Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUK 17. nóvember 1964 Þrlðjudagur, 17. nóvember. NTB-Höfðaborg. Dómstóll rokkur í Höfðaborg dæmdi í d?.g 22 ára gamlan háskólastúd- c"t og 30 ára ljósmyndara í 10 ; ra fangelsi. Þeir voru fundnir : kir um að hafa unnið gegn s jórn landsins. NTB-Sasolburg. í gær kom jpp eldur í kolanámu í Sasol- I urg í Afríkuríkinu Oyanje. Við hað lokuðust 23 námuverka- •annanna inní og fundust sjö _>irra látnir í dag. Lítil von :r til þess, að hinir 16 finnist a lífi. Þeir eru einhvers staðar 140 m fyrir neðan yfirborð jarðar. NTB-Bonn. Vestur-þýzku bændasamtökin hótuðu í dag iorsætisráðherra landsíns, Lud- wig Erhard, öllu illu, ef ríkis- stjórnin fellst á að lækka korn- verðið innan landa EBE. Sagði formaður samtakanna, að ef ríkisstjórain stæði ekki með hændum landsins, mundu bændasamtökin hefna sín á sviði stjómmálanna, en kosn- ingar eru í Vestur-Þýzkalandi innan árs. NTB-London. Harold Wilson, forsætisráðherra, athugar nú nánar bréf það, er honum barst nýlega frá sovézku ríkisstjórn- inni. Hann sagði í dag, að enn hefði hann ekki ákveðið neitt um Moskvuheimsókn, og mundí ekki gera það fyrr en að Banda ríkjaheimsókninni lokinni. Hann sagðist mundu ráðfæra sig við Johnson forseta um það, hvernig bæta ætti sambúð austurs og vesturs. NTB-Washington. Kvikmynd- in um líf Kennedys heítins forseta var í fyrsta skipti sýnd I gær i innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Myndin þótti góð og hafði mikil áhrif á áhorf endur. Myndin er gerð af bandarísku upplýsingaþjónust- unni og fer Gregory Peck með aðalhlutverkið. NTB-Kaupmannahöfn. Dönsku konungshjónin munu fara í op inbera heimsókn til Frakk- lands dagana 5—8. aprihnæst komandi. Verða þau gestir De Gaulle Frakklandsforseta. Síð- ast fóru dönsku konungshjónin í opinbera heimsókn til Frakk- lands árið 1952. NTB-Bonn. Verzlunarmála- ráðherra Breta, Douglas Jay, varði í dag 15% innflutnings- toll Breta fyrir gagnrýní EBE- landanna. Sagði ráðherrann, að tollinum yrði aflétt strax og hægt væri og síðan gagnrýndi hann tollamálin innan Efna- hagsbandalagsins. NTB-Bonn. Formaður kristi- lega-sósíalistiska flokksins í Bayern, Franz Josef Strauss, tekur í dag ákveðna afstöðu með kjarnorkuflota NATO, en hann tekur það fram, að öll Evrópuríkin verði að eiga þar jafnan hlut. Brezka stjómin bannar vopnasölu til S.-Afríku NTB—London, 17. nóv. Harold Wilson, forsætisráð- herra, lýsti því yfir í neðri deild brezka þin-gsins í dag, að brezka stjórnin hefði ákveðið að banna allan útflutning vopna til S.—Afríku. Sagði for- sætisráðherrann, að nýlega gerð ur samningur um sölu 16 bucc- aneer-sprengjuflugvéla til S.- Afr- íku, væri í nánari athugun. Stjórn arandstaðan mótmælti þessari á- kvörðun stjóraarinnar harðlega og vildi vita hvort hún hefði í för með sér uppsögn Simonstown-samnings ins um rétt Breta til að nota sam nefnda höfn jafnt í stríði og friði. Forsætisráðherrann gaf þær, upplýsingar, að eftir að verka- mannastjórnin tók við völdum hefðu engin útflut.ningsleyfi fyrir vopnum til S.-Afríku verið gefin, Þeir samningar, sem þegar hefðu verið gerðir, mundu verða upp- fylltir, en engir nýir gerðir Öll ónotuð útflutningsleyfi misstu gildi sitt, nema þau. sem nú væru í umferð. Bannið nær einnig til veiði- og sportvopna. Peter Thorneycroft, sem var varnarmálaráðherra íhaldsstjórn- arinnar, gagnrýndi stjórnina fyrir að endurathuga samninginn um sölu sprengiuflugvélanna. For- sætisráðherrann svaraði þvt til, að neðri deildinni mundi verða til- kynnt um niðurstöður endurskoð unarinnar strax og þær lægju fyr- ir. Leiðtogi stjórnarandstöðurnar, fyrrum forsætisráðherra Douglas- Home, vildi fá að vita, hvort yfir- lýsing forsætisráðherrans væri nokkurs konar uppsögn á Simons town-samningnum. Hann ber.ti á nauðsyn þess fyrir Bretland, að geta notað höfnina í Simonstown bæði í stríði og friði, einkum ef Suez-skurðurinn væri lokaður brezkum skipum, en það gæti auð- veldlega komið fyiir, ef stríð bryt ist út á milli Indlands og Kína eða I sagði ráðherrann, að nauðsynlegt Indónesíu og Malaysiu. hefði verið að taka þessa ákvörð- í svari sinu til Douglas-Home ) Framhald á 15. síðu. Þeir myrtu Napéieon MB—Reykjavík, 17. nóv. Tveir vísindamenn þykjast hafa sannað, svo ekki verði um villzt, að Napoelon mikli, Frakkakeisari, hafi verið myrt ur á eitri á Elínareyju árið 1821. Napóleon hafði sjálfur grun um, að byrla ætti honum eitur, og lét að því iiggja í skrifum sínum, skömmu fyrir andlátið, að Englendingar ætluðu að myrða sig á eitri. Hingað til hefur þó verið álitið að þetta væru hugarórar sjúks manns og hann hefði dáið úr eðlileg um vei'kindum, sem óheilnæmt loftslag hefði ýtt undir. Hann lézt á 52. aldursári og var graf inn á eyúunni, legsteininum stendur aðeins „Hér hvílist“. Nú hafa tveir vísindamenn rannsakað lokk úr hári hins fræga keisara. Grunur lék á, að ef Napoleon hefði á annað borð verið byrlað eitur, þá hefði verið um arsenik að ræða því sjúkdómseinkennin komu að ýmsu leyti heim við hæg- fara arsenikeitrun. Arsenik sezt einmitt m.a. að í hári fórn ardýranna. Vísindamennirnir voru Hamilton Smith, próf- essor í réttarlæknisfræði í Napoleon Glasgow og sænskur doktor, Sten Forshuvud í Gautaborg. Eftir rannsóknir sínar telja þeir fullsannað, að Napoleon hafi verið myrtur á arseniki, og var skýrt frá þessum niður- stöðum þeirra í fréttum í Ríkis útvarpsins um heigina. OVIST HVORT MIÐSTJORN- ARFUNDUR STCNDUR ENN NTB-Moskva, 17. nóvember. Sovézkir embættismenn höfðu í kvöld ekki svarað spurningum vest rærwna fréttaritara í Moskvu um það, hvort fundur miðstjórnar hins sovézka kommúnistaflokks héidi áfram, eða hvort honum hefði verið Iokið í gær. Kommún- istiskar heimildir erlend'is., héldu að fundinum hefði lokið í gær, en þá hafði miðstjórnin samþykkt ýmsar breytingar á æðsta ráði og framkvæmdastjórn flokksins. Þó var ekki öruggt, hvort fund- ur hefði verið haldinn seint í gær- kvöldi, og staðið langt fram á nótt. í gærkvöldi var haldið, að Æskan kemur útí11 þúsund eintökum á 65 ára afmælinu GB—Reykiavík, 17. nóv. Barnablaðið Æskan, fyrsta blað sem ráðizt var í að gefa út hér- lendis handa börnum og ungling- um, á 65 ára afntæli um þessar mundir, því fyrsta tölublaðið kom út 5. október 1897, aldamótaárið kom blaðið út í 1000 eintökum, en nú er upplagið 11000 eintök, og er Æskan hlutfallslega útbreiddasta blað á Norðurlöndum. Það var Góðtemplarareglan, [ sem gefur Æskuna út. Fyrsti rit-1 stjóri hennar var Sigurður Júlíus | Jóhannesson læknir og skáld. sem | gerði blaðið strax í byrjun ákaf- lega vinsælt, hann stýrði blaðinu ! aðeins í tvö ár, fiuttist þá vestur | um haf og dvaldist þar upp frá j því. Aðrir ritstjórar Æskunnar ; hafa verið og í þessari röð; Ólafía; Jóhansdóttir, Hjálmar Sigurðsson, I séra Friðri'k Friðriksson, Aðal- ; björn Stefánsson, Sigurjón Jóns- son, Margrét Jónsdóttir, Guðmund ur Gíslason, Guðjón Guðjónsson, Ólafur Haukur Árnason og Grím ur Engilberts, sem stýrt befur blaðinu síðan 1957. Afgreiðslu- maður nú er Kristján Guðmunds- s.oji, en lengst gegndi því starfi Jóhann Ógm. Oddsson, sem var framkvæmdastjóri blaðsins í 34 ár og einnig bókaútgáfu Æskunnar frá byrjun hennar 1930 og til 1962- Um leið og 65 ára afmælis blað Æskunnar kemur út, gefur bókaútgáfan út þessar sjö bækur: Davíð Copperfield og Oliver Twist eftir Charles Dickens, Örkin hans Nóa eftir Walt Disney, Litla lamb- ið eftir Jón Kr. ísfeld, Spæjarar eftir Gunnar Niland, Hetjan unga eftir H. Strang, og síðasta bókin nefnist Móðir og barn. í afmælis blaðinu birtast fjölmargar afrrælis kveðjur minningargrein um for- setafrú Dóru Þórhallsdóttur og nokkrar bernskuminningar hennar lir Laufási. Þá eru íslenzkar og erlendar sögur og ævintýr, s,;álfs ævisögukaflar eftir Sigurð Júl. Jphannesson, ýmsir þættir,svo sem gítar-námskeið frá Tónskóla Sigur- sveins, og margt fleira. Fjöldi mynda er í heftinu. Ritstjórn og afgreiðsla Æsk- Unnar er nýflutt í Lækjargötu 10 A, þar sem bókaútgáfan er og til húsa og þar er sala erlendra mál- verkalitprentana, sem prentu? eru á striga og flutt inn i ramma. í tilefni afmælisins verður höfð sýning þessara litprentana á næst- unni, og er sýningm opin daglega kl. 2—6 síðdegis. f undur miðstj órnarinnar mundi halda áfram á þriðjudag og mið- vikudag, og ýmis vandamál í sam- bandi við landbúnaðinn og iðn- aðinn verða rædd þá daga, Sömu heimildir benda á það, að fundur miðstjórnarinnar í febrúar í ár hafi staðið lengur en gert var opinbert. Á þeim fundi lagði Su- slov fram árásarskýrslu sína á Kínverja, sem fyrst var birt tveim- ur mánuðum síðar. í Moskvu er reiknað með því, að þær ræður, sem haldnar voru á fundinum, verði ekki gerðar op- inberar, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. Það var heldur ekki gert á fundi miðstjórnarinn- ar 14. október s.l., þegar Krust- joff var settur frá völdum .Fund- urinn í október og i gær voru, nokkuð sérstakir, haldnir án Framhald á 15. siðu. Fundur FuHtrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík verð ur haldinn n. k. miðvikdag hinn 25. nóvember í Framsóknarhúsinu uppi og hefst kl. 8:15 e.h. Dagskrá verður samkvæmt lögum fulitrúa- ráðsins um aðalfund. Stjórnin. Málverkalitprentasala Æskunnar býður m.a. upp á þessa mynd, sem nefn- ist „Ungur fiskimaSur“ og er eftir norska málarann Hans Heyerdal, sem fékk verðlaun á heimssýninguni í Paris 1877.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.