Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.10.1964, Blaðsíða 12
12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. október 1964 Holdorf sigraði Valbjörn varð 12. Þýzkaland rauf í gær sigurgöngu Bandaríkjamanna í tugþraut, þegar Willi Holdorf bar sigur úr býtum, en Bandaríkjamenn hafa nær algerlega einokað þessa grein frá upphafi Ólympíuleikanna. Nú var hins vegar enginn Bandaríkjamaður talinn líklegur til sigur, heldur Formósumaðurinn Yang, sem mörg undanfarin ár hefur dvaliö í Bandaríkjunum. Honum mistókst hins vegar alveg og lenti í fimmta sæti. Valbjöm Þorláksson var meðal þeirra 18 keppenda, sem luku tugþrautinni, og varð í 12. sæti með 7135 stig, sem er mjög svipaður árangur og þegar hann setti met sitt í haust, en samkvæmt nýju stiga- töflunni gefur það 7165 stig. Margir hafa að undanförnu velt því fyrir sér hvort Öm Clausen væri með hinni breyttu töflu aftur orðinn íslandsmeistari. Svo er þó ekki. Árangur hans er 7104 stig. í fyrstu greininni í tugþrautinni í gær, 110 m. grindahlaupinu varð Yang fyrstur á 14.7 sek., Holdorf hljóp á 15.0 og Valbjörn varð 12. í greininni á slökum tíma 15.6 sek. í næstu grein, kringlukastinu, var Holdorf beztur af þeim, sem luku keppninni, kastaði 46.05 m. Werðhsm Skipting verðlauna á Olympíu- leikunum í Tokyo eftir keppn- ina í gær er þannig: G S B Bandaríkin 32 21 19 Sovétríkin 17 17 23 Japan 915 Ungverjaland 8 5 4 Ítalía 562 Ástralía 5 2 8 Þýzkaland 4 14 13 Bretland 4 9 0 Búlgaría 3 5 1 Pólland 3 4 5 1 Finnland 3 0 0 Tyrkland 2 3 1 Tékkóslóvakía 2 2 3 Rúmenía 2 2 3 Belgía 2 0 0 Holland 13 3 Kanada 111 Júgóslavía 1 t 1 Uanmörk 10 1 Nýja Sjáland 10 1 Frakkland 0 5 4 Svíþjóð 0 13 Sviss 0 11 Trinidad 0 11 Argentína 0 10 Suður-Kórea 0 10 Kúba 0 1 0 Túnis 0 10 íran 002 Kenya 001 og hafði 100 stiga forskot, eftir sjö greinar, en landi hans Walde var annar. Valbjörn kastaði 39.70 m. og var á undan Yang, sem að- eins kastaði 39.59 m. — f stang arstökkinu brást Yang einnig og þessi maður, sem stokkið hefur tæpa 5 metra, varð nú að láta sér nægja 4.60 m. og þar með voru sigurmöguleikar hans úr sög unni. Hann stökk þó hæst kepp enda. Valbjörn varð 3. með 4.40 m. og reyndi við nýtt íslandsmet í greininni, 4.55 m. en mistókst Holdorf stökk 4.20 m. En í spjótkastinu sigraði Yang, þriðju grein sinni um daginn, og kastaði 68.15 metra, en þar sem hann er mun lakari 1500 m. hlaup ari en Þjóðverjinn, var staða hans vonlaus þótt nú skildu aðeins 150 stig. Valbjörn kastaði spjótinu 56. 19 m. og var í níunda sæti eftir þá grein. Hins vegar var árangur hans í 1500 m. hlaupinu mjög slak ur 5:00.6 mín. svo hann féll aftur niður i 12 sæti. Rússinn Aun náði þar góðum árangri og tókst að komast upp fyrir Þjóðverjann Walde og úgnaði um tíma sigri Holdorfs. Úrslít urðu þessi: 1. Willi Holdorf, Þýzkal. 7887 2. Rein Aun, Sovét 7842 3. Hans J. Walde, Þýzkal. 7809 4. Paul Irvin Herman, 7787 5. Chuan-Kwan Yang, Form. 7650 6. H. Beyer, Þýzkal. 7647 7. V. Kuznetsov, Sovét 7569 8. M. Storozhenko, Sovét 7464 9. R. Arden Hodge, USA 7325 10. Riehard J. Emberger, USA 7292 11. William D. Gairdner, Kanada 7147 12. Valbjörn Þorláksson, ísland 7135 13. Franco Sar, ítalia 7054 dsliðið valið Landsliðsnefnd K.K.Í., sem skipuð er þeim Inga Gunnarssyni og Einari Ólafssyni ,hefir nýlokið vali pilta í lands- lið, er keppír í Bandaríkjunum í vetur, en fyrsti leikurinn verð- rr í New York, 28. desember. — Farið verður utan 27. des. jg komið heim 17. janúar Liðið er þiannig skipað: Birgii Örn Birgis 22 ára 191 sm. 10 landsl. Ármann Einar Bollason 21 — 196 — 3 landsl. KR. Ólafur Thorlacius 27 — 184 — 10 landsl. KFR líjörtur Hannsson 18 — 184 - 4 Iandsl. KR. Kolbeinn Pálsson 19 — 178 - 4 landsl. KR. Finnur Finnsson 20 — 194 — 0 landsl Ármann Kristinn Stefánsson 19 — 197 — 7 landsl. KR. Gunnar Gunnarsson 19 - 184 — 7 landsl. KR. Þorsteinn Hallgrímsson 22 — 184 — 10 landsl. ÍR Guttormur Ólafsson 20 — 184 — 3 landsl. KR. Jón Jónasson 17 —J 183 ' "0 landsl. ÍR. Sigurður Ingólfsson 19 — 193 — 7 landsl. Árm. 14. Alois Buchel, Lichenst. 6849 15. Shousuke Suzuki, Japan 6838 16. G. Moro, Kanada 6716 17. Koech Kiprop, Kenya 6707 18. Dramane Sereme, Mali 5917 Jón ekki í úrslit Undankeppni í hástökki fór fram í gær og var Jón Þ. Ólafsson meðal þátttakenda. Til að komast í aðalkeppnina þurfti að stökkva 2.06 m. og tókst öllum þekktustu stökkvurunum það. Heimsmethaf inn Valari Brumel átti þó í erfið leikum með 2.03 m. og þegar hann felldi þá hæð öðru sinni, fór klið ur um áhorfendaskarann. Hann flaug hins vegar þá hæð í þriðju tiiraun og átti í engum erfiðleik um með 2.06 m. Jón Ólafsson stökk 2.00 m., en tókst ekki að stökkva 2.03 m. þrátt fyrir góðar tilraunir cg féll þar með úr keppninni ásamt t. d. Finnanum Hellen, sem stökk einnig aðeins 2 metra. Svíarnir Stig Petterson og Nilson komust auðveldlega í úrslitakeppnina. ic Beztum tíma í undanrásum í 4x100 m. hlaupi kvenna í gær náði pólska sveitin, 44.6 sek. Bandarísku stúlkurnar sigr uðu í hinum riðlinum á 44.8 sek. Bretland og Sovétríkin fengu 44.9. if Tamara Press sigraði í kúlu varpi kvenna í gær og setti ólympískt met 18.14 metra. Önnur gullverðlaun hennar á leikunum. Önnur varð Culm- berger, Þýzkalandi, með 17. 61 m. og þriðja Zybina, Sovét, 17.45 m. •k í milliriðlum í 4x100 m. hlaupi karla náði bandaríska sveitin beztum tíma 39.5 sek. ! Frakkland, Jamaíka, Ítalía, Pól land og Venezúela hlupu á 39.6 sek. Sovét (39.7) og Bret land (40.1) eru einnig í úrslit um. it Bretland náði beztum tíma í 4x400 m. boðhlaupi karla, hljóp á 3:04.7 mín. Þýzkaland 3:04.9 mín. Trinidad 3:05.0 mín. og Bandaríkin 3:05.3 mín, sama tíma og Jamaíka náði einnig — en sveit frá eynni sigraði í þessari grein 1952. Margt óvænt hefur gerzt á Ólympíulelkunum, en slgur Walesbúans Lynn Davies í langstökkl kórónar þó flest, þótt hann hafi fyrir lelkana stokk- ið yfir átta metra. En honum einum keppenda tókst að bæta árangur sinn, sökk 8.07, sem nægði til sigurs og var þó 0.7 metra mótvlndur, þegar hann náði sigurstökki sínu. Flestir aðrir keppendur fengu þó melri mótvind, sem yfirieitt var um tveir sekúndumetrar. Sigraöi á nýjum heimsmetstíma! — Enska stúlkan Packer ,,hlaupadroitning“ leikana Hin frábæra enska hlaupakona Ami Packer, 22 ára unnusta fyrir- liða brezka liðsins, Robbie Brightwell, bar sigur úr býtum í 800 m. hlaupiinu i gær og lokasiprettur hennar í hlaupinu fékk áhorfendur til þess að standa á öndinni. Þegar á síðustu beygju kom var Packer meðal hinna síðustu, en fremst var franska stúlkan Dupureur, en eins og hvirfilvindur geystist Packer fram úr hverjum keppandan- um á fætur öðrum og kom í mark um fimin metrum á undan þeirri frönsku á nýiu heimsmeti 2:01.1 mín. — sekúndubroti betra en eldra metið. Packer er vissulega „hlaupa- drottning“ þessara leika og þetta met hennar var hið sjöunda í röðinni, sem hún setur á leikun- um, landsmet, ólympískt met og kórónan, heimsmet. Sigur hennar kom vissulega ekki á óvart, því þessi grannvaxna stúlka hafði sýnt frábæra hæfi- leika fyrr á leikunum, þótt hún missti af gullverðlaununum í 400 m. hlaupi vegna ofmats á hæfi- leikucn sínum. Og þegar hún gift ist BrightweR í desember verður nóg af verðlaunapeningum á heimili þeirar, ólympísk og evr- ópsk gull, silfur op bronz. Úrslit í hlaupinu urðu þessi: 1. Ann Elizabeth Packer, Bretl. 2.01.1 2. Maryvonne Dupureur, Frakkl. 2.01.9 3 Ann M. Chamberlain, New Zealand . 2.02.8 4 Nagy Zsuzsa Szabo, Ungverjal. 2.03.5 5 Antje Gleichfeld, Þýzkal. 2.03.9 6. Laine Erik, Sovét. 2.05.1 7. Gerarea Maria Kcaan, Holland 2.05.8 8. Anne Rosemary Smith, Bretl. 2.05.8 RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.