Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 9
MIÐVKUDAGUR 31. október 1964 TÍMIWW lefcfélag Reykjavíkur: YANJA FRÆNDI eftir Anton Tsjekov - Gísli Halldórsson leikstjóri Nó hafa reykviskir leikhúsgest ír fengið að sjá nákvæmlega þa? á nokkrum árum, hvað heimurim hefði farið á mis við, ef Antoi Tsjekov hefði gert alvöru ií beirri hótun sinni, eftir hina mi>- leikhúsfélag, Listaleikhúsið, sem haft hefur meiri mótunaráhrif á leikhús út um víða veröld en nokk ur slíkur félagsskapur annar. Og þeir fengu leyfi Tsjekovs til að flytja Máfinn í allt annarri túlk- Élena (Helga Bacin^nn) og Astov læknir (Helgi Skúiason). heppnuðu 1896, að á „Máfnúm“ fleiri leikrit. Það var þ' tvenns konar happ fyrir leiklis heimsins, að tveir ungir rússrskir listamenn aðrir tóku höndm saman um þessar mundir, íemirovitsj-Dantsjenko og Staniövskij. Þeír stofnuðu un en hitt leikhúsið hafði beitt. Þetta tiltæki þeirra félaga varð Tsjekov sú uppörvun, að hann hélt áfram að semja leikrit þau ár, sem hann átti eftir ólifuð. Það var sorglega stuttur tími. En á þessum árum samdi hann þrjú mestu leikrit sín, Vanja frænda, Þrjár systur og Kirsuberjargarð- inn, á sjö ára bili, og á sjö ára bili hafa þessi leikrit verið frum- flutt á íslenzkum leiksviðum, síð- ast Vanja frændi s. 1. sunnudags- kvöld hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Vonandi líður ekki á löngu unz við fáum að sjá Máfinn á sviði, einkum úr því leikfélagið hefur þegar fengið það í hendur í ís- lenzkri þýðingu. Hann einn hefði gert höfundinn langlífan í leikbók menntum heims, en list Tsjekovs sem leikskálds fór æ vaxandi og stóð á tindí, er skáldið féll í blóma lífsins, og má af því marka, að leikbókmenntirnar hefðu hald- ið áfram að auðgast, ef honum hefði enzt lengri aldur. Og jafn- vel þótt hann hefði ekki fengizt við leikritun, nægja þó smásögur hans einar til að gera nafn hans ódauðlegt í bókmenntum heimsins. Og samt leit Tsjekov ætíð á sig sem lækni fremur en rithöfund. Að vísu stundaði hann lækningar meðan heilsan entist. Og freist- andi er að taka svo til orða, að þetta hafi allt verið svo samofið í skoðunum hans og starfsemi, listaverk hans öll beri því vitni, að þar hafi seint og snemma verið farið um læknishöndum skálds, svo hárnákvæm eru þau að allri gerð yzt sem innst og yljuð mann legri hlýju, leikið af nærgætni á strengi spaugs og trega, krefjast því fínni vandvirkni í flutningi en flest verk önnur. Margur gamall leiksýningagest- ur í Iðnó hefur glaðzt við að sjá Gest Pálsson aftur á leiksviði, svo marga minnisstæða stund, sem hann hefur veitt með leiklist sinni á liðnum árum, en nú hefur hann um alllangt skeið ekki tekið virk- an þátt í leikhúslífinu. Hér leikur hann nú eitt af aðalhlutverkunum í Vanja frænda, Sérébrjakov, pró- fessorinn afdankaða, sem allír hafa litið upp til og stjanað und- ir áratugum saman á búgarðinum, sem hann fékk í heimanmund með fyrri konu sinni, sem nú er látin, en dóttirin uppkomin er enn með Sonja (Bríet Héöinsdóttlr) og Vanja frændi (Gísli Halldirsson). SONJA: „Það er ekkert vlð því að gera, vlð verðum að lifa. Við munum lifa, Vanja frændi. Við munum lifa langa, langa röð af dögum og döprum kvöldum. Við munum bera með þollnmæði það hlutsklpti, sem örlögin hafa fengið okkur. Við munum vinna fyrir aðra, bæði og eftir að við erum orðin gömul, vlnna án hvildar, og þegar stundin kemur, munum vlð deyja í auðmýkt. Og þar, handan grafarinnar, munum við segja frá því, að vlð höfum þjáðzt, að hafa grátlð, að líflð hafi reynzt okkur blturt. Og Guð mun sýna okkur mlskunn. Og þá, frændl, elsku frændi, munum við fagna lífi, sem er bjart, yndislegt og fallegt. Þá munum vlð verða glöð og horfa augum til baka á ógæfuna okkar í dag, brosa og hvíla okkur". Sviðsmynd úr Vanja frænda. (Ljósm.: O.Ól.). föður sínum, er gengið hefur að eiga kornunga konu, sem heldur áfram að þrauka í sambúð við þennan gamla, gigtveíka og hroka fulla gikk, löngu eftir að hún ger- ir sér ljóst, að hún hefur aldrei unnað honum. Á búgarðinum hef ur fyrrverandi mágur prófessors- ins, Vanja frændi, eytt allri sinni ævi og kröftum, fyrst fyrir systur sína og síðan áfram af skyldu- rækni, sem Sérébrjakov sýpur seyðið af, en það ljós hefur nú loks runnið upp fyrir Vanja frænda, að ritstörf prófessorsins, sem allir dýrkuðu, séu ekki annað en ómerkilegur þvættingur og upptugga á annarra manna verk- um. Svo kemur það yfir Vanja, að hann festir ást á Elenu, hinni ungu konu prófessorsins, hún ber virðingu fyrir héraðslækninum Astrov, þótt drykkfelldur sé, fyrir gáfur hans og hugsjónir. en hann fellir hug til hennar og verður keppinautur Vanja. En aftur á mótí verður heimasætan Soffía (Sonja) ástsjúk af lækninum, góð og göfug stúlka, sem skortir fríð- leika og fær því ekki endurgoldna ást. Enn er að nefna ömmu henn- ar, móður Vanja, gamla og geð- stirða, sem sér ekki sólina fyrir prófessomum fyrrverandi tengda syni sínum. Vanja fyllist æ meiri heift í hans garð og út yfir tekur, er prófessorinn tilkynnir, að hann vílji selja búgarðinn. Þá er Vanja nóg boðið og hann gerir tilraun til að myrða fyrrverandi mág sinn. Þessi saga er ekki nema hálfsögð, og reyndar ei fásinna að ætla að endursegja verk þessa snillings, því sannleikurinn er sá, að söguþráðurinn, atburðirnir, segja ekki nærri allt um það, sem sést, heyrist, skynjast, ef tekst á annað borð að koma því til skila, sem höfundurinn ætlast til. Það er sagan á bak við söguna, duld- ar tilfinningar fólksins í leiknum, tregablandið samband við fortíð- ina og dauða hluti, saga og ljóð á milli línanna. Þessi leiksýníng ber því aug- ljósan vott, að allir aðilar hafi gert sér ljóst, að það er ekki hrist fram úr erminni að skila leikriti eftir Tsjekov á svið. Sýningin er vitní um virðingu leikenda, leik- stjóra og leiktjaldamálara fyrir þessu fágæta listaverki Gestur Pálsson mótar mjög skýrt þennan sjálfselskufulla lærdómsmann, sem reynist aðeins trúður. Vanja frændi hefur víst verið skilinn og túlkaður á ýmsa vegu, en vísast leggur Gisli Halldórsson réttan skilning í hlutverkið, sýnir að vísu kynlegan kvist, sem Vanja óneitanlega er, en þrátt fyrlr eft- irsjá og vonleysi Vanja og hon- um séu mislagðar hendur við margt, hefur hann vissa tigin- borna tilfinningu. Helga Bach- mann fellur vel í hlutverk hinnar fögru, ungu, ástlausu en skyldu- ræknu eiginkonu, sem ekki hefur valið sér öfundsvert hlutskipti. Bríet Héðínsdóttir túlkar á raun- sannan hátt þessa yndisgóðu stúlku, sem fer á mis við hina heittþráðu ástargleði en reynir að gleyma því með samúð og starfi og trú á betra líf eftir þetta. Guð- rún Stephensen leikur gömlu fóstr una Marínu, óaðfinnanlega. Eink- um verða viðræður hennar og hins unga drykkfellda Astrov Iæknis (Helgi Skúlason) minnisstæðar. Steínþór Sigurðsson hefur gert leiktjöldin, sem enn sanna list- fengi hans. Ekki þótti sérlega hátt risið á vetraráætlun L.R. eins og hún var tilkynnt fyrir nokkru. En hvað sem hinum verkefnunum líður, þá er Vanja frændi á við mörg sæmileg leikrit, og L.R. þarf ekki að blygðast sín fyrir meðferð sína. Nú kemur til kasta Reyk- víkinga yfirleitt. hvort þeir kunni gott að meta. Gnnnar Bergmann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.