Tíminn - 18.11.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 18.11.1964, Qupperneq 7
Mlw v ikUDAGUR 18. nóvember 1964 ÞIN6FRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR LYSISHERZLUVERKSMIÐJA Sknli Guðmundsson flytur ásamt öðrum þmgmönmim svo og upp- bótarþingmönnum úr Norðurlands Kjördæmi vestra tillögu til þings- ályktunar um lýsisherzluverk- smiðju. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta nú þegar kanna sölu hertrar síldarfeiti á erlendum mörkuðum og gera að öðru leyti rækilegar rannsóknir á því, hvort nú sé orðið tímabært að byggia á Sigiufirði verksmiðju til herzlu síldarlýsis, samkv. ákvæðum laga nr. 93 frá 1942. Sýni ranns-óknirn ar hagstæða útkomu, s^l þegar hefja byggingu verksmiðjunnar í greinargerð segir: Sumarið 1942 samþybkti Al- þingi lög um að reisa nýjar síldar verksmiðjur. í niðurlagi 1. gr. þeirra laga er svo hljóðandi á- kvæði: „Enn fremur lætur ríkið reisa verksmiðju til herzlu síldarlýsis, þegar rannsóknir sýua, að það sé tímabært.“ Árin liðu, en verksmiðjan var ekki reist. Á Alþingi 1944 flutti Sigurður Kristjánsson, þá 7 þm. Reykvíkinga, svo hljóðandi tillögu til þingsályktunar um þetta mál: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að framkvæma svo fljótt sem auðið er fyrirmæli síð- ari málsgr. 1. gr. laga nr 93 25. sept. 1942.“ Tillaga þessi var samiþykkt í sameinuðu Alþingi 5. jan. 1945. Á næstu árum var keypt eitthvað af vélum til væntanlegrar lýsis- herzluverksmiðju, en verksmiðjan var ekki reist. Hinn 18. nóv. 1948 urðu umræður um málið í sam- einuðu Alþingi, í tilefni af fyrir spurn frá Áka Jakobssyni, þáv. þm; Siglfirðinga. Árið 1961 bar Björn Pálsson 5. þm. Norðurlandskjördæmis mikla þýðingu það hafi, jafnt fyrir vestra, og 3 aðrir þingmenn, fram tillögu á Alþingi um málið Hún var á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta nú þegar fara fram rannsókn á því hvort tíma- bært sé að reisa verksmiðju til herzlu sildarlýsis, sbr. 1. gr laga nr. 93 25. sept. 1942.“ Tillögu þessari var vísað til þingnefndar til athugunar. en hlaut þar ekki afgreiðslu. Dagana 19. og 20. sept. 1964 var haldinn á Siglufirði ráðstefna um atvinnumál að tilhlutan verka lýðsfélaganna þar. Á ráðstefn- unni var gerð eftirfarandi álykt- un: „Ráðstefna verkalýðsfélaganna á Siglufirði um atvinnumál Siglu- fjarðar skorar eindregíð á ríkis- stjórn að undirbúa framkvæmd laga um byggingu lýsisherzluverk- smiðju og láta reisa hana á Siglu firði. Leggur ráðstefnan áherzlu á, hve atvinnuppbyggingu bæjarins sem efnahagslíf landsins, að slík verk- smiðja yrði reist hér“. Nú eru liðin 22 ár síðan lögin um lýsisherzluverksmiðiu voru sam- þykkt á Alþ., en verksmiðjan hef- ur enn ekki verið reist. Flutnings menn þassarar tillögu telja rétt, að nú sé gerð gangskör að því að kanna markaðsmöguleika fyrir út- fluttar afurðir frá lýsisherzluverk- smiðju og rannsaka að öðru leyti, hvort nú sé orðið tímabært að reisa slíka vcrksmiðju á Siglufirði. Þá er lagt til, að bygging verk- smiðjunnar skuli hafin án tafar, ef rannsóknirnar sýna hagstæða útkomu. Á ÞINGPALLI Lúðvík Jósepsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi er hann flytur um að þyngja viðurlög og sektir við landhelgisbrotum. En frumvarp þetta flutti hann einnig á síðasta þingi. Þórarinn Þórarinsson tók einnig til máls og sagði að það væri nú komið vel í ljós, að mistök hefðu verið að samþykkja ekki þetta frumvarp í fyrra, eins og komið hefði fram í fréttum undan- famar vikur og mánuði. Landhelgisbrot erlendra togara fara vax- andi og eiga hinar vægu refsingar við slíkum brotxun sinn þátt í þeirri aukningu og samþykkt þessa frumvarps myndi áreiðanlega draga úr ásókn veiðiþjófa í landhelgina. Menntaskóli Austurlands Eysteinn Jónsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi um Menntaskóla Austurlands að Eið- um. Allir þingmenn Austurlands- kjördaemis standa að flutningi málsins. Þetta frumvarp var einn- ig flutt í fyrra en náði ekki fram að ganga. Gerði Eysteinn Jónsson grein fyrir málinu í framsöguræðu sinni og sagði að vaxandi skiln- ingur virtist nú vera fyrir þeirri nauðsyn að öflugar menntastofn- anir rísi upp í hverjum fjórðungi til að styðja að jafnvægi í byggð um landsins, en nauðsynlegt er, að slíkt haldist í hendur við öflugt atvinnulíf, ef byggðin á að þróast með eðlilegum hætti. í greinargerð, sem frumvarp- inu fylgir segir m.a.: 1 Það er eitt af skilyrðum þess, að byggðin í landinu þróist með eðlilegum hætti, að ríkisvaldið styðji sem víðtækasta starfsemi í hverjum lándsfjórðungi og beiti sér fyrir framkvæmdum í því skyni. Miklu máli skiptir, að skólar og i aðrar menntastofnanir séu efldar | í hverjum landshluta og nýjum I komið á fót. Með skólalöggjöfinni, sem í gildi er, var stefut að því að gera aðstöðu ungmenna til framhalds- náms hvarvetna á landinu sem jafnasta, þannig að í kaupstöðum og hinum fjölmennari héruðum j landsins gætu nemendur í sþólum gagnfræðastigsins lokið prófi,, er ! gilti sem inntökupróf í mennta- | skóla. Þetta hefur greitt götu ' margra æskumanna á námsbraut, þótt ‘ekki hafi tekizt alls staðar að ná settu marki, þar sem orðið hefur sökum þrengsla í héraðs- skólunum að synja um skólavist allmörgum, er sótt hafa um inn- töku í þá skóla. Þannig er því far- ið um hina merku menntastofnun Austurlands, Eiðaskóla. Skólaárið 1963—64 voru samt við námi heima í fjórðungnum. Allir gagnfræðaskóla Neskaupstaðar sátu þá 79 nemendur. Og í ung- lingaskólum á ýmsum stöðum í Austurlandskjördæmi stunduðu þá Menntaskólar verðí tveír í Reykjavík Einar Agústsson hafði í framsögu fyrir frumvarpi gær, menntaskóla, en frumvarp þetta um | flytur Einar ásamt Óskari Jóns- Landamerki Ólafur Jóhannesson flytur frum varp til laga um breyting á lög um um landamerki. í greinargerð frumvarpsins er gerð sVofelld grein fyrir þeim breytingum. sem í frumvarpinu felast: Samkvæmt núgildandi lagaá- kvæðum, sbr. 1. mgr. 8. gr. og 7. og 8. mgr. 9. gr. laga nr. 41/1919, greiða málsaðilar kaup og ferða kostnað merkjadómsmanna. Það er ósanngjörn regla, og í algeru ósamræmi við almennar reglur um dómgæzlu nú á dögum. en samkvæmt þeim eru laun dóm- enda greidd af almannafé. Ferða kostnaður er að vísu almennt í einkamálum talinn til málskostn aðar, en landamerkjamál hafa þá sérstöðu, að ferðalög dómend? eru þar nauðsynleg og lögboðin, og virðist því sanngjarnt, að ferða kostnaður sé greiddur úr ríkis- sjóði. í frumvarpi þessu er lagt til, að núgildandi skipan í londa merkjadómsmálum sé breytt og að ferðakostnaður og kaup merkja 1 dómsmanna verði hér eftir greitt úr ríkissjóði. Akvæði um kostnað argreiðslu eru því felld niður úr 1. mgi. 8. gr. landamerkjalaganna, og í stað 7. og 8. mgr. 9. gr lag- anna kemur 7 efnismálsgreinin í 2. gr. frv., er mæiir svo fyrir. að kaup og ferðakostnaður dómenda í merkjadómi greiðist úr ríkis- sjóði. Auk þess eru í frumvarp- inu gerðar nokkrar smávægileg ar breytingar, aðallega orðalags- breytingar, á 8. og 9. gr landa- merkjalaganna. Verður gerð grein fyrir þeim í framsögu. Frumvarp um þetta efni var eigi afgreiðslu. Er það bví end- urflutt nú og er nær óbreytl frá því í fyrra. syni. Meginefni frumvarpsins er | að menntaskólar i Reykjavík verði j tveir, en jafnframt verði stofnað ' ir menntaskólar á Austurlandj og j Vestfjörðum strax og fé verður j veitt til þeirra á fjárlögum. i Einar Ágústsson sagði, að á j síðasta þingi hefði sams konar frumvarp verið flutt og því þá vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem málið væri i athugun hjá henni og fram færi endurskeðun á námskerfi menntaskólanna Mik il nauðsyn er á að ráðast í bygg ingu nýs menntaskóla •' Reykjavík. Nemendafjöldi er nú hátt é 10. hundrað í Menntaskólanun í Reykjavík og húsnæðisvandræði skólans mikil. Sú viðbygging við skólann leysir ekki húsnæðis- vandræðin nema að litlu leyti, þar sem henni er aðallega ætlað að bæta úr þörf húsnæðis fyrir verklega kennslu. Þar við bætist það, að mjög óheppilegt er talið að fjöldi nemenda í menntaskól- um sé svo mikill sem hann er í M. R. og talið æskilegt að fjöldi nem- enda sé 300—500. Menntamálaráðherra hefui nú lýst því yfir, að ákveðið hati verið að byggja nýjan menntaskóla í Reykjavík, en fyrir því er ekki lagaheimi'd og nauðsynlegt að breyta lögunum til samræmis og Alþingi á að marka brautina sem farin verður í þessum málum.Nauð syn er að menntaskólar rís> á Vestfjörðum og Austfjörðurr og sagðist Einar vera sammála þeim, sem berjast fyrir því máli Breytt ir þjóðfélagshættir valda þv< að sívaxandi pörf verður fyrir menntaskóla. Vonir okkar um batnandi þjóðarhag byggjast í vax andi mæli á því að tækni og vís- indi verði tekir í þjónustu at- vinnuveganna og nauðsynlegt er að aðstaða manna til að afla sér æðri mentunai, verði sem jöfnust. nám 200 nemendur. í þessum landsfjórðungi voru þá nemendur á gagnfræðastiginu samtals 410. En æskumönnum á Austurlandi gefst ekki kostur á menntaskóla- námi heima í fjórðungnum. Allid þeir, er sækja vilja um inntöku í menntaskóla, verða að, leita það- an burt. Þörfin á pví að fjölga mennta- skólum hér á landi er mikil og almennt viðurkennd. Reynslan sýnir, að árangur námsins verður betri, ef skólarnir eru ekki mjög stórir, í stað þess að safna sam- an á einn stað mörgum hundruð- um nemenda. Þessi reynsla styð- ur það, að menntaskólar starfi í öllum landsfjórðungum. Þegar menntaskólar voru settir á stofn á Akureyri og á Laugarvatni, var nokkur andstaða gegn því að fjölga menntaskólum. Reynsl- an af starfsemi þeirra hefur fyrir löngu sannað. að sú ráðstöfun var rétt að koma á fót þeim mennta- stofnunum. Svipuð mun þróunin verða, ef stofnaður yrði mennta- skóli á Austurlandi. Að dómi flutningsmanna þessa frv. er eðlilegt og réttmætt, að stofnaður verði sem fyrst mennta- skóli á Austurlandi. enda mjög mikilvægt, að slík menntastofnun verði reist og starfi í landsfjórð- ungnum. ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU I TIMANUMI PÚSSNINGAR- SANDUR HeimkevrðuT pússninsar ! sand’n og vikursandur sigtaðuT eða osigtaðm við núsdvrna? eða kominn upp <3 hvaða Ræð sem et eftir tskum kaupenda sandsalan við Elliðavog s.t -íim? 41920

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.