Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 16
dagur 18. nóvember 1964 234. tbl. 48. árg. ÞRISETJA VERDUR I Alftamýrarskúla KJ-Reykjavík, 17. nóv. f dag var fræðsluráði, borgar- ráði, blaðamönnum og fleiri gest- um boðið að skoða Álftamýrar- skólann nýja, sem tekinn var í notkun í haust. Er skóli þessi að mörgu leyti frábrugðinn öðrum skólabyggingum, og bryddað þar á mörgum nýjungum. Þrísetja verður þó í skólann á fyrsta starfs- ári hans. Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi Reykjavíkurborgar rakti í stórum dráttum byggingarsögu skólahússins, og Geir Hallgríms- son borgarstjóri flutti ávarp þar sem m. a. kom fram að einn stærsti liðurinn í fjárhagsáætlun borgarinnar væri framlag tíl skólamála og þannig myndu á næstu fjárhagsáætlun verða varið 17 millj. úr borgarsjóði til skóla- bygginga, og á móti kemur jafn- hátt framlag frá ríkinu. í þeim hluta hússins sem nú er fullgerður eru 8 almennar kennslustofur, og þrjár sérgreina stofur, í kjallara. f Álftamýrarskólahverfinu, sem takmarkast af Kringlumýrar- hraut, Grensásvegi, Suðurlands- braut og Míklubraut eru 500 bön», sem sækja skólann, og verð ur því strax á fyrsta starfsári hans að þrísetja í helminginn af skólanum, sem er algjört neyðar- úrræði. Til að bæta úr þessu er áformað að hefja byggingu 2. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna held ur fund í Tjarnargötu 26 í dag, 18. nóvember klukkan 8,30. Fundarefni: Guðríður Jónsdóttir og Rannveig Þorsteinsdóttir segja frá þingí húsmæðrasambands Norðurlanda í Bodö. Sagt verður frá húsmæðraorlofi. Félagsmál. — Stjómin. áfanga skólahússins á næsta ári. í hverri kennslustofu eru hrein lætistæki og fatahengi fyrir nem enduma, og einnig er i stofunum Framhald á 15. síðu Úr kennslustofu í Álftamýrarskól- anum. Teikningar eftlr börnin á þar til gerðum vegg, kennarlnn Hulda Frlðrlksdóttir til hægri (Tímamynd KJ.) FRA ALÞYÐUSAMBANDSÞINGINll I GÆR: Björn kjörinn þingfor- seti með 42 ja atkv. mun EJ-Reykjavík, 17. nóvember. Björn Jónsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri, var í dag kjörinm forseti 29. þings Alþýðusambatids íslands með 42 atkvæða meiríhluta, en aðrír starfsmenn þingsins urðu sjálf- kjömir. Á fundinum í dag flutti Hannibal Valdimarsson skýrslu miðstjórnarinnar, og urðu um- ræður um hana og reikninga ASÍ, sem Snorrí Jónsson skýrði. Að lokum var skipað í nefndir. Fundur hófst í KR-húsinu í dag kl. 14, með því, að Ottó N. Þor- lákssyni, fyrsta forseta Alþýðu- sambandsins, var sent heillaskeyti, en þetta er fyrsta þingið, sem hann, vegna aldurs, gat ekki mætt NÝ SKÁLDSAGA EFTIR JON BJ0RNSS0N JÚMFRll ÞðRDÍS FB-Reykjavík, 17. nóv. Út er komin ný skáldsaga eftir Jón Björnsson rithöfund, en síð- asta stóra skáldsaga þessa höfund- Jón Björnsson ar kom út árið 1955. Það er Al- menna bókafélagið, sem gefur bókina út, og nefnist hún Jómfrú Þórdís. Jómfrú Þórdís er skáldsaga 'byggð á sögulegum heimildum um frægt sakamál frá 17. öld, en um leið er hún aldarfarslýsing. Baksvið sögunnar er öld hjátrúar og hindurvitna, barátta lútherskra klerka við kaþólska siði og venjur, andóf landsmanna gegn danska konungsvaldinu, sem þá var í sókn á fslandi. Fyrstu sögur Jóns birtust áður en hann hélt utan til náms rúm- lega tvítugur, og fyrsta skáldsaga hans, Jordens Magt, kom út árið 1942 og aflaði hún höfundi mik- illa vinsælda í Danmörku og víð- ar. Síðan rak hver skáldsagap aðra hjá Jóni, og skrifaði hann fyrst á dönsku, en síðan á íslenzku. Framhald á 15. síðu. á. Þá lagði kjörbréfanefnd fram 5 ný kjörbréf og lagði til að þau yrðu samþykkt, hvað gert var. Hefur nefndin tvö kjörbréf enn til meðferðar, og bíður eftir nýj- um upplýsingum í sambandi við þau. Eru fulltrúar nú alls 367. Þá var gengið til kosninga starfsmanna þingsins, og fyrst kos- inn forseti. Komu uppástungur um Bjöm Jónsson, Akureyri og Egg- ert G. Þorsteinsson, Reykjavík. Atkvæðagreiðslan var skrifleg og fékk Björn 198 atkvæði, en Egg- ert 156. Tveir seðlar voru auðir og einn ógildur. Var Björn því kjörinn forseti með 42 atkvæða meirihluta. Aðrir starfsmenn voru sjálfkjörnir, en þeír eru: 1. vara- forseti Óskar Jónsson, Selfossi. 2. varaforseti Jón Snorri Þorleifs- son, Reykjavík, og fjórir ritarar, Tryggvi Emilsson, Sigurjón Pét- ursson, Jón Bjamason og Björgvin Brynjólfsson. Því næst var skipað í eftirtaldar nefndir: Verkalýðs- og atvinnu- málanefnd, form. Eðvarð Sígurðs- son, Rvik, Tryggingamála og ör- yggismálanefnd, form. Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði. Fræðslumálanefnd, form. Björg- úlfur Sigurðsson, Reykjavík. Skipu lags- og laganefnd, form. Snorri Jónsson, Reykjavík. Fjárhags- nefnd, form. Einar Ögmundsson, Reykjavík. Allsherjarnefnd, form. Sigurður Stefánsson, Vestmanna- eyjum. Þá flutti Hannibal Valdimars- son skýrslu sína um störf mið- stjórnar á kjörtímabilinu. Var skýrslunni dreíft meðal fulltrú- anna og drap Hannibal síðan á helztu atriði hennar. Rakti hann þróunina í kaupgjaldsmálunum, skipulagsmálum og fleiri hags- munamálum. Gat hann þess, að undirbúningi að stofnun verka- lýðsbanka væri að mestu lokið, og stæðu vonir tii þess, að stofnfund ur hans yrði haldinn skömmu eft- ir þetta þing. Stuttar umræður urðu um skýrsl una. Hermann Guðmundsson kvað stjórnina hafa margt gott gert á þessu starfstímabili, en þó þyrfti mjög að auka fræðslustarfsemi alla. Óskar Hallgrímsson kvaðst ekki geta hrósað stjórninni fyrir góð störf, og gerði nokkrar at- hugasemdir við skýrsluna. Hanni- bal svaraði síðan fyrir hönd stjórnarinnar, og'kvað hug þings- ins til starfa miðstjórnarinnar koma vel fram í því, að Hermann, sem hrósaði stjórninni, hefði feng Framha)d á 15 sfðu. Aðalfundur á Flúðum Félag ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu heldur aðalfund sinn í félagsheimilinu á Flúðum, Hruna- mannahreppi, föstudaginn 20. nóv. kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf, 2. Fyrsta ár Surtseyj- ar, Jóhann Sigurbergsson sýnir litskuggamyndir frá ferðum sínum þangað. 3. Önnur mál. — Stjórnin. ÁTT/ ÞRJÁ KÁLFA FB-Reykjavík, 17. nóv. Það bar til tíðinda á Krossi í Austur-Landeyjum fyrir skömmu að kýr bar þremur kálfum, þar af ein- um lifandi. Það mun v.era mjög óvenjulegt að kýr beri þremur kálfum, og gat Ól- afur Sigurðsson, bóndi á Krossi, ekki nefnt nein sér- stök dæmi þess, þótt hann vissi að slíkt hefði gerzt einhvern tíma. Fyrsti kálfurinn var held- ur lítlll, kom hann lifandi og gekk allt vel. Sá næsti var illa snúinn, en Ólafi tókst að snúa honum inni í kúnni. Þriðji kálfurinn kom með eðlilegum hætti, en var ekki lifandi, og sömu leiðis ekki annar kálfurinn. Einn kálfurinn var nautkálf ur en tveir kvígur. Kýrin hefur áður átt 8—9 kálfa. HÚSNÆÐISVANDRÆÐI MENNTASKÓLANS í REYKJAVÍK: Kennt á sjö stöðum KJ—Reykjavík 17. nóv. Með hinni nýju skólabyggingu við Menntaskólann í Reykjavík, fer kennslan í skólanum fram á sjö stöðum hér í borginni. og á þessum sjö stöðum stunda nú nám 930 nemendur. Framangreindar upplýsingar gaf rektor Menntaskólans í Reykja vík, Kristinn Ármannsson. blaða mönnum í dag er hann ásamt byggingarnefnd. arkitektum, bygg ingameisturum, og kennurum sýndi blaðamönnum og mennta- málaráðherra kennsluaðstöðuna í Menntaskólanum, og þá einkum hina nýju byggingu, sem er hin fullkomnasta í alia staði svo langt sem hún nær og svarar vei kröf um tímans. Rektor sagði að Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.