Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 11
MTÐVIKUDA6UR 21. oktöber 1964 UPPREISNIN IÁ BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall c / stutt skegg. Hann hafði þykkt hár, sem ofurlítið var farið að hærast. Klæði hans voru skrautofin og gulli sett. Hann var að minnsta kosti sex fet á hæð, húðin bjartari en á hinum landsmönnum hans, og vöxturinn prýðilega samsvarandi. Höfðingi þessi — því að ég sá þegar í stað, að hann var aiinarrar stéttar en þeir Tahiti-búar, sem ég hafði áður séð, gekk tigulega til mín og tók í hönd mér Svo greip hann í axl ir mínar lagði nefnið að kinn mér og lyktaði fjórum sinnum. Mér kom þetta dálítið á óvart. En brátt áttaði ég mig á því, að þetta hlaut að vera það, sem Cook og félagar hans köll- uðu: — að núa saman nefjum. í raun og veru er þessi kveðju athöfn aðeins í því fólginn, að menn lykta af kinn hvor annars, og svarar það til kossa. Þegar þessi nýi vinur minn sleppti mér, gekk hann fáein skref aftur á bak og mannfjöld inn lét í ljós gleði sína. Svo benti hann á hið breiða brjóst sitt og sagði: — Ég Hitihiti! Þú liðsforingjaefni! Hvað heitir þú? Ég varð svo undrandi á því, að hann sagði þetta á ensku, að ég starði á hann andartak, áður en ég svaraði. Mannfjöldinn hafði víst búizt við því, að ég yrði undrandi á þessari fáheyrðu kunnáttu landa sins, því að gleðiskvaldur heyrðist um allan hópinn. Hitihiti, sem nú var mjög ánægð- ur, bæði með sjálfan sig og mig, endurtók spurninguna. — Byam, svaraði ég. og Hann sagði: — Byam! Byam! og kinkaði kolli, en fólkið endurtók: — Byam! Byam! Byam! — Get ég fengið vatn að drekka? spurði ég, því að það var langt síðan ég hafði fengið annað að drekka, en rotnað vatns- gutlið í Bounty. Hitihiti lagði af stað og tók í hönd mér. Hann kallaði til mannanna, sem næstir honum stóðu, og nokkrir þeirra þutu af stað eins og byssubrendir. Svo leiddi hann mig upp úr fjörunni að kofa einum, en þar voru nokkr- ar stúlkur, sem flýttu sér að breiða brekán á jörðina. Við fengum okkur þar sæti. Seinna komu hinir og settust á gras- ið umhverfis okkur. Ég fékk að drekka lyst mína af krystals tæru vatni úr læk, sem rann þar rétt hjá. Því næst fékk ég ferska kókoshnot, til þess að drekka úr. Það var í fyrsta sinn, sem ég fékk að bragða þetta sæta sval- andi vín Suðurhafseyja. Einhver lagði stórt blað af tré við hlið mér og stúlkurnar lögðu þar þroskaða banana — og auk þess tvær ávaxtategundir, sem ég hafði ekki séð áður. Ég var soltinn og fór að bragða á þessu sælgæti, en í sama bili heyrði ég mannfjöldann hrópa, og sá, að stóri báturinn frá Bounty nálgaðist og Bligh skipstjóri stóð í skutnum. Gest- gjafi minn stökk á fætur — og hrópaði: — Og, Parai! Hitihiti heilsaði Bligh fyrstur manna og virtist muna vel eftir honum. Skipstjórinn þekkti hann líka strax aftur. — Hitihiti, sagði hann og tók í hendina á Tahiti-búanum. Þú ert ekki orðinn ellilegri vinur minn, þó að þú hafir fitnað ofurlítið og bætt við fáeinum gráum hárum. imiiiiiiwhhi'i i' ' ~i i ~ r~3 Hitihiti skellihló: — Tíu ár, ekki langur tími! Parai, þú fitnað! Nú skellihló skipstjórinn. Hann greip um ýstruna, sem var ekki svo lítil. — Komdu í fand, sagði Hitihiti biðjandi: — Borða mikinn grís. Hvar er Cook skipstjóri? — Faðir minn! Hitihiti horfði undrandi á Bligh: — Cook skipstjóri faðir þinn? spurði hann. — Vissirðu það ekki? Höfðinginn stóð stundarkorn undrandi. Svo snéri hann sér að mannfjöldanum og hóf upp hönd sína, til þess að fá hljóð. Ég skildi ekki orð hans, en ég heyrði þó, að Hitihiti var æfð ur ræðumaður, og ég gat mér þess til, að hann væri að skýra frá því, að Bligh væri sonur Cooks skipstjóra. Bligh stóð við hlið mér meðan höfðinginn hélt ræðuna: — Ég hef beðið menn mína að láta eyjarskeggja ekki vita, að Cook sé dauður, sagði hann lágt. — Ég held að betra verði að skipta við þá, ef þeir halda, að ég sé sonur Cooks. Mér kom þessi blekking dálítið kynlega fyrir sjónir. En ég vissi — hve mikla virðingu Tahitibúar báru fyrir nafni Cooks. Og samkvæmt þeirri reglu jesutía, að tilgangurinn helgi meðalið, hafði Blig á réttu að standa. Þegar Hitihiti ha^*i lokið ræðu sinni, létu eyjarskeggjar móðan mása. Allir litu með mestu virðingu á Bligh. í augum þeirra var sonur Cooks næstur guði að virðingu. Ég notaði tækifærið og tilkynnti herra Bligh, að Hitihiti hefði stungið upp á því að verða taio minn, og að mér litist vel á það, ef Bligh hefði ekkert við það að athuga, því að við gætum skilið hvorn annan. — Það er fyrirtak, sagði Bligh og kinkaði kolli. — Hann er voldugur höfðingi á þessum hluta eyjarinnar og í nánu sambandi og ættartengslum við hina höfðingjana. Og, eins og þér segið, getur enskukunnátta hans orðið yður að miklu liði. Hann sneri sér að höfðingjanum: — Hitihiti! — Já, Parai. — Byam hefur sagt mér, að þú og hann ætlið að verða vinir. Hitihiti kinkaði kolli: — Ég, Byam, Taio! Ágætt, sagði Bligh. — Herra Byam er sonur höfðingja í sínu. landi, Hann mpn. Jfs^ra yður ej^fjr ög -ég óska^ að þér leiðið hann til húss yðar og lofið nonum áð búa h]á ýðúr. Meðan við dveljum hér, á hánn að læra mál þjóðár þinnar, svo að brezkir sjómenn geti talað við yður, þegar þeir koma. Hitihiti sneri sér að mér og rétti fram hönd sína. — Taio, sagði hann brosandi, og við tókumst í hendur. Skömmu seinna var bátur settur á flot, til þess að sækja farangur minn. Um nóttina svaf ég í húsi vinar míns — Hitihiti — Te — Atua — IriHan, höfðingja við Mahima og Ahonu, æðsta prests í Farerari-musteri. IV. Heimilisbragur á Tahiti. Enn þann dag í dag man ég eftir skemmtigöngu okkar þetta kvöld frá lendingarstaðnum við Point Venus og austur eftir — að heimili taio míns. Húsið stóð á grasflöt, varið gegn sjávarflóðum af kóralrifi og fögrum hólma. Þessi litli hólmi var örskot frá landi. Ströndin var stráð mjallhvítum kóral- NÝR HIMINN - NÝ •• EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 25 — Hvernig vildi þetta til? spurði hann um leið og hann tók umbúðir og ioð upp úr tösku sinni. — Ég rann til, þegar ég var að fara af baki, svaraði Leon þurr- lega. — Og féllst svo niður í bor- brunn? — Það kemur þér ekkert við, hvernig ég Uatt. Læknirin^ f/erraði grænt slím af votu hári Leons. — Þótt mig langi til að skemmta mér, má líklega láta mig einan um það, tuldraði Leon. — Auðvitað, gamli vinur. Og höfuð þitt líka. Hann skellti tösk unni aftur. Nú kom Ólympe inn með ávís anahefti sitt. — Líður þér annars nokkurn veginn, drengur minn? Viltu ekki annars, að ég sé hérna hjá þér? Hún stakk ávísun í lófa hans. Hún vissi betur en nokkur læknir, hversu lækna skyldi sár sonar síns. Gestir frá borginn' voru allir komnir í sæti sín a rúmgóðri stofu hæð hvíldarheimilisins Gömlu konurnar sátu í ruggustól- um, mæður með börn sín í fang ínu. Hljóðfærið hafði verið dreg ið fram og stólum komið fyrir handa heimagestum á auða hluta gólfsins. Þarna var óaflátanleg suða af samræðum og jafnstanz- laust blævængjablak. Kóletta var ein hinna fyrstu á söngskránni. Hún hélt á svörtum kniplingablævæng í hendinni, sem Viktor hafði gefið henni til minja frá Panama. Klædd var hún safr- an lítum knipplingakjól, flegn- um og ermastuttum, með eina rauða rós milli brjóstanna og aðra í hárinu. Læknirinn sat við hliðina á Harry Lockwood, sem leið hálfilla undir rannsakandi augnaráði frú Vigée gegnum nefklemmur henn ar. — Hvar er Leon? spurði hann. — Ég fer að halda, að ekki sé hægt að reiða sig á hann f einu né neinu. — Leon var fyrir óhappí. Hann datt af baki. En hann hef- ur ekki meitt sig hættulega. — Nú, jæja, en það gerir hann áreiðanlega, þótt síðar verði, ef hann hættir ekki þessum fíflaskap. Hai’ry litaðist ákafur um í mannþrönginni. — Langaði yður ti] að hítta hann í kvöld? — Nei, drottinn minni dýri! Hreinskilnislega sagt.kom ég ekki hingað Leons vegna, játaði hann. — Ég hélt, að hún myndi verða hér. Þegar Sep hafði ferðazt, um með boðskortin, átti hann vissulega ekkí erindi að Fagranesi. Ef for- stöðukonurnar hefðu fundið 'um- slag með áritun til Palmýru Dela- mare, þegar bær rannsökuðu bréfakörfu hans, hefði það um- slag aldrei komizt til ákvörðunar staðar. Fauvette d'Eaubonne var ekki heldur boðið til hátíðarinn ar. — Haldið þér að hún hafi farið til bambúlunnar í staðinn? Hún hefir minnzt á, að sig langi hálf- _____________________________1] vegis til að \j»a þar einhvern tíma viðstödd. — Þangað færi engin sómakær kona, sagði Viktor. — Þó hefur mér skilizt, að oft sjáist hvít kona þar meðal áhorf enda. Ef þær vilja biðja guðinn Zombie einhverrar hjálpar, neyð- ast þær til að hylla hann á Jóns- messunótt. Finnst yður ekki? — Ekki skil ég, að nokkur kona taki sér neitt svo heimskulegt fyr ir hendur, nema ef hún er annað hvort örvingluð eða ástfangin. Læknirinn hló. — En þér virðist furðulega fróður um þetta. — Ég hefi spurzt fyrir um það hja Zabette, sem ræstir herbergi mitt á hótelinu. — Nú, einmitt! Starfar Za- bette á gistihúsinu? Þá komumst við fljótlega að öllum leyndarmál um yðar. — Einu leyndarmáli ætla ég að trúa yður fyrir þegar í stað. — Hvað er það? — Mig hefði langaði til að heimsækja bambúluna. — Nú . . . Viktor hikaði andar tak — Þá það! Fyrst þér endilega viljið. En ég get fullvissað yður um, að þér finnið ekki stúlkurn- ar yðar þar. Kóletta söng Havanabúann úr Carmen. Rödd hennar var fögur og þróttmikil. Gestirnir í Bon Repos þökkuðu flutninginn með hressilegum aðdáunarópum og lófaklappi, sem aldrei virtist ætla að hætta. Þá #öng hún Les Filles de Cadiz sem aukalag og hrifn- ingín brauzt út á nýjan leik. Vikt or var himinlifandi af aðdáun. Eitt þessara skyndilegu skýfalla sem einkenna Louisiana svo mjög hafði tafið fyrir þeim, enda var komið fram yfir miðnætti, er þeír náðu út til mýrarinnar við end-' ann á Strandlengjunni. Þar glórði í nokkur vagnaljósker milli trjánna, og Viktor hlaut að viður- kenna, þótt óljúft væri, að ýmsir hvítra manna af heldra tagi stuðl- uðu að því að halda lífinu í dul- arsiðum híns dökka kynstofns. Það lá ekki vel á honum, er hann steig úr léttivagninum. Hins vegar var Harry í bezta skapi. Þegar hann sá vagn- ana, vonaðist hann til, að forvitn in hefði dregið þau Mirjam og móður hennar út til þessa staðar. Rougette rak upp hátt hnegg, er hann kom auga á bálin, sem blpssuðu upp fyrir handan mýrina. Læknírinn teymdi hann að gúmmítré, en þar kvökuðu lauf froskar á greinum, líkt og þúsund ir lítilla bjalla væri. Rakur svörð- urinn var eins og lifandi af suð- andi skordýrum og leðurblökur sveimuðu um höfuð honum. Síð- an tók hann ljóskerið og hélt því svo hátt, að það lýsti bæði fram og aftur fyrir, og leiddi Harry eftir mjóum stíg, er lá yfir mýrina. Eftir því sem nær dró, jókst hinn dumbi trumbusláttur og nú heyrðu þeir langdreginn og þunglyndislegan söng, er stundum var rofinn af háum hrópum. — Aie! Aie! Dönsum Bambúla! Bad- oum! Badoum! Fólksfjöldinn myndaði hring fram undan strákofa Mamalois, hinir allra fremstu sátu á jörð- unni. Uppi í trjánum úði og grúði af dökkitm þústum, er klifið höfðu þangað til að sjá betur, hvað fram færi. Þeir Viktor og Harry fundu sér mannlausa eik og lyftu sér upp á eína af greinum hennar. Sinn hvoru megin hópsins sátu trumbuslagarar og knúðu tam-tam. Að venju voru trumbu hamrarnir lærleggur af asna. Hjá þeim sátu drengir. sem ekki báru aðrar flíkur en rautt lendaklæði. Höfðu þeir í höndum skinin bein, er þeir slógu saman eftir hljóð- falli trumbanna. Á auðu svæði milli hljóðfæraleikaranna stigu menn dansinn tveir og tveir sam an og fáir í einu. Sveigðu þei> líkama sína til hinna ógeðslegustu stellinga, stöppuðu nöktum fólu'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.