Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 5
MIBVIKUDAGUR 21. október 1964 Otgefandi: FRAM3ÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur, Bankastr 7. Afgreiðslusími 12323. Augl.sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. 4skriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Réttlausir unglingar Björn Haraldsson í Austur-Görðum, birti nýlega í Degi skörulega og rökfasta grein um unglingafræðslu sveitanna. Björn sýnir þar fram á, að aðeins nokkur hluti sveitaæskunnar nýtur nú þeirrar fræðslu, sem lögboðin er- Enginn nýr héraðsskóli hefur bætzt við seinustu 15 árin, en síðan hefur umsóknum um vist í þeim stórfjölgað. Sumir héraðsskólarnir verða að víkja helmingi fleiri umsækjendum frá sér en þeir geta tekið á móti. Unglingar úr þeim héruðum, þar þar sem ekki er skóli, mæta afgangi. Um aðstöðu þessara unglinga segir Björn m.a.: „Þeir eiga hvergi rétt til skólavistar. Þótt sótt sé um skólavist á nokkrum skólum samtímis fyrir sama ungling, getur árangurinn orðið alls staðar hinn sami, neitun. Sumir eru á biðlista ár eftir ár. Það getur hent,að þeir fái að lokum inngöngu, ef þeir hafa þol- inmæði til að bíða nógu lengi, en þá eru þeir oft vegna biðraðarinnar komnir í verulegt ósamræmi við bekkj- arsystkini sín, hvað aldur og þroska snertir. Sumt af þessum réttlausu unglingum er sent í gagnfræðaskóla kaupstaðanna, yfirfyllta skóla. í þvi tilfelli, að hægt sé að koma þessum unglingum í vist til fólks, sem vill og getur gengið þeim í föður og móður stað, getur þetta blessazt. En sé slíkt ekki fyrir hendi, þó hægt sé að fá herbergi og fæði, er borin von um árangur og afdrif 14 ára unglings í fjarlægum kaupstað, þótt skráður sé nemandi í gagnfræðaskóla þar. Lögin frá 1946 um námsvist allra unglinga á íslandi eru lög um mannréttindi- Þau eru sama eðlis og t.d. lögin um almennan kosningarétt. Hið opinbera getur ekki hjá því komizt, án vansæmdar, að framkvæma námsrétt allra unglinga fremur en því, að gefa öllum atkvæðis- bornum borgurum þjóðfélagsins aðstöðu til að neyta atkvæðisréttar við almennar kosningar. Það er hverju orði réttara, að hér þarf að hefjast handa tafarlaust. Það stendur hins vegar í vegi bygg- ingu nýrra héraðsskóla, að ætlazt er til að héruðin taki á sig 3á hluta byggingarkostnaðar. Þetta er þeim alveg ofvaxið. Ríkið hefur tekið við rekstri gömlu héraðsskólanna og stendur straum af öllum kostnaði þar. Það er eðlilegt, að nýir héraðsskólar verði byggðir upp á þeim grundvelli, enda þokast þessi mál ekki nægilega áfram, nema ríkið taki hér forustuna. Það er blettur á íslenzku þjóðfélagi, að hundruð unglinga skuli ekki geta notið þess náms, sem lög- skilið er. Alþingi verður strax að hefjast handa um að afmá þann blett. Undirbúningur stóriðju Framsóknarmenn hafa nú lagt fram í annað sinn þá tillögu á Alþingi, að sjö manna nefnd, kjörin af Alþingi, fylgist með undirbúningi þeirrar stóriðju. sem er til athugunar að koma upp hér á landi. Hér er um svo stórt mál að ræða, að það má ekki gera að pólitísku máli með því að :áta eingöngu póli: tíska fulltriia stjóinarflokkanna fjalla um það og halda öliu vandlega leyndu fyrir stjórnarandstæðing- um Þetta hafa þó verið vinnubrögð ríkisstjórnar- innar hingað til. Þetta er ólíkt því, sem tíðkast annars staðar, þar sem svipað er ástatt, t.d. í Noregi. Þess ber að vænta, að hér verði ofstæki látið víkja og að tillaga Framsóknarmanná nái fram að ganga. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Wilson þykir fara vel af stað Skipun hans í ráðherraembæiti mælist yfirleitt vel fyrir. EF MARKA má skrif brezku sunnudagsblaðanna, er hinni nýju stjórn Wilsons yfirleitt vel tekið í Bretlandi. íhalds- blöðin skrifa yfirleitt á þann veg, að það sé rétt að gefa henni tækifæri til að sýna sig og vara því foringja íhalds- manna við að reyna að steypa henni of fljótt. Skrif blaðanna benda til þess, að vegur Wil- son hafi mjög aukizt við kosn- ingasigurinn. Ýmsir blaða- menn halda því fram, að sigur- inn sé meira verk Wilsons en flokksins. Það vekur vissa sam- úð með Wilson, hve naumur meirihluti hans er og að hann þarf strax að glíma við stórt vandamál, þar sem er vaxandi verzlunarhalli Bretlands. Flestir virðast spá því, að stjórnin‘muni alltaf sitja í 1—2 ár áður en kemur til nýrra kosninga. Frjátslyndi flokkur- inn yill bersýnilega komast hjá kosningum að sinni. — íhaldsblöðin telja, að íhalds- flokkurinn þurfi að styrkja for ustu sína áður en gengið er til nýrra kosninga. Þau gefa til kynna, að Home muni ekki reynast nógu tiaustur foringi, þótt hann hafi stoppið öllu bet- ur frá kosningunum en búizt var við um skeið. Flokkurinn þurfi forustumann, sem meiri eining sé um í flok'knum. — Maudling vlrðist nú hafa einna bezta aðstöðu sem líklegur eft- irmaður Home. Blöðin ræða mjög um, hvern ig Wilson muni haga vinnu- brögðum sínutn. Líklegt þykir, að hann muni haga henni á þann veg, að hún leiði ekki til mikilla árekstra við Frjáls- lynda flokkinn. Að ýmsu leyti fara líka stefnur flokkanna saman. Þó er þjóðnýting stór- iðnaðarins undantekning. Víst þykir, að Wilson telji sig skuld bundinn til þess að reyna að koma því máli fram og það sem fyrst. Hins vegar er talið óvíst hvort hann geri það að fráfararatriði, ef honum mis- tekst það. Yfirleitt virðist álitið, að Wilson muni reynast einheitt- ur stjórnandi og hann muni BOWDEN leggja kapp á að reyna að eyða þeim efasemdum, að Verkamannaflokkurinn sé ekki fær um að stjórna. MIKIL athygli hefur beinzt að því, hvernig Wilson hefur FRANK COUSINS GARDINER skipað ráðuneyti sitt. Yfirleitt þykir honum iiafa tekist vel í þeim efnum. Einna mesta at- hygli hefur það vakið, að hann hefur falið einum róttækasta verkalýðsleiðtoga Bretlands, Frank Cousins, að stjórna hinu nýja tækni- og vísindamála- ráðuneyti, sem hann hefur sett á fót og á að annast þann þátt stjórnarstefnunnar, sem Wil- son leggur mesta áherzlu á. — Wilson hefur í sambandi við þessa mannaskipun og reyndar fleiri, fylgt þeirri reglu Chur- chills, að skipa ekki sérfræðing til að stjórna sérfræðilegu ráðuneyti, heldur mann, sem sé reyndur sem stjórnandi. — Annars hefur Cousins sýnt tæknimálunum mikinn áhuga, og býr orðið yfir mikilli þekk- ingu varðandi þau. Flestir af ráðherrum Wil- sons eru milli fimmtugs og sex tugs. Þetta stafar af því m. a., að flokkurinn hefur verið ut- an stjórnar í 13 ár. Wilson vill gefa þeim mönnum. sem bezt hafa staðið sig í stjórnarand- stöðunni, tækifæri til að reyna sig. Hins vegar fá yngri menn embætti aðstoðarráðherra og fá síðar tækifæri til að hækka Framhald á 3. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.