Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. tióvember 1964 TfMINN Magnús Guöbjörnsson póstmaður Vinur minn Magnús Guðbjörns- son er látinn. Hann var borinn til moldar síðastliðinn laugardag. Falivölt er frægð og heimsins hylli. Þegar ég kynntist honum fyrst fyrir aldarfjórðungi var hann meðal kunnustu manna þjóð arinnar og hafði borið hróður ísl. hreysti til annarra þjóða, tengzt vináttuböndum við heimsfræga af- reksmenn og stóð framarlegu í flokki á alheimsafrekaskrám. Auk alls annars, sem hann afrekaði síð ar á ævinni auðnaðist honum inn an við tvítugsaldur að bjarga tveimur ungum félögum sínum frá drukknun, við, að því er virt- ist, vonlausar aðstæður, og hlaut fyrir æðstu hetjuverðlaun Carn- egiesjóðsins — bæði fjárupphæð og gullpening, fyrstur ísl. manna og þá í hópi örfárra norðurlanda- búa, sem þess heiðurs höfðu not- ið. En nú spyrja ungir menn, er þeir heyra nafn Magnúsar: Hvaða maður var það? Magnús átti sér merkilega sögu. Hann var fæddur í Reykjavík 22. sept. 1899. Faðir hans var sjó- maður og síðar steinhöggvari, móður sinnar naut hann ekki, en stjúpa kom í hennar stað, mun hann í fyrstu hafa átt við skort og nokkurt harðrétti að búa. Hann tók ekki eðlilegum líkam- legum þroska í æsku og hefur líklega þjáðst af beinkröm. Um tíu ára aldur kom hann heim af sjúkrahúsi eftir tveggja ára dvöl þar og staulaðist þá við tvær hækj ur. En stjúpa hans tók þessar stoð ir hans, braut þær og stakk und- ir pottinn, kvað hann aldrei verða að manni, ef hann treysti á þær. Þetta fannst drengnum æði hart þá, en síðar komst hann á þá skoðun, að þessi raun hefði ráðið úrslitum um líf sitt og ham- ingju. Virti hann stjúpu sína mjög. Magnús varð nú að láta sér lynda að staulast með veggjum eða skríða ella. Smám saman tókst honum með æfingum og mikilli harðneskju við sjálfan sig að læra að standa uppréttur og ganga eíns og annað fólk, en það tók hann a.m.k. tvö ár að ná því marki. Um þetta leyti varð hann fyrir þeirri heppni að bóndi einn meiri háttar austur í sveitum bauðst til að taka hann á heimili sitt sem liðlétting. Þar fékk hann betra víðurværi en hann átti áður við að búa og náði fullum þroska. Þegar hann hvarf þaðan sextán ára gamall voru lítil merki eftir fyrri veikindi. Þegar hann kom aftur til Reykjavíkur hóf hann þegar þátttöku í íþróttalífi borg- arinnar, stundaði fimleika, glímu, knattspyrnu og hlaup. í fyrstu skipaði hann aftasta sæti en hon um hljóp kapp í kinn og áður en nokkurn varðí hafði hann með þrotlausum æfingum, ódrepandi áhuga og þrautsegju þokað sér fram í fremstu raðir, og í hlaup- um stóðst honum brátt enginn snúning. Innan við tvítugsaldur var Magnús orðinn verkstjóri við vega lagningu og raforkuvirkjanir ríkis ins. Þessi útivinna átti vel við hann Siðar gerðist hann bréfberi hér í Reykjavík og varð það hans ævistarf, en jafnframt því hafði hann um áratugi yfirumsjón með dynamítsprengingum fyrir hús- um og mannvirkjum í höfuðstaðn- um og hafði þá stundum yfir mörgum mönnum að ráða. En þetta er fagvinna, sem útheimtír mikla nákvæmni og útsjónarsemi. En aldrei varð slys hjá honum, og útreikningar hans stóðust svo vel, | að hann hafði jafnan góðan hagn að af ákvæðisverkum sínum. Öll manndómsár sín vann Magnús með þessum hætti tvöfalt dags- verk. En ekki dugði honum þetta. Hátt á þriðja áratug lagði hann stund á glímu og maraþon-þol- hlaup. Á hverjum einasta degi í tvo áratugi hljóp hann úr Reykjavík inn að Árbæ og aftur til baka, vetur, sumar, vor, og haust, hvern ig sem viðraði. Svo nákvæmur var hann með þetta, að jafnvel á gift- ingardaginn sinn, þegar hann þó var búinn að bera út póstinn og mæla sér mót við prestinn og unnustuna kl. 8 um kvöldið, gat hann ekki hugsað sér neina brúð- kaupssælu fyrr en þessári daglegu kvöð væri fullnægt. Ekki kann ég að rekja afreka- sögu Magnúsar í íþróttum. Hann keppti í öllum hugsanlegum lang- hlaupum hér í Reykjavík og úti á landi, og til norðurlanda fór hann og stóð sig jafnan með ágætum. Fyrstur varð hann, á tíma, sem oft nálgaðist Evrópu- met, i Maraþon hlaupum og öðr- i um langhlaupum t.d. milli Reykja-' víkur og Þingvalla eða Álafoss — Hafnarfjarðar — Og Kolviðar- hóls að Laugum, svo að frægustu leiðirnar séu nefndar. Ég kann raunar ekki um þetta að skrifa, I en hef fyrir satt, að Magnús hafi ! þarna verið ósigraður hátt á ann- an áratug og hafi hlaupið lengur en nokkur annar íslendingur. Hann keppti í 23 ár. Öll þessi ár lét hann þó aldrei niður falla sín daglegu störf. Hann byggði sér hús inni á Kirkjusandi og rækt- aði þar skrúðgarð. Um tíma starf- aði hann í karlakór og stóð um skeið í forystu stéttarfélags póst- manna. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri konan hans var Guðbjörg Magnús dóttir frá Kirkjubóli við Reykja- vík. En sambúð þeirra varð skömm. Hún féll fyrir sigð hvíta- dauðans eftir Vífilsstaðavist. Þá voru synir þeirra tveir smásvein- ar. Síðar fékk Magnús norskr ar íþrótta- og menntakonu Else Ellingsen (systur Ellingsens kaup manns) og átti einnig með henni tvo syni. Kom Magnús öllum börnum sínum vel til manns. Magnús unni konu sinni mjög og sótti til hennar styrk í íþrótta- starfi sínu. Hún var öllum börn- unum mikil og góð móðir. En fyr- ir u.þ.b. tíu árum, þá aðeins 47 ára gömul hné hún niður örend við heimastörf sín. Það var dap- urleg aðkoma fyrir Magnús. Þetta reiðarslag bugaði loks þenn an sterka en viðkvæma mann. Þótt hann gengi enn um skeið að störfum sínum sem áður og yrði eftir þetta póstfulltrúi, bar hann aldrei sitt barr eftir þetta reiðar- slag. Sá er þetta ritar hefur verið málvinur Magnúsar í fullan aldar- fjórðung og naut fullrar vináttu hans og trúnaðar seinustu árin. Við urðum nokkrum sinnum sam- tíða á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þann skugga, sem yfir lífi Magnús- ar hvíldi var hann enginn harma- tölumaður. Hann sagði mér þætti af hinum viðburðaríka æviferli sínum. Betri og stórkostlegri sögu mann þekki ég ekki utan rithöf- undastéttar, og skemmtilegri mað ur verður vandfundinn. Hann var ágætlega greindur og óeigingjam mannkostamaður. Svo reyndi ég hann í öllu. Magnús ofmetnaðist ekki af afrekum sínum, þótti hon- um þætti að sjálfsögðu gott að minnast þeirra. Auðmjúkari og hrokalausari mann getur ekki. Því míður dróst það úr hömlu, að saga hans væri rituð. I. nóv. s.l. dó Magnús sáttur við guð og menn. Hann átti góða heimvon. Veri hann ætíð blessað- ur. Jón úr Vör. Þorkell Guðnason frá Fagraneskoti Jónas Þorbergsson fyrrverandi útvarpsstjóri ritaði minningar- grein um nefndan Þórkel Guðna- son Grein þessi var birt í Tíman um 3. jan. 1964. Þar segir: „Mér er ókunnugt um uppvöxt Þór- kels, veit aðeins að hann var ó- skilgetinn og tel því víst, að hann hafi snemma orðið að sjá sér far- borða af eigin rammleik, eins og títt var um böm á þeim árum, og ekki sízt þau. er fædd voru utan hjónabands . . .“ Ekki er rétt, að Þórkell Guðna son væri óskilgetinn. Tel ég skylt að leiðrétta þetta mishermi For- eldrar Þórkels voru hjónin Guðni Jónsson, er bjó nokkur ár á Jó- dísarstöðum Skriðuhverfi og Anna Þórkelsdóttir Þau giftu sig 18. október 1867 og voru vinnuhjú á Syðra-Fjalli Börn þeirra 1. Guð- rún Guðnadóttir f. 6. ág. 1887 Syðra-Fjalli. Fór til Vesturheims, var tvígift og- átti að minnsta kosti 4 börn. 2. Rannveig Guðnadóttir f. 24. des. 1868 Syðra-Fjalli, gift Páli Vídalín. Þau fluttu 1889 frá Reykjadal til Akranes. 3. Gunnar Guðnason f. 2. apr. 1870 Fótaskinni, bóndi Esjubergi, átti Þórunni Magnúsdóttur. Meðal barna þeirra er Anna Gunnars- dóttir kona Brynjúlfs Melsteðs bónda Stóra-Hofi, Gnúpverja- hreppi. Bjarnasonar 4. Sigurrós Guðnadóttir f. 14. jún: 1871 Fótaskinni, fór til Vest- urheims, gift Jóni Halldórssyni frá Geitafelíi, bróður Helgu konu Frið jóns. á Sandi. Þau áttu börn. 5. Björg Guðnadóttír f. 24. sept 18773 Fótaskinni. gift Friðreki Sigurðarsyni, bónda, Svertings- stöðum o. v. Þeim varð 8 barna auðið. 6. Kristbjörg Guðnad. f. 13 júní 1876 að Jódísarstöðum Dó sama ár. 7 Þórkeli Guðnason f 2. jan 1878 Jódísarstöðum, sá er hér um ræðir. Sonur Sonur Guðna óskil- við Pálínu P’l'Hóttur Pálssonar r u a L4. síðu. Halldóra Jónsdóttir Fagurhólsmýri Hún vinnur sín verk í kyrrð, hún vinnur þau löngum duld. Við hana eru allir að endi dags — allir í þakkarskuld. Hinn 19 október s.l. andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík Hall dóra Jónsdóttir húsfreyja á Fag- urhólsmýri í Öræfum. Hún hafði dvalið þar tvo til þrjá mánuði undir umsjá hinna færustu lækna, en þeir gátu ekki unnið bug á sjúkdómi hennar. Útför hennar var gerð frá Hofskirkju 27. f.m. Halldóra var fædd 23. des 1892 í Flatey í Mýrahreppi. Foreldrar hennar voru Jón Hálfdánarson og Halldóra Pálsdóttir, er þar bjuggu um langt skeið, þau voru bæði komin af merkum skaftfellsk um ættum. Halldóra ólst upp í föðurgarði og átti þar heimili fram yfir þrí- tugsaldur. Á fjölmennu heimili í samvistum við foreldra, mannvæn leg systkini og fósturbörn húsráð- enda hlaut Halldóra góðan þroska. Hún mun einnig hafa afl- að sér menntunar utan heimilis um skeið. Um þrítugsaldur urðu þáttaskil í ævi Halldóru, er hún fluttist frá Flatey, þar sem spor æsku hennar höfðu legið, og að Fagur- hólsmýri í Öræfum. A öndverðu árið 1925 giftist hún frænda sín- um Sigurði Arasyni bónda og odd vita á Fagurhólsmýri og skipaði þar húsfreyjusætið æ síðan. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eiga þau öll heimili í föðurgarði. Heimilið hefur jafnan verið fjöl- mennt. Auk þessarar fjölskyldu er þar fleíra vandafólk Sigurðar. Fjölskyldulífið með skini — og nokkrum skugga kallaði á starfs- krafta og fórnfýsi húsfreyjunnar. Og margt fleira kom til. Sigurður á Fagurhólsmýri hefur megin- hluta ævinnar verið eir.r, af for- ystumönnum í sveit sinni og tek- ið þátt í félagsmálastarfi í hérað- ínu. Fagurhólsmýri er í þjóðbraut. Auk hússtarfanna er þar af hendi leyst margvísleg opinber þjón- usta. Þar er miðstöð samgangna í byggðarlaginu, póstafgreiðsla, landssímastöð, veðurathugun, flug afgreiðsla og verzlunarútibú er í grennd við bæinn. Meðan hestarnir voru eina farar tækið á landi — og þannig var lengi háttað milli eyðisanda Skaftafellssýslu — gátu langferða menn ekki komizt hjá að fá í Öræfum næturhvíld. Gistihús hefur ekki verið reist í byggðarlag inu, svo að vegfarendur áttu ekki um annað að velja en beiðast gist ingar á heimilum í sveitinni. Heimilí Halldóru var jaínan eftir sóttur gististaður ferðamanna. Og á seinni árum, síðan flugferðir hófust, hefur það verið eins og skáli yfir þjóðbraut þvera, svo sem skráð er um bæ kvenskörungs að fornu. Aðrir heimilismenn en Halldóra hafa formlega á hendi hina op- inberu þjónustu, þótt hún veítti oft aðstoð við þau störf. En önn hinnar fjölþættu þjónustu jók að miklum mun umsvif á heimilinu og sagði til sín, þar sem hi sírey) an stjórnaði, stóð við störfin langan dag og veitti ágætan beina sérhverjum, sem að garði bar og þiggja vildi. Halldóra hneigðist ekki til ferða laga eða opinberu félagslífi. Heim ilið var hennar líf .Þar vann hún sín verk í kyrrð. Þeim, er heim sóttu Halldóru fékk ekki dulizt, að húsfreyjusætið skipaði hún með sóma. Hínir eru færri, er fengu góða aðstöðu til að kynn- ast því, að hún var greind kona, nærgætin og hollráð. Öræfin hafa löngum átt langa og torfæra leið til læknis. Um alllangt skeið hafði Halldóra í sinni umsjá dálitla lyfjabúð, er ætlað var að bæta úr brýnustu þörf sveitarmanna á því sviði. Þeir, sem vegna þess áttu við- skiptí við Halldóru, fengu af því ágæta reynslu, hve gott var jafn- an að leita til hennar, þegar veik- indi eða önnu alvarleg atvik bar að höndum. Á tímum frelsisbaráttunnar túlkuðu skáldin í áhrifamiklum ljóðum þann þjóðaranda að vilja starfa og stríða á ættjörðinni, hvort sem örlög hennar yrðu blíð eða hörð. Halldóra var ættjarðar- vinur og hefur áleiðanlega orðið snortin af þessum holla þjóðaranda þegar hún í blóma aldurs fór frá æskuheimili sínu og að Fagurhóls mýri. Hið fjölmenna heimili og sveitabyggðin, sem einangrast af stórum eyðisöndum og straum- þungum jökulám var síðan vett- vangur hennar og starfssvið fjóra áratugi. Viðhorf hennar til þess- arar sveitar var ávallt fastmótað hinum sama þjóðaranda líkt og mannkærleiki segir bezt til sín gagnvart ástvinum. Þetta verður sveitungum Hall- dóru hugstætt á þessum alvarlegu tímamótum, þeir harma fráfall hennar, votta fjölskyldunni á Fagurhólsmýri dýpstu samúð og bera fram hinztu kveðju með þeirri hugsun, sem lýst er í þess- um orðum: Við hana eru allir að endi dags — allir í þakkarskuld. P.Þ. Celló-tónleikar Allt er þá þrennt er, stendur þar. Á undanförnum 14 dögum hafa konsertgestir átt þess kost að hlýða á þrjá framúr- skarandi cellóleikara. Og nú síðastliðið miðvikudagckvöld, lék rússneski cellóleikarinn Daniil Safran, með undirleik konu sinnar Ninu Musinjan, á vegum samtaka M.Í.R. Á efnisskránni voru 3 sónöt- ur og tvö smærri verk Safran er listamaður af lífi og sál með mikinn og syngjandi tón og tekst honum að töfra fram æv- intýraleg blæbrigði þessa yfir lætislausá hljóðfæris. Kom það einna gleggst í ljós í Schubert- sónötunni, sem listamaðurinn brá upp í mjög einfaldri, en sannri og lifandi mynd Seinni hluti efnisskrárirmar, var heldur léttvægari að efnis innihaldi en listamaðunnn fór mjög fallega með sónötu eft- ir Shostakovitsj, sem ekki get ur beint kallast kjamafæða. Samleikur hjónanna var mjög góður og hnitmiðaður og býr frúin yfir miklum hæfileikum, sem undirleikari. Það getur naumast talist smekksatriði. að leika á lokaðan flygil, í jafn mikilvægu hlutverki og píanó röddin er í cellósónötum Brahms og Schuberts eins og þarna átti sér stað — Lista- fólkinu var mjóg vel rekif og léku þau aukalög Ónsitar.Iega hefði verið ánægjulegl að 'ieyra listamanninn leika eitt íag án undirleiks. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.