Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 1964 TIMINN n 29 minnsta um hótanir skipverjanna, gekk hann beina leið til Blighs skipstjóra til þess að taka við skipunum háns. Hann fékk leyfi til þess að fara ofan í klefa Blighs, ásamt John Smith, þjóni skipstjórans, til þess að sækja föt skipstjórans. Þeir færðu Bligh í föt hans. Ég sá, að Hayward og Hallet stóðu á afturþiljum. Hallet var grátandi, og báðir voru þeir mjög daufir í dálkinn. Það var slegið á öxl mér og ég sá Nelson standa við hlið mér. • — Jæja, Byam, ég er hræddur um, að við komumst seinna heim en við var búizt. Veiztu, hvað þeir ætla að gera við okkur? Ég sagði honum það litla, sem ég vissi. Hann brosti dapur lega og horfði í áttina til Tooa, sem nú var aðeins eins og dökkur þokuhnopri úti við sjóndeildarhring. — Ég held, að Bligh skipstjóri ætli að fara með þangað, sagði hann. — En mig langar ekki sérlega mikið til þess að hitta náungana, sem búa á Vináttueyjunum. Vinátta þeirra er þannig, að hægt er að vera án hennar. Nú kom timburmeistarinn upp og Robert Lamb, slátrar- inn, var með honum og hjálpaði honum til þess að bera áhaldakistuna. — Herra Nelson, við vitum, hverjum við eigum þetta að þakka! — Já, herra Purchell, óheillastjörnu okkar, svaraði Nel- son. — Nei, þetta eigum við Bligh skipstjóra að þakka, og hon- um einum! Hann hefur leitt þetta yfir okkur. Purchell hataði Bligh og Bligh hataði Purchell. Þeir höfðu ekki talazt við í marga mánuði, nema það væri nauðsynlegt. Þegar Nelson minntist á það, að Purchell fengi ef til vill að vera um borð, ef hann óskaði þess, varð hinn gamli sjómaður hinn æfasti. — Haldið þér, að ég vilji vera um þorð mþð þorpurum og sjóræningjum? Nei, aldrei! Ég fer rpþð skipstjóranum. í sama bili kom Churchill auga á okkur. — Hvað hafið þér í hyggju, Purchell? Ætlið þér að stela verkfærunum okkar? — Verkfærunum ykkar? Ég á þessi áhöld og fer með þau. — Þér fáið ekki svo mikið sem einn nagla, svo lengi sem ég ræð nokkru, svaraði Churchill. Hann kallaði til Christians, og aftur var rifizt — ekki aðeins um verkfærakistuna heldur einnig um timburmeistarann. Christian langaði til þess að hafa timburmeistarann um borð, af því að hann var góður smiður, en hinir allir voru andvígir því. Purchell var skap- maður mikill og var álitinn harðstjóri, sem gengi næst Bligh. — Hann er bölvaður þorpari. — Við getum haldið sveinunum, herra Christian, þeir geta gengið í stað timburmeistarans. — Látið hann fara í bátinn. — Láta mig fara, bölvaðir sjóræningjarnir! grenjaði hann. — Mér þætti gaman að sjá framan í þann mann ,sem ætlaði að reyna að hindra mig. Því miður var Purchell jafnheimsk- ur og hann var hugrakkur. Hann gleymdi nú að gæta varúð- ar og gortaði af því, hvað hann myndi gera, þegar hann væri kominn burt frá uppreisnarmönnum. — Takið eftir því, sem ég segi, bölvaðir þorpararnir. Við skulum draga ykkur alla fyrir lög og dóm. Við skulum smíða okkur skip, sem við getum siglt á heim ... — Það er einmitt það, sem hann gerir, ef þér látið hann fá verkfærin, herra Christian, hrópuðu margir af skipshöfn- inni. — Þessi gamli refur gæti smíðað skip með vasahníf. Of seint varð Purchell skiljanlegt, hvað hann hafði gert. Ég held, að Christian hefði fengið honum eitthvað af verk- færum, en þegar hann var minntur á það, hvað timburmeist arinn gæti gert, skipaði hann strax svo fyrir, að verkfærakist an yrði borin undir þiljum. Purchell fékk því ekkert annað í hendurnar en handsög, litla öxi, hamar og lítinn poka með nöglum. Bligh hafði heyrt allt, sem sagt var, og réði sér nú ekki lengur: — Bólvaður hálfvitinn þinn! hrópaði hann til Purchells, en Burkitt hindraði hann í því að segja meira, með því að setja byssustinginn fyrir kverkar honum. Þiljurnar voru þéttskipaðar fólki, en Christian gætti þess vel, að þeir, sem voru á móti uppreisnarmönnum, gætu ekki náð saman. Um leið og búið var að útbúa stóra skipsbátinn, gaf hann bátsmanninum skipun um, að setja bátinn á flot; — Og gætið vel að, herra Cole! Ef þér brjótið rá eða ræði, fer illa fyrir yður. Um fimmtán af okkur fengu skipun um að hjálpa honum, því að uppreisnarmennirnir voru alltof skynsamir til þess, að leggja frá sér vopnin. Einn þeirra fyrstu, sem skipað var að fara ofan 1 bátinn, var Samúel. Þar næst komu þeir Hayward og Hallet. Báðir hágrétu og báðu sér miskunnar og það þurfti að bera þá að skipsstiganum. Hayward sneri sér að Christian og sagði: — Herra Christian! Hvað hef ég brotið af mér, svo að þér farið þannig með mig. Lofið mér að vera kyrr um borð. — Við getum komizt af án yðar hér umborð,svaraði Christian — farið báðir ofan í bátinn. Næsti maður var Purchell. Það þurfti ekki að herða á hon um. Ég held, að hann hafi heldur viljað láta drepa sig, en uppreisn- awm méð sér, voru rétt honum pfati't ÍJátíni^.Cljr^i^nipkipaSLsyo fyrir, að Bligh yrði leiddur að skipsstiganum. Þar voru hend- ur hans leystar. — Jæja, herra Bligh! Þarna er báturinn yðar. Og þé rer- uð heppinn að hafa fengið stærri bátinn. Farið strax í bátinn. — Herra Christian, sagði Bligh. í síðasta skipti bið ég yður að athuga, hva þér eruð að gera. Ég lofa yður því, að minnast aldrei framar á þetta mál, ef þér hættið við þetta. Hugsið um fjölskyldu mína! — Nei, herra Bligh. Þér hefðuð fyrr átt að hugsa um fjöl skyldu yðar, og við vitum allir, hvers virði loforð yðar eru. Fltýið yður ofan í bátinn. Þegar Bligh skildi, að allar bænir reyndust árangurslaus- ar, hlýddi hann, og Peckover og Norton fylgdust með hon- NYR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHEMISE GOERTZ 40 á hjátrúnni. Þetta hefði hann átt að láta sér detta í hug fyrr Al- menningur vildi reyna allt mögu- legt, ef það bara kostaði ekki neíttt. Nú ætlaði hann að reyna að fá prestinn til að veita sér aðstoð með nokkrum orðum eftir predik un. Hann ætlaði að fá klaustur- systurnar til að beina áhrifum sínum að börnunum í skóla þeirra og fá föður Guichard til að leggja vægt ok á menn eins og þá Fan- chon og Gaspard.......... Faðir Guíchard hlustaði á frá- sögn hans af hæversku og þolin- mæði en sýndi engan sérlegan áhuga. Hann varð að fá leyfi hjá yfirboðara sínum til slíkrar her- waar Og hann var einmitt ný- búinn að ónáða erkibiskup með svo margvíslegu kvabbi, að hann kveið fyrir .... Auk þess hafðí öll viðleitni Jolivets læknis verið hunzuð í mörg ár. Ef til vill, þegar veðurbreyting yrði, í nóv- ember eða desember — ef lækn- irinn yrði þá hér enn. En núna í þessum híta og með þessa fjölg- un í söfnuði hans um sumarmán- uðina: skriftir og sjúkravitjanir . . Presturinn virtist eldast eftir því, sem hann talaði lengur. Það var furðulegt. Hann var ekki eldri en sextugur, en af máli hans að dæma .var hægt að halda hann minnstá kosti hálfáttræðan. Hann var einna líkastur Jolivet lækni, áður en hann kvæntist Árelíu Coulon. Fávizka fólksins hafði sigrast á því, hugsaði læknirinn óg var þungt í skapi. En svo kom hahn auga á það: Nei — það hafði leyft fávizkunni að ná yfirhöndinni. 18. KAFLI. Hann átti tal við Mirjam á hverjum degi alla vikuna sem í hönd fór, annað hvort hjá póst- húsinu eða þegar hann kom úr vitjunum sínum til Philo Tanch- | on. Honum var mjög annt um að ' kolagerðarmanninum batnaði. Ef ; bruninn 'eiddi manninn til bana, myndi frú hans lýsa því yfir við 1 hvern sem heyra vildi, að eigin- maður hennar hefði lifað enn þann dag í dag og verið heill heílsu, ef læknirinn hefði lofað pokanum með þefflugunum að liggja kyrrum þar sem hann var kominn. En ef Fanchon rétti við, I hlaut handleggur hans þó að hafa farið svo illa og taugar hans að hafa bilast svo, að frúin gæti bent á það sem sönnun þess, að lækn- irinn hefði móðgað einhver mikils háttar dularvöld. Á slíkum dögum þegar honum lá við að míssa kjarkinn, var það helzt að hann leitaði þangað út.eftir, sem Mirj- an sat við vinnu sína. Ilálfrar stundar samræða við ungu stúlk- una reyndist honum hin bezta hressing og hugarléttir. Hann fann að hún var einstak- lega skemmtileg og full af and- stæðum er sameinuðu sakleysi barnsins og mannvit hinnar þrosk uðu konu. Hún hafði lesið mikið, horft á sjónleiki, hlýtt á tónlist. Hún hafði komið til Parísar, Róm ar, Lundúna og Berlínar. Hreyf ingar hennar, málfæri hennar og bros, allt var svo gerólíkt öllúm öðrum konum er hann hafði kynnst. Bráðlega komst hann þó að þeírri óþægilegu staðreynd. að fólk hafði tekið eftir einhverju. Að venju var það eiturtunga frú Naquin, er komið hafði slúðr- inu á kreik. — Hann lætur okkur hin liggja í hirðuleysi, meðan hann slæðist sjálfur í skóginum með þessar stelpu. Justín Dufour, sem ekið hafði framhjá þeim á dögunum í brauðvagninum, hafði sagt móður sinni frá því og hún ekki verið sein á sér að rétt þeim næsta fregnina . . . Læknir- inn var gramur og móðgaður. Eng inn hafði tekið eftir því, að hann var ekki héraðslæknir bæjarins, heldur stundaði hann lækningar sínar af því að samvizkan bauð honum að gera það. Sér í lagi hafði enginn tekið eftir þvi, að hann sendi aldrei neinn reikning — Þér hafið sannarlega list- gáfu, hafði hann sagt við ungu stúlkuna í gær, er hann sá hversu vel henni tókst að ná einkennum mýrarinnar á mynd sína — öllu þunglyndi henar og þokka, hríf andi fegurð og hrörnun. — Ó, ég veit ekki. Hún yppti öxlum. — Faðir minn hafði list- gáfu.Það sögðu iistdómendui að minnsta kosti. Móðir mín á fulla bók af úrklippum. Hún leit út undan sér til hans. — Þór hafið líka listhæfni, læknir! — Já, ég hef fundið hjá mér sér lega hæfni til að afla mér óvíldar, anzaði hann rólega. Borgarstjór- inn, Chauvin lyfsali, allir sem trúðu á töfralyfin, er hann fleygði út á götuna, frú Fanchon . . . — Nei, hæfni til að vera mild- ur. Það er meira um vert að vera mildur en nokkuð annað. — Betra en að vera heiðarleg- ur? — O, þegar maðurinn er mild- ur, er hann líka heiðarlegur. Þjófnaður er tii dæmis ekkert annað en ein hlið á ofbeldi. — Er það þess vegna sem yður fellur vel við mig, Mirjam? Hann hló. Ilann hafði aldrei néfnt hana skírnarnafni fyrr. — Vegna þess að ég er ekki þjófur? — Ég veit ekki hvers vegna ég elska yður, svaraði hún hátíðleg- um rómi. — Það er ekki hægðar- leikur fyrir konu að vita hvers vegna hún elskar karlmann. Hún verður að elska hann án þess að vita hvers vegna, það er öruggasta ástin. Ef hún elskar hann fyrir eitthvað sérstakt, er alls ekki víst að það endist til langframa, og þá . . . í dag hafði hann átt svo ann- ríkt, að hann gat ekki hitt hana, og það var sem hann saknaði ein hvers. Hann brosti með sjálfum sér. Svona fljótt getur sumt kom íst upp í vana. Hann sat við skrifborð Jolivets og yfirfór minnisgreinar sínar um pellagra veikina. Klukkan var nærri fimm. Úr þessu myndi eng- inn koma. Auglýsingaspjald hans með hárauða letrinu hafði hang- ið uppi í marga daga, sömuleiðis tilkynningar hans á pósthúsinu og í öllum verzlunarbúðum. Hann hafði farið í lyfjabúðina eitt kvöldið, þegar Guy Chauvin var allt of fullur til að fylgjast með þvi, hvað læknirinn tæki sér fyrir hendur. Og starfsemi hans var haf in. Fyrstu ■sjúklingarnh höfðu komið til hans með hólfum huga j og tjáð honum bakverk sinn og nýrnaþrautir. sýnt honum brennd ar hendur sínar. Safn af töfragrip um, grigri, upp á bókaskápnum sýndi að nokkur framför hafði orð ið í málinu. Þarna ætlaði hann að láta þá standa, til þess að bað j yrði öðrum sjúklingum hvatnlng ■ til að láta sína gripi af hendi. Fá- ir höfðu vitjað hans í fyrstu. en á hverjum degi bættust einn eða tveir við hópinn. í dag höfðu þeir verið átta. Hann tók annað skjal úr olaða , bunkanum við hlíð sér. Eitt var j þó vfst: pellagra var ekki |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.