Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 3
MHJVIKUDAGUR 18. nóvember 19G4 3 TÍMINN f SPEGLITÍMANS Stúlkan heitir Agneta Mal- gren, er sænsk og 19 ára að ★ Konstantin Grikkjakonungur og drottning hans, Anna María, fara á sunnudaginn í fimm daga einkaheimsókn til Lond- on. Um þetta var gefin út opin- ber tilkynning, en ekki var skýrt frá því, hvað ungu hjón- in ætla að taka sér fyrir hend- ur í London. Danski ríkiserf- inginn, Margrét, systir Önnu Mariu, verður í London á sama tíma, en þar býr hún hjá Georg prins. Tilkynningin um Lund- únaheimsóknina kom nokkrum dögum eftir að Konstantin gerði það opinbert í litlu, makedonisku þorpi, að Anna- María ætti von á barni í júní á næsta ári. aldri. Myndin er tekin af henni á flugvellinum í London fyrir skömmu, en þangað kom hún til að keppa um titilinn, Miss World, fegursta stúlka Evrópu. Agneta er hin lagleg- asta stúlka, en það voru hinar stúlkurnar alls, 41 að tölu, líka. Agneta varð því að láta sér nægja heiðurinn af að hafa tekið þátt í keppninni, ljós- myndir af sér í blöðum og að- dáun nágrannanna heima í Sví- þjóð og kannski nokkurra les- enda Tímans, en sjálfan titil- inn hreppti Ann Sidney, full- trúi Bretlands. Þátttakandinn frá íslandi var Rósa Einars- dóttir. ★ Fjölmennasta kaþðl6ka nunnureglan nú á dögum er Vincent-systurnar á Ítalíu. Þær eru í kringum 50.000 talsins og munu bráðlega hætta að nota hinn 300 ára gamla einkennis- búing sinn og fá nýjan, sem teiknaður er af Dior. í mörg ár hafa nunnurnar gengið með hvít höfuðföt, sem nefnd eru cornette, og hefur það leitt til þess, að þær hafa verið upp- nefndar gæsir guðs. í staðinn fyrir þetta höfuðfat munu þær nú nota nokkurs konar slæðu, sem fellur niður á axlirnar. Önnur breyting er sú, að pilsin verða stytt úr öklasídd í sex tommu hæð frá jörðu. Þegar fegurðarsamkeppnin um titilinn, Miss World, var nýlega haldin í London, vantaði fulltrúa eins landsins, ísrael. Það stafaði ekki af því, að engar frambærilegar stúlkur væru til í ísrael, heldur af því, að fegurðardrottning þeirra fékk ekki frí úr herþjónustu. Eins og allir geta séð af mynd- inni hér að ofan, er Ungfrú ísrael, Ophira Margalit, allra laglegasta stúlka, Hún er 18 ára gömul og er hermaður í ísra- elska hernum, eins og aðrar kynsystur hennar þar í landi. Búið var að eyða 5.000 dollur- um í ný föt handa stúlkunni fyrir Lundúnferðina, og þegar fréttist að hún fengi ekki frí, var of seint að finna aðra stúlku. Ungar, nýgiftar stúlkur geta oft þurft mikið á aðstoð móð ur sinnar að halda, en þó höf- um við aldrei vitað neina þeirra eins hjálparlausa og frú Diönu Davies í Hallandala í Florida. Hún hringdi fyrir nokkrum dögum í móður sína, frú Eileen Conroy í Bourne- mouth í Englandi, og var alveg í öngum sínum, því barnið hennar vildi ekki hætta að gráta. Símahringingin frá Florida til Englands kostaði 1800 krónur og farmiði móður- innar til Florida kostaði 24.000 krónur. Diana, sem er fyrrver- andi fegurðardrottning og gift sundkennaranum John Davies, var ekki mikið að hugsa um kostnaðinn, hún þurfti bara á móður sinni að halda til að stöðva barnsgrátinn. Móðir hennar, sem á fjögur börn og fjölda barnabarna, tók með sér bók um barnasjúkdóma og með- ferð ungbarna og sagði við blaðamenn á flugvellinum, að hún byggist við að dóttirin liði af heimþrá í viðbót við áhyggj- urnar af barninu. Hún þyrfti á nokkrum góðum móðurráðlegg- ingum að halda. Ástralski spjótkastarinn, Reg Spiers ,sést þarna ásamt Cat- herine, eiginkonu sinni, tveggja ára dóttur, Joanne, og hundi fjölskyldunnar. Hinum megin á myndinni sést kassinn, sem Reg var fluttur í frá London til Perth í Ástralíu, og skyldi engan furða. þó að fjölskyldan fagni honum vel. Satt að segja var það Olympíu leikunum að kenna, að Reg varð að hýrast í kassanum alla þessa leið. Hann hélt til London til að reyna að Komast í lið það, er Ástralía sendi til Olympíu-leik- anna, en stóðst ekki tilskildar kröfur. Reg stóð þá uppi í London, allslaus og peninga- iaus, en ekki ráðalaus, því hann réði sig í flutningaedild Air France-flugfélagsins. Þar fékk hann þá góðu hugmynd að leynast í vöruflutningakassa heimldíðis, en á milli London og Perth eru 13000 mílur. Ferðin tók 60 klukkutíma með Boeing-þotu, og allan þann tíma fékk Reg hvorki vott né þurrt Þegar hann hafði skreiðzt út úr kassanum í Ástralíu, fór hann á puttanum heim til sín. Á VÍÐAVANGI Átvaglið, sern ekki vex Dagur á Akureyri segir svo merkilegt fyrirbrigði í stjórn- málum landsins: „Hvaða skepna á íslandi er það, sem étur meira en þyngd sína á dag, en vex þó ekki? Þetta er gáta, sem menn henda á milli sín sfðustu daga. í sam- sæti einu hafði gátan verið höfð til gaman og heitið verð- launum fyrir rétta ráðningu. Náttúrufræðingur, sem þar var og allfróður er talinn, lyngdi augum, velti vöngum og sagði: „Þetta gæti verið grasmaðkur inn, ef ckki væri tekið fram að skepnan yxi ekki". „Getur verið, að þetta sé lítill en full- vaxinn hákarl", sagði kona ein —og fékk nokkrar undirtektir. Þá reis úr sætl sínu bankastarfs maður og mælti hátt og hik- laust: „Auðvitað er þetta Al- þýðuf!okkurinn“. Bankastarfs- manninum voru strax afhent verðlaunin. Hinn 6. þ. m. var birt í Al- þýðublaðinu frétt undir rosa- fyrirsögn, sem hljóðaði þannig: „91 ungur jafnðarmaður kjör- inn í trúnaðarstöður". Jú, sama var lystin. En hvernig stóð á þessum fjölda? Var Alþýðu- flokkurinn tekinn að vaxa? Nei, við athugun kom nefnilega í ljós, að sömu mennirnir voru taldir tvisvar og þrisvar sinn- um. Og svo voru þetta bara trúnaðarstöður innan flokksins, sem ekkert vex. Matfangaæfing artrúnaðarstöður má e. t. v. kalla þær eftir því hvernig flokkurinn er nú reldnn af forystumönnum hans. Alþýðuflokksmenn eru sár- gramir yfir því að flokkurinn vex ekki heldur minnkar. Þeim gramdist mjög að þeir fengu engan mann kjörinn til Alþing is í Norðurlandskjördæmi eystra við síðustu kosningar. En Alþýðuflo! j-smenn mega forystuliði sínu um kenna. Flokkurinn vex ekkl um milli- metra þótt reynt sé að tylla hon um á tá, eins og gert var með frétt Alþýðublaðsins 6. þ. m. Hann vex ekki hel.tkir þótt for ingjaliðið fái embætti á emb- ætti ofan hjá Sjálfstæðisflokkn um fyrir þjónkun við íhalds- stefnuna í ríkisstjórninni. Flokkurinn vex ekki þó að foringjarnir éti margfalda þyngd af þeim réttum. Alþýðu flokkurinn vex ekki og dafnar ekki fyrr en hann gengur í þjónustu jafnrétlisstefnunnar, sem ól liann, og nærist af því, sem hún ber á borð.“ Virðuleg forystugrein í forystugrein Morgunblaðs ins í gær getur að lesa þessar háfleygu og faguryrtu máls- greinar: „Samt er það enn svo, að stundum eru menn furðu lostn ir er þeir kynnast því, sem þingmenn leyfa sér að bera á borð í þingsölunum. Á þetta einkum við um leiðtoga Fram- sóknarflokksins, sem beita hvers kyns fölsunum og raunar hreinum bjálfahætti í umræð- um, og ber þar hæst formann flokksins, og ritstjóra mál- gagns hans“. Þeir, sem lesa þetta, munu ef til vill hugsa sem svo, að þó ekki sé allt fallegt, sem sagt er í þingsölum, sé nokkur bót i máli, hve ritstjórnargrein ar aðalmálgagns forsætisráð- herra séu ritaðar af mikilli prúðmennsku og rökhyggju, sem er svo fullkomln, að auð- Framhald á bls 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.