Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 1964 Nýtt pípuorgel í Selfosskirkju ft Á allra heilagramessu sl. sunnu dag vígði Biskup íslands nýtt pípu orgel í Selfosskirkju, Var í þessu tilefni hátíðarmessa sem flutt var með mikilli viðhöfn. Hófst messan með því, að prest ar og biskup gengu í skrúðgöngu upp á söngloft kirkjunnar undir inngöngusálmi kórsins. Því næst hóf biskup vígslu hins nýja org- els og blessaði það, og þá sem ættu að vinna við það, og helg- aði þjónustuhlutverki sínu í húsi Drottins. Var þetta mjög hátíðleg stund, sem lauk með því að organ leikari kirkjunnar leysti úr læð- ingi hljóma hins nýja kirkjuorg- els með hinni stórkostlegu Es- dúr prelúdíu J.S. Bachs. Hófst nú sjálf messan. Sóknarpresturinn Sr. Sigurður Pálsson prddikaði og ann aðist altarisþjónustu, en við hana voru honum til aðstoðar þeir prest arnir Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholti, og Sr. Sveinbjöm Svein- björnssbn í Hruna. Kirkjukór Selfoss annaðist all- an söng, sem var mikill og fjöl- breyttur, og stýrði honum nú söng málastjóri hinnar íslenzku þjóð- kirkju Dr. Robert A. Ottósson, en organleikari kírkjunnar, Guðmund ur Gilsson, var við orgelið, og lék einleikslag, þar sem ljóslega kom fram hverus mikilli fpölbreytni í raddavali nýja orgelið ræður yfir. Að messu lokinni bauð sóknar- nefndin til samsætis í Hótel Sel- foss, sem Kvenfélagið á Selfossi hafði undirbúið, og var þar margt gesta. M. a. kirkjuþingsfulltrúar, ásamt prestum öðrum og fyrir- mönnum staðarins svo og öðrum sem stuðlað höfðu sérstaklega að orgelkaupunum. Voru þar ræður haldnar og söfnuðinum færðar árnaðaróskir í tilefni þess, að hafa hér eignazt hljóðfæri, sem tví- mælalaust er eitt hið vandaðasta orgel á landinu. Það er kostur mikill, að í þetta orgel eru upp- teknar 7 raddir úr Dómkirkjuorg elinu gamla, þess er síðast var á ísafirði, og er það mál manna að þær beri af um blæfegurð. Alls eru 29 raddir í þessu orgeli, sem skiptast á 2 hljómborð og fótspil; eftir sérstökum flokkum, þar sem| gætt er fullkomnasta samræmis.! Orgelsmiðja Steinmeyers í Suður-| Þýzkalandi smíðaði þetta orgel, j sem er nokkuð af annarri gerð en j Akureyrarorgelið, sem þessi sama j orgelsmiðja smíðaði fyrir tveimur árum. Að lokum var borið mikiðj lof á Kvenfélag Selfoss fyrir rausn arlegar veitingar, og ekki hvaðj sízt fyrir öflugan stuðning við i kirkjuna fyrr og síðar. ur, sem ekki verða nefndar nú, en Guðmundi trauðla alveg ókunn ar, þótt hann eigi fráleitt beinan þátt í þeim. Mætti hann hug’eiða það áður en hann lætur birta álit sitt næst, á þessum mákim. Hinsvegar má geta þess, að stóð- hross nokkur sunnan fyrir Norð- urá voru hér í sumar — stundum í heimahögum. Þau taka ekki þurra mæði? Karakúlsjúkdómarnir eru búnir að vera hérlendis í rúm 30 ár, og valda ríkissjóði beinlínis gífur- legu fjárfúlgutjóni. En landbúnað inum stærri skakkaföllum. Fjár- kláðinn er búinn að vera hér í full 200 ár. Tjónsvöldin eru geisi- leg, en hvar er lærdómurinn’ Erum við ennþá með vangavelt- ur um hvaða kák sé skást til fjölda fylgis? Erum við ekki enn komin úr spennitreyju valdhræðslunnar? Þorum við ekki að láta álit okkar koma fram, né segja satt, nema viðkomandi valdsmenn og hlaupa- snatar þeirra séu búnir að sam- þykkja það? (Spurningarnat eru margar og áleitnar). Innflptningur fjárkláðans og karakúlsjúkdómanna var gerður af framkvæmdaþrá, knúð af eigin girnd og hégómaskap, flengríð- andi á flónsku, sem kölluð var þekking. Kláðinn hefur ennþá tvö for- skot, árafjöldann og sagnfrægt manntjón. Karakúlinn hefur vald ið manntjóni líka, en ekki eins alfrægu. Einu geta karakúlsjúk- dómarnir státað af, en það et að- stoð við búseturöskun lands- manna. Guðm. P. Ásmundsscn, Krossi. Guímundur læknir og pláguþunkur Daðblaðið Tíminn nr. 220 27. september sýnir samtal blaða- manns við Guðmund Gíslason lækni. Er það á fremstu síðu mjög stórletrað, fyrirsögn; „SlGUR unn- inn á mæðiveikinni?“ Það er margt athyglisvert við sagnir Guð mundar. 1. Að slátrað hafi verið um 300 kindum fullorðnum úr Mýrasýslu, sem komizt höfðu inn í Suður- Dalahólfið og fundizt þar við fyrstu og aðra smölun. Ekki er efandi að þessar um 300 kindur hafi verið aflífaðar, og ekkert grun samlegt fundizt. Hitt er tortryggi- legt, að ekki skuli hafa komið fram nema um 300 fullorðið það er ársgamalt og eldra, því þá hafa 'fylgt minnst 4 lömb hverri kind. Er þá gert ráð fyrir að vetur- gömlu æmar séu lambfæstár. 2. Guðmundur telur, að aðal- mæðiveikissvæðin séu nú Vest- firðir og norðurhluti Dalasýslu. Hvað er maðurinn að gefa í skyn? Hefur Sauðfjársjúkdómanefnd, og Ihann sjálfur sem sérfróður heil- brigðisráðgjafi hennar, ekki stuðl að að fjárskiftum á stórum svæð- um. Ekki bara einu sinni, heldur sumsstaðar oft auk kostnaðar- samra og hvimleiðra rannsókna. Á maður að trúa því, að það sé unn ið jafn kæruleysislega að þessum málum, eins og heyrðist stundum sagt um vegavinnumenn „Þeir kóka við þetta, svo að þeir fái fljótlega vinnu við það aftur“. 3. Blaðamaðurinn spyr: Hvort ástæða sé til að óttast útbreiðslu, ef veikin komi upp að nýju? Guð- mundur svarar: Hvað Vestfirði snertir, þá eru þeir orðnir svo ein angraðir". Er rangt að líta á kort- ið? 4. Guðmundur heldur áfram: Aftur á móti er Dalasvæðið engan veginn hættulaust.Það hefur borið nokkuð á því undanfarið, að sauð- fé úr Mýrasýslu hafi komi^ inn í Dalagirðinguna, því að girmngin kom nokkuð seint og er ekki alveg þétt.“ Við þessa sögn Guðmundar er ástæða að staldra. Hann var að tala um norðurhluta Dalasýslu, það er norðan Laxárdalsgirðingar. En svo er hann að tala um að fé úr Mýrasýslu hafi komizt inn í Dalagirðinguna .Ef hann á við það, að fé Mýramanna hafi komið fram norðan Laxárdalsgirðingar, þá er það vitneskja, sem hefur far ið mjög laumulega. — Ef sönn er? En ef hann fer á dómgreindar- víxli um þessi mál, og við það, að samgöngur fénaðar hafi verið milli Mýrasýslu og Suður-Dala, þá var engin girðing fyrr en sett var upp girðingartjasl það, sem nú er. Byrjað á því 1963 og samtengt 1964. Það er máski rangt að nefna tjasl þar sem einvörðungu ei not- að nýtt efni. En svo illa hefur tek- izt með ,girðingarstæði og efnis- meðferð, að sums staðar er hún á kafi í fönn frá septemberlokum til úthallandi júni, í mestu snjó- leysisárum. Og á öðrum svæðum leggst hún útaf ef vindur blæs á hana þvera. Og i þriðja máta þarf ríðandi maður varla að beygja sig, til að ríða undir neðsta streng- að sögn. Ef Guðmundur á við þessa girðingu er ekki of- sagt „að hún sé ekki vel þétt“. Á þessu sumri hafa Mýrasýslu- kindur ekki sótt sjúkdóma í Suð- ur-Dali. En á liðnum árum? Sem dæmi má nefna haustið 1962. En það haust og öll liðin til þess tíma var fé úr Þverárréttarupprekstri rekið héðan úr Haukadalnum úr fyrstu rétt til Fornahvamms. ef veður og færð leyfði. Úr arnarri rétt var það rekið með öðru Mýra- sýslufé til Fellsendaréttar Nefnt haust var Þverárréttarreksturinn með minnsta móti af ástæðum, sem ekki koma sjúkdómámálum við, og ekki smalaðist ver hjá okkur en áður. En samt sfkifti það mörgum hundruðum. Síðar um haustið komu tveii menn á stórum bíl að sækja samtíning. Hafði sumt af því verið í girðingu á daginn en hýst um nætur með heimakindum, sem felldar voru fáum dögum síðar og bá úrskurð aðar, af Guðmundi Gíslasyni lækni. rnæðiveikar. Ekki er vitað hvort nokkur kind úr nefndu upprekstrarfélagi hafi komið til bæja hér í Dölum í haust. Liggja til þess gildar ástæð \1INNING Framhald af 12.. síðu. Bjarnasonar á Laxamýri Jónsson ar var: 8. Baldur Guðnason f. apr. 1877 Jódisarstöðum. sjómaður Hrísey, kvongaður og á börn. Þórkell Guðnason var skamma stund fóstraður í föðurgarði. Fað ir hans dó 25. maí 1881, aðeins rúmlega 42-ja ára og Anna móðir hans dó 24. sept 1882, talin 45 ára. Börn þeirra munaðarlaýpingj arnir, fóru á tvístring, en Þór- kell komst í góðra manna hendur. Þórður Þórkelsson bjó þá í Yzta- Hvammi Hann var bróðir Önnu móður Þórkels. Þegar Anna dó tók Þórður bóndi þennan systurson, þá 5 vetra, í fóstur. Þórður flutti búferlum að Jódísarstöðum vorið 1883. Þar ólst Þórkell upp þar til hann fór í Möðruvallaskóla haust ið 1899 og lauk þar námi við góð- an orðstír 1901. Hér lýkur leið- réttingu minni og athugasemd. Fagurgerði 4, Selfossi. fyrsta vetrardag 1964. Björn Sigurbjarnarson. Látið ukkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylg’sr vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32 sími 13-100 RYÐVÖRN Grensásvegi 18 sími 19-0-45 Látið ekki dragast að ryð verja og hljóðeinangra blf- reiðina með Tectyl Vantar lítið og snoturt orgel. Upplýsingar í síma 13720 milli kl. 5 og 8 tvö næstu kvöld. l! 14970 ssmzsx e < 3 irt *— 18 w V tf> * </> £ > D> > C SÍMI 14970 SUÐ MUM DA F? nergþórugötu S Símar 19032, 20070 Befui avaU’ cii sölu allai teg- undii bilreíða rökum bifreiðai 1 umboðssölu bruggasta oiónustan toílasaifl gfclOMUNDAP Berirpóragötii 3 Slmar 19032, 20070. löetræiliskriístofan ISnaðarbankahúsinu IV. hæð. Tómas Arnason og Vilhjálmur Arnason. Innréttingar Smíðum eldhús og svefn- herbergisskápa. TRÉSVÍIÐJAN iMiklubrauI 13. ^ttafcadai* INGOLFSSTRÆTl 11 Símar 15014 - 11325 19181. £ ' . 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.