Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 5
BHÐVTKUDAGIJR 18. nóvember 1964 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur < Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stærsta verkefni Al- þýðusambandsþingsins Fyrir því Alþýðusambandsþingi, sem nú situr að störf- um, liggja mörg mikilvæg málefni, en eitt ber þó hærra en öll önnur. Það er baráttan fyrir því, að átta stunda vinnudagur nægi til að tryggja lífvænlega afkomu. Nú vantar hvorki meira né minna en 20—30 þús. kr. til þess að verzlunarmenn fái þau árslaun eftir átta stunda vinnudag, er framfærsluvísitalan telur nauðsynleg fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Framfærsluvísitalan reiknar þó með því, að húsnæðiskostnaðurinn sé ekki nema 12 þús. kr. á ári, en það er vitanlega mörgum sinnum of lágt. í þessum efnum hefur sigið mjög á ógæfuhliðina hin síðari ár vegna dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sést bezt á því, að síðan 1959 hefur tímakaup Dagsbrún- arverkamanna hækkað um 65%, en vöruverðið hækkað um 85—100%. Hér hefur kaupmáttur daglauna farið minnkandi á sama tíma og hann hefur aukizt verulega hjá nágrannaþjóðum okkar. Hjá þeim hefur líka verið fylgt annarri stjórnarstefnu en hér. Á þessum árum hafa þjóðartekjurhar aukizt meira en nokkrum sinnum fyrr vegna hagstæðra aflabragða og hækkandi verðlags á útflutningsvörum. Stjórnarstefnan hefur séð um það, að hinar auknu þjóðartekjur hafa runnið til annars en að auka kaupmátt daglaunanna. 1 málgagni danskra jafnaðarmanna, Aktuelt, birtist nýlega grein um vinnutíma í nokkrum löndum. I Banda- ríkjunum er vinnuvikan yfirleitt orðin innan við 40 klst. Þetta gildir einnig um Sovétríkin, að sögn ráðamanna þar. í mörgum starfsgreinum hjá helztu iðnaðarþjóðum Vestur-Evrópu er vinnuvikan orðin 40 klst., en til jafn- aðar er hún milli 40—45 klst. í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu nægir m. ö. o. 40—45 klst- vinnuvika til að tryggja sæmilega lífsaf- komu. Hér þurfa verkamenn hins vegar 55—60 klst. vinnuviku, ef afkoma meðalfjölskyldu á að vera rétt viðunanleg. Svona langt erum við orðnir á eftir nágrannaþjóðum okkar í þessum efnum- í áðurnefndri grein er auk annars skýrt frá því, að stytting vinnutímans hafi síður en svo dregið úr afköst- um. Þvert á móti hafa þau aukizt tilsvarandi eða meira. Hækkandi kaupgjald og styttur vinnutími hvetur at- vinnurekendur meira en nokkuð annað til að auka vinnu- hagræðingu og framleiðni. Það á vitanlega ekki lítinn þátt í því, hve mjög skortir hér áhuga stjórnarvalda og atvinnurekenda fyrir aukinni vinnuhagræðingu og fram- leiðni, að kaupgjald er hér miklu lægra en í nágranna- löndunum. Með breyttri stjórnarstefnu er tvímælalaust auðvelt að stórauka kaupmátt launa fyrir 7—8 klst. vinnudag frá því, sem nú er. Greiðslugetu atvinnuveganna má auka með því að draga úr vaxtaokri, útflutningssköttum og innflutningstollum, sem leggjast á vélar og efni til atvinnureksturs. Mestum árangri má þó ná með því að bæta aðstöðuna til aukningar framleiðni og vinnu- hagræðingar, m. a. með hagstæðum lánum í þessu skyni í stað þess að frysta spariféð í Seðlabankanum. Hér þurfa verkalýðssamtökin að hef ja stórsókn. Og hér þurfa verkalýðsfélögin að vera sérstaklega vel á verði, því að íhaldsöflin beita jafnt blíðmælum og hótunum til að draga úr slíkri sókn. TÍMINN HJÖRTUR HJARTAR: OLÍUFLUTNINGARNIR OG HANIRAFELLIÐ Þaiui 13. nóvember var undir- ritaður samningur milli íslenzku ríkisstjórnarinnar o>g fuiltrúa rússneskra yfirvalda um það, að íslendimgar kaupi um 350 þúsund tonn af olíu frá Rúslandi á ár- inu 1965. Vegna þess, að samn'ingsgerð þessi snertir rckstursaðstöðu stærsta og afkastamesta kaup- skips íslands með sérstökum hætti ,þykir mér rétt að gera samvinnufólkitnu í Iandinu nokkra grein fyrir meginatriðum þessa máls og þeim viðhorfum, sem nú iiggja fyrir varðandi Hamrafell. Eins o<g menn rekur minni til, var Hamrafell keyipt til landsins síðari hluta ársins 1956 og kost- aði skipið um það bil helming af stofnverði Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi, en sú verksmiðju- bygging er fyrsta umtalsverða sporið í átt til stórreksturs á ís- landi, og var næsta erfitt að stíga það vegna þess, hve mildð stofnfé þurfti til byggingar ferk- smiðjunnar. Af þessu sést m.a. að kaup llamrafcils var mikið átak. Ástæðan til þess, að skipið var keypt var sú ein, að innflutning- ur á olíum til landsins fór stöð- ugt vaxamdi eins og það hafði verið óumdeilanleg staðreynd um margra áratuga bil, að það væri Iífsnauðsyn fyrir ísiand, að ráða yfir nægum kaupskipaflota til að geta annazt flutning á al- mennum stykkja- og matvörum til latndsins, þannig var á sama hátt höfuðnauðsyn, að íslevding- ar gætu sjálfir tekið í sínar hend ur verulegan hluta af olíuflutn- ingunum. Hvorutveggja var jafn þýðingarmikið fyrir öryggi og jafnvel sjálfstæði þjóðarinnar. Á því tímabili, sem Iiðið er frá því Hamirafell var keypt, hefir svo til öll olía, sem notuð hefir verið af landsmönnum, verið keypt af Rússum. Hamrafell hef ir flutt um það bil helming olí- unnar og segja má, að það hafi verið í stöðugum sigiingum milli Batumi og Reykjavíkur. Þessar siglingar hafa gengið vel að því leyti, að skip'ið hefir baldið áætlun svo að litlu eða nær engu hefir skeikað, að það hafi skilað olíunnj hingað heim á þeim tíma, sem vera þurfti og til var ætlazt af olíufélögunum. Sá hiuti olíunnar frá Rúss- landi, sem ekki hefir verið flutt- HAMRAFELLIÐ ur með Hamrafelli, hefir komið með rússneskum skipum. Stund- um hefir Rússum gengið erfið- Iega að verða við óskum olíu- félaganina og hafa tii skip á þeim ' tíma, sem óskað var eftir og þörf fyrir o<g margsinnis hefir legið við, að vandræði hafi af hlotizt. Þetta hefir þó ekki komið að verulegri sök á undanförnum ár- um, aðallega vegna þess, að einn þáttur flutningainna hefir ætíð verið traustur, þ.e. sá, sem að Hamrafelli hefir snúið. Þó Iá við siysi á sfldarvertíð fyrir þrem ár um. Flutningaprógramið hafði raskazt, en síldarflotinn var fyr- ir Austf jörðum á veiðum og olíu vantaði til landsiins. Hamirafeli var h;ns vegar á heimleið o<g máiinu bjargað fyrir alla aðiia méð því, að láta það sigla til Seyðisf jarðar og olía flutt úr því með litium tankskipum til nær- liggjandi hafna. Þett var einföld og framkvæmanleg björgunarráð- stöfun vegina þess, að íslending- ar réðu sjálfir yfir skipinu, sem með olíu var að koma. Á undanförnum árum hiafa samningairnir við Rússa um olíu- kaup og flutninga verið í megin- atriðum svipaðir. En samningur sá, sem und'irritaður var í s.l. viku er hins vegar í einu veru- legu atriði annars eðlis. Varðar þetta flutning olíunnar. Við samningsgerðima við Rússa fram til þessa, var lögð á það áherzla, að ísland ætti sjálft eitt stórt olíuflutningaskip og að óskað væiri að halda opnum möguieika til þess, að það skiip annaðist flutning oiíu að því leyti, sem það gæti, enda þótt meginreglain væri að öðru leyti sú, að Rússar seidu oiíuna komna til landsins með farm- gjaldi, sem nánar var ákveðið við samningsgerð hverju sinni. Á yfirstandaindí ári gilti hins veg- ar sú rcgla, að fslendingar urðu sjálfir að annast o<g tryggja flutn- ing á 40 prosent af heildarmagn- inu, sem keypt var, og svaraði það nokkurn veginm til þess magns, sem Hamrafetl gat með góðu móti flutt. Á undaníörnum árum hefiir flutningsgjald það, sem Rússar hafa sett upp fyrir að flytja olí- una til landsins, verið rnjög lágt. og yfirleitt nokkuð fyrir neðan það, sem flutningsgjöld hafa al- mennt verið á markaðnum. Þeir munu fullkomlegia hafa haft op- in augu fyrir þessari staðreynd og ekki dregið neina dul á, að þeir hafi tapað stórfé á flutn- ingum til íslainds. Einhverra hluta vegpa hafa þeir þó talið þetfca skipta óverulegu máli fyrir sig. Hvaða ástæður hér kunna að liggja til grundvaliar, skal ósagt látið. Á þessum árum hefir haiii á rekstri Hamrafelis verið mikfll, og í raun og veru hefir þetfca verið slíkt alvörumál fyrir eig- endur skipSins, að þráfaldlega hefir sú spurning komið upp, hvort forsvaranlegt væri að eiga o<g reka skipið áfram. Niðrustað- an hefir þó ætíð orðið sú, af þessum athugumum, að þegar á málið var litið frá víðtækara sjónarmiði en því, er varðaði rekstursútkomu fyrirtækja þeirra, sem skipið eiga, væri nauðsynlegt að gefast ekki upp. Þegar samningur hafði verið gerður við Rússa um olíukaup fyrir árið 1964, var strax á eftir gerður sanmingur um það, að Hamrafell annaðist flutning þess ara 40 prósemta fyrir flutnings- gjald, er samsvaraði því, sem olíufélögin mjTndu hafa þurft að greiða til útlendra skipa, ef þau hefðu verið fáanleg. Samvinna við olíufélögin um þetta og önn- ur atriði, var góð, og sarna er hægt að segja um samstarfið m'illi þeirra og eigenda Hamira- fells að því leyti, sem olíufélögin hafa verið sjálfráð Forráða- mönmurn oliufélaganna er líka öðrum fremur ljóst það mikla öryggi, sem Hamrafell hcfir skapað í flutningamálunum í heild. Þegar það kom fram í síðast- liðinni viku, við sanmingrgerð um olíukaup frá Rússum fyrir árið 1965, að þeir vætru nú reiðu- búnir til þess, að flytja alla olí una til íslands fyrir 25 shillimga, eða um 150 kr. á tonnið, var eig- endum Hamrafells látin vit- neskja um þetta í té. Enda þótt flutningsgjald það, sem olíufé- lögin greiða Hamrafelli frá Rúss- landi nægi hvergi nærri til að standa undir reksturskostnaði skipsins og haíli verði á rekstri þess, á yfirstandandi ári, ákváðu forráðamenn skipsins að bjóðast til að hafa Hamrafell í þessum flutnimgum áfram á næsta ári fyrir sama flutningsgjald og það fær fyrir árið 1964. Ráðuneytisstjóri Viðskiptamála- ráðuneytisins, sem fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafði að Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.