séu. Æskulýðssamband komm únistaflokksins mótmælti nýlega Kínasprengjunni við kínverska sendiráðið í Stqkkhólmí. Bæði New York Times og New York Herald Tribune ræða valda- j skiptin í Sovétríkjunum í leiðara í dag. New York Times segir þeg- ar vera kominn upp ágreining meðal hinna nýju valdhafa. Bres- j név segi í ræðu sinni í gær, að j aðalatriðið sé að stuðla að fram ! þróun þungaiðnaðarins, en Kosy-1 gin hafi lýst yfir, að ekkert væri eins áríðandi og velferð sovézku ; þegnanna og því þyrfti að auka j almenna velmegun. Times segir einnig, að ræður j þær, sem Bresnév og Kosygin héldu í Moskvu í gær, hafi varpað ljósi á stefnu hínnar nýju stjórn- ar í utanríkismálum. Það hafi komið fram í ræðunum, að hin nýja stjórn óski ekki eftir frek- ari erfiðleikum í bili. Báðir hafi þeir lagt áherzlu á góða sambúð við vestræn lönd og eins við önn- ur kommúnistísk ríki. Bresnév hafi neitað því, að Sovétríkin tækju þátt í kapphlaupi um geim inn og Kosygin stakk upp á al- þjóðlegri samvinnu í geimferðum og rannsóknum. Það bendir til þess, að Sovétríkin muni nú kannski fallast á tillögu Banda- ríkjamanna um að koma sameig- inlega á loft mönnuðu geimfari, er héldi til tunglsins. Herald Tribune segir m. a.: Hér áður fyrr var aldrei að heyra óánægju frá öðrum austantjalds- löndum með það, sem gerðist í Moskvu. Nú er þessu öðru vísi varið, því að þau hafa gert nokk- urs konar byltingu. Kommúnista- leiðtogar í A-Evrópu neita að taka þátt í því, að Krústjoff sé þurrk- aður út af blöðum veraldarsögunn ar. Krústjoff gaf þessum löndum þó nokkurt sjálfstæði og nú ótt- ast þau, að eftirmenn hans muni skerða þetta frélsi. Sovézka þjóð- in leit á Krustjoff sem manninn, sem losaði um höftin í Kreml, en brottför hans gefur tilefni til að óttast, að skref verði stigið aftur á bak í áttina að Stalin. Bresnév sagði m. a. í ræðu sinni, að sovézka þjóðin bæri fullt traust til kommúnistaflokksins. Þetta er óskhyggja en ekki staðreynd og þessi ósk Bresnév verður varla uppfyllt, fyrr en hinir nýju vald- hafar hafa gefið fullnægjandi skýringu á brottför Krústjoffs. Brezki kommúnistaflokkurinn gagnrýndi í dag á hvern hátt Krústjoff var settur frá völdum. í yfirlýsingu, sem flokkurinn gaf út, segir, að sú skýring, sem gef- in sé á mannabreytingunum í Moskva nægi ekki til að eyða öll- um óróa hjá kommúnistaflokkum utan Sovétríkjanna. Yfirlýsingin var birt á forsíðu málgagns brezka kommúnistaflokksins, Daily Worker. Chieko Hara og Gaspar Cassado á fundi meS fréttamönnum. Tímam.-GE Cassado og Hara komin GB-Reykjavík, 20. október. Spænski sellóleikarinn heims- frægi, Gaspar Cassado og kona hans, japanski píanóleikarinn Chieko Hara, sem komu til Reykja víkur í gærkvöldi og halda tón- leika í Austurbæjarbíói i kvöld og annað kvöld fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins, ræddu, ásamt tónlistarfélögunum Ragnari Jónssyni og Birni Jónssyni, við fréttamenn í dag. Hvorugt þeirra hjóna hefur áð- ur komið til íslands, en Cassado kvaðst fyrst hafa kynnzt íslandi við lestur frönsku skáldsögunnar „Á íslandsmiðum“ eftir Pierre Loti. Fyrsti íslendingur, er hann kynntist persónulega var tólf ára piltur á stuttbuxum í Kaupmanna höfn, Erling Blöndal Bengtson. Aftur híttust þeir mörgum árum síðar í bílaborginni Detroit vestur í Bandaríkjunum og dró Cassado ekki dul á það, að þessi ungi ís- lendingur hafi þá þegar verið orð inn keppinautur sellósnillinga heimsins. Sjálfur gekk Cassado kornungur í skóla hjá landa sín- um, sjálfum Pablo Casals og var lærisveinn hans í mörg ár. Kona hans, Chieko Hara, var ekki nema níu ára, þegar hún kom fyrst fram á tónleikum í heimalandi sínu, Japan. Faðir hennar sendi hana þrettán ára gamla til Parísar, þar sem hún fékk inngöngu í tónlistarháskól- ann og lauk námi 18 ára gömul 1932 og hlaut fyrstu verðlaun. TÉKKAR Framhald af 16. síðu. Reykjavík. Tékka til greiðslu hjá þeím sjálfum munu þeir þó inn- leysa, ef innstæða er fyrir hendi. Af ofangreindum ástæðum er því þeim, sem viðskipti eiga með tékka, rétt að framvísa þeim við fyrsta tækifæri og við móttöku tékka að fullvissa sig um að nægi lega langur tími sé fyrír hendi til framvísunar í viðskiptabanka eða greiðslubanka viðkomandi tékka. Ástæða er til að geta þess að lokum, að með umræddum ráð- stöfunum er enn stefnt að því að styrkja stöðu tékka, sem nauðsyn- legs greiðslutækis í viðskiptum almennings. Seðlabanki íslands. Ekki hélt ég aS Nikifa ætti svona stóra fjölskyldu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.