Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 3
r r
MIÐVIKUDAGUR 21. október 1964 ”
TÍMINN
í SPEGLITIMANS
JAPANINN Ikuo Kashima, 32 ára, lét nýlega úr höfn í Gen
oa á Ítalíu og ætlar sér að sigla á litlum seglbát bæði yfir At-
lantshafið og Kyrrahaf. Samkvæmt áætluninni mun hann leggja
í höfn í Kobe í Japan í júlí árið 1965. Á myndinni sézt Kashima
í seglbátnum í þann veginn að leggja af stað.
SKAPARI nýjasta cocktails-
ins, sem kallast „Blue Beat“,
er þótt ftirðulegt sé leynilög-
reglumaður. Hann er Englend-
ingur, George Mullen að nafni,
og var einn af toppmönnunum
í Scotland Yard þar til hann
var gerður að yfirmanni glæpa-
★
lögreglunnar á Jamaica. Þessi
nýi cocktail var kynntur við
mikla móttökuathöfn að hinu
fræga Dorchester-hóteli í Lond
on nýlega, og meðal kosta hans
er sú staðreynd, að honum
fylgja engir timburmenn. Upp
skriftin er einföld, segir Mull-
en sjálfur. Þrír skammtar af
finu Jamaica-rommi, tveir af
grenadinesirópi, einn af fersku
sítrónusafti og fjórir af vatni.
f þetta skal láta pínulítið af
sherry — og síðan ís skellt í
allt saman og hrært vel í.
★
TRÚAROFSTÆKI er víða í
heiminum. f Hollandi eru íbú-
ar bæjarins Staphorst sérlega
þekktir fyrir trúarofstæki og
strangar siðareglur, en þar er
Calvíns-trúin allsráðandi. Ný-
lega hefur lögregla bæjarins
hvað eftir annað orðið að koma
í veg fyrir að ofsatrúarmennim
ir þar framkvæmdu það sem
þeir kalla miðnættis-réttlæti
gegn ungri stúlku, sem unnið
hafði það til „saka“ að giftast
manni, sem er helmingi eldri
en hún sjálf. Þetta miðnættis-
réttlæti framkvæmdu íbúarnir
árið 1961, en það fólst í því að
þeir tóku mann og konu, sem
talin voru hafa framið hjúskap
arbrot saman, tróðu þeim upp
í kerru og óku þeim um götur
hæjarins í 2 og hálfan tíma. —
Áður en þeim var sleppt urðu
þau að lofa þvi að vera maka
sínum trú. — En nú hefur lög-
reglan sem sagt komið í veg
fvrir að slíkt endurtaki sig. —
fhúarn Stapnrst eru 3000 tals-
ins og sýna Calvínstrú sína m.
a. með því að klæðast svörtum
fötum og ganga í tréskóm.
★
MARGIR telia, að The Beat-
les-vinsældir fari að dvína, en
þeir hafa svo sannarlega rangt
fyrir sér. Allt bendir til þess
að þeir séu enn þá efstir á
blaði. Á hljómleikum þeirra
safnast saman fleiri unglingar
en á hljómleikum nokkurra
annarra. Á tæpu ári hafa selzt
yfir 80 milljónir plötur sem
bera nafn þeirra. Fyrsta kvik-
myndin þeirra, „A hard day‘s
night“ hefur gefið kvikmynda-
félaginu meira i aðra hönd en
nokkur önnur kvikmynd, og bók
John Lennons, „In My Own
Write“, er ennþá á metsölulist
★
anum víða um lönd. Ekki verð
ur því annað séð, en þeir séu
vinaælari en nokkru sinni fyrr.
★
KÍVERJAR hafa sprengt sína
fyrstu kjarnorkusprengju, og
eins og áður liefur verið sagt
frá í speglinum, er talið, að
tveir Kínverjar, sem Iært hafa
í Bandaríkjunum, séu mennirn
ir á bak við sprengjuna. Hér
er mynd af öðrum þeirra, Dr.
Hsue Shen Tsicn, og er mynd-
in tekin þegar liann sreéri heim
til Kína árið 1950 með fjölda
upplýsinga í fórum sínum, en
hann hafði áður verið yfirmað-
ur Guggenheim Jet Propulsion
Centre við California Institutc
of Tecknology í Bandaríkjun-
um.
♦
SUÐUR-Afríkustjórn herðir
nú mjög eftirlit með því hvaða
blöð, bækur, tímarit og hljóm-
plötur koma inn í laredið, og
taka úr umferð það, sem þeir
telja að sé „óæskilegt“ fyrir í-
búa landsins að Iesa og heyra.
Nú nýlega bönnuðu þeir hljóm
plötu sem hin heimsfræga söng-
kona Lena Horne söng inn á
nýlega, en þar syngur hún
marga söregva, sem blökku-
menn í Bandaríkjunum syngja
í frelsisbaráttu sinni. Þcgar
Lena heyrði um bannið, sagði
hún: — „Mér hefði þótt vænt
um ef þeir hefðu fengið að
hlusta á hana, þeir gætu haft
gott af því“.
*
ÁSTRALSKA húsmóðirin
Helen George í Canberra, höf-
uðborg Ástralíu, bað mann sinn
nýlega um að láta sig fá pen-
inga fyrir nýjum fötum, en eig-
inmaðurinn sagði stutt og lag-
gott nei! Þá tók hún til sirena
mótmælaaðgerða með því að
setjast nakin út í garðinn um
hverfis húsið þeirra, Þessi
mótmælaaðgerð hafði óhrif —
ekki á manninn. heldur á ná-
grannakonurnar sem komu og
gáfu Helenu ný föt. Þær voru
nefnilega orðrear þreyttar á því
að sjá eiginmenn sina standa
aHtaf við gluggana og horfa á
frá George!
LÍFIÐ á Olympíuleikureum í Tokyo er ekki bara hörkukeppni og spenningur. Danski sundmað-
urinn Lars Krause Jensen komst að því nýlega þegar hann heimsótti baðhús eitt, „Tokyo Onzen“,
og þar kom þessi fallega og léttklædda ungfrú og tók hann í naðd. Og ekki verður arenað séð en
Dananum líki þetta vel.
t t f
« ’
0 4 » í f-fOV
* í 4 t f-'-v'* 0.
t * r
3
WILSON ÞYKIR FARA
^EL AF STAÐ
Framhald af 5. síðu.
i tign, ef þeir standa sig. Sjálf-
ur er Wilson annar yngsti mað
ur ráðuneytisins, 48 ára, en sá
yngsti, Denis Healy, er aðeins
einu ári yngri. í ráðuneytinu
eru 23 ráðherrar, eins og var
hjá Home, þar af 2 konur.
ÞEIR ráðherrar, sem líklegt
þykir að Wilson hafi mest
samráð við, auk Cousins, eru
þessir:
George Brown efnahags-
málarSðherra og varaformaður
flokksins. Hann er fimmtugur
að aldri, vaxinn upp í verka-
lýðshreyfingunni og hefur lengi
verið helzti fulltrúi hennar í
þingflokknum. Brown er dugn-
aðarmaður, vel gáfaður, en
hefur átt það tii að vera of orð-
hvatur. Skipun hans í embætti
efnahagsmálaráðherra sýnir, að
Wilson telur ekki heppilegt að
skipa sérfræðing yfir sérfræði-
legt ráðuneyti, heldur framtaks
saman stjórnanda.
James Gallaghan fjármála-
ráðherra, 52 ára, er heldur ekki
hagfræðingur. Hann var starfs-
maður á skattstofu, áður en
hann varð þingmaður. Á stríðs
árunum vann hann sér gott orð
sem liðsforingi í sjóhernum.
Hann er góður ræðumaður,
nýtur sín vel í sjónvarpinu, og
þykir koma vel til greina sem
eftirmaður Wiisons, ef hann
forfallaðist skyndilega.
Gordon Walker utanríkisráð
herra, 57 ára gamall, var um
skeið söguprófessor í Oxford.
Hann er maður vel lærður, sagð
ur athuga ráð sitt vel og nýtur
mikils álits sem traustur og
hygginn maður. Hann hefur
verið talinn tilheyra hægri armi
flokksins, eins og Brown, en
samvinna hans og Wilsons er
sögð hafa gengið vel, síðan
Wilson varð formaður flokks-
ins.
Denis Healey varnarmálaráð-
herra, 47 ára gamall, er frægur
fyrir gott minni og víðtæka
þekkingu á sviði varnarmála og
utanríkismála. Hann hefur á
undanförnum árum skrifað mik
ið af greinum um framangreind
mál.
Gardiner lávarður, 64 ára, er
dómsmálaráðheira. Hann er tal
inn af mörgum snjallasti lög-
fræðingur Bretlands, enda fræg
ur fyrir málflutning. Faðir
hans var einn ríkasti skipaeig
andi Bretlands, en móðir hans
var þýzk. Hann er sagður hafa
mikinn áhuga á endurbótum á
skipan brezkra dómsmála.
Herbert Bowden, 59 ára,
verður málsvari ríkistsjórnar-
innar í neðri málstofunni. —
Hann hefur lengi verið fram-
kvæmdastjóri þingflokksins, en
því fylgir m. a. að sjá um að
þingmenn mæti reglulega. —
Hann var áður liðsforingi í flug
hemum, en á arenars verkalýðs
hreyfingunni frama sinn að
þakka. Hann var náinn vinur
Gaitskells, en studdi Wilson
sem formannsefni eftir fráfall
Gaitskells. Hann er sagður ein-
beittur og stjórnsamur.
Fyrst um sinn mun þessum
sjö mönnum vejða veitt einna
mest athygli af ráðherrum Wil-
sons. Fleíri eru líklegir til að
koma mjög við sögu, t. d.
Crossman, er víldi verða vís-
Indamálaráðherra, en fékk hús-
næðismálin til að glfma við.
M.